Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1953, Blaðsíða 6

Fálkinn - 05.06.1953, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Framhaldssaga eftir Harton Estes: Úr dagbók lífsins 7. _______________—■ j FRANCO í SEVILLA. — Franco ein- ræðismaður fór nýlega í heimsókn til Sevilla, ásamt konu sinni og elstu dótturdóttur. Hér sjást frú Carmen og litla Carmen Esperanza í Sevilla- búningum. VERÐUR FRIÐUR f KÓREU? Eftir fráfall Stalins urðu samkomu- lagshorfur betri í Kóreu en áður. Samningar tókust um skipti sjúkra og særðra fanga og síðan var farið að semja um vopnahlé á ný. — Hér sést breskur sjóliði með Kóreu-telpu á handleggnum. VORBOÐAR í PARÍS. — Þegar veiði- mennirnir fara að raða sér á Signu- bökkum í París þykir víst að vorið sé komið í höfuðborg Frakklands. HÚN gat ekki boðið lionum inn. Allt var á ringulreið vegna hreingerning- anna. Frændi Lovats bjóst líka við honum í kvöldmat og þeir ætluðu að fá sér glas af víni fyrir matinn. En ekkert lá á. Þau röbbuðu þvi saman um stund á stígnum heim að húsinu. Hann spurði, hvort hún hefði frétt nokkuð af Guy, og lnín svaraði: „Ekk- ert nýlega.“ Þessa stundina stóð henni á sama, hvort hann skrifaði eða ekki. Ef til vill beið hennar bréf inni á arinhill- unni. Hún var samt ekkert forvitin. Henni leið svo vel, þarna sem hún stóð og talaði við Lovat, að hún minntist þess ekki að hafa verið sælli í annan tíma. Laugardagurinn var drungalegur og leiðinlegur. En hin innri gleði hvarf ekki. Hún hjálpaði Dorothy til þess að taka til eftir hreingerningarnar og laga til kringum húsið fyrir sumarið. Að því loknu settist hún við arininn og hlýjaði sér. Þegar þær sátu við eldinn á sunnu- dagskvöldið, heyrði hún, að dyrnar voru opnaðar. Strax og Fliss heyrði rödd iians, glaðnaði hún við. Hún liafði verið að hugsa um liann og von- ast eftir honum, en ekki viljað viður- kenna það fyrir sjálifri sér. Hann var lijá jþeim allt kvöldið og' skrafaði við þær um alla heima og geima. Henni fannst það undarlegt, hve mikilsvirði hann var henni, þegar hann var fjarstaddur, en þegar hann var i návist hennar breyttist hann strax í sig sjálfan — Lovat gamlan og góðan kunningja, sem var þægilegt að tala við. Hún var að gera sig of háða honum. En hvað gerði það til? Þetta var ofur eðlilegt. Yorið að; koma og giftingu hennar stegið of lengi á frest. Það var allt og sumt, HÚN sá hann einu sinni á bókasafn- inu í næstu viku, og einu sinni hitt- ust 'þau á götunni af tilviljun. Hann sagði, að frændi sinn hefði fengið; bréf frá Rodney. „Þau koma aftur þann tuttugasta og sjötta.“ „Maí? Eftir fimm vikur?“ „Nei. Apríl. Eftir fimm daga. Næsta föstudag." „Svo snemma." „Snemma?“ spurði hann og skældi munninn lítið eitt. „Þau eru búin að vera næstum því tvo mánuði. Það eru lengri hveitibrauðsdagar en flestir liafa efni á.“ Hann og Marcella höfðu orðið að sætta sig við eina helgi, tvo daga. „Fliss,“ sagði liann. ,jSegðu mér nokkuð. Eg get ekki spurt neinn ann- an að því. Þykir henni vænt um liann?“ „Já, það held ég.“ „Jæja, ég vona það. Móðir hans var svo blíð við hann, að ég held, að hann ætti erfitt með að verjast konu, sem gengi á hann.“ Henni hryllli við tilhugsuninni. Iiún hafði yfirleitt aðeins hugsað um hlutskipti konunnar í þessu hjóna- bandi — Marcellu. En Lovat hafði vitanlega reynt að setja sig í fótspor Rodneys og draga hans hlut — og sinn. „Eg er ekki að leita eftir vandræð- um,“ sagði hann. „En þetta gæti orðið hættuspil. Það veistu vel sjálf. Það er margs að gæta, þegar einbirni giftist einbirni." Hann hafði sína eigin reynslu i iuiga. En svo bætti liann fljótlega við: „Nema annað þeirra sért þú.