Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1953, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.06.1953, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Olíurikið Iran T-jAÐ k-emur fjúkandi á móti okkur, * sinnepsgult og glitrandi, niörg 'hundruð metra í loft upp og lokar hlýgráan himininn úti og gerir manni erfitt um að draga andann. Það er ekki gas heldur moldrok, milljónir af dustkornum sem fjúka af söndun- um miklu milii Basra i írak og Abadan í Iran. Bilstjórinn bölvaði og dró klútinn fyrir munninn, en Arabinn við hliðina á mér tautaði: — In sha Allah kheier -— ef íþetta er guðs vilji þá er allt í lagi .... Stundum tók rokið dýfur: það réðst á stórar sandöldur og flutti þær til, og þeim rigndi yfir nýja ameríska bíl- inn, svo að buldi i. Hreyfillinn fékk liryglu við og við, líkast og hann hefði hjartabilun, og annað veifið notaði bílstjórinn blistruna, alveg eins og skip í þoku. En við sáum ekkert, störðum bara inn i þennan iðandi moldroksvegg, þetta töfratjald, þar sem hvert dustkorn var eins og stunga. Vegurinn var eyðimörkin sjálf. Hér og hvar voru stikur, sem áttu að vísa veginn, en víðast hvar var ekkert, og Arabinn við gljáða stýrið hlýtur að hafa erft ratvisi af forfeðrum sin- um, sem höfðu farið með úlfaldalest- ir um eyðimerkurnar. Því að einni klukkustund eftir að við höfum farið yfir ána við Basra ókum við upp að hjalli, sem stóð i skjóli nokkurra rytjulegra ’pálma. — Iran! sagði bíistjórinn og bentÞ á skúrinn. Og lítill, skorpinn maður, með stórfenglegt svart yfirskegg kom út og rýndi i vegabréfin okkar, stimpl- aði þau og rétti okkur þau aftur og hneigði sig virðulega um leið. Svo vafði hann að sér kápuna og labbaði inn í skúrinn sinn aftur, hátiðlegri en þó að hann hefði verið keisari á leið upp í hásætið sitt. Moldrokið var að minnka og loks var guli veggurinn kominn að baki okkur, eins og slitið gluggatjald, og stór blá göt sáust á því. Framundan okkur var Abadan og olíuhreinsunar- stöðin mikla. En þar vall enginn kol- svartur reykur upp úr strompunum, á grænu Shat-el-Arabfljótinu, sem er samrás fljótanna Evrat og Tigris, var ekkert athafnalíf að sjá. Eng- in skip að dæla í sig olíu úr alu- miníumsgráum tönkum, og hvergi sá- ust menn vera að byggja hús, en það hafði mér þótt svo áberandi þegar ég var þarna fyrir nokkrum árum. Eg skal nefna nokkrar tölur ti! að sýna hvað kyrrstaðan í Abadan ])ýðir fyrir heimsbúskapinn: Árið 1950 var „Anglo Iranian Oil Company“, sem byggði hreinsunarstöðiria miklu í Abadan, mesti steinoliuframleiðandi heimsins, og úr lindum þessa félags komu 700.000 tunnur á dag, eða þriðj- ungur allrar olíuframleiðslu í Suð- vestur-Asíu og tíundi hluti heims- framleiðslunnar. Hreinsistöðin í Abadan var sú stærsta í heimi og gat hreinsað 500.000 tunnur á dag, en til samanburðar má nefna að olíustöðvar Rúksa og skjól- ríkja þeirra hreinsa samtals 821.000 á dag. Ásamt Irak, Saudi-Arabíu og Kuweit skilaði Iran 3/4 af olíuframleiðslu sinni til Vestur-Evrópu, og enski flot- inn fékk svo að segja alla olíu sina þaðan. En ldka var seld olía frá Iran til Indlands, Pakistan, Ástralíu og Nýja Sjálands og jafnvel Bandarikin, sem framleiða jirefalt meiri olíu, fengu 38 milljón tunnur frá Iran árið 1949. Það er ekki hlaupið að því að fylla í skarðið eftir þessar 700.000 tunnur á dag, sem áður komu frá Abadan. Ameríkumenn geta ekki hlaupið und- ir bagga, því að olíuframleiðslan þar fer minnkandi, og það tekur tíma að auka framleiðsluna í Kuweit og Irak svo, að hún geti bætt upp persnesku oliuna. — Hvenær förum við að