Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.07.1952, Blaðsíða 8
8 F ÁLKINN jSbrítin hrimsókn HERRA FARREL opnaði augun um sjöleytið eins ogliann var vanur. Hann lá um stund ó bakinu í breiðu gisti- húsrúminu og hugurinn hvarflaði til kvöldsins áður. Hann fór að hugsa um Virginiu Moor, dansmeyna, og að hann hefði lofað að hjálpa henni til að komast að hjá Metro, að hún liafði sagst elska hann. Os hann hugs- aði til svásrar stundar á litlu gistihúsi fyrir utan borgina. Hugurinn hvarflar svo til konunnar, frú Farrel, hennar góðu og tryggu Maggie, sem nú var farin að verða talsvert upplituð, en sem hann hafði unnið með í verksmiðju endur fyrir iöngu og sem hann hafði kvænst óður en hann náði tvítugu. Nú var hún í sveitinni ó stóra búgarðinum hans. Herra Farrel leit inn í stóra sctu- stofuna — þar var sólin farin að skína — og renndi augunum um skrautlegt svefnherbergið. Gluggatjöldin voru dregin til hólfs fyrir gluggana. Hann starði forviða. Þarna út við gluggana sat ung, föl kona í stólnum. Hún var í dökkum, snyrtilegum en tvímælalaust mikið notuðum kjól. Kápan liennar lá á stólbakinu og brúna plast-taskan í glugganum hafði ekki kostað marga dollara, það sá hann strax. Það var vonleysissvipur yfir mjóu andlitinu, en stúlkan var einstaklega falleg. Hann var viss um að hann hafði aldrei séð haua áður, en þó fannst honum hann kannast við svipinn, og hann sá að hún var talsvert lík frú Farrel, eins og hún var ung — lík Maggie í verksmiðjunni. Konan leit hæglátlega til hans. — Góðan daginn, ungfrú, sagði liann glaðlega. — Farið þér ekki ó fætur, herra Farrel, sagði hún með öndina í hóls- inum. Hann iiafði einmitt búist við að röddin væri svona, dálítið há stúlkurödd. Hún minnti hann á for- tíðina. — En ef ég færi nú fram úr rúm- inu samt, sagði liann i sama gaman- sama tóninum og áður. — Þér skjót- ið vonandi ekki á mig? Þér eruð ekki þessieg. Hann sá að anditið varð enn föl- ara og að höndin skalf þegar hún studdi henni á stólbríkina og stóð upp. Hún opnaði glerhurðina út að svölunum og var óðamála og vafðist tunga um tönn: — Eg leitaði til yðar því að — þér verðið að gefa mér — gefa mér tvö þúsund dollara. Framburður hennar var fágaðri en hjá Maggie, en röddin var sú sama. Herra Farrel setti á sig stút og blístr- aði lágt. — Það getur hugsa^t að ég gæfi yður ekki tvö þúsund dollara, sagði hann mjúkt og dró seiminn. Hvað munduð þér gera þá? Hoppa út um gluggann? Þér eruð stödd á tíundu hæð, ungfrú niin, og maður fríkkar ekki á svo háu hoppi. Falieg stúlka eins og þér. — — Hún gcrði dálítið, sem hann hafði ekki búisf við að hún gerði ......... tók grannri hendi yfir brjóstið og teygði úr sér. Munnurinn titraði er hún sagði: — Eg ríf kjólinn frá brjóstinu á mér og svo hleyp ég — lileyp þarna út og hrópa á hjálp, já — já — það geri ég — ef þér gefið mér ekki peningana, og---------— Herra Farrel blistraði aftur. —- Þér verðið dæmdur til að borga mér stóra fúlgu — þegar ég — þegar ég lögsæki yður fyrir að hafa ginnt mig hingað upp í herbergið og — ráðist á mig, og------- — Ginnt yður liingað snemma morguns, lofað að giftast yður og nauðgað yður eða gert tilraun til þess, ieiðrélti herra Farrel rólega. Þér hafið ekki lært lexíuna nógu vel, ungfrú. — Þetta er alvara, hrópaði hún. Þetta verður mesta hneykslismál, og — ef til vill verðið þér settur í tugt- liúsið þó að þér séuð mikill, og----- hugsið yður livað blöðin segja! Hún virtist svo spaugilega ósjálf- bjarga þarna sem luin stóð við glugg- ann og var að tína út úr sér hótan- irnar. Hún virtist meira lifandi pn óður 'þvi að sólin skein á liana, og hún minnti hann svo mikið á Maggie, eins og hún var þegar þau rifust i gamla daga. — Já, svei attan, sagði Farrel. Eg er hræddur um að það verði vel þeg- ið af blaðasnötunum, ungfrú, og þeir gefa líklega út aukablað, því að það ber taisvert mikið á mér núna, eins og þér kannske vitið. Gerið þér svo vel að tylla yður aftur, ég fer ekki fram úr fyrr en þér gefið mér ieyfi til þess. Unga konan leit grunsemdaraugum til lians og settist varlega á stólbrík- ina. — En lieyrið þér nú, væna mín, sagði herra Farrel í mjúkum