Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1953, Side 8

Fálkinn - 10.07.1953, Side 8
8 FÁLKINN UNGUR maSur gekk óþreyjufullur fram og aftur i biSsalnum á járnbraut- arstöð. Hann var með 'blá gleraugu, og þött ekki væri hann kvefaður var hann í sífellu að nota vasaklútinn. Hann var með litla svarta tösku i vinstri hendi. Stundum var hann að fara fram í dyrnar og gægjast út, og þess á milli tók hann upp úrið sitt og bar það saman við stöðvarklukkuna. Lestin átti ekki að fara fyrr en eftir hálfí tíma, en sumt fólk er svo gert að það heldur alltaf að það komi of seint. í þessari lest voru fáir I. flokks klef- ar. Þegar ferðafólkið færi að koma mundi Parísarbúi álykta það af fram- göngu þess að það væru bændur og handverksmenn úr úthverfunum. Og samt hoppaði hjartað í unga mann- inum með bláu gleraugun í hvert skipti sem einhver kom inn í biðsal- inn eða hann heyrði skrölta í vagni fyrir utan. Það mátti heita svo að hann nötraði i hnjáliðunum og task- an væri að detta úr höndunum á hon- um og gleraugun að hrökkva af nef- inu á lionum. En þau voru alls ekki þar vegna þess að nokkuð væri að sjóninni. Ilonum varð enn órórra er hann sá konu koma inn um hliðardyr sem hann alls ekki hafði haft gát á. Hún var svartldædd með þykka slæðu fyr- ir andlitinu og með brúna tösku í hendinni. Að því er síðar reyndist var undurfagur silkisloppur og inniskór úr silki í þessari tösku. Konan og ungi maðurinn gengu hvort mót öðru. Þau litu til hægri og vinstri en aldrei beint fram. Þegar þau mættust tókust þau i hendur og stóðu margar niínútur án þess að segja orð. — Leon, sagði unga konan er hún hafði jafnað sig svo að hún fékk mál- ið (annars he'fi ég gleymt að segja að lnin var ung og mjög fríð). — Leon, þetta var ágætt ráð. Eg mundi aldrci hafa þekkt þig undir þessari svörtu slæðu. — Ágætt ráð, sagði hún aftur. Eig- um við ekki að tryggja okkur sæti strax. iHugsum okkur ef við yrðum eftir af lcstinni (hún tók fast í liand- legginn á honuni). Enginn grunar okkur. Carla og maðurinn hennar eru á leið út í sumarbústaðinn sinn, og ]>ar verð ég því miður að kveðja liana á morgun, og — bætti hún við og liló — hún fór fyrir klukkutíma, og á morgun segjum við úr því að ég hefi verið með henni kvöldið áður ..... snemma á morgun kveður hún mig á stöðinni, þar sem ég á að hitta Ursulu frænku, sem ég hefi sent á undan til frænku minnar .... Ó, ég hefi ráðstafað þessu öllu! Nú skulum við ná okkur í farmiðana. Það er ó- mögulegt að giska á hver við eruml Herra minn trúr! Hugsum okkur ef við verðum spurð að heiti á gistihús- inu. Þvi gleymdi ég alveg .... — Herra Duru og frú Duru. — Nei, ekki Duru. Það var skóari í matsölunni sem hét Duru. — Dumont þá? — Dumont. — Ágætt. En það verður engin tli að spyrja okkur nafns. Iílukkan hringdi, dyrnar að bið- salnum voru opnaðar, og hjúpaða konan flýtti sér inn í klefa ásamt förunaut sínum. Klukkunni var hringt aftur, og dyrunum að klefanum lokað. — Við er.um ein! hrópuðu þau hrifin. En i sömu andránni kom maður á fertugsaldri inn og settist í eitt hornið. Hann var svartklæddur og virtist alvarlegur og styggur. Eimreið- in blistraði og lestin fór að hreyfast. Ungu lijúin færðu sig eins langt frá hinum óvelkomna farþega og þau gátu og fóru að pískra saman á ensku til að vera öruggari. — Herra minn, sagði samferðamað- urinn á sama mé-li en með betri fram- burði, —- ef þið eruð að tala laun- ungamál þá er best að þið talið ekki ensku, þvi að ég er Englendingur. Mér þykir leitt að hafa orðið að gera ykk- ur ónæði, en í hinum klefanum var einn maður sér, og ég hefi það fyrir reglu að vera aldrei í klefa með mönn- um sem eru einir sér .... Það var ógeðslegt Júdasarandlit á lionum, og þessi 'hérna kynni kannske að freista hans. Hann benti á ferðatöskuna sína, sem hann hafði sett í sætið við liliðina á sér. — En annars ætla ég að lesa, og blund. Og sannast að segja gerði hann ítar- lega tilraun til að sofna. Hann opnaði töskuna, tók upp voðféllda húfu og setti hana upp og sat með augun aft- ur í margar mínútur. En þá opnaði hann þau aftur óiþolinmóður, fór að leita í töskunni og fann gleraugun sín og griska bók. Svo fór hann að lesa og virtist vera niðursokkinn í bókina. Þegar hann tók bókina upp hrærði hann öllu saman í töskunni. Meðal