Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1952, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.07.1952, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ARNOLD BENNETT: Silfurpeningarnir ^pemandi leifHilcgreyluAaga 4. — Uhumm! sagði Craig aftur. Þetta var einkennilegt tilsvar, en í munni hans hljómaði það vingjarnlega. Þetta gengur ágætlega, hugsaði Richard aftur með sér. — Mike! kallaði Teresa. — Micky! Lítill, pervisalegur maður kom strax hlaup- andi fyrir hornið á garðmúrnum og til þeirra. Hann var niðurlútur svo að Richard sá ekki vel framan í hann. — Hvað vilduð þér mér, ungfrú? spurði Mike. — Taka þessa bíla og setja þá inn. Herra Redgrave gerir kannske svo vel að hjálpa þér með nýja bílinn. Raphael Craig gekk að húsdyrunum. Eftir nokkrar mínútur, þegar bílarnir voru komnir inn í skúrinn, sem var hluti af gamla útihús- inu, hitti Richard hann og Teresu inn í for- salnum í íbúðarhúsinu. Kvöldverðurinn hafði verið borinn fram þar, vegna þess að þar var svalast í húsinu, sagði Teresa. Ekkert þjón- ustufólk sá Richard þarna nema gamla, digra konu, sem gekk upp stigann meðan þau voru að eta. Þau fengu köld akurhænsni, posteik og ágætt rauðvín. Áður en þau höfðu lokið máltíðinni bað Craig um að hafa sig afsak- aðan, bauð góða nótt og hvarf inn í eitt her- bergið á neðri hæðinni. Richard og Teresa sátu áfram. Ekki höfðu þau feðgin talað eitt orð frekar um það sem gerðist hjá Teresu á leiðinni. Ef yfirleitt var hægt að ráða nokkuð af framkomu gamla mannsins þá var það helst það, að Teresa væri alvön að koma heim klukkan tvö á nóttunni eftir að hafa lent í ævintýrum við fila og bíla. Richard fannst skritið að gamli maðurinn skyldi ekki ' kippa sér neitt upp við það sem gerst hafði, sérstaklega vegna þess að þeim virtist þykja vænt hvoru um annað. — Skrambi var gaman í sirkus í dag, sagði Richard þegar samtalið virtist ætla að logn- ast útaf. — Hvað var það? spurði Teresa. — I Dunstable. — Jæja, sagði hún. — Eg hefi ekki heyrt neitt um það. Richard varð forviða er hann heyrði stúlk- una ljúga svona blygðunarlaust. Þetta var falleg stúlka, frískleg og heillandi. Hún gat ekki verið mikið yfir tuttugu ára, og andlit hennar virtist saklaust eins og lilja. Og þó laug hún eins og forhetur prakkari. Skrítið! Richard tók af sér gleraugun, þurrkaði af þeim og setti þau upp aftur. — Já, ég var á sýningunni eftir hádegið, sagði hann. Trúðarnir voru ansi skemmtileg- ir, og svo var þarna reiðmær, sesm heitir Ju- ana, duglegasta reiðmær sem ég hefi nokkurn tíma séð. Teresa brá ekki svip. — Jæja, sagði hún bara. — Eg hélt kannske að þér hefðuð verið með einhverjum kunningjum á kvöldsýning- unni, sagði Richard. — Æ, nei, svaraði Teresa. — Eg var í miklu lengri ferð. En þegar ég ók fram á þessa fila þarna í brekkunni þóttist ég vita að sirkus væri einhvers staðar á næstu grösum. Samtalið dofnaði aftur. — Meira rauðvín, herra Redgrave? spurði Teresa. Hann þakkaði og sagðist gjarnan vilja ann- að glas, og um leið og hann dreypti á því sagði hann: — Mér var sagt að hér um slóðir sé mikið af kalki .... hér eru kalknámur, er ekki svo? — Jú, sagði hún. — Það er hægt að sjá þær hérna úr glugganum hjá okkur. Þær eru nú ekki beinlínis til prýði. » — Það dugar mér, hugsaði Richard með sér. Hann hafði að minnsta kosti gengið úr skugga um að Craigfjölskyldan hafði ein- hverju að leyna. Klukkan sló þrjú. Það var byrjað að birta af degi. — Þessi klukka gengur kortéri of fljótt, sagði Teresa. — En það er kannske réttast að fara að sofa. Þér eruð víst ekki vanur að vaka lengi frameftir, herra Redgrave? En það er ég. Micky! Micky! Litli maðurinn kom tifandi út ganginn inn- an úr húsinu. — Micky, viltu sýna herra Redgrave her- bergið hans . . hérna beint upp yfir. Bridget hefir búið um þar. Líttu eftir að allt sé í lagi. — Það skal ég gera, ungfrú, sagði Micky eftir dáiitla þögn. Richard