Fálkinn - 19.09.1952, Síða 7
FÁLKINN
7
— Og svo er líka afmælisdagurinn
hans, bætti majórinn við. — ÞaS er
auðséð að hann langar til að vera
lengur. Fjórtán ára drengur gæti ekki
setið kyrr svona lengi nema hann
liefði áhuga á því, sem verið er
að tala um. Má hann ekki vera hérna
áfram, Feversham?
Aldrei þessu vant slakaði hers-
höfðinginn ofurlítið á þeim járnharða
aga, sem drengurinn lifði við dags
daglega.
— Jæja, látum það gott heita, sagði
hann. — Harry skal fá klukkutima
framlongingu. Það gerir varla til.
Harry leit til föður síns og augna-
ráðið var svo annarlegt, að Sutch
gat ekki túlkað það öðruvísi en svo:
— Ertu alveg blindur?
En Feversham hershöfðingi var
farinn að tala við þá, sem næstir sátu,
og Harry settist aftur og lilustaði af
öllum hug. Það var líkast og hann
væri dáleiddur. Andlitið var óhugn-
anlega fölt og augun óvenjulega stór.
Kertaljósin blöktu á borðinu í blárri
tóbaksreykjarþoku, og vínið lækkaði
sífellt í flöskunum.
Svo leið hálftimi. Þá heyrði Fevers-
liam hershöfðingi allt í einu nafn
nefnt og hrópaði: — Wilmington lá-
viarður, já. Göfgara nafn er vart til
í Englandi. Hafið þið séð heimilið
hans í Warwickshire? Maður skyldi
halda að hver þumlungur af landinu
hans ætli að örva liann til þess að láta
hendur standa fram úr ermum, þótt
ekki væri til annars en að sýna for-
feðrum sínum virðingu. í fyrstu fannst
manni þetta ótrúlegt og taldi það
hviksögu. Það var hvíslað um það
við Alma, talað hátt um ])að við
Balaclava. Við Sebaslopol gerðist
skelfingin. Wilmington átti að vera
hoðberi hershöfðingjans. Eg held
persónulega, að hershöfðinginn hafi
valið hann úr, til þeSs að gefa hon-
um færi á að komast á réttan kjöl
aftur. Boðin áttu að berast yfir þrjú
hundruð metra breiða akurrein, þar
sem kúlurnar hvinu i sífellu. Ef
Wilmington hefði hnigið af hestinum
á ieiðinni mundu hviksögurnar hafa
þagnað fyrir fullt og allt. Ef hann
hefði komist lifandi yfir akurinn
mundi hann hafa fengið heiðurspen-
ing fyrir hreysti. En hann þorði ekki
að gera það, sem honum var sagt,
hann neitaði! Getið þið hugsað ykkur
annað eins? Hann sat skjálfandi á
hestinum og hristi höfuðið. Þið hefð-
uð átt að sjá hersliöfðingjann! And-
litið á honum var á litinn ein's og
burgundarvínið þarna. — l>ér hafið
sjálfsagt afráðið þetta áður, sagði
liann hógvær — aðeins það og ekki
eitt einasta hnjóðsyrði. Eg gat varla
á mér setið að skellihlæja, en þetta
var leiðindamál fyrir Wilmington. Nú
voru honum öll sund lokuð og hann
var sendur til London sem ómerking-
ur. Og þar voru allar dyr lokaðar
fyrir honum og ef hann ávarpaði dömu
á götunni þá sneri hún sér frá honum
með fyrirlitningarsvip. Það endaði
með þvi að hann skaut sig. Merkilegt,
ha? Ilann hafði ekki þor til að riða
út í kúlnaregnið þegar lieiður hans
var í veði, en liann hafði kjark til
að skjóta sig á eftir.
— Eg 'skal segja ykkur annað enn-
þá merkilegra, Iiélt hann áfram. —
Þar átti hlut að máli hjúkrunarmaður
eins og sjálfur ég. Hann hafði aldrei
verið í eldlínunni en hann var van-
ur að fást við fólk' sem barðist við
dauðann. Og ekki var hann í neinni
stórhættu heldur. Þetta var í orrustu
á landamærum Indlands. Við höfðum
tjaldað i áfangastað niðri í dal, og
slæðingur af paþönum lögðu það i
vana sinn að liggja uppi i ásnum og
skjóta á tjöldin okkar á nóttunni.
Kúla reif sjúkratjaldið — ])að var
allt og sumt. Hjúkrunarmaðurinn
skreið burt og inn í sitt eigið tjald,
þar fann félagi hans hann steindauð-
an í blóðpolli liálftíma síðar.
— Hafði kúlan hitt liann? spurði
majórinn.
— Nei, það var nú eitthvað annað.
Hann hafði opnað áhaldakassann sinn
í myrkrinu, náð í hníf og skorið á
slagæðina. Blátt áfram i æði, sem
hafði gripið hann við að heyra kúlu-
hvin i loftinu.
Þessi einfalda saga hafði áhrif,
jafnvel á harðjaxlana i samkvæminu.
Sumir létust ekki trúa henni, en öðr-
um varð óglatt af tilhugsuninni um
að nokkur maður skyldi geta lagst
svona lágt. Einn liðsforinginn hressti
sig á vinglasi, annar yppti öxlum til
að hrista þetta af sér. Aðeins einn
áheyrandinn sat kyrr og lirærði
hvorki legg né lið. Það var Harry
Feversham.
