Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1953, Page 5

Fálkinn - 24.04.1953, Page 5
FÁLKINN 5 ★ ★ * ★ Zsa 'Zsa Qabor - »AmerískÍr karlmenn eru sirákaklánar.« HIÐ undarlega nafn, Zsa Zsa Gabor, liefir átt miklum vinsældum að fagna að undanförnu í kvikmyndaheimin- um. Zsa Zsa er ungversk að uppruna og hefir ekki verið við eina fjölina felld í ástamálum. Hún var eitt sinn fegurðardrottning Ungverjalands og hefir verið gift þremur mönnum. Hinn kunni leikari Georg Sanders er nú- verandi eiginmaður hennar. í grein, sem birtist nýlega i See, segir Zsa Zsa að amerískir karlmenn séu strákakjánar. Fara hér á eftir hrot af umm'ælum hennar í þessari grein: — Eg hefi verið sökuð um það, að ég væri meira fyrir karlmenn en góðu liófi gegndi. Eg reiðist slikum uni- mælum. Það er gefið í skyn, að ég láti gamminn geisa í „kokkteil-boð- um“, fari á fjörurnar við gifta menn o. fl. Það er sagt að ég beiti lokkandi brosi, láti vasaklúta detta og depli augunum á ótviræðan bátt. Þessi og önnur dauðurseinkenni eru mér eign- uð. Eg reiðist slíkum ásökunum, enda þótt ég telji, að allar konur þurfi að vera dálítið daðrandi í framkomu. En ég er kona, ekki að ytri ein- kennum og hvötum einum saman, heldur að stöðu eða atvinnu, ef þið viljið orða það svo. Þess vegna eru karlmenn tömstundagaman mift. Eg kæri mig ekki um þá alla, en minn skerf. Sumir krækja sér í fiðrildi, liafa þau heim með sér og kynna sér þau. Eg kynni mér karlmenn. Eg á heima í Ameríku, og mér fell- ur dvölin þar vel. En Ameríku vantar tilfinnanlega nokkuð, sem kon- ur ein og ég þrá — fullþroskaða karl- menn. Það er allt annað en ánægjulegt að grandskoða venjulegan amerískan karlmann. Hann er meðalmaður á bæð, andlitið dálítið hörkulegt, skrokkurinn mikill og fæturnir eins og stoðir. Hendurnar eru grófar og úfið hárið tekið að þynnast í kollinn og grána í vöngum, þegar hann er 25 ára gamall. Þær stundir sem hann er ekki að gorta af sjálfum sér og blóta, þá tottar hann vindling eða tyggur vindil. Fötin eru ýmist aðskor- in eða hólkvíð. Og kvenfólk kann hann ekki að um- gangast. Það gildir jafnt um gifta sem ógifta. Hugsið ykkur bara, hvernig bann nær fundum kvenna. Hann gengur þær uppi, flautar á þær, ef liann er í bil, stelur símanúmeri þeirra frá kunningja sínum eða króar þær af í kokkteil-boðum og hellir í þær viskýi. í samkvæmislifinu er venjulegur ameriskur karlmaður hálfgerður mis- gjörðamaður. Hann kærir sig ekki um aðrar veislur eða skemmtanir en þær, þar sem nóg er af víni og stelpum. Matarveislur, þar sem kveikt er á kertaljósum til hátiðabrigða, falla honum ekki í geð. Sígílda tónlist skilur liann ekki, en honum lætur vel hávaðakenndur jazz á skemmtunum, þar sem annar livor maður stendur á hausnum. Ameríkumaður tjáir stúlku ást sína með því að halda í hönd hennar í kvikmyndahúsi eða á fjölbragðaglímu- sýningu. Hann er alltaf tilbúinn til að forfæra hvaða stúlku sem er. En verði hann ástfanginn, þá situr hann að- gerðarlaus og eins og í dáleiðslu. Þá her hann svo mikla „virðingu“ fyrir henni, að hann snertir hana ekki. Þegar hann kemur út úr barna- skóla eða framhaldsskólum, þá hrakar lestrarlöngun hans og bókmenntagildi lestrarefnisins. Hann les smásögur í reyfaraútgáfum, íþróttasíður blað- anna, leynilögreglusögur og Kinsey skýrsluna. Amerikumönnum hryllir við Kinsey skýrslunni. Zsa Zsa Gabor beldur þessum lýs- ingum áfram og tekur fyrir ýmsar sérstakar manngerðir meðal Banda- ríkjamanna. Er því að mestu sleppt hér, en síðan haldið áfram með annað: — Vinsælustu karlmennirnir eru auðvitað kvikmyndaleikararnir og þá um leið svipaðar manngerðir. Margir leikaranna eru mjög skemmtilegir og athyglisverðir, en flestir eru skegg- lausir hvolpar með stór, sljó augu og sítt hár. Slík fyrirbæri eru hvergi hátt skráð nema í Ameríku. Heldur kysi ég að vera ein með strokufanga. Kvennamenn? Uss og svei. Þeir eru börn i þeim efnum. Ameríska kvenfólkið ber ábyrgð á þessum afsprengjum. í Evrópu gift- ist það ungt, oft aðeins 16 eða 17 ára. í Ameriku eru ]iær á skólabekkjunum fram yfir tvítugt og flestar reynslu- lausar í kynferðismálum. Þær eru hvorki stelpur né konur, en þó hvort