Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1952, Page 4

Fálkinn - 19.09.1952, Page 4
4 FÁLKINN * á vegamótum José er ríkur bóndi. Hann klæðist indíána búningi, en börn hans nota eingöngu amer- ískan klæðaburð. — Indíánar Indíánar í Bandaríkjunum eru háðir sérstökum lögum og undir umsjá. Flestir búa á sérsvæðum er þeir ráða yfir, aðrir renna inn í þjóðarheildina. — Hvora leiðina á að fara: Að láta þá hverfa í þjóðahafið eða varð- veita kynþáttinn, siði hans og menningu? UNDANFARIÐ hefir mikið ver- ið rætt og ritað um framtíð indíánanna í suðvesturríkjum Bandaríkjanna og mismunandi skoðanir komið í ljós. Meðal annars er um það rætt hvort indíánarnir séu að breytast. Þeir lifa í nábýli og sambýli við ólíka þjóðflokka og vitanlega verður Meðal skemmtana á markaðsdögum indíána er „arnardansinn“, sem þessi maður er að dansa. Hann hefir málað á sér skrokkinn og hefir vængi úr arnarfjöðrum. ávallt nokkur blóðblöndun í slíku nágrenni og ein þjóð hefir áhrif á siði og háttu annarrar. Til dæm- is má nefna, að klæðaburður indíána er nú orðinn annar en hann var, hjá hinum yngri. Full- orðnir indíánar ganga ennþá klæddir eins og þeim var lýst í unglingabókunum sem enn eru lesnar. Og helgisiðir indíána eru ó- breyttir frá því sem var fyrir hundruðum ára. Að vísu stendur kaþólskt bænahús við torg nærri því hverrar einustu indíána- byggðar, og ýmsir indíánar fara í kirkju hjá kristnum mönnum. En á hátíðisdögum þeirra eru reist ölturu til að tigna hina gömlu guði og fólkið dansar þeim til vegsemdar. Oft sjást kaþólsk- ir prestar horfa á þessar „frið- þægingarguðþjónustur“ indián- anna með mestu athygli. Því að þeim hefir reynst svo, að þó að indíánar séu fúsir til að hlýða ka- þólskum messum og taki því vel að trúa á guð hinna hvítu manna þá dettur þeim ekki í hug að af- neita sínum eigin gömlu og reyndu goðum fyrir því. Margir indíánar hafa yfirgefið sérlendur indíána og fengið sér atvinnu á búgörðum eða í verk- smiðjum hvítra manna. En þeir gera sér alltaf ferð heim til átt- haganna þegar trúarhátíðirnar eru haldnar, jafnvel þótt þeir eigi langt. Bandarikjamönnum þykir gott að fá vinnuafl indíánanna, en hafa þó augun opin fyrir því að menningu þeirra er hnekkir að því. Indíánar eru t. d. smiðir svo góðir, að mikill söknuður væri að því að listiðnaður þeirra hyrfi úr sögunni. Indíánar reyndu lengi frameft- ir að verja land sitt fyrir ágangi hinna hvítu innflytjenda. En þeir máttu ekki við margnum og höfðu ekki eins skæð vopn, og biðu því ósigur eða urðu að semja við hvítu mennina. Til þess að geta lifað líku lífi og áð- ur urðu þeir að flytja í sérlendurn- ar, sem þeim var úthlutað, en þar voru afkomuskiiyrðin ekki líkt því eins góð og þeir höfðu vanist áður. Að vísu fengu þeir nokk- urn styrk frá ríkinu en samt urðu þeir fámyndugir. En þeir gegna herþjónustu og hafa fórnað blóði sínu til að verja þegnréttindi sem þeir sjálfir hafa ekki fengið. Reyndar er alveg óvíst hvort þeir mundu neyta kosningarréttar þó að þeir fengju hann. Þeim finnst ekki nægilegt jafnrétti að fá kosn- ingarrétt — þeir vilja teljast jafningar hvítra manna í eirlu og öllu. Flestir indíánar búa við léleg- an fjárhag. Þeir sem vinna í verksmiðjunum fá að vísu gott kaup. En þeim helst illa á pen- ingum og kunna ekki með þá að fara, því að þeir eru ekki vanir peningaviðskiptum. Frá alda öðli hafa þeir haft vöruskiptaverslun. Og peningarnir sem þeir fá í kaup hverfa fljótt aftur til hvítu mannanna — kaupmannanna í sérlendunum, sem þykir gott að versla við þá vegna þess að þeir eru óglöggir á vörugæði og ósýnt um að meta varning til peninga. Með indíánum í Bandaríkjun- um virðist um þessar mundir vakningaralda ganga yfir. Þeir eru orðnir ræktarsamari við fornar venjur og þjóðerni sitt en þeir hafa verið um hríð, og þykj- ast sjá að menning þeirra sjálfra sé ef til vill alveg eins haldgóð og menning hvítra manna. Hvað olli því að þessi kyn- flokkur varð hornreka í sínu éigin landi og hefir alltaf verið á hnignunarleið öldum saman? Vitanlega er ástæðan aðallega sá sama og annars staðar þar sem hvítir menn hafa seilst til landa, en okkur hættir við að gleyma því eða vilja ekki muna það vegna þess að við erum hvítir sjálfir. En til þess að kynna sér þetta nánar er gott að lesa bók, sem kom út í New York 1947 og heit- ir „The Indmns of the Americas“. Höfundurinn, John Collier, hefir helgað indiánum mest af sínu lífsstarfi. Hann bjó með fjöl- skyldu sinni innan um indiána í ellefu ár og tók ástfóstri við þá og virðir þá fyrir ást þeirra á frelsinu. Þegar Franklin D. Roose- velt tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum skipaði hann Collier indíánafulltrúa — Indian Commissioner — stjórnarinnar, og í því embætti vann hann indíán- um ýmis konar gagn, t. d. nutu þeir góðs af „New Deal“. Sagnaritararnir lýsa með hrifn- ingu afleiðingum þess að Vestur- heimur fannst og benda með réttu á hvílík búbót þetta hafi orðið Evrópuþjóðunum. En mál- ið horfir öðruvísi við frá sjónar- miði þeirra sem áttu heima í Ameríku þegar hvítir menn komu þangað vestur. Collier kemst svo að orði að hvítu land- vinningaþjóðirnar hafi dæmt indíána Suður- og Mið-Ameríku til dauða. Þar voru stórþjóðir sem framan úr forneskju höfðu byggt landið og áttu það, ríkar þjóðir sem höfðu safnað fjár- sjóðum og áttu kynstur af gulli og silfri, en einmitt það ágirntust spönsku og portúgölsku ræn- ingjarnir mest. Þeir tóku land þeirra og gerðu þá að þrælum sínum, drápu þá unnvörpum og gerðu sem þeir gátu til að afmá menningu þeirra. Ýms hámenn- ingarþjóðfélög indíána hurfu al- veg, önnur lifðu af hörmungarn- Hver skyldi halda að piltarnir, sem sitja á bílnum væru ekta Sioux-indíánar. \

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.