Hann sat með kreppta hnefana á
hnjánum og laut fram á borðið. And-
htið var náfölt og augun eins og liann
væri með sótthita. Hann var líkast-
ur rándýri í gildru. Hver vöðvi var
stæltur — Sutch óttaðist að strákur-
inn mundi missa stjórnina á sér og
gera eitthvað illt af 'sér. Hann lagði
höndina á handlegginn á honum en
í sama bih heyrðist þurr rödd hers-
höfðingj'anna og drengurinn leit upp.
— Það er óskiljanlegt að svona
skuli geta komið fyrir. Maður getur
ekki skýrt það. Það er ofar mannleg-
um skilningi.
Sutcli lagði höndina á öxl Harry.
— Getur þú skilið það? spurði hann
en iðraðist orðanna undir eins og
hann hafði talað þau. Ungi piltur-
inn sneri sér snöggt að honum og
horfði rólega á hann. En Feversliam
hershöfðingi varð fyrri til að svara
spurningunni.
— Hann Harry að skilja það?
lirópaði hershöfðinginn gramur. —
Hvernig ætti hann að gera það. Hann
sem er fæddur Feversham!
Aldrei hafði Sutch heyrt neitt ó-
sannara. Honum var nóg að sjá föð-
urinn og soninn. Harry Feversham
bar nafn föður síns, en hann hafði
■hið dimma augnaráð móður sinnar,
hið breiða enni móður sinnar, vanga-
svip hennar og lifandi hugmynda-
flug hennar. Ókunnugir áttu kannske
auðveldar.a með að sjá þetta. Faðir
hans var svo vanur að sjá drenginn,
að hann gaf ekki svip hans gaum.
— Klukkan, Harry!
Klukkutíminn var liðinn. Harry
'stóð upp og dró andann djúpt. —
Góða nótt! sagði hann og hneigði sig.
Þegar Harry opnaði dyrnar gein
biksvartur ársalurinn við honum.
Drengurinn stóð eina eða tvær sek-
únduf hikandi á þröskuldinum, eins
og hann væri hræddur um að eitt-
livað illt lægi í leyni í myrkrinu.
En svo fór hann út og lokaði liurð-
inn eftir sér. Vínflöskurnar voru
látnar ganga á milli, og sódavatnið
ólgaði i glösunum. Samtalið liélt á-
fram, og allir höfðu þegar gleymt
Ilarry, nema Sutch. Einn liðsforinginn
var vingjarnlegur maður. Hann var
í rauninni miklu meira góðmenni en
hann var mannþekkjari. Auk þess
hafði hann sérstaka ástæðu til að taka
eftir Harry Fevensham. Hann stóð
upp fyrirvaralaust, fór og opnaði
hurðina svo að eklii heyrðist, fór út
og lagði hurðina hægt aftur á eftir
sér.
Dýrastofninn í dýragarðinum í Berlín
gekk mjög saman á stríðsárunum og
eftir stríð, og meðal annars voru öil
hreindýrin þar drepin og étin. En nú
eru aftur komin hreindýr í dýragarð-
inn í Berlín. Oslóborg sendi nýlega
Reuter borgarstjóra tvö ljómandi fal-
leg hreindýr að gjöf handa dýragarð-
inum. — Hér sést borgarstjórinn taka
á móti dýrunum. —
Hans Eibl frá Wipperfiirth í West-
phalen er handlaginn koparsmiður.
Hérna sjást tveir eirkatlar, sem hann
hefir smíðað — úr tveimur tví-pfennig
peningum. Þeir hljóta að vera svo
þunnir að það hefir áreiðanlega verið
vandaverk að búa þá til úr ekki meira
efni. Eða haldið þið það ekki? —
JÁRNMARKAÐUR í PARÍS
er gömul tilstofnun. Er hann haldinn
á hverju ári og þar er selt allt hugs-
anlegt úr gömlu járni. Hér sést t. d.
stæðileg grís úr járni, ætlaður til þess
að prýða einhvern skemmtigarðinn.
I sumar sýna þýskar stúlkur sig í
blússum af alveg nýrri gerð. Það eru
sem sé prentaðar heilar fréttagreinar
á þær. Með þessu móti getur það vel
verið að stúlkur, sem annars ekki yrði
tekið eftir, verði eftirsóttar sem ,.lif-
andi“ fréttablöð, þar sem þær sýna sig
á víðavangi, og ef til vill verður ein-
hver til þess að ráða krossgátuna,
sem stendur á herðablaðinu á þeim. —
Parísarbúi, er heitir Fernand Fiando,
er lagður af stað á mótorhjóli sínu í
ferð, sem hann áætlar að verði að
minnsta kosti 6000 kílómetra löng.
Meðal annars ætlar hann að reyna að
komast um fjöll og eyðimerkur Norð-
ur-Afríku. — Hér sést hann vera að
kveðja fjölskyldu sína og vini í París.
Það síðasta af mörgu, sem farið er að
gera úr plasti, eru segulstál. Það eru
Þjóðverjar, sem búa þau til úr plast-
efni, sem þeir kalla „ferroxdure" og
inniheldur bæði járn og barium. —
Tvö af þessum nýju segulstálum sjást
hér á myndinni.