Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1953, Síða 3

Fálkinn - 24.04.1953, Síða 3
FÁLKINN 3 »Væringjar« 40 ára Væringjar 1913. Á morgun, sumardaginn fyrsta, cru rétt 40 ár síðan séra Friðrik Friðriks- son forstjóri K.F.U.M. í Reykjavik stofnaði „Væringjafélagið", en það var stofnað á sumardaginn fyrsta 1913, sem þá einnig bar upp á 23. apríl. Til aðstoðar sér tók séra Friðrik meðlimi úr aðaldeild (A-D) K.F.U.M., þá Ársæl heitinn Gunnarsson, Pál V. Kolka lækni, Jóhannes Sigurðsson Séra Friðrik Friðriksson. prenlara, Ilall horleifcson söngstj., Jón Guðmundsson deildarstj., Pál Sigurðsson prentara, Pétur heitinn Helgason, Stefán Runólfsson og Filip- pus Guðmundsson, sem hann skipaði alla undirforingja sína. Aðrir mcðlim- ir Væringja voru drengir úr K.F.U.M. á'aldrinum 9—15 ára. Þegar Væringj- ar höfðu starfað um nokkurn tíma tókst séra Friðrik á liendur ferð lil Ameríku, en vegna stríðsins 1914—18 varð dvöl lians lengri en liann bafði gert ráð fyrir í upphafi, en Axel V. Tulinius síðar skátahöfðingi tók við stjórn Væringja þegar séra Friðrik fór vestur um haf. Klæðnaður Vær- ingja voru kirtlar og skikkjur, klæðn aður þessi var að sið Væringja i Miklagarði. Fyrst framan af var starf Væringja falið í kristilegum samkomum og söng i leikfimissal barnaskólans (Miðbæj- arbarnaskólans), og alls konar leikj- um úti við þegar veður leyfði. Allir Væringjar, sem starfað höfðu í félag- Axel V. Tulinius fyrsti skátahöfðingi íslands. inu í eitt ár og sýrit áhuga i starfinu, fengu lítinn silfurhnapp með stöfunum P.X., sem borið var á vinstri uppliandlegg. Árið 1915 v’ar stofnaður foringjaskóli innan Væringja, voru þeir Ársæll, Hallur, Jóhannes og Páll (Kolka) gerðir að bálfdeildarforingjum og aðstoðuðu Tulinius við kennsluna. Að lokinni æfingu i Örfirisey 28. mars 1915 voru eftirtaldir drengir útnefndir undir- foringjar: Axel Gunnarsson, Björn Steffensen, Helgi Briem, Haraldur Á. Sigurðsson, Sigurður Gunnarsson, Carl I). Tulinius, Geir S. Ilaukdal, Sigurður S. Ilaukdal, Þorbergur Er- lendsson, Guðmundur Guðmundsson, Ingi Þorsteinsson og Osvald Knud- sen. Þá voru einnig útnefndir sem Frai-ihald á hls. 14. Páll Ivolka læknir, Ársæll heitinn Gunnarsson og Jóhannes Sigurðsson prentari. Stjórn Félags íslenskra bifreiðaeige nda og ritstjóri blaðs þeirra, Ökuþórs. Talið frá vinstri: V.iggó Jónsson ritstjóri Ökuþórs, Aron Guðbrandsson, Magnús H. Valdimarsson, Sveinn T orfi Sveinsson formaður, Axel Sveins- son, Sigurður Jónasson og Oddgeir Bárðarson. Sigurð Helgason vantar á myndina. Klti isMn Nfreiöieigenda 20 dra Starfsemi Félags íslenskra bifreiða- eigenda er nú mikil og vaxandi. Liðin eru rúm tuttugu ár frá stofnun þess, en starfsemin lá niðri á styrjaldar- árunum. Aðalhvatamaðurinn að stofn- un félagsins og fyrsti formaður þess var dr. Helgi Tómasson, en á síðasta aðalfundi var Sveinn Torfi Sveinsson kjörinn formaður í stað Arons Guð- brandssonar, sem verið hefir aðal- driffjöður félagsins um nokkurt skeið, en baðst nú undan endurkosningu. Félagið hyggst beita sér fyrir því að fá afnotagjöld felld niður af út- varpstækjum í bifreiðum félagsmanna, enda greiði þeir afnotagjöld af út- varpstækjum, sem þeir liafa lieima hjá sér. Tryggingamálin eru ofarlega á baugi hjá félaginu um þessar mund- ir. M. a. taldi aðalfundurinn að af- nema bæri afsláttarfyrirkonmlagið á bifreiðatryggingunum, því að það hefði áhrif i þá átt, að bifreiðarstjórar, sem tjóni yllu, reyndu að aka burt. Snar þáttur starfseminnar liefir verið fyrirgreiðsla fyrir þá, sem fara utan með bifreiðar sínar. Á síðasta ári fóru 08 félagsmenn utan með bifreiðar, en 107 árið áður. Þá er og skemmtiferð með gamalt fólk orðin fastur liður á starfsskrá félagsins og margt fleira bæði í þágu bifreiðaeigenda sjálfra, almenns umferðaöryggis o. fl. í sambandi við 20 ára afmælið voru þeir dr. med. Helgi Tómasson, Berg- ur G. Gíslason forstjóri og Aron Guð- brandsson forstjóri, kjörnir heiðurs- félagar. Stœrsti almenníngsvogn landsins Bifreiðástöð Steindórs hefir látið gera nýjan aimenningsvagn, sem tek- ur 58 manns í sæti, og verður vagn þessi hafður á leiðinni Keflavík— Reykjavík. Þetta er stærsta langferða- bifreiðin, sem hér hefir verið byggt yfir. Vagninn er af Volvo-gerð, 12 metra langur, 2,55 m. á breidd og ber 13 tonn. Hann gengur fyrir diesel- hráolíu. Yfirbyggingin er gerð i Bilasmiðj- unni h.f. og er hin vandaðasta. Far- angursgeymsla er undir gólfum og póstkassa hefir verið komið fyrir á annarri hliðinni. Ýmsar fleiri nýj- ungar eru einnig í útbúnaði þessa skemmtilega vagns. Ætlunin er að smíða annan sams konar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.