Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1952, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.07.1952, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Olympíuleikarnir í Finnlandi Fimtándu Ólynipiulcikarnir cru að hcfjast í Helsingfors og undanfarið hafa iiþróttamenn úr öllum áttum heims stefnt ]>angað. Fyrstir komu í- þróttamenh frá Ceylon og Argentínu — hitabeltismenn, sem vildu venjast loftslaginu áður en á hólminn kæmi. Þeir hafa verið í Finnlandi síðan 20. júní. Undirbúningurinn hefir verið lang- ur frá Finna hálfu. Það hafði verið ákveðið að þeir liéldu leiknna árið 1940 og höfðu mikinn viðbúnað þá. Þeir höfðu t. d. l'lýtt byggingu tækni- háskóta síns til þess að geta notað hann Iianda íþróttagestum. Sá skóli var sprengdur í vetrarstríðinu. Finn- ar tiafa háð tvær styrjaldir síðan 1939 og árið 1948 voru jjeir ekki undir það búnir að halda lcikina, svo að þcir urðu í London sem kunnugt er. En siðan 1950 liafa þeir verið að bua sig af kappi undir þá miklu heimsókn, sem þeir fá nú. Eric von Frenckell borgarstjóri ek formaður Ólympíu- nefndarinnar og hefir liann m. a. lieim sótt fjölda af þeim þjóðum, sem taka þátt í leikjunum. A. E. Martola heitir leikstjórinn, liann cr höfuðsmaður i finnska hernum, og Yrjo Valkamaí sá sem íþróttamennirnir munu hafa mest af að segja. Finnar hafa litið af gistihúsum i Helsingfors og er langt síðan öll gesta- rúm voru skipuð þár. Vegna leikanna var hraðað Iiyggingu eins nýs gisti- liúss i Helsingfors, það heitir Palace Hotel, og er ætlað heiðursgestunum einum. Stendur það við aðalskipaliöfn borgarinnar, Södra hamnen, að vest- anverðu og cr mikið stórhýsi og liátt, en gistihúsið sjálft verður aðcins á þremur efstu hæðunum, þegar leikjun- um lýkur, þvi að þá verða neðri hæð- innar leigðar fyrir skrifstofur. Gisti- húsið kostaði 1,0 milljarð finnsk mörk. Hverju gestalierbergi fylgja svalir og hvergi er betra útsýni yfir borgina en þaðan. Meðal jieirra sem gista þar um Ólympíuleikana eru meðlimir Alþjóða- ólympíunefndarinnar og frúr þeirra. Þar verður og Ólafur krónprins Norð- manna, sem verður dómari i kappsigl- ingum, Axel Danaprins, Adolf Freder- ich hertogi af Meclenburg, Frans Jósef af Lichtenslcin, Pierre prins af Mon- aco og Jean krónprins af Luxemburg. Og svo Mohamed Taher pasha, frændi Farúks Egyptalandskonungs (en vænt- anlcga-ekki með kvennabúr með sér) og ýmsir tignir menn frá Indlandi og Japan. Bernhard Hollansprins og Phil- ip hertogi af Edinborg koma líka á leikana, en þurfa ekki á hótelinu að halda, því að þeir koma báðir á lysti- snekkjmn sínum og búa um borð. Gert er ráð fyrir að dagana sem Ólympíuleikarnir standa yfir verði gestir í borginni þvi næst jafn margir og heimafólkið. — íþróttamennirnir verða flestir í íþróttahverfinu, sem byggt hefir verið Sérstaklega vegna leikanna og er skammt norðaústur frá Stadion. Þar komast fyrir um 0000 iþrótta-menn, og þó eru þeir rússnesku ekki þar. Þcir vilja vera út af fyrir sig, og hafa fengið bækistöð á Otnas, fyrir vestan bor-gina. Þar er stúdenta- hverfi, sem nemcndurnir við verslun- arháskólann í Helsingfors hafa verið að koma sér upp undanfarin ár, á eink- ar fögrum slað. Og þar er leikvangur, sem tekur um 0000 áhorfendur, svo að Rússarnir geta æft sig þar, en áhorf- endalaust að vísu. Fyrst þegar Rússar spurðust fyrir um þátttökuskilyrði í leikjunum höfðu þeir hugsað sér að iþróttamenn- þeirra væru fluttir aust- ur yfir landamærin á hverju kvöldi og svæfu í Rússlandi á nóttunni! En af þvi varð þó ekki, eftir að þeim hafði verið gefinn kostur á að fá stað út af fyrir sig. Þelta voru íþróttamennirnir og þó ekki aílir, því að sumir búa um borð í skipunum, sem þeir koma á, en nota þessir fáu útvöldu á Palace Hotel og hinum gistihúsunum. Tuttugu og fimm þúsund hcimili taka á móti 40.000 gestum, og víðsvegar í útjöðrum borg- arinnar hafa verið settar upp tjald- borgir. Ein cr á Munksnesi og getur hýst 8000 manns, önnur í Drumsö, lianda 0000 o. s. frv. Og vitanlega hafa allir skólar verið teknir undir og þar geta mör-g þúsund manns gist í beddum cða á flatsængum. Loks munu um 20 stór farþegaskip liggja á höfninni i Helsingfors leikdagana og ]>ar gista farþcgarnir sem með þeim cru. Auk liinna 18 íþróttagreinaflokka á leikjunum, sem hver um sig skipt- ist i svo mar-gar greinar, að engum manni er kleift að komast yfir að sjá þær allar, verður margt annað til skemmtunar. Á kvöldin verður til dæmis hægt að hreyfa sig á 45.000 ferinetra stóruni danspalli, eða ef menn vilja heldur geta þeir farið i Tivoli eða á sirkus eða sumarreyvýu eða „vatnspantomine", hlýtt á finnska þjóðsöngva, farið á Sibelius-hljóm- allir áhorfendurnir að vera — nema aðeins æfingavellina. En hvar eiga svo leika eða tekið undir með þjóðkórn- um úti í Brunnsparlcen og horft á flugelda á cftir. Stadion. Finnar eiga stærri leikvang en nokkur þjóð önnur á Norðurlöndum. Hann var -fullgerður 1938, eftir teikn- ingum húsameistaranna Yrjö Linde- gren og To'Ivo Janlti. Síðan hefir Stadionturninn frægi, 72 metra hár, sett svip á Helsinki fremur en flest annað, því að hann sést viða að, og eru Finnar þó ófeimnir við að byggja á liæðina. Stadion rúmaði 50.000 á- horfendur og bekkirnir og stæðis- pallarnir eru svo mikið hækkandi að allsstaðar sést vel yfir leiksvæðið, jafnvel þó að stórir kvenliattar væru i tísku. En 1950 var afráðið að bæta áhorf- endapöllunum utan urn Stadion, þannig að 70.000 áhorfendur kæmust að. Gamla Stadion er allt úr stein- steypu en viðbótarpallarnir eru úr timbri, enda er ætlunin að rifa þá aftur að leikjunum loknum. Eins og sjá má af forsíðumyndinni hér að framan er hæðin neðan frá jörð og upp á brún ekki neitt smáræði. Hlaupabrautin var öll endurbæitt 1950 og var þó góð áður. En nú þykja hin ágætu afrek á bæði stuttum og Frá höfninni í Helsingfors.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.