Fálkinn - 19.09.1952, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
— Jæja, dóttir mín er heppin, að hafa orð-
ið fyrir þeirri náð að þér takið tillit til henn-
ar, sagði Craig kuldalega.
— Jæja, þér getið orðað það svo ef þér
viljið.
— En þetta er engin skýring á því að þér
komuð hingað aftur í kvöld, sagði Craig.
— Herra Redgrave kom af því að ég bað
hann að koma, sagði Teresa og settist.
— Hvenær baðst þú hann um að koma,
bam?
.— Eg ók til London í litla bílnum og leit-
aði herra Redgrave uppi á skrifstofunni hans,
og . .. .
— Ókstu ein til London?
Gamli maðurinn spratt upp fokvondur og
blaðið datt úr vasa hans. Richard tók það upp
af gólfinu. Það var „Westminster Gazette“
frá sama degi.
— Bridget fór með mér, sagði Teresa. Hún
kveinkaði sín undan ofsakasti föður síns.
— Bridget! hvæsti Craig. — Og þú ókst
til London til að biðja herra Redgrave um að
koma hingað til Hockliffe?
— Eg fór til London til að biðja hann um
að hætta eftirgrennslunum sínum.
— En hvers vegna komstu með hann hing-
að? Og um miðja nótt!
— Ja, pabbi, — en ....
— Það stóð mjög illa á fyrir ungfrú Craig,
sagði Richard.
— Það get ég hugsað mér, sagði gamli
maðurinn.
— Og mér fannst skylt að gera allt sem í
minu valdi stæði til að hjálpa henni.
— Og sú hjálp var í því falin að koma hér
á heimili mitt klukkan eitt um nótt, að mér
fjarverandi?
— Heyrðu, pabbi, sagði Teresa biðjandi.
— Getum við ekki talað um þá hlið málsins
síðar, tvö ein. Hvað ætlar þú að spyrja herra
Redgrave um?
— Ef þér er sama þá er best að við tölum
um þetta núna, væna mín, sagði Craig. —
Herra Redgrave hlýtur að koma það best
líka. Þú manst að þú vildir endilega taka þátt
í þessu samtali sjálf. Þú baðst um að fá að
koma inn. Hann sneri sér að Richard. — Að
hverju leyti stóð eiginlega illa á fyrir dóttur
minni?
— Eg skal segja þér það, sagði Teresa og
stóð upp. — Ef þú vilt endilega að herra Red-
grave heyri það þá stendur mér á sama. Eg
hafði ástæðu til að ætla að annaðhvort hefð-
ir þú drepið Micky eða að Micky hefði drepið
þig-
— Og hvort þótti þér líklegra?
— Mér þótti liklegra að þú hefðir drepið
Micky, svaraði hún í sama kaldranalega tón-
inum og faðir hennar talaði. — Bridget hafði
heyrt áður að þið voruð að rífast. 1 morgun
FELUMYND
varstu horfinn án þess að tala orð við mig.
Micky var líka horfinn. Mér finnst þú ekki
hafa hagað þér fallega gagnvart mér, faðir
minn.
— Þú átt við að ef ég fer spönn frá rassi
eigi ég að tilkynna þér það, eins og þú værir
þjónn minn, Teresa? Er það? Hvernig skyldi
herra Redgrave lítast á þetta?
— Eg skil ekki að það skipti nokkru máli
hvernig honum líst á það, svaraði Teresa.
— Það skiptir miklu máli, sagði Craig. —
Og ég skal segja þér hvers vegna. Hann gekk
að stóru klukkunni. — Herra Redgrave á að
verða maðurinn þinn, Teresa!
— Pabbi!
Richard leitaði að einhverju til að segja
undir þessum einkennilegu kringumstæðum,
en fann ekkert.
— Þú hefir valdið hneyksli og hann verður
að kvænast þér.
— Aldrei! hrópaði Teresa titrandi af reiði.
— Fyrr skal ég deyja!
— Jæja, jæja, sagði Craig óhugnanlega ró-
legur. — Dey þú þá, Teresa.
