Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1952, Side 9

Fálkinn - 19.09.1952, Side 9
FÁLKINN 9 Sundbolur, prjónaiur í eínu liii Svo stóS hún upp og geklt hægt til hans. Hún leið áfram. Tígulega og bjóðandi um leið. Hún stansaði fast hjá honum. „Þér eruð reiður við mig, Mr. Brad- ley,“ sagði hún með sinni mjúku rödd, rödd, sem var dáð um viða veröld. „Þér ‘skiljiö mig ekki, Mr. Bradley. Eg er listakona, ég vil leitast við að færa áhorfendum lífið eins og því er lifað, og ég vil reyna að klæða hugs- anir höfundarins holdi og blóði, eins og hann hefir sett hugsanir sínar fra^n í handritinu. Og hver getur svo látið mér hinn rétta innblástur í té, nema einmitt höfundurinn sjálfur?“ Hann nartaði stöðugt í neðrivörina á sér. Eitt augnablik fannst honum sem hann gæti næstum því gl/"'mt kærustunni sinni og vafið þessa heiua- dis að sér — en hann stillti sig. „Eg skil yður, Miss Raya,“ sagði hann rólega, „við skulum þess vegna hjálpast að með að skapa það and- rúmsloft, sem mun geta gefið yður þann innblástur, sem þér þarfni'st, ná- kvæmlega eins og ég hefi hugsað mér það i „Hjörtun i uppnámi." Hún brosti ánægjulega, flýtti sér yfir að þilinu og ýtti á slökkvarann. Stofan var nú böðuð þægilegu hálf- rökkri. „Richard,“ stundi hún lieitri röddu. „Angela!“ Rökkrið úti fyrir þokaði fyrir dýpt næturinnar. Umferðin ftir Hollywood Boulevard 'fór minkandi. í húsinu nr. 45G var dimmt i öllum herbergjum. Þegar Mr. Bradley yfirgaf Miss Raya morguninn eftir, þá stóð hún við gluggann og hörfði á eftir lionum. Hún kreppti hnefana utan um gluggatjöld- in, augu hennar leiftruðu og Varirn- ar skulfu. „Bölvaður þorparinn!“ stundi hún. „Bölvaður þorparinn!“ Daginn eftir hófst taka kvikmynd- arinnar ^Hjörtu í uppinámi!“ með Angelu Raya i aðalhlutverkinu, og allir urðu að viðurkenria að leikur hennar var framúrskarandi, að liún lék eins og hún væri innblásin. „Hvernig í fjáranum fóruð þér eig- inlega að, Mr. Bradley?" spurði Mr. Garlton himinlifandil „Hún leikur, svei mér þá, betur en nokkru sinni fyrr.“ Mr. Bradley geispaði. „Eg innblés hana bara, Mr. Carl- ton — það var afar auðvelt, því að eins og þér. vitið, þá fjallar leikrit mitt um hjón, sem hatast af lífi og sál.“ Mr. Bradley er nú giftur Mary Hopple frá Boston, og er hjónaband þeirra í alla staði hið liamingjusam- asta. Anela Raya virðir hann hins veg- ar ekki viðlits, þvi að það er ekkert sem ergir nokkurn kvenmann meira heldur en að vera sniðgengin. — Kann Móttir yðar að leika á fiðlu? — Nei, hún kann það ekki, en lnin gerir það. Ungur maður og ástfanginn sagði föður sinum, að sig langaði að gefa unnustunni hring, en væri í vand- ræðum með livað hann ætti að láta grafa i hann. — S'ettu bara: „Þegar þú sérð þennán, þá minnstu mín,“ sagði gamli maðurinn. — Sonurinn lellst á þetta, en þó með semingi. Þeg- ar hringurinn kom i hendur unnust- unnar stóðuþessi orð á honum: „Þeg- ar þú sérð þennan þá minnstu hans pabba.“ Stærð: Á 4 til 5 ára (Sjá málið á myndinni). Efni: 100 gr. rautt og 50 gr. hvitt fjórþætt garn. Fái'st ekki garn, sem sérstaklega er ætlað i sundföt, má komast af með venjulegt garn, sem dýpt er i sjóðandi vatn. Kornmynstrið: Byrja á rauða garninu: 2 prj. slétt, X 2 prj. brugðið (1 sl. 1 br.), 2 prj. slétt, 2 prj. brugðið. 