Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1953, Blaðsíða 14

Fálkinn - 05.06.1953, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN garðurinn okkar Pleira, er með þarf. Þegar gróðurreiturinn er fullsmíð- aður, þarf að liugsa fyrir loftræstingu, ábreiðslu o. f)., sem með þarf við starfrækslu reitsins. Við temprun liita og lofts i gróður- reitum eru oftast hafðir þar til gerðir klossar, sem lyfta gluggunum af karminum öðru megin. Mikils virði er það, að gluggarnir Merkingar eru áríðandi. séu sem stöðugastir, þegar þeir eru opnir, og samkvæmt þeirri reynslu, er fengist hefir við starfið, eru góðir klossar með þeirri lögun, sem sýnd er hér á teikningu. — Þá er nauðsyn- tegt að tryggja, að gluggarnir geti ekki fokið. Auðveldast er að ganga þannig frá, að vír sé strengdur eftir gróður- reitunum endilöngum yfir gluggana með þar til gerðum útbúnaði, að hægt sé að reyra þá niður með áhaldi, sem strengir vírinn. — Sj'á meðfylgjandi mynd. Sama útbúnað má svo nota til þess að halda niðri ábrciðslum, þegar með þarf. Ábreiðslur eru oftast mi'kið hag- nýttar fyrst á vorin, þegar veður öll cru óstöðug, og eru til mikils gagns við að halda jöfnum og hæfilegum hita í reitnum. Ilentugastar eru strá- mottur, þar sem þær eru mjög léttar og hafa þann kost fram yfir t. d. torf eða striga, að halda ekki í sér rign- ingarvatninu. Ef skýlingin á að vera örugg gegn snjóþyngslum og öðrum áfötlum, er gott að eiga einnig lipra hlera til lilífð- ar gluggunum og gróðri, gerða úr panel eða öðru þunnu efni. Það, sem áður hefir verið sagt um gróðurreitina, gildir, hvaða aðferð, sem beitt er til þess að verma þá. Elsta aðferðin, sem enn er mikið notuð, oft með góðum árangri á sól- rikum stöðum, er að hagnýta aðeins orku sólarinnar gróðrinum til fram- dráttar undir gleri reitsins. — En við meiriháttar starfrækslu á þessu sviði, voru menn löngu fyrir aldamót farnir að notfæra sér tæknilega möguleika til öflunar hita í gróðurreiti. Ber þá fyrst að nefna gerjun. Við efnabreytingar þær, sem gerjunar- bakteríurnar valda í ýmsum lífræn- um efnum við hæfileg skilyrði, m. a. í búfjáráburði, myndast nokkur liiti, er hægt er að notfæra til upp- ehlis plantna með því að koma gerj- unarefnunum fyrir undir gróðurreit- um sem einangrar þann hita, er af gerjuninni stafar. Skal nú gerð nokkur grein fyrir ])essari aðferð. Á þann stað, sem reitnum er ætlað- ur, er flutt í baug hrossa- eða sauða- tað, ásamt moði, heyrudda eða þangi. Þessu er síðan blandað saman, og verður því að haga eftir ástæðum, cn áhersla iögð á að hræra öllu vandlega saman. Siðan er blöndunni dreift i lag á staðinn og Játin ná 30 til 40 cm. út fyrir fyrirhugaða karma reits- ins. Laginu er þjappað mjög vel sam- an. Ef reiturinn er útbúinn seint að vetri þarf 70 til 90 cm. þykkt lag af gerjunarefni, en sé ekki hafist handa fyrr en seint í apríl eða síðar, nægir lag, sem nemur 40 til 50 cm., en varla þó minna, svo að nægilegur hiti hald- ist i reitnum. — Allt er þó þetta háð því hversu gerjunin er ör, og hvernig ytri aðstæður eru á staðnum. — Ef frost er í jörðu eða snjór, er nauð- synlegt að hafa einangrað staðinn með torfi eða öðru, sem tiltækilegt er. — Þegar lo'kið er þessum undir- búningi, er karminuan þrýsl niður í blettinn, gluggunum komið fyrir og reiturinn þakinn með yfirbreiðslum fyrst um sinn, meðan hitinn er að myndast og ná hæfilegu marki. Þeg- ar reiturinn er nægilega vermdur, er góðri gróðurmold dreift inn í karminn og sáning hafin. Laust eftir fyrri heimsstyrjöhlina var farið að gera tilraunir erlendis með notkun rafmagns við hitun gróð- urreita. Byrjunarörðugleikar voru hvað mestir á því að einangra straum- inn þannig, að ekki stafaði hætta af. Var helsta úrræðið að lækka spenn- una niður í 5 til 15 volt áður en strauminum var hieypt gegnum vermi- ])ræði reitanna. — En eftir árið 1920 komu á markaðinn sérstakir þræðir i gróðurreiti, einangraðir svo, að til- tækilegt var að nota venjulega 220 volta spennu, með mötstöðu allt frá 0,5 til 2 ohm. pr. m. Venjulegast