Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1952, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.09.1952, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN heimtar innblástnr! Mr. Beverly Oarlton, forseti Bever- ley Carlton Famous Players Film Corporation, Hollywood, California, U. S. A., sat djúpt niðurbældur i hin- öm feiknarlega volduga skrifborðsstól fyrir framan hið álíka volduga skrif- borð, sem á sinn hátt minnti á hreint ekki svo lítinn íþróttavöll, og þetta hvort tveggja var staðsett i einni þesls- ari voldugu skrifstofu, 'sem maður að- cnis sér á kvikmyndatjaldinu. Mr. Carlton klóraði sér í sköllóttum ‘hnakkanum, tuggði sinn geysistóra vindil og stundi og andvarpaði með stuttu millibili. Því næst þrýsti hann á einn hinna fimmtíu hjölluhnappa, sem voru virntra megin við skrifborð- ið. Miss Denton kom samstundis inn um hinar viðfeðmu dyr, leit á Mr. Carl- ton með sínum fjólubláu augum, livíldi sig ofurlítið ó að jórtra tyggigúmmið sitt og sagði: „Forstjórinn hringdil“ Angela „Já, ég liringdi,“ sagði Mr. Carlton. „Eg vil tala við Mr. Bradley. Fljótt, skiljið þér! Undir eins!“ „Undir eins, Mr. Carlton,“ sagði Miss Denton og gekk út aftur jafn hratt og lnin liafði komið. Því næst var aftur dálítil þögn. Mr. Carlton tuggði vindilinn sin, klóraði sér i hnakkanum og stundi. Stundarfjórðungi síðar gekk sér- deilis glæsibúinn maður inn í skrif- stofuna. „Þér viljið tala við mig, Mr. Carl- ton,“ sagði þessi ungi maður og sökk niður í annan liægindastólinn. „Ah, Bradley — loksins! Það hefir skeð nokkuð hræðilegt! Nokkuð af- skaplegt!“ „Hm,“ sagði Mr. Bradley. „Mrs. Carl- ton er vonandi ekki orðin veik?“ „Mrs. Carlton? Bah — Mrs. Carl- ton verður aldrei veik! Nei, ungi mað- ur, iþér hafði skrifað kvikmyndahand- rit. Reglulegt skínandi handrit, Mr. Bradley! Handrit, sem er eins og snið- ið fyrir kvenmann eins og Angelu Raya.“ Mr. Bradley brosti hreykinn yfir lofinu. „Það gleður mig Mr. Carlton, að handrit mitt fellur yður i geð,“ sagði hann rétt á eftir. „Angela Raya er eins og sköpuð fyr- ir aðalhlutverkið,“ hélt Mr. Carlton áfram, án þes að taka eftir innískoti Mr. Bradleys. „Eins og sköpuð, skiljið þér! Þessi dásamlegi kvenmaður, feg- urri en allar aðrar, hin fræga „oomp- girl“ Ameríku, þekkt út um allan heim sem „hið rauðhærða eldfjall“. „Hún er dásamleg!" sagði Mr. Brad- ley. „Þér vitið, að Mr. Williams, mill- jónamæringurinn, horgaði þúsund dollara bara fyrir að kyssa á hönd hennar, Mr. Bradley!“, „Eg veit einnig, að Mr. Bullerslide hauð henni helming allra eigna sinna bara fyrir að fá að kyssa varir henn- ar, Mr. Carlton.“ „Rithönd hennar stendur þegar í hundruðum dollara á rithandarkaup- höllinnil“ „Menn segja, að furstar hafi beðið hennar,“ bætti Mr. Bradley við. Carlton blés mæðinni. „Þessi kvenmaður — þetta furðu- verk — þessi köttur kattarættarinnar — vill ekki leika aðalhlutverkið i kvikmyndinni yðar!“ „Hvað?“ sagði Bradley og missti vindilinn út úr sér. „Það er bláber sannleikurinn!