Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1952, Side 14

Fálkinn - 19.09.1952, Side 14
14 FÁLKINN Amerískur hnefaleikaflokkur, er nefn- ist „Gullni hanskinn" hefir sýnt sig í London undanfarið. Einn í hópnum er tröllið Eddie Sauders. Hann er svo þungur að létti maðurinn í hópnum og hinn franski þjálfari geta varla lyft honum. Fjársjóður Marie Antoinette. Um þessar mundir er verið að reyna að bjarga af hafsbotni dýrmætum fjár- sjóði gulls og gimsteina, sem Marie Antoinette og Lúðvík XIV. Frakkakon- ungur áttu. Sökk hann með skipinu „Telemaque“ út fyrir Signu-mynni fyrir 162 árum. Þetta er hreint gull og mikið af perlum og gimsteinum, þar á rneðal hálsfesti úr demöntum, sem hin skrautgjarna drottning notaði oft. Eftir að stjórnarbyltingin mikla hófst reyndi drottningin að koma þess- um fjársjóðum undan, svo að þeir lentu ekki í greipum uppreisnarmanna. Var fjársjóðnum komið fyrir í tjöru- tunnum og skipið afgreitt frá Rouen og á skjölum þess var sagt að farm- urinn væri timbur og tjara. En „Tele- maque“ lenti í ofviðri ag eftir tvo daga rann það upp á grynningar fyrir utan fi'skiverið Quillebeuf, 30 km. frá Le Havre. Brotnaði það i tvennt og sökik. Síðar vitnaðist að farmskír- teinin höfðu verið fölsk og að í tunn- unum hefðu verið gull og gimsteinar, kringum 15 milljón króna virði, og að konungshjónin hefðu átt þennan fjár- sjóð og ætlað að smygla honum til Englands. Hvað eftir annað hafa verið gerðar tilraunir til þess að bjarga þessu verð- mæti. Fyrsta tilraunin var gerð árið 1818 og mistókst hún, enda voru björg- unartækin ófullkomin. Nitján árum síðar gafst franskur verkfræðingur upp við björgunartilraun, sem hann hafði gert og hafði hann þá eytt aleigu sinni í kostnað við tilraunir. Nokkru síðar gerði enskur maður þriðju til- raunina, en varð ekki ágengt. Engum þessara tókst að komast að raun um livar fjársjóðurinn var, hvað þá meira. Það var ekki fyrr en 1939 að menn •fengu að sjá fyrstu sýnishornin af honum. Þá náðust upp ýmsir skart- gripir úr gulli, inargir gull- og silfur- peningar og ljósakróna ein mikil úr silfri. Þessi ljósakróna er nú geymd í Rouen og er eign ríkisins. Við björgunartilraunirnar, sem nú fara fram eru notuð miklu fullkomnari tæki en nokkurn tima áður, þar á meðal kafaraklukka, sem vegur 100 smálestir. <r KROSSGATA NR. 875 Lárétt: 1. kaupsýslugrein, 12. óþverri, 13. falskar, 14. úttektarseðill, 16. vopn kisu, 18. líkamshluta, 20. afhenti til eignar, 21. tveir sérhlj. eins, 22. keyra, 24. handlegg, 26. tveir samhlj., 27. ör- eiga, 29. hleif, 30. á fæti, 32. kapítal- isminn, 34. keyrði, 35. stefna, 37. upp- hafsstafir, 38. tveir samhlj., 39. fæða, 40. kjaftæði, 41. rás, 42. borðandi, 43. kann ekki að notfæra sér prentað mál, 44. úrræði, 45. titill (skst.), 47. tveir sérliljóðar, 49. sigað, 50. úttekið, 51. sundsvæði, 55. tveir sérhlj., 56. vot- ur, 57. á litinn, 58. upphafsstafir, 60. ilát, 62. dreif, 63. lengdarmál (skst.), 64. karlmannsnafn (ef.), 66. knýja ára- hát áfram, 68. fæddu, 69. ótoundinn, 71. fitla við, 73. falskur, 74. styttingar. 106 ÁRA OG REYKIR MUNNTÓBAK. Anselma Mesna Medina Lavendera er elsta konan í Gijon og varð nýlega 106 ára. Hún var i rúminu þegar bæj- arstjórnin heimsótti hana og færði henni veglega afmælisgjöf. Hafði feng- ið kvef, sem batnaði von bráðar. Hún er afburða vel að sér til handanna og saumar listsaum ekki siður en þær yngri, enda hefir hún ágæta sjón enn. Hún segir að það sem hafi haldið sér ungri' sé sterkt tóibak ag merskúms- pipan. Það verður að vera blámaður eða munntókbak, sem hún reykir, því að henni verður flökurt af léttu amer- ísku tóbaki. Svo drekkur hún nokkur glös af slierry daglega, en það verð- ur að vera rautt sherry. „Þetta er all- ur galdurinn,“ segir gamla konan. — í Hafnarfirði lifir jafnaldra hennar, sem mun aldrei hafa smakkað sherry eða reykt pipu. SLÁTRAÐI DRENGNUM. — Mohn Ahmed