Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1953, Qupperneq 5

Fálkinn - 06.03.1953, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 Cana Zurncr — eilíf leit að ást — fjölskrúðugu tómstundalífi og liefir engan áhuga á listum og íþróttum. Vinnutími hans og svefntími eru hins vegar regiu'bundnir, og hann er mjög reglusamur við stjórn fyrirtækis síns. Hann styðst ekki við nefndir i þeirri stjórn, því að hann segir, að niður- staða nefnda verði jafnan einhver millivegur eða málamiðlun, en mála- miðlun sé sjaldnast lausn, heldur sam- sull. Þess vegna tekur Vance sjálfur allar ákvarðanir, sem skipta máli, innan fyrirtækisins. Hann ber alla ábyrgðina, og þar með hreppir hann lieiðurinn eða skömmina. Hann hneig- ist þess vegna að nokkurs konar ein- ræðisstjórn innan fyrirtækisins, þó að hann hins vegar leyfi hverjum starfsmanni fyrirtækisins að hringja beint til sin og bera fram tillögur sínar eða umkvartanir. Starfsfólkið er 25 þús. manns, og ölhrni er heim- ilt að hringja beint i innanfyrirtæki's- númerið 496, þar sem Vance svarar rólega og kurteislega: „Já, herra, ])að er Mr. Vance, sem talar.“ Stofnendur fyrirtækisins eru bræð- urnir Clement og Henry Studebaker, sem hófu vagnasmíða fyrir 100 árum i South Bend, en sú borg hefir síðan átt vöxt inn og viðgang að mestu leyti fyrirtæki þessu að þakka. Þrír bræður þeirra gengu síðar í félagsskapinn, og í höndum hræðranna fimm óx fyrirtækið til vegs og virðingar. Síð- u'.stu tvo áratugina iiefir fyrirtækið mjög verið tengt tveim nöfnum, sem áður hafa verið nefnd, nafni Harolds Vance og Pauls Hoffman. Hoffman hvarf frá aðalforstjórastarfinu nokkru eftir stríð til þess að stjórna efna- bagssamvinnustofnun Bandaríkjanna, en þá tók Vance við stjórnartaum- unum eftir að hafa verið næstæðsti maður fyrirtækisins um alllangt skeið. Paul Hoffman hefir nú hins vegar tekið við forstöðu Ford-stofnunar- innar. Hinn 8. febrúar s. 1. varð Lana Turner 32 ára, og 16 áru eru liðin siðan hún lék fyrsta hlutverk sitt i kvikmynd (hiutverk Mary Clay í myndinni „Þeir-munu ekki gleyma“.). Lana hefir nú um áratugaskeið verið ein þeirra leikkvenna, sem mest um- tal hafa vakið — ekki aðeins vegna leikhæfileika '.sinna, heldur einnig vegna ástriðna hennar í karlmenn, föt, skartgripi, frægð, skemmtanir og ást. Fullnægju liefir hún samt litla fengið, þótt hún Hafi lifað kæruleysis- lega og verið laus í rásinni. Henni hefir ekki tekist að binda sig við neinn karlmann, þótt hún liafi verið gift þremur og trúlofuð — eða svo gott sem trúlofuð — fjölda mörguni, ------ LITLA SAGAN -------- Ofurlítil viðkynning ALDREI er of varlega farið! Sérstak- lega þegar maður er í siglingu. Það fékk vinur vor, Jóhann Pétur að reyna, þegar hann ávarpaði ungu dömuna á Langasandi, rétt fyrir ncðan bað- gistihúsið, og sagði við hana, frakk- ur og djarfur eins og ungum manni sæmir: — Hvenær má ég hitta yður, ung- frú? Og unga daman hiásti höfuðið. En svo sagði hún, alls ekki óvinsamlega: — Eg er engin froken — Það var leiðinlegt. — Getur vel verið. — Þér eruð gift? — Já. — Og maðurinn yðar? — Hann er heima. Eg bý ein Iiérna í gistihúsinu. Jóhann Pétur sá sér leik á borði: Kannske maður mætti ....? Nú kom alvörusvipur á dömuna. — Nei, maður getur það ekki. í fyrsta lagi geri ég aldrei ‘svoleiðis, í öðru lagi vita allir gestirnir að ég er gift og að ég er mannlaus hérna. Hvað haldið þér