Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1952, Page 6

Fálkinn - 19.09.1952, Page 6
6 FÁLKINN Virgin del Carmen heitir þessi litla Slökkviliðsmenn eru venjulega ágæt- stúlka og er hún dótturdóttir Francos lega þjálfaðir og vel fimir, en samt hershöfðingja. Hún er í heimsókn hjá munu varla margir geta farið í fötin afa sínum í Pardohöllinni í Madrid þessara ágætu leikfimismanna, sem og færir honum blóm. allir starfa í slökkviliðinu í París. — Þessi litla bók, sem sést hér ásamt venjulegu frönsku frímerki, er minnsta bók í heimi. Það er bænabók og er um þessar mundir á sýningu í París. — Þessar þrjár þokkadísir drepa tímann með því að iðka leikfimi í fjörunni, meðan þær bíða eftir því, að svo vel hitni í veðrinu að þær geti farið í sjó. Þessi hersýningarmynd er ekki frá Rússlandi heldur frá Peking, en þar er þjóðin líkt sett og í Rússlandi. í júlí hélt kínverski kommúnistaflokkurinn hátíðlegt 30 ára afmæli sitt og er myndin tekin við það tækifæri. Var ekk- ert til sparað að gera sýningaratriðin sem allra glæsilegust, enda tekur kínverska hermannaskrúðgangan sig vel út. — -A. W. £ Waton FJÓRAR 1. ÓFRIÐAR-ENDURMINNINGAR. Sutch liðsforingi var sá fyrsti af gestum Fevershams hershöfðingja, sem kom ó Broad Place í þetta sinn. Hann kom um fimm-leytið á sól- skinsdogi um miðjan júni, og gamla tígulsteinshúsið glóði eins og rúbín- steinn i dimmum furuskóginum. Sutch haltraði í gegnum ársalinn milli veggja sem voru alþaktir myndum af for- feðrum upp undir loft, og hélt áfram út á heltulagða stéttina bak við liús- ið. Þar hitti hann húsbóndann, sem sat og horfði yfir öldótta ásana i Sussex. — Hvernig er fóturinn? spurði Feversham hersliöfðingi og ápratt upp úr stólnum. Þetta var lágvaxinn mað- ur og hnellinn, en ótrúlega ungleg- ur í hreyfingum þrátt fyrir silfur- hvitt hárið. Andlitið var magurt, enn- ið mjótt og augun stálgrá og dauf- leg. — Hann bagaði mig talsvert i vet- ur, sagði Sutch. — En það var ekki við öðru að búast. Hann rétti fram bæklaðan fótinn, sem fyrir réttum fjórtán árum hafði molast undir stiga, sem brotnaði í tvennt. — Það var gott að iþú komst á und- an hinum gestunum, 'sagði Feversham. — Því að mig langaði til að heyra skoðun þina á dálitlum hlut. Fyrir mínum sjónum er dagurinn í dag meira en afmæli árásarinnar okkar á Reden. Á sama augnabliki sem við stóðurn alvopnaðir í myrkrinu. — — Rétt fyrir vestan grjótnámuna, man ég, tók Sutch fram í og varp öndinni. — Hvernig ætti maður nokkurn tima að gleyma þvi? — Á sama augnabliki fæddist Harry liérna í húsinu, sagði hershöfðinginn. — Þess vegna datt mér í hug að hann fengi kannske að 'borða með okkur i kvöld, ef þú amast ekki við því. I>að vill svo til að hann er heima núna. Eins og þú skilur þá á hann að fara á lierskólann, og ef til vill gæti liann lært eitthvað í kvöld, sem kæmi lionum að gagni síðar — það er ekki gott að vita. — Það er alveg sjálfsagt að hann verði með okkur, sagði Sutcli. Hann heimsótti aldrei Feversham liers- höfðingja nema þennan eina dag á árinu, og þess vegna hafði hann aldrei hitt Harry Feversham. Sutcli hafði orðið örkumla tiltölu- lega ungur, og nú varði hann öllum stundum til að gera athuganir í mannfræði. Og nú viðurkenndi hann með sjálfum sér að hann var forvit- inn í að sjá, hvort Harry líktist frem- ur, föður sínum eða móður. Harry Fverensham fékk að sitja við miðdegisborðið og hann hlýddi með athygli á sögurnar, sem hinir eldri liðsforingjar voru að segja, en Sutch. hafði alltaf gætur á honum. Sögurnar voru allar frá dirnina vetr- inum á Krím, og ný saga var jafnan byrjuð áður en hinni fyrri lauk. Þær snerust um manndráp og hetjudáðir, hungursneyð og hryllilega kulda. En ekki var gortað af hetjudáðunum. Liðsforingjarnir töldu þær sjálfsagð- an hlut, og svo voru þessir atburðir orðnir svo fjarlægir. 