Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1953, Qupperneq 9

Fálkinn - 10.07.1953, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 liann sé svona nærri. Hann véröur fullur von ibráðar, og liðsforingjarnir fara fyrir miðnætti. Þegar hann var kominn inn athug- aði hann hvort dyrnar væru forsvar- anlcga læstar. Milli hans og Eng- lendingsins voru vængjahurðir og veggurinn iþykkur. Veggurinn milli lians og veislusalsins var þynnri. ltíkasta hugmyndaflug getur ekki skapað jafnmikla sælukennd og hinir ungu elskendur nutu núna, er þau loksins eftir langa bið voru orðin ein og fjarri forvitniaugum og afbrýði. Nú ætluðu þau að gleyma öllum fyrri þjáningum og njóta hinnar fullkomnu gleði. En djöfullinn hefir alltaf ein- iiver ráð með að hella eitri í ham- ingjubikarinn. Meðan j)au voru að snæða illa fram- reiddan miðdegisverð, úrgang úr veislu liðsforingjanna, urðu þau fyr- ir sifelldum truflunum af samtali striðsmannanna liinum megin við þil- ið. Það snerist um erfiðustu viðfangs- efni herstjórnarlistarinnar, og ég skal hleypa fram lijá mér að rekja það. Siðan kom stanslaus runa af furðusögum — þær voru nær allar kiám enda komu jafnan rokuhlátrar á eftir, sem elsklnigarnir áttu bágt með áð taka undir. Vinkoan Leons var engin tepra, en það er ýmislegt sem kvenfólk kærir sig ekki um að iilusta á meðan það er á stefnumóti með elskhuga sínum. Þetta fór si- versnandi og loksins afréð Leon að fara til gestgjafans og biðja liann um að segja liðsforingjunum að veik, gift frú væri i næsta iierbergi við þá, og hún niundi telja l)að kurteisa nær- gætni ef þeir Jækkuðu róminn dálítið. Gestgjafinn varð svo undrandi að hann vissi ekki hverju liann átti að svara. Ivliðurinn úr salnum var ekki nema barnamatur lijá því sem vant var að vera í liðsforingjaveislum. Meðan Leon var að bera fram kvart- anir sínar, kom einn þjónninn til að hiðja um kámpavín handa liðsfor- ingjunum og ein af þernunum kom og bað um portvin handa Englend- ingnum. — Eg sagði lionum að það væri ekki til, bætti hún við. — Þér eruð flón. Eg hefi allar teg- undir af vinum. Eg skal sjá um þetta. Það var portvín, var ekki svo? Komið þér með flösku af ávaxtalikjör, flösku af kirsiberjavini og flösku af koníaki. Þegar gestgjafinn hafði búið til portvínið úr þessu þrennu fór liann inn í l)orðsalinn til að 'bera upp bón Leons. Fyrst vakti liún eindregin mót- mæli, en eftir dálitla stund spurði djúp rödd, sem hafði váld á öllum liinum, hvers konar dama ])essi kona í næsta herbergi væri. Varð augna- bliks þögn þangað til gestgjafinn svar- aði: — Herrar nnínir, sannast að segja veit ég ekki hverju ég á að svara. Hún er mjög lagleg og einstaklega ófram- færin. Jarie Jeanne segir að hún sé mcð giftingarhring. Líklega er hún nýgift og komin hingað i brúðkaups- ferð eins og svo margar aðrar. — Brúður! hrópuðu áttatíu raddir. Hún verður að koma inn og skála við okkur. Við verðum að drekka minni liennar og kenna manninum hennar hjúskaparskyldurnar. Nú glamraði ferlega í sporum og elskendurnir skulfu af hræðslu við að lierbergi þeirra yrði tekið með leifturárás, en svo Jieyrðist rödd sem stöðvaði aðförina. Það var auðheyrt að það var einliver af hinum æðri sem talaði. 