á- hyggjuróm. Auðvitað getið þér sett allt á annan endann, og blöðin lirifsa í sig efnið með öllum sínum nefjum og klóm, rífa það í sig, skal ég segja yður. En hvað þetta fjárþvingunar- mál snertir, jaá er það svo gamaldags, að það er langt síðan lögreglan liætti að gína við slíkum flugum. Eg man ekki hvað þetta bragð var kailað hérna i fyrndinni, en það var til al- gengt og smellið nafn á því. Léleg leikkona notaði það fyrir nálægt tutt- ugu órum, man ég, og dómarinn sleppti milljónamæringnum en dæmdi konuna í nokkurra ára betrunarhús, og siðan held ég að fáir hafi hætt sér út á þessa galeiðu. Konan hrópaði æst: — Eg geri það samt! Fæ ég peningana eða fæ ég þá ekki? Herra Farrel sá að það munaði minnstu að hún fengi krampaflog og hann vissi að móðursjúkar konur geta tekið upp á öllum þremlinum. Hann hafði reynslu fyrir þvi. — Þér skuluð fá peningana, sagði hann ofur rólega, og röddin virtist sannfærandi. Hann hafði æfingu í að umgangast fólk, þvi að firnrn þúsund manns störfuðu í öllum fyrirmyndar- verksmiðjunum lians. Nú var umferðarþysinn farinn að aukast á götunni. — Takið þér nú þessu skynsamlega, sagði hann fast en vingjarnlega. Takið vel eftir þvi sem ég segi. Eg hefi ekki svona mikla peninga á mér, ég liefi alls ekki meira en tuttugu dollara. Eg nota mest á- vísanir, eins og þér munuð geta skilið. — Maður eins og þér getið fengið peninga neðan úr skrifstofu gisti- liússins undir eins, sagði hún óðamála og óró. — En — en, þó kærið þér mig? Gjaldkerinn kemur ekki fyrr en klukkan átta, svaraði hann rólega. Þér verðið að bíða, þá skal ég hringja niður. Eg bið um að láta senda tvö þúsund dollara upp til mín, og svo ekki meira. Þér getið liaft gát á mér meðan ég er að tala í símann og skor- ist í leikinn, ef ég ætla að leika á yður. En þér rnunuð skilja, að það mundi ekki vekja traust á mér, ef þér æptuð á hjálp, meðan ég væri að biðja um peningana í simanum. Þér getið sagt í réttinum að ég hafi ætlað að sletta í yður tvö þúsund dollurum fyrir að hnfa rofið hjúskaparloforð við yður. Það mundi lita bærilega út, finnst yður ekki? Hún kipptist við, starði spyrjandi á hann en svaraði ekki. — Þér eruð i rauninni mjög sann- gjörn, sagði hann vingjarnlega, flest- irmundu liafa heimtað tifalt meira, já, eða ennþá meira. Þér eruð ein um lætta fyrirtæki, er ekki.svo? — Jú, svaraði hún lágt. — Þér hafið aldrei fengist við svona áður? — Nei, svaraði hún jafn lágt. — Hvers vegna eruð þér svona ör- væntingarfull? Þér lcomið austan að, er ekki svo? Þér hafið ekki verið lengi hérna í fegurðinni í Kaliforníu? sagði hann vinalega, eins og hann væri að tala við barn. Með klókindum tókst honum að veiða upp úr lienni fremur venjulega en talsvert raunalega sögu. Hann vant- aði peninga til að greiða skuld lieima hjá sér. Hún hafði vænst að fá atvinnu í Kaliforníu, en liðið neyð. Nú afbar hún þetta ekki lengur, liún vildi kom- ast heim og byrja nýtt líf. — Heimurinn er fullur af ungum stúlkum, sem dreymir um að komast að kvikmyndum, og sem koma hingað og verða fyrir vohb^igðum, sagði lierra Farrel. Þetta er ekki hættulegt, væna mín. Hann gaut til liennar augunum og varð forviða. Stúlkan virtist svo ærleg. Það var enginn hægðarleikur að botna í kvenfóikinu, sérstaklega því unga. Það var tvímælalaust eitthvað merki- legt við það, eitthvað sem kallað var „irrationelt“, og vitanlega gátu þær verið flón líka, eða að minnsta kosti eins og börn og ón reynslu. Hann renndi fingrunum með brún- inni á náttborðinu, þrýsti á linapp og brosti til hennar um leið. Hún roðnaði og leit niður á gólfdúkinn. Rétt á eftir opnuðust dyr bak við liana og þreklegur maður i rauðum slopp kom inn. — Morning, Bertie, sagði hann kumpánega, veðrið er Ijóm- andi eins og vant er, viltu fá morgun- kaffið? Nú tók hann eftir stúlkunni og hleypti svörtum brúnunum. — Afsakið þér, sagði liann liæverskega, ég Jiélt að herra Farrel væri einn. Hann hafði haft langa æfingu i þvi að láta sér aldrei bregða. — Þetta er sá frægi einkaritari minn, herra Tom Ogley, sagði herra Farrel mjúkt, hann er ekki i lögreglunni, þó að maður gæti lialdið það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.