Hakim, múhameðskur trúar- ofsamaður í Karachi, Pakistan, slátr- aði nýlega syni sínum eftir ýmsum „kúnstarinnar reglum“, sem hann sagði að „guð liefði stjórnað". Hakim bar það fyrir rétti að guð hefði skip- að 'sér að fórna drengnum (líkt ag Abraham ætlaði að gera forðum) og Lóðrétt: 1. sækjast eftir, 2. þrír sérhlj., 3. sbr. 45. lóðrétt, 4. samtenging, 5. vond, 6. litur í kringum sig, 7. lærði, 8. ögn, 9. gan, 10. reglur, 11. forar út, 12. efnahagsskýrsla, 15. fárvirði, 17. póll, 19. gagnstætt: mjó, 22. gana, 23. fljótnuminn, 24. mótsetningar, 25. tak- mark, 28. samhlj., 29. skst., 31. tölu- orð, 33. ljótur leikur, 34. hávaði, 36. afrak, 39. fæða, 45. ákærir, 46. borð- aði, 48. bjálfar, 51. afturhluti, 52. upp- hafsstafir, 54. dreif, 59. deilur, 61. veiki 63. hestur, 65. að viðbættu, 66. þakhæð, 67. fæða, 68. karlmann'snafn, 70. veður- átt (skst.), 71. sbr. 63. lárétt, 72. for- setning, 73. tveir samhljóðar. hann hefði hlýtt. Hann drap dreng- inn og brytjaði hann í parta með breiðblaða hníf, en trúbræður hans sátu i kring og „horfðu á og biðu blessunar drottins", segir í bókuin lögreglunnar. Drengurinn var 9 ára. LAIISN Á KROSSG. NR. 874 Lárétt: 1. dós, 4. skussar, 10. fen, 13. óska, 15. Óskar, 16. sein, 17. tarfar, 19. isminn, 21. rall, 22. Ása, 24. tign, 26. fararskjóti, 28. æfa, 30. iua, 31. rak, 33. RE, 34. æða, 36. ess, 38. LE 39. atbeini, 40. Sikiley, 41. st. 42. ýsa, 44. kul, 45. IT, 46. Taó, 48. gmt, 50. ani, 51. klafabundin, 54. hvil!, 55. sæg, 56. ið- an, 58. frændi, 60. griðin, 62. ráða, 63. launa, 66. niða, 67. ára, 68. klárana, 69. rag. Lóðrétt: 1. dót, 2. ósar, 3. skrafa, 5. kór, 6. US, 7. skyssur, 8. SA, 9. Ari, 10. feigir, 11. einn, 12. nnn, 14. afla, 16. smit, 18. alræðisvald, 20. stórskuld- ir, 22. ári, 23. aka, 25. kærasta, 27. skeytin, 29. fetta, 32. alein, 34. æeý, 35. ana, 36. eik, 37. sil, 43. umbætur, 47. ókvæða, 48. gas, 49. tug, 50. anað- ir, 52. lína, 53. iðin, 54. hrár, 57. niða, 58. frá, 59. ill, 60. gan, 61. nag, 64. aá, 65. NA. í júní komst stjórnmálasamband á milli Bretlands og Japans á ný og japanskur sendiherra var skipaður í London, í fyrsta skipti síðan 1939. Nýi japanski sendiherrann heitir Shunichi Matsumoto og sést hann hér á svöl- um sendiráðs síns, sem er við Belgrave Square í London. „Garðurinn okkar“ Skrúðgarðurinn í september. Sjálfsagt er að liætta öllum slætti í skrúðgörðunum, grasspretta verður lítil það sem eftir er sumarsins og flatirnar hafa betra af því að vera ekki snöggslegnar þegar liaustfrost- in byrja, það skýlir rótinni betur yfir veturinn. Haldið áfram að eyða arf- anum og gætið þess að hann felli ekki fræ. Eftir miðjan mánuðinn má fara að ■setja niður blómlauka sem blómstra eiga næsta vor. Siðast i þessum mán- uði má búast við svo miklum nætur- frostum að allur blómagróður falli, en um leið þarf að búa gróðurinn undir veturinn og hlúa að honum sem best. Hreinsið burtu allt lauf- fall og safnið því saman i liaug og látið það rotna, blandið saman við það mold og dálitlu af kalki, þegar þessi haugur er orðinn vel fúinn, er það ágæt gróðurmold í blómapotta og vermireiti. Sigurður Sveinsson. Skrúðgarðurinn í október. Nú er allt dautt og visið hreinsað úr garðinum. Eftir að sumarblómin eru fallin eru þau tekin burtu og raikað vel yfir beðin á eftir. Nú er áburður settur kringum tré og runna. Munið að láta ekki áburð- inn liggja þétt að stofninum, á'burð- urinn getur brennt stofninn, sérstak- lega nýr búpeningsáburður. Nú má fara að skýla fjölærum jurtum úti i garðinum. Þetta er vandasamt verk, ef það á að koma að fullum notum. Gott er að skýla jurfunum með lyngi, hálmi, .gömlu, þurru þangi, heyborri- um búpeningsáburði eða mómylsnu. Mjög viðkvæmar jurtir ætti að geyma í sólreit (undir gleri) yfir veturinn, en gróðursetja þær svo i garðinn næsta vor. Sigurður Sveinsson.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.