'Hann sctli ofan í við hina fyrir skort á liáttvísi, og skipaði þeim að setjast og tala saman eins og sið- uðum mönnum sæmdi, og hætta að öskra. Eftir þetta varð liljótt inni hjá liðsforingjunum og elskendur.nir okk- ar fóru nú að hjala saman, ánægðari en áður. Þau héldu að þau hefðu samið frið við husarana. En það var ekki nema vopnaiilé, því miður. Einmitt þegar þau áttu síst von á — þegar þau voru komin þúsundir niilna á burt frá Jiinni jarðnesku tilveru fóru áttatíu söng- lúðrar ásamt nokkrum básúnum að liyrja lagið, sem allir franskir lier- menn kunna: „Sigurinn er vorl“ Hver getur staðist slikt fárviðri? En Joks yfirgáfu Jiermennirnir borðsaiinn, gengu framhjá dyrum „Bláa herbergisins" með sverðaklið og sporaglamri, og hver hrópaði eftir annan: — Góða nótt, brúður. Sdðan varð hljótt. Nei, afsakið þið, mér skjátlast. Englendingurinn kom út á ganginn og hrópaði: — Þjónn, færið þér mér eina flösku af þessu sama portvini! Nú var enn friður kominn á í gisti- liúsinu í N.....Nóttin var fögur og fullt tungl. Frá órnuna tíð hafa ungir elskendur dáðst að fyigihnetti okkar í himinblámanum. En ekki höfðu þau staðið lengi i gl-ugganum er maður kom inn í garð- inn. Leon gat eklii betur séð en þarna væri kominn ættingi Englendingsins portvínselska. -Eg hirði ekki um að rekja óþörf aukaatriði, og auk þess tel ég enga nauðsyn á að segja það, sem lesand- inn mun geta ráðið í sjálfur. Þess vegna rek ég ekki það sem gerðist stund eftir stund þessa nótt á N.... gistihúsinu, en aðeins nefni, að ljósið sem blakti á arinhillunni í Bláa her- berginu var meira en Jiálfbrunnið l>egar undarlegt hljóð heyrðist úr herbcrgi Englendingsins, en þar hafði verið liljótt til þessa. Það var Jíkast og þúngt slytti dytti ofan á góif. Svo heyrðist brotiiljóð og síðan hálfkæft óp og mörg óskiljanleg orð, sem virt- ist vera i ætt við bölv og ragn. Það fór hrollur um elskendurna í Bláa herberginu. — Englendinginn okkar er að dreyma, sagði Leon og reyndi að l)rosa. — Ó, iþetta er Paradís, umlaði unga konan og lagði höfuðið á öxlina á Leon. — Eg er dauðþreytt .... Hún andvarpaði og innan skamms var hún sofnuð aftur. Frægur siðapostuli hefir sagt að maður, sem liefir allt er liann getur óskað sér, 'sé aldrei skraflireyfinn. Þess vegna var það ekkert óeðlilegt þó að Leon gerði enga tilraun til að fitja upp á samtalinu aftur eða fara að ræða um hljóðin í N... .gistihús- inu. En samt var hann nú að liugsa um þetta og var að reyna að tengja átvikin saman i heild, en það hefði hann aldrei reynt ef ekki hefði legið sérstaklega á lionum. -Hann var að hugsa um þennan ættingja Englend- ingsins, með fúlmannlega andlitið. Það hafði verið hatur i augnaráði lians, jafnvel þegar hann var auð- mjúkur að biðja liann um peninga. Ekkert væri hægara fyrir mann sem var ungur og fimur og áræðinn en að klifra upp í gluggann hjá Englend- ingnum. Og svo átti þessi maður heima á gistihúsinu og gat verið í garðinum óáreittur eftir að dimmt var orðið. Kannske — já vafalaust vissi hann að í tösku frænda Jians var gild seðlafúlga .... En fólk frem- ur ekki niorð á gistiliúsi sem er fullt af liðsforingjum? Englendingurinn hafði vafalaust athugað að læsa vel að sér, því að liann virtist gérhuguli maður og vissi að þorparinn var á næstu grösum. Það var aúgljóst að hann bar ekki traust til hans úr því að hann vildi ekki tala við ‘hann með töskuna i liendinni, jafn hamingju- samur og hann var? Svona lá Leon iiugsandi og ósjálf- rátt fór hann að liorfa á dyrnar milli herbergjanna. í Frakklandi falla hurðir alltaf illa saman. Fyrir neðan