1. prj. slétt. Tak hvíta garnið: 1 prj. brugðinn (allar lykkjur), 2 prj. brugðið (1 sl. 1 br.), 1 prj. slétt. Tak rauða garnið: 1 prj. brugðinn (lallar lykkjur). Endurtak frá X aðeins skal brugðningin byrja á 11. brugðinni og svo ætið skipta um byrjunarlykkj- urnar á brugðningunni, því að það er eimnitt það, sem einkennir mynstrið. Bandprufan: 20 1. á prjón nr. 3 gerir 7 cm. breitt prjón. AÐFERÐIN: Byrja á brugðningunni að ofan á afturstykkinu, eins og 'sýnt er neðst á myndinni. Fitja upp 80 1. á prj. nr. 2% af rauða garninu. Bregð 1 sl. og 1 br. Þegar líningin er \xk cm. eru prjón- uð tvö hnappagöt þannig: Prjóna 31 1. X prjóna 2 1. saman, bregð tvisvar um prjóninn, prjóna 2 1. saman X, prjóna 10 1. endurtak það, sem er á milli þessara merkja X, prjóna 31 1. Bregð áfram þar til 2 cm. eru lcomnir. Þá er prjónuð dálítil ámæling á miðj- an bakhlutann þannig: Prjóna slétt þar til 8 1. eru eftir. Snú við og prjóna röngu þar til 8 1. eru eftir. Snú við, prjóna þar til 16 1. eru eftir. Snú við. Hald þannig áfram að prjóna 8 1. iminna á liverjum prjón, þar til allar 1. eru prjónaðar þannig og prjóna þá prjóninn á enda. Tak prjóna nr. 3 og prjóna korn- mynstrið (sjá það). Á fyrsta prjóni eru 4 1. auknar út (84 L). Þegar komn- ir eru 19 cm, mælt á jaðri, eru 3 1. felldar af í byrjun hvei;s prjóns, þar til 18 1. eru eftir. Tak prjón nr. 2% og prjóna 6 prjóna. Tak prjóna nr. 3 og fitja 3 1. upp í enda hvers prjóns, þar til 84 1. eru á. Prjóna þar til komnir eru 17 cm. frú útaukningu og bregð þá 2 cm. með rauða garninu. Byrja næstu 2 prjóna á því að fella 5 1. af (70 1.). Smekkurinn er prjónaður með þeim 70 1., sem eftir eru þannig: Prjóna af rauða garn- inu fyrstu 7 1. brugðnar (1 sl. 1 br.). Prjóna 5G 1. slétt af hvíta garninu og 7 1. brugðnar af rauða garninu. Gleym ekki að bregða hvíta og rauða garn- inu livoru um annað, þar sem þau mætast, svo að ekki komi gat á prjónið. Þær 7 1., sem mynda kantinn á jöðr- unum eru rauðar og prjónaðar brugn- ar (1 sl. 1 br.) alla leiðina. Annars er smekkurinn prjónaður mcð korn- mynstrinu. En nú eru 2 umf. livítar og 1 umf. rauð. Einnig eru 2 1. teknar saman næst á eftir kantinum, bæði H—21—4 á réttu og röngu. Tak þannig áfram þar til 34 1. eru eftir. Þegar smekkur- inn er orðinn 9Vi cm. eru 2 cm. brugðn ir af rauða garninu. Hlírarnir: Fell af 20 1. í miðju en prjóna hlír- ana brugðna eiris og kantinn, þar til þeir eru 31 cm. Skálmarnar prjónast þannig: Tak upp ca. 80 1. á prjóna nr. 2V> réttu megin á línunni a—b—c og prjóna slétt um leið. Bregð 3 prjóna (1 sl. 1 br.) og fell svo af. Sauma saman og fest hnappa í hlírana. Ungur piltur og stúlka hittust í mannfjöldanum, sem var að kveðjast á stéttinni við járnbrautina til Ports- mouth. Þarna kysstist fólk unnvörp- um, svo að hjónaleysin gerðu eins, og létu sem þau væru að kveðjast. Þetta gekk svo vel að þeim kom sam- an um að ganga á næstu stétt, þvi að lest var að fara þaðan. Járnbrautar- vörður tók eftir þessu, víkur sér að þeim og segir: — Hvers vegna farið þið ekki heldur á neðanjarðarbraut- ina. Þaðan fer lest aðra hverja mín- útu. Kona, sem hafði verið manninum sínum örg og leið í hjónabandinu, iðraðist sáran breytni sinnar, þegar hún missti hann. Og i þvi skyni að bæta fyrir yfirsjónirnar reisti hún honum fallegan minnisvarða og lét grafa á hann: „'Hvíl i friði — þangað til ég kem.“ Presturinn er að lieimsækja inn- brotsþjóf í fangelsinu og spyr: — Hvað olli því, að þér lentuð hérna, maður minn? — Það var hnerri. — Hnerri? — Já, ég hnerraði og húsbóndinn vaknaði og gómaði mig. Faðirinn er að tala um dótturina við vin sinn: — Hún er svo mikið gefin fyrir tónlist, hvort finnst þér heldur að ég ætti að láta liana læra á fiðlu eða píanó? — Vitanlega fiðlu, svarar kunning- inn. — Og hvað kemur til þess? — Þú getur fleygt fiðlunni út um •gluggann þegar þér sýnist.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.