tveggja, stelpur að reynslu, en konur að aldri. Svo giftast jia'r sömu óskapn- aðsómyndunum úr hópi karlmann- anna. Viðbrögð Amerikumanna gagnvart kvenlegri fegurð eru hláleg og barna- leg. Uppáhaldsaðferðin til að tjá hrifninguna eru barnaleg hróp: Wow! Margir þeirra, sem ganga best frám i ])vi að eyðileggja veggfóður með ])vi að líma upp myndir af léttklæddu kvenfólki og eru iðnastir við að elta stúlkur, sem vagga i mjöðmunum, eru kjarklausir með öllu, ])egar á hólminn kemur og kunna ekki að svara fyrir sig, ef kvenmaður yrðir á þá. Þeir eru blessuð börn. Mér fyrir mitt leyti finnst karl- menn fyrst verða eftirsókriarverðir, þegar þeir cru um fertugt. Maðurinn minn er fertugur, þrekmikill og sterk- ur en ])ó nærgætinn og ástúðlegur. Það eru fáar óskir, sem liann lætur ófullnægt. Ef ég væri spurð, hverjir mér fynd- isl athyglisverðustu mennirnir, sem nú eru uppi — fyrir utan manninn mann — þá yrði svarið: Winston Ghurchill, Ernest Hemingway, Ridge- way hershöfðingi, Conrad Hilton og Douglas MacArthur. En Ameríkumaðurinn, sem er 21 árs eða litið eitt ehlri, þarf að fá lexiu. Hann þarf að komast aftur á kné móður sinnar og verða flengdur og fá nokkra móðurkossa. Hann kann ekki að lifa með konum. Ef hann hittir einhverja, sem honum líst á, þá vill hann, að hún verði móð- ir hans en ekki konan hans. En ég held, að uppvaxandi kynslóð verði betri og hugsa því, að allt standi til bóta. Að minnsta kosti leist mér herskólanemendurnir í Annapolis og West Point girnilegir, þegar ég var þar á ferð nýlega. Handa konum Ibn Saud. I bifreiðasmiðju i Cincinnati er verið að smíða 20 bifreiðar með alveg sérstakri gerð. Það er arabisk-ame- riska olíufélagið Aramco sem hefir pantað bifreiðarnar og ætlar að gefa þær Ibn Saud konungi, til að nota banda þokkameyjunum í kvennabúri sínu, til þess að flytja þær á milli höf- uðstaða sinna tveggja, Riyadh og Mecca. Ibn Saud er 72 ára og sam- kvæmt lögum má liann eiga fjórar eiginkonur, en enginn veit bve marg- ar dönmr hánn hefir í kvennabúrinu. Bifreiðarnar eru með sex dyrum og allar rúður d þeim — nema framrúðan — eru úr sérstakri tegund af svörtu spegilgleri, sem er þannig að sá sem í bifreiðinni situr getur séð út, en hins vegar sést ekki inn i bílinn utan frá. Sams konar gler er fyrir aftan bílstjórasætið. Bifreiðarnar kosta um hálfa milljón dollara. * Hin fagra kvikmyndaleikkona Evelen Keyes, sem lék í myndinni „Because you are mine“, gekk fyrir Elisabetu Englandsdrottningu, þegar sérstök sýning var haldin fyrir „Hennar Há- tign“ í vetur. Sést Evelen hérna á myndinni eins og hún leit út, er hún gekk fyrir drottninguna. VERÐLAUNAÞRAUT: »Kínvershd dsoradvölin« VerSlaun lcr. 500.00 og kr. 200.00 Hér eru 2 myndir (nr. 7 og 8) i Kínversku dægradvölinni sem skýrð var í 13. tbl. Fálkans. 7. 8. Fáið ykkur kassa af myndskreyttu aluminiumplötunum, sem fást i mörg- um verslunum og glimið við verð launaþrautirnar með því að gera úr þeim myndir þær, sem Fálkinn birtir. Verslunum og öðrmn úti á landi, er bent á að hægt er að panta Kín- versku dægradvölina hjá Leikfanga- gerðinni Langholtsvegi 104 og Heildv. Vilhelms Jónssonar, Miðtúni 50 simi 82170. Sent verður i póstkröfu út á land ef óskað er. Takið þátt í keppninni. Látið ekki ráðningu á neinni mynd falla niður. Maurice Chevalier, hinn vinsæli söngvari, kom fram á Hippodrome í London í vetur, og um það leyti var þar á döfinni „mæðrasýning", sem Chevalier var fenginn til þess að opna. — Hér sést hann vera að þvo ungbarni og sýna með því hæfileika sína til barnagæslu. Chcvalier í klaustur? Frá París kemur sú furðufregn að Maurice Chevalier, leikarinn og gamanvísnasöngvarinn, sé að liugsa um að gerast munkur. Hann kvað hafa fengið sig fullsaddan á glysi og á síðkastið gjálifi veraldarinnar og sést upp á síðkastið oft með kaþólskujn prest- um. í vetur var hann gesturhjá munk- unum i klaustrinu í Cannes og las fyrir þá alvarleg ljóð. — Eg er máske ekki nógu þroskaður lil að vinriá klausturheitið ennþá, segir Cheva- lier„ — en mér finnst orðið miklu skemmtilegra að vera með menntuð- um munkum en á leiksviðinu.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.