“ „Eg er líka spillt,“ sagði liún. „Nei, það ertu ekki. Þú ert undan- tekningin, sem sannar regluna. Ekk- ert gæti spillt þér. Honum var fyllsta alvara. Þú ert yndisleg Fliss.“ Þau stóðu nálægt hvort öðru. Hann tók hönd hennar — hann þurfti ekki að seilast langt eftir henni — og þrýsti hana fast. En það var aðeins augnablik. „Eg mun sakna þín,“ sagði liann. „Eg sé þig vist ekki oft hér eftir.“ Hið hlýja liandtak átti að færa henni heim sanninn um það, að hann hefði meint það, sem hann sagði. Hann vildi ógjarnan, að hún liéldi, að hann hætti að koma vegna breyttra tilfinninga í hennar garð. En hann yrði að fækka heimsóknum sínum, þegar Marcella og Rod væru komin. Hinar þægilegu og skemmtilegu samvistir þeirra voru á enda. Það varð svo að vera. Þau töluðu saman stundarkorn enn- þá, en svo kvöddust þau. Hann sagðist þurfa að skrifa bréf. Þegar hún fékk næði til að hugsa, sannfærðist hún um það, að hún mundi jafna sig. Það tæki ef til vill mánuð að gleyma þessu. Hún var líka orðin svo gömul, að hún ætti að geta haft taumhald á tijfinningum sinum. Nei, hún mundi ekki gráta. Eða mundi hún gera það? Líklega. Hún gæti eklci gert að því. Það versta við grátinn er aðeins það, að það er svo erfitt að hætta, þegar einu sinni er byrjað. Hún fór upp á loft og þvoði andiitið úr köldu vatni. Svona, nú er þetta búið, hugsaði hún. En það var ekki búið. Hún brast í grát aftur eins og ástsjúk skólastelpa. Sá var munur- inn, að hún var öllu verri en skóla- stelpa. Ef til vill liefði hún tekið þessu betur, ef það hefði komið oftar fyrir hana að sjá á eftir karlmanni, sem hún hefði verið skotin í. Að vísu hafði eitthvað þessu líkt komið fyrir hana nokkrum sinnum á skólaárunum. En allir vissu, að hún var stúlkan hans Guy Moristers, svo að alltof fáir þorðu að snerta hana. Hún þvoði sér um augun aftur og lagaði sig i framan. Hún mátti ekki láta Dorothy frænku sjá, að hún hefði verið að gráta. Næsta dag um lokunartíma kom Marcella inn á bókasafnið. Fegurðin ljómaði af henni. Hún var i giftingar- dragtinni, hattlaus, og lifsfjör og sjálfstraust geislaði úr augum liennar. „Þú kemur til kvöldverðar hjá okkur. Eg kom við hjá henni frænku þinni til að láta hana vita. „Ágætt,“ sagði Fliss. Nú var það líf, sem hún liafði óskað eftir um veturinn, að byrja. Hún reyndi að sýnast full eftirvæntingar. Eg hlakka til að heyra ferðasöguna. Var g'aman?“ Marcella kvað já við þvi. \ HEIM FRÁ KÓREU. — Fyrstu ensku hermennirnir sem látnir voru lausir í Norður-Kóreu eru nú komnir heim. Hér sést einn hermannanna vera að heilsa dótur sinni. FRÁ INDO-KÍNA. — Innan um allar ófriðar- og eymdarmyndirnar frá Indo-Kína kemur þessi friðsamlega mynd af frönskum herpresti, sem hefir tekið að sér svolítinn snáða frá Viet-nam. „Meira gaman en ég bjóst við. Við liittum skemmtilegt fólk. Það bjarg- aði miklu. Við þurftum ekki að vera of mikið ein. Þetta var vafalaust satt, en þó að svo væri, hefði hún ekki þurft að segja það. „Eg er fegin, að ég skuli vera kom- in aftur,“ sagði liún. „Þú kemur með okkur út að vatninu á morgun. Will frændi getur flutt þig lieim aftur á mánudagsmorguninn. Húsið er tilbú- ið fyrir okkur. Vinnukonurnar fóru þangað i vikunni og tóku til. Á sama opinskáa háttinn tilkynnti hún, að hún væri þegar vanfær. „Eg held það minnsta kosti. Ef til vill er það þó vitleysa. Eg vil ekki, að Rod viti neitt, fyrr en það er á- reiðanlegt.“ Þegar þær beygðu heim að húsi Sturtevardanna, varð Marcellu litið niður að koma Lovats. „Mamma segir, að þú hafir sést með Lovat. Hvernig líður lionum?“ Fliss sagði, að hnum liði ágætlega og bætti svo við: „Þú veist náttúrulega, að hann tek- ur við gamla starfinu í haust.“ „Já,“ sagði Marcella. „Will 'frændi skrifaði okkur það. Ef til vill hefði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.