7. FJAÐRIR En Harry Feversham sat og hlust- aði svo hugfanginn, að það var því líkast að atburðirnir væru að gerast kringum hann. Dökk augu hans, sem Hktust svo mjög í móðurættina, hvörfiuðu frá einum sögumanninum til þess næsta, og hugur hans virt- ist fjötraður. Svipbrigði hans voru svo skjót og breytileg, að Sutch virl- ist, sem pilturinn heyrði hvininn af kúlunum við eyrun á sér. Einn majór- inn lýsti áreyn'slunni við að biða síð- ustu nu'núturnar áður en onrusta væri hafin, frá því að fylkingin væri orr- ustubúin og þangað til skipunin kæmi um að sækja fram. Þá var sem Harry væri að örmagnast af þessari bið. Og svo skein angist úr augum drengsins, svo ferleg að Sutch lirökk við. Það var engum vafa bundið að þetta var sonur Muriels Graham, sem þarna sat. Hann kannaðist við þennan svip frá fornu fari. Hann hafði svo oft séð ]>etta sama í augum nýliðanna í fyrsta skipti, sem þeir voru i orrustu, að ekki var um að villast. Eitt dæmi var lionum sérstaklega minnisstætt. Hersveit, sem var að æða fram við Inkermann, og hár og digur hermað- ur, sem hljóp fram úr röðinni til þess að ná því fljótar til fjandmanna sinna. En svo staðnæmdist hann allt í einu, eins og það rynni snögglega upp fyrir honum að hann var einn þarna, og að ríðandi kósakkar sóttu á móti honum. Sutch mundi vel skelf- inguna í augnaráði stóra hermanns- ins, er hann leit til baka til félaga sinna. Og hann mundi líka afleiðing- arnar af þessari hræðslu mannsin's. Hann var með hlaðna byssuna og stinginn á henni, en reyndi ekki að verja sig þegar kósakki kom og rak liann í gegn. Sutch leit kringum sig, þvi að hann var hræddur um að Fevcrsham eða einhver af gestunum hefðu tekið eftir því sama sem hann sjálfur. En eng- inn virtist taka eftir drengnum. Allir hugsuðu mest um að segja hver sína sögu. Sutch létti og hann sneri sér að Harry. En drengurinn sat með olnbogana á borðdúknum og hendurn- ar undir kinn og sá alls ekki borð- stofuna og allan silfurborðbúnaðinn. Hann var mitt í orrustugnýnum. Það fór hrollur um liann þegar hann heyrði lýsingarnar á hungrinu og harmkvælunum í skotgröfunum. Og andlitið varð fölt, eins og kuldinn læstist um kroppinn á honum. Sutch tók laust i ermina hans. — Þú gerir söguna lifandi fyrir mér, sagði hann. — Það er heitt liérna, en samt finnst mér ég vera i kuld- anum á Krím. Harry ætlaði að reyna að svara, en i sömu svifum heyrðist hvell rödd Fevershams hershöfðingja frá borðs- endandm: — Harry líttu á klukkuna! Öllum varð litið á drenginn. Klukk- an var langt gengin tólf, og síðan klukkan átta hafði hann setið og lilustað á sögur liðsforingjanna. Það var auðséð að hann lét á móti sér að standa upp. — Þarf ég að fara, pabbi? spurði liann, en gcstirnir báðu um að lofa honum að sitja áfram. Hann hefði gott af að heyra sem mest af þessu — liann gæti lært af því.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.