Varir hans voru hvítar og augun skutu
neistum, er hann opnaði klukkukassann og
tók fram skammbyssu.
— Herra Craig, sagði Richard. — Má ég
biðja yður um að hafa yður hægan!
— Er ég ekki hægur, herra Redgrave.
Teresa, þú hefir aldrei heyrt sögu móður þinn-
ar. Það er mmningin um þá sögu, sem veldur
því að ég er svona ákveðinn núna. Einhvern
tíma skal ég segja þér hana. Þú heldur ef til
vill að ég sé brjálaður, en það er ég ekki. Þú
mátt halda að mig vanti jafnvægi, að ég sé
kynlegur hrotti í framkomu, kannske glæpa-
maður. Já, þú mátt halda þetta. En þegar þú
færð að vita allt — ef þú færð nokkurn tíma
að vita allt — þá munt þú líka fyrirgefa allt.
Röddin var mýkri er hann sagði síðustu orðin,
en nú harðnaði hún aftur. — En nú kemst þú
ekki hjá að giftast herra Redgrave. Þú hefir
heimsótt hann á óviðeigandi tíma. Hann hefir
komið í þetta hús á enn óviðurkvæmilegri
tíma, og auk hjónabandsins hefir þú aðeins
um eitt að velja. Mér er bláköld alvara er ég
segi að ég vil heldur sjá þig deyja en vita þig
ógifta eftir þennan atburð. Eg veit hvað ég
hefi séð. Eg þekki blóðið í þér. Eg veit hvað
hefir myrkvad* allt mitt líf, hvað myrkvaði
líf móður þinnar og varð henni að aldurtila
að lokum.
— Þú hefir í hótunum .... byrjaði Ter-
esa.
— Hættið þér, Teresa! kallaði Richard
mynduglega og sneri sér að föður hennar. —
Herra Craig, ekkert mundi koma mér betur.
Eg leyfi mér að biðja um hönd dóttur yðar.
Teresa hrökk ákaft við.
— Sem faðir Teresu gef ég yður hana,
sagði Raphael Craig hátíðlegá. — Eg vona
að hún verði yður samboðin kona.
— Og þér? spurði Richard og leit á Ter-
esu.
— Hvaða skrípaleikur er þetta, sagði hún
kjökrandi. En í sama bili sást bros gegnum
tárin þótt hún reyndi að hindra það, og hendur
þeirra Richards mættust.
Craig lagði skammbyssuna aftur inn í
klukkukassann.
— Eg geri ráð fyrir að þér skiljið að það
er ekki skammbyssan yðar, sem hefir bugað
okkur, sagði Richard brosandi. — Eg er inni-
lega ástfanginn af Teresu .... það er skýr-
ingin. Þér munduð aldrei hafa notað skamm-
byssuna, þó að þér séuð í mörgu skrítinn
maður.
— Já, ég er undarlegur maður, Redgrave.
Og ég hefði notað skammbyssuna!
Richard hnykkti við er hann heyrði hvernig
Craig sagði þessi orð. Hann sleppti hendi
Teresu og fór að hugleiða hvernig hann gæti
best séð hag þeirra borgið. Hann gat ómögu-
lega vísað þeim grun á bug, að hér ætti hann
við brjálaðan mann að etja.
— Ef ég má þá langar mig til að tala nokk-
ur orð við Teresu hérna fyrir utan, sagði
hann við Craig. — Og á eftir þurfum við að
ráðgast um ýmislegt, herra Craig.
— Teresa! sagði Richard í ástarmóði er þau
stóðu saman úti í forsalnum. — Segðu að þú
iðrist ekki eftir þetta! Eg hefi elskað þig frá
fyrsta augnablikinu sem ég sá þig!
— Eg iðrast ekki, sagði hún ofur blátt
áfram. — Hvers vegna skyldi ég iðrast?
— Kallaðu mig Dick, sagði hann biðjandi.
— Dick.
— Og kysstu mig.
— Hún kyssti hann.
*