Fálkinn


Fálkinn - 10.07.1953, Side 12

Fálkinn - 10.07.1953, Side 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Þeir elskudu Skáldsaga eftir Anne Duffield. — Herberginu yðar? Eg hélt að þetta væri íbúð móður minnar, nú orðið, sagði Suzette ófyrirleitin. Rósalinda stillti sig. — Vitanlega, en fata- herbergið er svo lítið. — Því miður, en það var ekki hægt að hafa 'þetta öðru vísi. Rödd frú Green var ekki ó- vingjarnleg en mjög ákveðin. — Þér ættuð fremur að vera þakklát fyrir að fá að búa hér áfram, góða mín. — Já; ég veit það, sagði Rósalinda lágt. — Svo var annað. Tew sagði að þér hefðuð sagt fyrir um miðdegisverðinn. Við látum það gott heita í dag, en framvegis er það ég sem segi honum fyrir verkum. — Eg skal muna það. — Það er gott. Þær hurfu allar þrjár inn í svefnherbergin og Rósalinda varð ein eftir- Gat hún afborið þetta? Hafði John rétt fyrir sér, þrátt fyrir allt? — Þó svo hann hafi rétt fyrir sér skal hann aldrei fá að vita um það, muldraði hún í hálfum hljóðum. Eg verð að halda áfram. Hún settist í uppá'hldsstólinn sinn og hugs- aði um hinn manninn — Ali prins. Hann hafði verið svo alúðlegur og hughreystandi. Rík- ur og voldugur maður, hafði ótal mörgu að sinna, en samt gaf hann sér tíma til að heim- sækja dóttur góðs fornvinar, ja, meira en það hann hafði lofað að hjálpa henni eins og hann gæti. 1 fyrsta sinn á hestbaki. Tew læddist eins og köttur inn í litlu komp- una, þar sem Rósalinda lá sofandi. Hann setti frá sér tebakkann, stóð um stund og horfði á hana og læddist svo út að glugganum. Rósa- linda vaknaði er hann dró gluggatjaldið frá. Hún strauk hárið frá augunum og stundi. — Góðan daginn! — Góðan daginn, Tew. Æ, skelfing er heitt hérna! Hún brosti þreytulega og settist upp í rúminu. Hvílík nótt. Loftið hreyfist ekki 'hérna inni. Eg kafna. — Það er betra í hinum herbergjunum. Þetta herbergi er alltof lítið- Tew dró flugna- netið frá rúminu. — Klukkan er sex. — Er hún orðin sex? — Baðið er tilbúið. — Þökk fyrir, Tew. Rósalinda brosti og horfði á eftir litla mann- inum í hvítu fötunum með rauðan fez og rautt band um mittið. Hann hvarf jafn hljóðlega og hann kom. Tew hafði verið hjá Fairfax of- ursta í mörg ár, og átti bágt með að sætta sig við heimilisbraginn eins og hann var orðinn núna. Hann vissi eins vel og Rósalinda að hún gæti ekki laugað sig fyrr en hinar hefðu gert það, en af þrákelkni hélt hann áfram að láta sem Rósalinda væri enn húsmóðirin á heim- ilinu. Rósalinda saup á teinu og fór að hugsa um hve allt væri orðið erfitt upp á síðkastið. Henni hafði loks tekist að fá inngöngu fyrir frú Green og þær allar þrjár í klúbbinn, og 3. hflnfl tvcir. í dag ætluðu Iris og Suzette að fara í fyrsta reiðtúrinn. Rósalinda andvarpaði og setti frá sér bollann. Þetta höfðu verið tvær erfiðar vikur. Og bjartsýni hennar á hlutverkinu, sem hún hafði tekið að sér, hafði breytst í bölsýni. Hún ræddi í marga klukkutíma við frú Green og reyndi að gera henni skiljanlegt hvernig ungu stúlkurnar ættu að haga sér. Þáð var enginn hægðarleikur og sérstaklega var Suzette erfið viðureignar. Hún hafði kynnt þær ýmsu vinafólki sínu. Sumir höfðu komið í skylduheimsókn, vegna Rósalindu, aðrir voru boðnir í te, og ísinn var brotinn þegar Helen Maitland varð til þess, fyrst allra, að bjóða þeim öllum fjórum heim til sín í miðdegisverð. Nokkrum dögum síðar ætlaði frú Green að hafa boð inni í vegleg- asta gistihúsi borgarinnar. Þar átti að kynna Suzette í samkvæmislífinu. Hróp og köll, busl í vatni og hurðaskellir sögðu til um að þær þrjár