Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1952, Qupperneq 13

Fálkinn - 04.07.1952, Qupperneq 13
FÁLKINN 13 eru þingkosningar eða sirkus Boscos kemur í bæinn. Daginn sem Redgrave kom til Dun- stable var talsverð hreyfing á öllu, þrátt fyrir hitann, og ástæðan til þess var Bosco, sem með hesta sína, úlfalda, fíla, birni, fimleika- menn, listriddara og trúða, hafði tjaldað á flötunum fyrir sunnan bæinn. Um allan Dun- stable, en bærinn hefir byggst á langveginn meðfram Watling Street á nær þriggja kiló- metra svæði, talaði fólk ekki um annað en hinn stórfenglega og óviðjafnanlega Sirkus Boscos, sem hafði tvær sýningar þennan dag, klukkan hálfþrjú og klukkan hálfátta. Richard afréð að fara á sýninguna .... hver veit nema hann gæti orðið einhvers vís- ari hjá áhorfendunum þar, og klukkan hálf- þrjú greiddi hann shillinginn sinn og gekk upp dúklögð en brakandi þrepin að sirkustjald- inu. Sýningin var vel sótt og áhorfendur mjög hrifnir. Trúðunum var fádæma vel fagnað. En Richard veitti mesta athygli reiðmær einni, sem hét Juana. Hún var há og fönguleg, auð- sjáanlega var spánskt blóð í henni. Hún var í venjulegum búningi ríðandi kvenna og reið ljómandi fallegri rauðgrárri hryssu, sem hún gat látið dansa og leika allar listir nema standa á höfði. Hryssan og reiðmærin voru báðar jafn leiknar, rólegar og þjálfaðar. Þetta var í sannleika fullkomið sýningaratriði, en fór fyrir ofan garð og neðan hjá öllum fjöldan- um, semækki kunni mikil skil á reiðlist. Nú var fíll leiddur inn og ungur maður í indversk- um klæðum sat á hnakkanum á honum. Hryssan og fíllinn léku eitt sýningaratriði saman. Loks prjónaði hryssan og studdi báð- um framfótunum upp að fílnum, og þannig lauk þessu sýningaratriði, og vakti það hrifn- ingu fjöldans. Juanita var kölluð fram með lófaklappi. Hún kom inn á hringsviðið gang- andi, hélt reiðpilsinu ofurlítið upp með ann- arri hendinni en í hinni var hún með létt keyri. Richard varð ósjálfrátt gagntekinn af hinni kuldalegu og alvarlegu fegurð stúlk- unnar. Honum fannst fjarri öllum sanni að svona lagleg stúlka yrði að leggja á sig að leika sirkuslistir tvisvar á dag til að skemmta fólki, sem lítt kunni að meta þessa list. — Þessi stelpa og hún dóttir hans Craigs eru nauðalíkar. Richard leit við er hann heyrði þessa at- hugasemd, sem kom frá annarri af tveimur konum, sem sátu bak við hann og samkjöft- uðu aldrei. Hin konan féllst á að svipmót væri með Juönu og dóttur Craigs en nauðalíkar væru þær ekki. Richard stóð upp og fór út úr tjaldinu. Hann gekk kringum það og þeim megin að því, sem sýningarfólkið fór inn á sviðið. Þar stóð ann- að tjald minna, og tjaldgöng frá því inn í FELUMYND Hvar er liiröirinn? stóra tjaldið. Litla tjaldið var auðsjáanlega einskonar fataklefi sýningarfólksins. Richard gat séð þangað inn og af tilviljun sá hann Juönu, sem var að tala við aðra unga stúlku. Hún var lík Juönu, en ekki eins lagleg. Ungi mðurinn sem hafði setið á fílnum, stóð hjá þeim. Hann hvarf svo burtu frá þeim og ungu stúlkurnar fóru nú að tala alvarlegar og af meira kappi en áður. Loks tókust þær í hend- ur og kysstust, Juana fór að gráta og hin hljó út úr tjaldinu. Richard hélt í humátt á eftir