Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1953, Page 11

Fálkinn - 10.07.1953, Page 11
FÁLKINN 11 BLÁA HERBERGIÐ. Frh. af bls. 9. Hann var sannfærður um að þetta væri eina úrræðið og reyndi nú að hrista af- sér drungann, scm liafði lamað hann, en við fyrsta kippinn rumskaði elskan hans og kyssti hann hálfsofandi. Þegar hún snerti iskalda kinnina á honmn rak hún upp óp. — Hvað gengur að ])ér? spurði hún hrædd. — Ennið á þér er kalt eins og marmari. — Það er ekkert, sagði hann en röddin var ekki sannfærandi. — Eg heyrði hljóð hérna í næsta her- bergi.... Hann sleit sig úr faðmi hennar, flutti inniskóinn og setti stól upp við dyrnar svo að hún skyldi síður sjá blóðlækina. Þeir voru liættir að renna en höfðu myndað stóran poll j á gólfinu. Svo opnaði hann dyrnar út á ganginn í hálfa gátt og hlustaði. Hann dirfðist meira að segja að ganga að dyrum Englendingsins. Þær voru læstar. Nú var eitthvað af fólki komið á kreik á gistihúsinu enda var farið að birta. Lcon sneri aftur inn í Bláa herberg- ið, og með allri þeirri varúð sem ástin fær orkað og með alls konar krókaleiðum gat liann komið elsk- unni sinni i skilning um hvernig ástatt var. Það er óþarfi að lýsa skelfingunni sem þetta vakti cða ölljtjm tárunum. Og það er ekki nauðsynlegt 'heldur að segja frá öllum uppástungunum sem fram koniu, eða hve oft elskendurnir föðmuðust og sögðu: „Fyrirgefðu mér! Fy.rirgefðu mér!“ Þau kenndu sér um þetta bæði. Þau hétu því há- tíðlega að deyja saman, þvi að hún var ekki í vafa um að þau yrðu sökuð um morðið og líflátin. Og af þvi að þau voru ekki viss um að þeirri yrði leyft að faðmast á höggstokknum vildu þau gera það svo kyrfilega núna, að minnstu munaði að þau köfnuðu, og með tárunum vættu þau livort annað eins vel og þau gátu. Er þau loksins höfðit minnst á margt sem ekkert kom málinu við, gælt við livort annað, samþykktu þau i þús- und kossa flóði, að áform Leons væri það eina hugsanlega. Þau voru fljót að taka saman dótið sitt. Konan vildi brenna bláa skóinn í arninum, en Leon tók hann, þurrk- aði af honum á ábreiðunni, kyssti liann og stavkk honum í vasann. Hon- um Iþótti skritið að það var vanilju- dropalykt af lionum, og þó var uppá- halds ilmvatn elskunnar hans „Bou- quet de 1’ imperatrice Eugenie“. Nú voru allir á gistihúsinu vaknað- ir. Þau lieyrðu hláturinn í þjónunum, þernurnar sungu við vinnu sina, og hermennirnir voru að bursta föt og stígvél foringjanna. Klukkan var ný- slegin 7. Leon ætlaði að na i kaffi- bolla handa elskunni sinni, en hún sagði að vælindið í sér væri herpt saman og að hún mundi deyja ef hún reyndi að kingja einliverju. Leon setti upp hláu gleraugun og fór niður til að borga reikninginn. Gestgjafinn bað liann afsökunar á háreystinni. Hann sagðist ekki skilja í að þetta skyldi fara svona, því að liðsföringjárnir væru svo einstaklega hæglátir menn. Leon svaraði að hann liefði ekkert heyrt til þeirra. — Eg geri ekki ráð fyrir að ná- granni yðar binumegin hafi truflað, John Dall: fölleiosti blómvöndurinn. I'ETTA átti að verða fallegur blóm- vöndur, það var vist. Ilmandi og Ijómandi og svo fallegur að mannna hefði aldrei séð annað eins. Karsten litli kepptist við að tina blómin og andaði að sér ilminum úr skóginum — af trjánum og af blómunum, af öllu því sem nærri honum var. Hann brosti og hló við og við. Því að hann var sæll og gerði sér svo miklar vonir. Karsten litli mundi ckki með vissu hvers vegna hann hafði farið út í skóg og hvernig hann hefði fengið þessa dásamlegu hugmynd: að tína blóm í verulega fallegan vönd handa henni mömmu sinni. Þetta var svo fagur dagur og fuglarnir sungu og sól- in skein. Mamma var að hugsa hm húsverkin heima og raulaði. En hann hafði ekkert sérstakt fyrir stafni. Og svo ráfaði hann inn i skóg og varð svo gagntekinn af fegurðinni. Hann sagði gestgjafinn. — Það er hljótt inni hjá honum. Hann sefur sjálfsagt ennþá. Leon varð að styðja sig við borðið til þess að hníga ekki niður, og unga daman sem komin var tók fast i handlegginn á honum og lagaði á sér slæðuna. — Þetta er sælkeri, hélt gestgjafinn áfram. — Hann vill fá það besta af hverju sem er. Jú, þetta er allra besti maður. En það eru ekki allir Eng- lendingar eins og hann. Hérna er annar, sem finnst allt vera of dýrt, bæði maturinn og herbergið. Og svo vildi hann að ég tæki enskan fimm punda