annars tók hann upp þykkan bunka af seðlum frá Englandsbanka. Hann lagði þá á sætið á móti sér, sýndi manninum þá og spurði hvort hann mundi geta fengið þeim skipt einhvers staðar í N...., og stakk þeim svo í töskuna aflur. — Það er liklegt af þvi að N.... er á leiðinni til Englands. N.... var bærinn sem ungu hjúin ætluðu til. Þar er gistihús sem besta orð fer af, en sem sjaldan hefir gesti að marki nema á laugardögum. Leslin brunaði áfram. Englendingurinn las í grisku bókinni sinni án þess að ldta á samferðafólkið, sem talaði saman i hálfum hljóðum, á þann hátt sem elskendur einir gera. Það kemur varla lesandanum á óvart þó ég segi að þessi tvö voru elskendur í orðsins sannasta skilningi, en því miður voru þau ekki hjón, þvi að ýmisleg fyrir- staða var á þvi. Þau komu til N...., og Englend- ingurinn fór fyrstur út. Meðan Leon hjálpaði vinkonu sinni til að stíga niður úr vagninum án þess að láta sjást of langt uppeftir mjóaleggjun- um á sér, hopjjaði maður úr næsta vagni niður á stéttina. Hann var föl- ur, að maður segi ekki gulfölur, aug- un innfallin og blóðhlaupin og skegg- ið úfið. Fötín hans voru hrein en orðin slitin. Frakkinn, sem einu sinni hafði verið svartur, en nú var því sem næst grár á bakinu og olnbogunum, var linepptur upp í liáls, liklega til þess að"'ekki sæist í ennþá slitnari jakka. Hann færði sig að Englendingn- um og ávarpaði liann mcð undir- gefni. — Frændi, sagði hann. — Iiypjaðu þig á burt, ræfillinn! öskraði Englendingurinn og bláu augun í honum skutu neistum af vonsku. Ilann gekk nokkur skref i áttina burt af stöðinni. — Pindu mig ekki til örþrifaráða, sagði hinn, biðjandi og ógnandi i senn. — Viljið þér gera svo vel að halda sem snöggvast á töskunni minni, sagði Englendingurinn og fleygði henni fyrir framan tærnar á Leon. Svo tók liann i handlegginn á manninum sem hafði abbast upp á hann og leiddi hann eða réttara sagt ýtti honum á afvikinn stað, þar sem hann vænti að enginn heyrði til þeirra, og talaði þar við manninn um stund, auðsjáan- lega mjög æstur. Af því að eklei var nema eitt gisti- hús, var það engin furða þó að allt fólkið, sem nefnt hefir verið í sög- unni, liittist þar eftir nokkra stund. í Frakklandi er sá ferðamaður, sem leiðir vel klædda dömu, viss um að fá besta herbergið á hvaða gistihúsi sem er. Það er þess vegna sem vér Frakkar erum taldir kurteisasta ])jóð í heimi. Þó að herbergið sem Leon fékk væri það besta, skorli talsvert mikið á að það væri fullkomið! Þarna voru rúm úr hnotviði með glitofnum á- breiðum. Veggirnir voru með litskrúð- ugu pappírsfóðri með útsýni yfir Napoli óg fjölda af fólki. Því miður höfðu gestir, sem ekki gátu fundið sér annað til dundurs teiknað skegg og pipur á allar mannsmyndirnar, bæði karla og konur, og ýmis konar flónska i bundnu máli og óbundnu hafði vefið párað á himininn og haf- ið. Þetta lierbergi var kallað „bláa lierbergið" af því að hægindastólarnir tveir, sinn hvoru megin við arininn höfðu verið fóðraðir bláum dúk, en fyrir mörgum árum hafði verið sett- ur utanyfir það slitdúkur, bryddaður rauðum snúrum. Meðan frammistöðufólkið stjanaði kringum nýju gestina fór Leon að panta miðdegisverð, því að ekki var hann alveg sviftur hugsunarseminni þó ástfanginn væri. Ilann varð að beita allri mælsku sinni og dálitlu í tilbót til ])ess að fá loforð um að þau skyldu fá að borða í herbergi ein sér. Honum brá ónotalega er hann frétti að foringjar þriðja húsararegiment- isins, sem áttu að taka við af þriðja veiðiliðareginmenti í N.... ætluðu að lialda skilnaðarveislu i borðsal gisti- hússins einmitt í dag, en borðsalur- inn lá upp að herbcrgi Leons. Sú veisla gat hæglega orðið hávær. Gest- gjafinn sór við allt sem lieilagt var að umfram ákveðinn gleðibrag sem sérhverjum frönskum hermanni væri eiginlegur, yrði allt i mesta hófi, enda væri liðsforingjar þessarar sveitar kunnir um allan bæinn fyrir liófsemi og háttprýði. Þegar Leon gekk inn í „Bláa her- bergið!‘ aftur, ekki meira en svo ró- legur yfir horfunum, tók hann eftir að Englendingurinn . hafði fengið næsta herbergi við. Dyfnar stóðu opnar og Englendingurinn sat við borðið og á því voru flöskur og glas. — Hvað ælli það geri til þó að PROSPER MERIMÉE: Bláa herbergið

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.