Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1953, Qupperneq 6

Fálkinn - 10.07.1953, Qupperneq 6
6 FÁLKINN Þessi enski herra er vissulega rétt klæddur til þess að sitja brúðkaups- veislu vinar síns. En það gæti hins vegar verið mikið álitamál, hvort bifhjólið svarar fullkomlega til klæðnaðarins. 4 Herir S. Þ. í Kóreu hafa tekið mikið af rússneskum vopnum og var nokkru af þeim safnað saman og sýnt í Lon- don. Hér sjáum við, hvar undirfor- ingi nokkur er að útskýra fyrir ungurn sýningargesti, hvernig þessi rússneska vélbyssa virkar. Irena Hollandsprinsessa, næstelsta dóttir Júlíönu drottningar, er mjög hrifin af reiðmennsku. Hún hefir all- oft tekið þátt í kappreiðum fyrir unglinga. Framhaldssaga eftir Harton Estes: Ur dagbók lífsins 12 .,Nei, eiginlega ekki,“ sagði faðir hans. „Margt fólk, sem ég þekki tæp- iega, hefir stöðvað mig á götunni og óskað mér tii hamingju. Ernie Dawford er á við fréttablað. Senni- lega hafa aiiir Finfieldhúar fengið fréttirnar núna.“ Eldhússdyrnar skelltust á eftir Marcellu. „Eg geri ráð fyrir, að þú hafir heyrt fréttirnar,“ sagði hún. „Og ég vona að þú sért ánægður. Vig ætlum að kalla hann Willard annan — eða Bill til styttingar, þangað til hann er orð- inn eins stór og þið Rodney.“ Rodney sá tár í augum föður sins. „En ef liann er nú telpa?" „Kate,“ sagði hún. Kate Sturtevard hljómaði þægilega. Rodney sökkti sér niður í hugleið- ingar um það, hvernig væri að eiga dóttur. Nafnið ihafði persónugert l)arnið — gert tilveru þess raunveru- iega. Stjúpmóðir hans mundi vafalaust rísa upp úr gröfinni, ef hún vissi, að Ijarnabarn hennar yrði skýrt i höf- uðið á frú Dawf-ord. Góða veðrið hélst lengi. Einn besta daginn sagði faðir Rodneys. að þau ættu að fára upp í fjöll, hann og Marcella. Þau gætu ekki búist við þvi að fá foetra veður. Marcella samþykkti uppástunguna undir eins. Þau fóru á lítið gistihús á fögrum stað upp til fjaiia, þar sem faðir lians hafði oft komið áður. Útsýnið var dásamlegt. Þar voru þau þangað til vika var iiðin af ágúst. Dvölin var Marcellu til mikillar ánægju, en síð- ustu dagana var hún þó orðin óró- leg, þvi að hún gat lítið haft fyrir stafni. „Þetta hefir verið yndislegt, en nú hlakka ég til að komast heirn. Gerir þú það ekki iíka, Rod?“ Jú. Það var eins með hann. „Við förum foeim á fimmtudaginn og dvelj- umst í borginni um nóttina," sagði hún. „Eg á að fara til læknisins kl. 10 á fösfudagsmorguninn og ég þarf að þvo mér um höfuðið, heimsækja mömmu og kaupa matarbirgðir. Will ekur mér heiin um kvöldið, ef þú nennir ekki að bíða éftir mér.“ Hann sagðist mundu biða og luigs- nði sér að heimsækja Fliss og Lovat á meðan hún lyki erindum sínum. Það var þoka á fimmtudeginum. Þau lögðu seint af stað og komust ekki til Finfield fyrr en um kvöldið. Faðir hans fagnaði þeim vel, spurði margs um ferðalagið og sagði í óspurðum fréttum, að Guy væri úti við vatnið. Hann foefð.i búið þar einn i 10 daga. Vinnukonan væri í sumarleyfi. „En hafðu engar áhyggjur af því, g<’)ða jnín. Það er ailt í röð og reglu l)ar. Hann lagaði til hjá sér fyrir heig- ina, því að liann bauð kvenmanni til sín. Snotur stelpa. Brownie er hún kölluð. Þú þekkir hana Marcella. Hún segist hafa verið i skóla með ykkur Fliss. Hazel Brownalt. Eg 'hlýt að hafa séð hana oft, þó að ég hafi ekki veitt henni athygli. Unga fólkið foér í bænum eldist svo fijótt.“ „Þú verður að afsaka mig, Will,“ sagði Marcella. „Eg er svo þreytt og syfjuð eftir ferðalagið, að ég verð að fara að hátta.“ Þegar Rodney kom upp klukku- stund siðar, var dimmt í herfoerginu. „Eg er ekki sofandi. Kveiktu ljós,“ sagði Marcella. „Eg er of reið til þess að geta sofnað. Eg hefði ekki getað trúað þessu, jafnvel ekki á Guy. Eg hélt, að hann hefði einhverja sóma- kennd. Það ætti að flengja hann.