er rafmagnið látið verma jarðveginn i gróðurreitum og þá stundum einnig loftið. Sjaldnar cr það, að hitaþræðir séu lagðir ein- göngu ofanjarðar í reiti, enda miklu óheppilegra. Meiri og stærri hita- sveiflur verða tíðari í reitnum, þar sem ekki er hafður straumur á allan sólarhringinn, og heita loftið fljótt að rjiika burt, uns jafnvægi er komið á við andrúmsloftið, eftir að straum- urinn er rofinn. í venjulegum reit, hituðum með raifmagni, yrði nægilegt að hafa straum yfir blánóttina til uppeldis algengustu kál- og grænmetisplantna, nema i allra kaldasta og sólarsnauð- asta tiðarfari. Þetta er að því leyti mjög hentugt, að oftast er gnægð ó- dýrrar raforku á þeim tíma sólar- lirings, þar sem það er fyrir hendi til almennings nota. Þegar vel er gengið frá slíkum reit, þarf hann ekki að vera dýr í rekstri, ef hagsýni er gætt við upphitun hans. Það má vera, að mcð því verðlagi, sem nú tíðkast, finnist mönnum vandaðir gróðurreitir hitaðir með raf- magni allt of kostnaðarsamir. — En með ört vaxandi raforku i landinu, og auknum möguleikum á sviði garð- yrkju, munu rafmagnsgróðurreitir eiga mikla framtíð fyrir sér hérlendis á þeim stöðum, þar sem ekki er nægi- legt hveravatn til þessarar notkunar. Er þvi best, að menn í isveitum og kaupstöðum landsins fari nú ])egar að hagnýta þessa aðferð svo sem kostur er á, og er þess að vænta, að þeir, sem raforkumálum sinna, taki ])etta mál til íhugunar. Verður bér aðeins lauslega drepið á gerð slikra reita. Þegar gróðurreit á að hita með raf- magni, er grafið 25 til 30 cm. djúpt fyrir jarðstreng að reitnum, sem tengdur er við rafmagnskerfið. Á sama dýpi eru oftast lögð rör í sjálfan reitinn með vissu millibili, þannig að stytst er á-milli þeirra út við karm- ana, en lengra eftir þvi sem nær dreg- ur miðju reitsins. í þessi rör eru síðan hitaþræðirnir dregnir og tengd- ir við jarðstrenginn í boxi utan reitsins. Stefán Halldórsson vitavörður Ell- iðaey, Breiðafirði, verður 50 ára 9. júní. Rörin, sem geta verið 2“ rafmagns- rör, eru höfð til hliðar þræðinum og gera '])að kleift að skipta um þræði, ef þeir bila, án þess að þurfa að hrófla nokkuð við reitnum eða gróðrinttm, er kann að vera kominn i hann. Best er að hafa einangrað rörin frá undir- lagi sínu og þau látin liggja i fínu sandlagi. Ofan á þau er gott að fylla með örlitlu af leirjarðvegi og síðan með gróðurmold, uns þau eru orðin 25 til 30 cm. undir yfirborði i gróður- reitnum. Þá eru einnig hafðir, ef vel á að vera, hitaþræðir ofanjarðar í reitum og eru þá lagðir innan á karmana. — Framhald í næsta btaði. AFMÆLISSPÁIN. Framhald af bls. 3. Þriðjudagur 5. maí. — Starf þitt mun skapa þér mikil og. tímafrek verkefni og þér mun reynast erfitt að veita þér tíma til frístunda- áhugamála og einkalíifs. Þú munt l)ó fá þetta borgað a. m. k. í fjárhagslegu tilliti og það er útlit fyrir að seinna á árinu skapist þér mÖguleikar til stóraukinna tækifæra og tilboða. Miðvikudagur 6. maí. — Á komandi ári munu þér skapast tækifæri til verðmætra áhugamála, cn jafnframt munu fristundir þínar taka æ meiri tima í samkvæmum og á fundum. Á ifjárhagssviðinu ætti útlitið að vera gott, þú munt sem sé hafa nóg að gera, en varast skyldirðu að ofreyna þig ekki. Fimmtudagur 7. maí. — Það er útlit fyrir að þú munir ferðast mikið næslu mánuði. Bæði af þeim ástæðum og svo yfir höfuð, ættir þú að reyna að vera sem sjálfstæðastur í orðum og at- höfnum Iþví að annars gætir þú orðið að taka á ])ig auknar skyldur. Allt bendir til að þetta ár færi þér meira öryggi í lifsbaráttunni. Föstudagur 8. maí. — Það eru stei'kar íkur fyrir því að þú náir auknum frama í starfi þinu, og cinnig mun þér veitasl hamingja í einkalífi þinu. Miklar breytingar munu vera fram undan og þér er best að nota alla möguleika lil hins ítrasta til þess að trýggja hagsmuni þína. Það getur verið að þú verðir að taka að þér stöðugt auknar skyldur og ábyrgðar- mikil stör.f. FLÓRA selur yður fræið Rafmagns-gróðurreitir. Planche nr. II

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.