að fólk segði ef ég sæist hér á gangi með yður? — Það væri hægt að segja fólkinu .... að ég væri maðurinn yðar og hefði skroppið hingað til að heim- sækja yður? Unga daman stóð kyrr. — Jæja, þér cruð þó að minnsta kosti alvcg óvitlaus, ungi maður! — Við erum þá sammála? Hún hló og hristi höfuðið. — Ómögulegt! Alveg ómögulegt! En samt var það nú mögulegt. Þegar Jóhann Pétur kom á gisti- húsið með töskurnar sínar þremur línium ’seinna — Irene hafði búið þar í þrjár vikur — spurði hann: — Hefir konan mín pantað her- bergi handa mér hérna? Eg heiti — Já. A þriðju hæð. — Þakka yður fyrir. Glaður og reifur fór Jóhann Pétur upp á þriðju hæð, fór úr ferðafötun- um og i betri fötin, og eftir nokkra stund kom hann vonglaður og rogginn — karlmenn eru alltaf svo gleiðgosa- legir þegar þeir hafa heillað saklaust kvenfólk — niður i borðsalinn. Einn þjónninn kom til hans hvatur í spori. — Eg vil helst borða með konunni minni úti á svölunum, sagði Jóhann Pétur. — Er það hægt? — Það er því miður ekki hægl. — Eru engin borð laus þar? — Jú, það er vafalaust hægt að finna borð þar. En konan yðar fór fyrir einu lcortéri. — Fór? Nú fór Jóliann Pétur að gruna margt. — Fór? sagði hann aftur. — Já. — Oghað hún ekki fyrir nein skila- boð til mín? Þjónninn kinkaði kolli: — Jú. GiStihúsreikninginn sinn fyr- ir þrjár vikur. Hún sagði við mig: Viljið þér gera svo vel að afhenda manninum mínum þennan reikning. Hann er nýkominn og hefir fengið herbergi á þriðju hæð. Dátinn: — Kapteinninn sagðist skyldi skera af mér hausinn og fleygja lionum i baunapottinn. Er það leyfi- legt, korpóráll? Korp.: — Hvað liausinn snertir, þá er hann i sínuni fulla rétti, en hann hefir ekki leyfi til að skemma baun- irnar. — Hve gamall ert ])ú, drengur min n? — Eg er á erfiðleikaárunum. — Ilvað áttu við með því? — Eg er of gamall til að gráta og of ungur til að bölva. enda virðast margir hafa lagt lag sitt við hana í öðru skyni en því að bind- ast henni til frambúðar. Meðal þeirra karlmanna sem leikið hafa stærstu hlutverkin í lífi hennar, eru þessir: Greg Bautzer (hann slapp frá henni), Artie Shaw (honum giftist hún og varð að bursta skóna hans), Steve Crane (giftist honum 1942 og ól honum dóttur, sem Oheryl.heitir), Turhan Bey (móðir hans vildi ekki, að hann tæki slíka drós að sér), Tyrone Power (hann flýði i faðm Lindu Christian), Bob Topping (auð- kýfingur, sem giftist henni óðfús, en varð ennþá fegnari að sleppa), Petér Lawford, Frank Sinatra (hann var giftur og margra barna faðir), Howard Hughes, Robert Hutton, Victor Mature og nú síðast Argentínumaðurinn þern- ando Lamas, sem nú siær mikið um sig í Hollywood. En þeirra ástir virð- ast ætla að verða skammvinnar líka. Lamas er farinn að vera mcð Arlene Dahl, sem er nýskilin frá Lex Barker. Það yrði langt mál að telja upp allar þær myndir, sem Lana hefir leikið í við góða aðsókn i íslenskum kvik- myndahúsum. Flestir munu þó minn- ast mynda ein'.s og „Pósturinn hringir alltaf tvisvar" (lék móti John hcitn- um Garfield), „Honlcy Tonk“ (móti Clark Gable), Johnny Eager (irióti Bobert Taylor) og „Cass Timberlane". Eva Baríok Ungverska leikkonan Eva Bartok er meðal þeirra Ieikkvenna, sem karl- mennirnir í Hollywood hafa snúist mest i kringum síðustu mánuðína, og ætli þessi mynd, sem hér birtist af lienni, að vera nægileg skýring á því.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.