“ hélt Carlton áfram,“ só einfaldi og nakti sannleikur! Hún hefir einmitt nýskeð tilkynnt mér það.“ „En hvers vegna?“ „Hvers vegna? Bah, Mr. Bradley, spyrjið kvenmanninn hvers vegna! Hvaðan fá konur tiktúrurnar í sig, Mr. Bradley? Angela Raya hefir lesið handrit yðar, lnin er hrifin af þvi, stórhrifin, en hún vill kynnast höf- undinum eignast hlutdeild í innblæstri hans, eins og hún orðar það — með öðrum orðum, Mr. Bradley, þér getið orðið heimsins hamingjusamasti mað- ur, eða á hinn bóginn sá óhamingju- samasti." „Eg botna hvorki upp né niður í þessu,“ sagði Mr. Brandley. „Ha!“ sagði Mr. Carlton. „Það skýrir ekki nokkurn skapaðan hlut.“ „Nei, en þér þekkið ef til vill unga manninn, sem skrifaði 'siðasta kvik- myndahandritið hennar, Mr. Bradley? Hann hét Jefferson. Það gerði lukku — og það var ekki kvikmyndastjóran- um að þakka, lieldur ekki ungfrú Angelu Raya — það var eingöngu Mr. Jefferson að þakka.“ „Hm,“ sagði Bradley. „Og hvað gerði Mr. Jefferson, Mr. Carlfon, ef mér leyfist að spyrja,“ liélt Bradley áfram. Mr. Carlton fékk sér nýjan vindil og byrjaði að tyggja hann. „Mr. Jeflerson fór heim til Angelu Raya þriðjudagskvöld nokkurt.“ „Afar einfalt," ansaði Bradley. „Og kvaddi hana á miðvikudags- morguninn.“ Mr. Bradley beit sig i vörina. „Þér meinið.......?“ „Eg meina ekki neitt,“ sagði Carl- ton, „ég skýri bara frá staðreyndum. Mr. Jefferson lét Angelu þann innblá'st- ur í té, sem hún þurfti með til þess að geta leikið hlutverk sitt svona fram- úrskarandi vel, eins og raun bar vitni um i „Leiftrandi hjörtum". Það varð löng þögn. Báðir herrarn- ir reyktu. „Þér vitið það, Mr. Carlton,“ sagði Bradley, „að ég er trúlofaður Mary Hopple?" „Eg veit það.“ „Og að ég ætla að gifta mig í næstu viku?“ „Eg veit það lika.“ „Þetta myndi líta heldur einkenni- lega út.“ „Hm!“ sagði Mr. Carlton. Aftur varð löng þögn. Svo stóð Brad- ley upp og leit á húsbónda sinn. „Hvers óskið þér þá, að ég geri?“ Carlton yppti öxlum. „Það verðið þér sjálfur að ákveða. Heimilisfang Angelu Raya er Holly- wood Boulevard 456.“ Hin geysimikla liurð 'skall að stöf- um á eftir Mr. Bradley. Miss Denton leit á eftir honum með sínum fjólu- bláu augum, flutti tyggigúmmíið hinum megin í munninn með tungunni og tuggði áfram. Stundarfjórðungi yfir klukkan 9 þetta sama kvöld, gekk Mr. Ricliard Bradley, liöfundur kvikmyndasögunn- ar „Hjörtu i uppnámi," inn i við- hafnarsal leikkonunnar Angelu Raya i skrauthýsi hennar við Hollywood Boulevard 456. í liendinni hélt hann á lítilli, fyrsta flokks ferðatösku úr svinaskinni. Miss Raya lá endilöng á hinum burðarmikla, bláa tveggja manna legubekk, sem stóð meðfram einum veggnum. Hún var töfrandi fög- ur ásýndum og klædd ljómandi smekk- legum morgunklæðnaði úr kinversku silki og prýddum knipplingadúllum. Þetta var morgunklæðnaður, sem und- irstrikaði á áberandi hátt hverja ein- ustu línu í hinum heimsfræga líkama hennar. Hið koparglitrandi hár henn- ar lék mjúkt og flögrandi um gyðju- likt andlitið. Fýsnþyrstur munnurinn var hálfopinn, varirnar ljómuðu, freist andi og mjúlcar. Hin stóru, léyndar- dómsfullu og gráu augu hennar hvíldu á honum hulin löngunarfullum glampa. Hann leit á hana. Hann naut þess, því að sýnin var beillandi. „Gott kvöld, Mr. Bradley!