þessa liurð var þumlungs rifa niðri við gólfið! I þessari rifu, sem glampaði á vegna þess að gólfið vaé gljáborið, sá hann eitthvað dökkt og flatt, líkast hnifs- blaði. Og nú sáust tvær — þrjár dökk- ar rákir, þær Jireyfðust — þetta var blóð! Hárin risu á höfði Leons, en unga konan svaf vært. Reglulcgur andardráttur liennar yljaði háls og öxl elsk-huga hennar. Eg get hugsað mér að flestir ies- enda minna, sérstaklega kvenkynið, sem jafnan er þrungið af lietjudáð, muni nú áfellast Leon fyrir að láta ekki hendur standa fram úr ermum. Þær segja mér vafalaust að liann hefði átt að ryðjast inn í herbergið og Jiandtaka morðingjann, eða að minnsta kosti liringja bjöllunni og rumska við starfsfólkinu. Honum til afsökunar vil ég fyrst og fremst til- færa að h-ringitólin á frönskum gesta- herberg-jum eru eingöngu til skrauts og ha-fa ekki samband við neitt áhald sem gæti gefið hljóð af sér! Og enn- fremur vi! ég bæta því við, að jafnvel þó að það sé rangt að láta enskum manni blæða út i næsta herlærgi við sig, þá er hitt heldur ekki lirósvert að fórna konu sem sefur með kinnina á öxiina á manni. Hvað Jiefði gerst ef Leon hefði farið að skurka og vakið alla á gistihúsinu? Lögreglan liefði lcomið samstundis. Þessir delar eru svo forvitnir, stöðu sinnar vegna, að áður en þeir færu að spyrja um hvað hann hefði séð eða lieyrt, liefðu þeir lagt fyrir -hann þessar spurningar: — Hvað heitið þér? Hvar eru plöggin yðar? Hver er þessi kvenmað- ur? Hvað hafist iþér að hérna í Bláa herberginu? Þér verðið að koma fyr- ir rétt og segja hvaða mánaðardag og hvaða tí-ma sólarhringsins þér upp- götvuðuð þetta ódæði. Nú var það einmitt tilhugsunin um lög-reglu og dómara, sem var ríkust hjá Leon. Hvort.er skárra: að Játa ferðamann sem ég þekki ekkert, liggja skorinn á háls í herberginu sínu — eða stofna konunni sem ég elska í liættu og kannske missa liana? Það er eleki gaman að eiga úr svo vöndu að ráða. Leon gerði það sem flestir mundu liafa gert í hans spor um. Hann hreyfði sig ekki. En hugur lians var eins og brim- g-arður og alls konar ferlegum mynd- um skaut upp i liugskoti hans. Eftir klukkutíma er þetta komið upp og það er þín sök. En með því að endur- taka í sífellu: „Hvaða erindi átt þú i Lónið?“ tókst honum að blása lífi í örlítinn vonarneista. — Ef við hypj- um okkur á burt af gistihúsinu áður en uppvist verður livað gerst befi-r i næsta hei-bergi, sagði hann, getur hugsast að við getum flúið í felur. Hérna þekkir okkur enginn. Við erum ekki nema tvær minútur frá járn- brautinni og getum verið komin langt eftir klukkutima. Framhald á bls. 11. WINDY VIÐRAR SIG. — Tveggja vikna lama-Iamb í Whipsnade-dýra- garðinum í Bedfordshire fékk nýlega að koma undir bert loft. Það hefir fengið gælunafnið Windy og vakti mikla athygli hjá gestunum í dýra- garðinum. Sú fyrsta sem fékk að snerta á því var leikkona frá Winfmill Theatre í London. NÝTT VÍN Á MONTMARTRE. Saint-Vihcent-bræðralagið hélt ný- Jega athöfn á Montmartre, en þar er ræktaður vínviður. Ýmsir gömlu vín- viðirnir voru úr sér gengnir af elli og bræðralagið liafði tekið að sér að gróðursetja nýja. Þessum litla dreng hefir verið sett fyrir að stýra skútunni liálfu stryki fyrir austan norðaustur. Þó honum takist það ekki þá eru ekki hundrað í hættunni, því að stýritækin eru á þurru landi — á sýningu í London.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.