bauð ungfrúnni góða nótt með handabandi og fór upp stigann og Micky á eftir. Undir eins og hann var orðinn einn í herberginu, sem var blátt áfram og með þokkalegum húsgögnum, leit hann kringum sig. Á veggjunum voru endurprentanir af frægum málverkum. Jæja, þetta hefir verið góður dagur, verð ég að segja, og nú á ég skilið að fá góðan svefn, hugsaði hann með sér um leið og hann háttaði. Eg verð að reyna að verða hérna sem lengst. Varla hafði hafði hann iokað augunum fyrr en varlega var drepið á dyr. — Hver er þar? spurði hann. — Bara ég, svaraði rödd Mickys. — Komið þér inn, Micky, sagði Richard kumpánlega. Hann kunni strax vel við Micky, fannst líkast og hann hefði þekkt hann í mörg ár. Richard hafði dregið niður vindutjaldið svo að dimmt var í herberginu. Það var rétt svo að hann grillti manninn. — Ungfrúin bað mig að minna yður á að morgunverðinn er stundvíslega klukkan sjö. — Já, ég man það, svaraði Richard þurr- lega. — En heilsið ungfrú Craig og þakkið henni fyrir að hún minnti mig á það. — Hm .... afsakið þér herra Redgrave, en vitið þér hvar þér sofið í nótt? — 1 augnablikinu sef ég alls ekki. — Þér ættuð ekki að hafa það í flimting- um, herra Redgrave. Featherstone svaf í þessu herbergi. Þekktuð þér Featherstone? — Hvað segið þér? sagði Richard og spratt upp. — Eigið þér við manninn sem fyrirfór sér? — Já, einmitt. En hafið þér ekki hátt. Eg hefði kannske ekki átt að minnast á það. — Hvers vegna ekki? spurði Richard og lækkaði róminn. — Það er ekki víst að herra Craig líki það. — Hvers vegna eruð þér þá að segja mér það? — Það er sagt að óheill fylgi því að sofa í herbergi, sem sjálfsmorðingi hefir verið í síðustu nóttina sem hann lifði. — Svo að Featherstone fyrirfór sér þá daginn sem hann fór héðan? — Já, hann gerði það. — Eg ætlaði bara að aðvara yður. — Þakka yður fyrir. En ég held varla að það spilli svefninum fyrir mér. Góða nótt! — Eg vildi óska að þér hefðuð fengið ann- að herbergi, hvíslaði Micky. — Eg held að það hefði verið betra. — Nei, þökk fyrir, sagði Richard ákveð- inn. — Það fer vel um mig hérna og ég á mest á hættu sjálfur. Micky andvarpaði og fór. Undir eins og hann var kominn út úr dyrunum fór Richard fram úr rúminu, dró upp gluggatjaldið og skoðaði herbergið nákvæmlega. En hann gat ekki fundið neitt grunsamlegt. Þarna var kommóða og voru allar skúffurnar læstar. Hann reyndi að draga hana fram og líta bak við hana, en hann gat ekki bifað henni. Hann lagðist fyrir aftur. 1 sömu svifum heyrði hann hljóð, likast og hringlað væri í peningum, eða verið væri að telja peninga- mynt. Þetta hélt áfram stanslaust. Og honum fannst hljóðið svo nærri, eins og það kæmi undan rúminu. En það var óhugsandi. Svo heyrðist honum hljóðið koma úr herberginu til vinstri, og síðan úr herberginu til hægri. Klink .... klink .... klink .... — Hvers konar peningar geta þetta verið? spurði hann sjálfan sig. Og hann komst að þeirri niðurstöðu að það væru 2y2 shillings peningar. Hann reyndi að sofa, en það tókst ekki, því hljóðið hélt áfram svo ergilega óslitið. Loks kom á hann hálfgert mók og svo glaðvakn- aði hann. Hljóðið heyrðist áfram. Klukkan niðri sló fimm. Hann hljóp fram úr rúminu, þvoði sér og fór i fötin og gekk hljóðlega nið- ur stigann. Nú var þetta dularfulla hljóð þagnað. Eftir dálitla stund tókst honum að opna útidyrnar, og svo gekk hann út í garð- inn. Þetta var undurfagur morgun. Fuglarnir sungu af gleði og mild gola fór um trén i garðinum. Húsið var ofur einfalt að utan .... laglegt enskt sveitahús. Engi, sem «.ð hálfu leyti var garður, lá niður að þjóðveg- inum. Spölkorn frá, fyrir handan kálgarðinn, var röð af lágum húsum, sem byggð voru í ferhyrning, og höfðu áður verið peningshús á bænum. Þau voru orðin hrörleg. Richard gekk með framhlið íbúðarhússins, þar voru hlerar fyrir gluggunum, og að úthúsunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.