“ Hún rétti honum hvíta, yndislega höndina, sem prýdd var blóðrauðum nöglum, sem líktust 'spjótsoddum. Hann tók i hana og færði hana næstum því lotn- ingarfyllst að vörum sér. „Þér komuð!“ sagði hún. „Já — höfðuð þér efast um að ég myndi gera það?“ „Mr. Carlton var ekki alveg viss, kæri vinur,“ sagði lnin brosandi. Hann andaði anganinni af ilmvötn- um liennar að sér og leit niður á hera fætur hennar, en ristar þeirra minntu á spennta banbusboga. „Þér viljið jú fá innhlástur, Miss Raya.“ „Og þér hafið bugsað yður að láta mér hann í té?“ Hann kinkaði kolli. „Rithöfundurinn vill gjarna stuðla að því, að hugmyndir lians fái sem eðlilegastan blæ í framkvæmdinni, Miss Raya.“ Hún lagði annan handlegginn aftur fyrir hnakkann. Hún var ákaflega freistandi þar sem lnin lá þarna. Sér- hvert smáatriði i fyrirkomulagi henn- ar þarna á legubekknum var þaul- hugsað og í gegnum hið þunna efni i morgunklæðnaði hennar, gat hann séð líkama bennar jafn greinilega og hún lægi þarna allsber frammi fyrir honum. „Þér eruð trúlofaður, ekki rétt?“ spurði liún. „Já,“ svaraði hann. „Mary Hopple, — ekki rétt? Sæt stúlka, Mr. Bradley, reglulega snotur." „Þakka yður fyrir, Miss Raya.“ „Hún lék víst annars eitthvert lítið aukahlutverk i kvikmynd, ‘sem ég lék í fyrir nokkru,“ hélt liún áfram. Hann beit sig í vörina, en sagði ekkert. í stað þess gekk liann þangað, sem taskan hans var og opnaði hana. Upp úr henni tók liann náttföt, tann- bursta, tannpasta, raklcúst og rak- sápu, og lagði allt saman á borðið. Hún leit á hann gráu augunum sinum, en um varir hennar leið sigurbros. „Innblástur," sagði hún. „Náttúrulega, Miss Raya — innblást- ur! Það er reyndar það, sem þér viljið fá!“ Það brá fyrir leiftri í augum henn- ar. Hættulegu leiftri, sem hann tók ekki eftir. Hann liefir dásamlegan linakka, hugsaði liún með sér, reglu- lega dásamlegan linakka. Hún lá kyrr og horfði á hann. Hann lokaði töskunni eftir að hann hafði tekið liafurtaksið sitt upp úr henni, settist á stól og tók að færa sig úr skónum. Hann leysti hálsbindið og lagði það á 'borðið, hneppti skyrtunni frá sér og 'smeygði henni fram yfir höfuðið á sér. Þegar hann fór að losa um beltið, þá stóð hún upp og gekk yfir að speglinum, sem stóð við binn vegginn. „Þér eruð afar raunsær, Mr. Brad- ley“, sagði hún. Hann leit til hennar. „Þér lieimtuðuð jú innblástur, Miss Raya!“ Hún svaraði lionum ekki. í stað þess sneri hún baki við honum og kveikti sér i sígarettu. Þegar hann hafði klætt 'sig í náttfötin, fór hann í sloppinn sinn sem hann einnig liafði komið með, batt snúruna um mittið og smeygði sér í inniskó. „Eg er tilbúinn,“ sagði liann blátt áfram. 'Hún sneri sér við. Gráu augun lienn- ar virtu hann viðurkennandi fyrir sér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.