“ Rodney settist á rúmstokkinn hjá henni. Hún var reið, en til allrar guðs mildi ekki við hann. „Þetta er það ósvífnasta, sem ég hefi heyrt. Að koma með slíkan kven- mann fram fyrir föður þinn! Sagð- irðu 'honum, hver luin er, Rod?“ „Nei.“ Rodney minnist Hazel eins og lnin var á skólaárunum. Drembi- lát stelpa, tilgerðarleg og fasmikil. Alls ekki aðalaðandi stúlka að hans dómi. „Jæja, segðu honum það aldrei,“ sagði Marcella. „Hann kemst von- andi aldrei að því. Það er óvist, að nokkrir viti það í bænum. Það yrði dálaglegt hneyksli. Allir mundu hlæja að einfeldni okkar.“ Rodney reyndi að gera gott úr þessu og brátt voru þau bæði sofnuð. ÞAU komu út að vatninu klukkan sex næsta kvöld. „Það fyrsta, sem ég geri, verður að fara í sund,“ sagði Marcella. Hún gekk á undan inn í eldfoúsið og svip- aðist um. Allt var 'hreint. Á eldavél- inni sauð í tveimur litlum pottum. Guy var byrjaður að undirbúa mat- inn. „Hann er þó alltaf dálitið hugsunar- samur,“ sagði hún, en hikandi þó. Hún liélt áfram inn í dagstofuna. Rodney og faðir hans komu á eftir. Guy heilsaði stuttlega. Marcella nam snöggl staðar. Hann sat í djúpum stól og liafði fæturna upp á bríkun- um. í sófanum sat Hazel Brownalt. „Þið megið óska okkur til ham- ingju,“ sagði Guy. „Við Brownie gift- um okkur í fyrradag." Marcella sagði, að það væri gaman að lieyra og þess vegna ætluðu þau að fara og láta þau fá að vera í næði. Ef þú vilt vera eftir, Will, þá getur Bod sótt þig á mánudagsmorguninn eða Guy skotið þér heim.“ Að svo mæltu gekk Marcella til dyra. Hurðinni var ekki skellt, en lokað mjög ákveðið. 6. KAFLI. FYRIR Lovat var vikan á prests- setrinu, fyrsta heimsóknin þar með Fliss, mjög ánægjuleg. Henni fannst dvölin líka yndisleg. Henni fannst lnin vera heima. Það var eins og foreldrar hans ættu í henni fovert bein. Þeim hafði þótt vænt um Marcellu, en Fliss varð þeim ennþá hjartfólgn- ari. Móðir hans hafði hverja teveisl- una á fætur annarri fyrir hana. Alll var gert til þess að gera þessa daga sem skemmtilegasta fyrir Fliss. Loval Liðin eru nú liðleg 100 ár síðan Kings Cross-járnbrautarstöðin í London var fyrst opnuð. I tilefni af aldarafmæl- inu var haldiu sýning á gömlum eim- reiðum og sést hér á myndinni öku- hjól fyrstu hraðlestarinnar frá 1870. Hjótið er geysistórt og miklu stærra en tíðkast nú á dögum. Mjólk er það besta sem maður fær, segir Hanna við kisuna, sem virðist vera henni alveg sammála. Myndin er tekin í Salle Wagram í París á al- þjóðlegri kattasýningu, sem þar var haldin. Angorakötturinn kom frá Þýskalandi og heitir „Arter von Brosame". sagði, að móðir sín hefði yndi af að snúast í þess háttar. Hún gæti líka gert það án þess að vera með of mik- inn íburð og slíkt. „Ef ég hefði hæfileika liennar, væri ég orðinn mikill maður núna.“ „Langar þig til þess að verða mik- ill maður?“ spurði Fliss. „Nei,“ sagði liann og kyssti hana, og þau hlógu bæði. Marcella hefði ekki hlegið. Heimsóknin var á enda. Móðir hans hað þau að vera lengur, en Lovat minnti hana á, að skólinn byrjaði eftir þrjár vikur og hann ætti margt ógert vegna sögukennstunnar. Þegar þau koniu áftur út í kofann sinn, þá flutti Lovat vinnutæki sín út í garð — vinnustofuna hans, eins og Fliss kallaði það. Þar var góð loft- ræsting og hæfilegur skuggi eftir há- degið. Eftir að hafa setið þar stundar- korn einn daginn, kom Marcella gangandi eftir stígnum upp að kof- anum. Á því hafði foann sist átt von, að hún kæmi svona fyrirvaralaust í heimsókn eins og góðkunningi. En

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.