henni út á veginn. Þar stóð ljómandi falleg lítil bifreið. Unga stúlkan settist við stýrið og ók fram götuna um Dunstable. — Er þetta leiðin til Hockliffe? spurði hann lögregluþjón. — Já. — Það er dóttir Raphales Craig, þessi þarna, sagði hann við sjálfan sig og brosti íbygginn í kampinn. En hver er Juana? bætti hann við. Hann gekk aftur að sirkustjaldinu til að sjá það sem eftir var af sýningunni, en hann var varla sestur fyrr en hann fór að iðrast eftir að hafa farið inn aftur. Rauðgrá hryss- an, sem Juana hafði verið á áðan, kom nú fram í nýju atriði — sem talandi hestur! Það var ungi maðurinn, sem áður hafði komið fram sem Indverji, er annaðist þetta leik- skráratriði, og nú var hann klæddur sem reiðmeistari. Sirkusþjónninn gekk meðfram fremstu áhorfendaröðinni og útbýtti númer- um. 'Hann bauð Richard eitt og hann tók við því í hugsunarleysi. Og uppfrá þvi var farið að veita honum athygli! — Þessi herra hefir di’egið spjald, sagði „reiðmeistai'inn“. — Nú ætlar undrahestur- inn að sega okkur hvaða númer er á spjald- inu, og hann mun einnig leika fleiri listir. Eg mun spyrja hestinn nokkurra spurninga, og hann mun svara jái íxxeð því að kinka kolli, en neii með því að hrista hausinn, og hann telur með því að bei'ja högg með öðrum fram- hófnum. Richai'd gramdist að hafa orðið þátttakandi í sýningunni, en nú var komið sem komið var. — Hvaða númer er á spjaldinu, sem mað- ui’inn di’ó, spurði ungi maðurinn hryssuna. — Hún stappaði tíu högg. — Númer tíu, sagði ungi maðurinn. — Er það rétt, herra mirrn? Richard kinkaði kolli. Mikil fagnaðarlæti. — Er maðurinn með spjaldið kvæntur? Hryssan hristi hausinn. Hlátur. — Er hann ókvæntur? Hryssan kinkaði kolli. Enn meiri hlátur. — Á hann eftir að kvænast? Hryssan kinkar kolli. Hlátur aftur. — Bráðlega? Hryssan svarar enn játandi. Glymjandi hlátrasköll. — Fallegri stúlku? Hryssan hneigir sig djúpt. — Eignast þau mörg börn? Hryssan setur upp rassinn og hleypur á spretti út af sviðinu. Þetta einfalda bragð, sem leikið hefir ver- ið með alls konar hrossum í fjölda ára, hafði feikna aðdráttarafl hjá Bosco-sirkusnum. Það brást aldrei. Síðasta sýningaratriðið hét „Mafeking leyst úr umsát“. Varð nú feikna hávaði og púðurreykur gaus upp af sviðinu, svo að Ric- hard notaði tækifærið til að laumast út. I dyrunum leit hann við og sá Juönu bregða fyrir á sviðinu — hún birtist nú sem hjúkr- unai’kona frá Rauða-Krossinum. Um nóttina lagði hann upp frá gistihúsinu í Dunstable í bifreið. Sirkus Boscos hafði tek- ið saman farangur sinn og var kominn af stað og sást hilla undir langa röð af dýram og vögnum eftir endilöngu Watling Street — einkennileg sýn í daufu tunglsljósinu .... sýn, sem hvergi sést nema á enskum þjóðvegum. Það voru þrjár metramílur á staðinn sem Bosco átti að sýna næst .... Löng leið. Lest- in var fyrir Richard — hann hafði vonað að hafa Watling Street frá Dunstable til Hoc- kliffe fyrir sjálfan sig þarna um nóttina. Hann nam staðar og beið þangað til sirkuslestin var horfin úr augsýn. Fjórir fílar ráku lestina- og það var ungi maðurinn sem hafði ergt ADAMSON Flugnaskápurinn. Copyrlght P I B Boa 6 Copenhagen

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.