selja olíu aflur? spyr þeldökkur kaffihúseig- andi, sem stóð með óhreina dulu á handleggnum og horfði í áttina til olíustöðvarinnar. Hann fékk ekkert svar og hélt þá áfram: — Eg man Abadan þegar hér var ekki annað en litið þorp með samkunduliúsi og nokkrum pálmum kringum hreysin. Það eru ekki nema 40 ár síðan. Kannske verður allt komið í sama horfið innan næstu 40 ára .... í Basra höfðu ýmsir Bretar haldið því fram að nýi forstjórinn í Abadan- stöðinni hefði selt vélar stöðvarinn- ar á skuggamarkaði, cn þetta var upp- spuni. Eftir talsvert umstang fengum við að koma inn í vélasalina og sá- um ekki aðeins mikið af vélum þar heldur líka mikið af mönntim með hendurnar í buxnavösunum. Önnur sagan sagði að i olíuhverf- Persar eru bestu silfur- og koparsmiðir í heimi. Hér eru sýnishorn af persneskri silfursmíði. inu í Abadan væri alger óstjórn, en við sáum að þar var harður agi og lögregla og hermenn litu eftir öllu, utan húss og innan. Dr. Mohammed Mossadeq, sem segist vera sjö árum yngri en hann er. Persinn sem fylgdi okkur um þreyttist ekki á að segja okkur hve afturhaldssamir Bretar hefðu verið gagnvart verkalýðnum, en þvi víðar sem við fórum um stöðvarliverfið því bágara veittist okkur að trúa því. Bretar höfðu byggt yfir 10 þúsund af hinum 65 þúsundum sem unnu við stöðina, og voru flest húsin úr múr- Olíuhreinsunarstöðin í Abadan, sú stærsta í heimi, hefir verið óvirk í hátt á annað ár. steini og með garði í kring. Með vax- andi fólksfjölda varð þörfin m'eiri fyrir mjólk, grænmeti, egg og ket, og til þess að bæta úr þessu höfðu Bret- ar styrkt landbúnaðinn i nærsveit- unum og m. a. flutt mold langt að til þess að auka garðræktina þar sem áður var saltur sandur. Og til þess að auka alþýðumenntunina höfðu Bretar stofnað 17 skóla í Abadan. Einnig hafði „Anglo Iranian“ stofn- að iðn- og vélfræðiskóla og gefur stór- fé til háskólans í Teheran. Vatnsveita hafði verið lögð í bæinn og tvö ný- tísku sjúkrahús, með 79 læknum, reist. Vegna þess hve loftslag er óheil- næmt í Abadan greiddi félagið fólki sinu hærra kaup en' tíðkaðist í ná- grenninu og varð það til þess að ann- að fólk heimtaði hærra kaup. En það var stórbændunum ekki að skapi, enda urðu .margir þeirra eldheitir þjóðernissinnar og tóku undir heróp Mossadeqs: „Burt með útlendingana!" Iran er rneira en olíuland. Það er líka þrætuepli austur- og vesturveld- anna. Landið var í leiðinni til Ind- lands. Rússland keisaraveldisins vildi eignast íslausar hafnir við Persaflóa, en það þoldu Bretar ekki. Fram yfir síðustu aldamót var Iran lénsherra- veldi en 1906 kröfðust ýmsir fram- faramenn stjórnarbótar og lýðræðis. Og loks tókst að koma þingbundinni konungsstjórn á i Iran. — Lýðræðis- sinnar vildu sníða stjórnarskipunina eftir vestrænni fyrirmynd og væntu styrks frá Br’btum, en urðu fyrir von- brigðum. Um það leyti voru Þjóverjar að búa í haginn fyrir sig i Vestur-Asíu, en til þess að afstýra ágangi þeirra gerðu erkióvinirnir Bretar og Rússar samning með sér. Skyldu Rússar fá frjálsar hendur i Norður-Iran en Bret- ar að sunnanverðu. En miðjan úr landinu skyldi vera báðum opin. Persar voru ekki spurðir um þetta og þeir mótmæltu eindregið er þeir fréttu hvernig komið var. Frjálslyndi flokkurinn í íran taldi þetta svik og gerræði af Breta hálfu og sneru við þeim bakinu en vinguðust við Þjóð- verja í staðinn. Þetta er skýringin ó þvi, að margir Persar voru Þjóðverjum hliðhollir bæði í fyrri og síðari heimsstyrjöld- inni. Bæði Bretar og llússar hernámu Albert Henrik Mohn:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.