seðil sem borgun fyrir liundr- að og fimmtíu franka .... Og maður gat meira að segja átt á liættu að seð- illinn væri falskur. En bíðið þér snöggvast, þér hafið sjálfsagt vit á þess konar — ég heyrði að þér töl- uðuð ensku við frúna. Er þessi ó- falsaður? Og um leið sýndi hann Leon fimni punda seðil. í einu horninu var of- urlítill rauður blettur. Leon var ekki í neinum vafa um livernig á honum stóð. — Eg held að það sé ekkert atlniga- vert við seðilinn, sagði hann og svelgdist á um leið. — Þið hafið nægan tíma ennþá, sagði gestgjafinn. — Lestin fer ekki fyrr en klukkan átta, og svo kenrur hún alltaf á eftir áætlun. Viljið þér ekki fá yður sæti, góða frú. Mér sýn- ist þér vera svo þreytuleg .... í sömu andránni kom ein þernan til gestgjafans. — Get ég fengið könnu með sjóðandi vatni núna strax, sagði hún. — í teið herrans. Og svo verð ég að fá gólfþurrku. Það hefir hrotn- að hjá honum flaska og allt er á floti í herberginu. Við Jiessi orð hneig Leon niður í stól, og eins gerði fylgikona hans. Þau langaði bæði svo óumræðilega mikið til að skellihlæja, og áttu fullt í fangi með að stilla sig. Unga konan þrýsti höndina á Leon, óumræðilega sæl. — Eg held annars að við förum ekki fyrr en með lestinni klukkan tvö, sagði Leon við. húsbóndann. — Viljið þér láta koma með verulega góðan morgunverð handa okkur? * varð glaður og langaði til að gleðja aðra líka. Ilann sá þetta í anda: niamma mundi verða svo glöð og brosa til hans og þrýsta honum að sér og strjúka 'honum hárið. Svo ,mundi hún heygja sig að heiimsins fallegasta blómvendi, sem var frá honum. Itún yrði svo glöð — það var tilgangur hans með vendinum. Þess vegna varð liann að vanda sig. Aðeins allra fallegustu blómin voru nógu góð. Hann hélt áfram og blómin urðu fleiri og fleiri. Sólin bakaðí hann í 'hvert skipti sem hann kom út i opið rjóður, en þá flýtti hann sér inn á milli trjánna og þar var svalt og gott. Ofurlitill þytur heyrðist í kyrrðinni og trén sveigð- ust og létu vinalega að honum. Loks rétti hann úr sér. Strauk svit- ann af enninu og kastaði mæðinni. Horfði með aðdáun á blómvöndinn. Hann var svo fallegur. Svona átti hann einmitt að vera. Það var ekki langt heim og liann hélt af stað og flýtti sér svo að hann varð inóður. OHann gat ekki beðið leng- ur með gjöfina sína, hann titraði af óþolinmæði og var svo eftirvænting- arfullur að 'hann ætlaði að springa. En áfram -— áfrani — komast sem fyrst heim til mömmu. „Mamma!“ hrópaði hann undir eins og hann sá húsið. Hann liljóp úl úr skóginum og kallaði, þó að talsverður spölur væri enn heim. En gleðin og ánægjan var svo rík í lionum að hann mátti til að hrópa og hann hugsaði ekki uni hitt, að enginn gæti heyrt lil hans enn. „Mamma, mamrna!" Hann stansaði lafmóður, frá sér numinn af eftir- væntingu. Og hún heyrði ekki til hans. Ilann varð að halda áfram, hún var þarna niður frá og hún átti að fá blómin. Hann kom þjótandi inn í stofuna. „Mamma! Hérna er dálitið handa þér! Komdu og sjáðu, mamma!“ Hún kom til hans. „Hvað er að sjá til þín! Kemurðu hlaupandi beint inn í stofu svona. Hvað cr að sjá þig drengur. Farðu út. Þú verður að minnsta kosti að þurrka af fótunum á þér.“ „Já, en — mamma — ég er með nokkuð handa þér ....“ sagði Ivarsten. „Já, þú getur sýnt mér það seinna.“ Karsten litli ráfaði út aftur, með blómvöndinn í hendinni. Fallegasta blómvönd í heimi — blómvöndinn til hennar mömmu. Hann þurrkaði vel af fótunum á sér og fór inn aftur. Nú mundi liún vilja sjá blómvöndinn Nú mundu þau verða glöð bæði. Hann var dálitið vonsvikinn, bann tók ekkert eftir sól- inni og góða veðrinu eins og áðan. En þó var gleðin yfir blómvendinum ennþá í huga hans. „Hérna, mamma — þetta tindi ég handa |>ér!“ „Fallegasta blómvöndinn í heimi — handa þér, mamrna!" „Blómvönd?" sagði luin. „Það var fallega gert af þér. Farðu nú út að leika þér.“ Sólin skein eins og áður. Fuglarnir sungu og það var ilniur úr grasinu. Ivarsten litli gekk upp fyrir hlöðuna. Þar settist hann. Sat lengi og starði framundan sér. T ískumyndir Sérkennilegur sumarkjóll frá tísku- höfundinum Jacques Fath. Að aftan er kjóllinn með eins konar frakka- sniði, en hann er mjög látlaus og einfaldur að framan. Einfaldur og fallegur sumarkjóll úr ljósu prjónaefni (jersey). DrekkiJhg^ , COLA Spur\ DMKK

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.