væru komnar á kreik. Rósalinda fór á fætur líka. Henni fannst skrítið að taka fram reiðfötin, hvíta skyrtu og há stígvél, hún hafði ekki notað neitt af þessu síðan áður en faðir hennar dó. Klukkutíma síðar voru þær á leið í klúbb- inn. Rósalindu varð erfitt um hjartaslögin þegar þær gengu upp þrepin, gegnum klúbb- húsið og út að hesthúsunum. Hún varð föl þegar hún sá uppáhaldshestinn sinn og lang- aði mest til að taka um hálsinn á honum og gráta. En hún áttaði sig þegar hún heyrði lætin í Suzette. Þær Iris og Suzette sómdu sér báðar vel í reiðfötunum og voru ólmar í að komast af stað. Að venju var margt fólk þarna á þessum tíma dags. Hjón sem komu á hestbak á hverj- um morgni, hjónaleysi sem notuðu þetta tæki- færi til að hittast, liðsforingjar og svo ýmsir sem komu þarna af tilviljun. Iris og Suzette gláptu kringum sig hrifnar, en Rósalinda hafði ekki augun áf skjólstæðingum sínum. Hún §á ýmsa sem hún þekkti, og iþarna kom föngu- legur riddari á arabiskum hesti. Prins Ali! Hjarta Rósalindu fór að slá hraðar. Ali prins hlaut að vera nýkominn í borgina aftur. Hún hafði heyrt að hann hefði dvalist á óðali sínu síðustu vikuna- Hann hafði aðeins einu sinni litið inn eftir að frú Green var flutt í húsið og þá hafði hann tekið boði hennar um að koma í stóra samkvæmið hennar. Prinsinn hafði séð mæðgurnar þrjár og kom nú ríðandi til þeirra- — Góðan daginn! Nú, Muntaz, stattu nú kyrr! — Hann brosti afsakandi. — Muntaz er montinn spjátrungur, sem heldur að heimurinn sé til fyrir aðeins hann einan. Eg er að reyna að kenna honum það gagnstæða, því að það verða allir að læra fyrr eða síðar. Eruð þér ekki á sama máli, ungfrú Green? Suzette, sem hafði fengið roða í kinnarnar og gleymt súra svipnum, brosti og gerði sig eins yndislega og hún gat og svaraði fullum hálsi: — Því þá það, Ali prins? Heimurinn er fyrir þá, sem hafa efni á að borga fyrir sig. En Ali prins svaraði glaðlega: — Skemmt- anir og lystisemdir getur maður fengið fyrir peninga, bæði handa sér og öðrum, en ham- ingjan er ekki til sölu. — Annars, hann sló úr einu í annað, — hér er víst ekki réttur staður til heimspekilegra hugleiðinga. Eigum við að halda áfram? v Iris hafði lag á að koma hestinum sínum samsíða prinsinum og brosti lokkandi til hans. Rósalinda og Suzette riðu á eftir. Þau voru alltaf að mæta fólki, sem kinkaði kolli til prinsins og Rósalindu, en enginn talaði við þær. Laglega andlitið á Suzette varð smám- saman þykkjuþungt, og Rósalindu létti þegar hún sá Helen Maitland og Bill koma ásamt John Midwinter og laglegri konu á fimmtugs- aldri, sem hét Kitty Tremaine. Helen, sem hafði lofað að hjálpa Rósalindu, reið undir eins til þeirra. Hin komu á eftir, Kitty síðust. — Góðan daginn, Rósalinda, ihvernig líður þér? Góðan dag! Helen kinkaði kolli til Iris og Suzette og kynnti Kitty: — Þetta er frú Tremaine. Kitty heilsaði stutt og sagði áherslulaust: Góðan dag. Mig minnir að ég hafi þegið heim- boð til yðar- — En hvað hún er viðbjóðsleg, hugsaði Rósalinda gröm. Kitty hafði verið boðin vegna þess að hún var ein af þeim helstu meðal fyr- irfólksins í Cairo, og það var mikils virði fyrir Greensmæðgurnar að Kitty tæki þeim vel. Hún var kona sem fólk vildi helst ekki eiga í útistöðum við. Kitty hafði tekið eftir hve Rósalinda leit illilega til hennar, en brosti bara og sagði: — Jæja, hvernig gengur það; Rósalinda? Rósalindu fannst réttast að láta sem hún sæi hana ekki og sneri sér að John. — Þetta er ungfrú Suzette Green og frú Fred Green. John kinkaði kolli. — Já, ég var óheppinn. og virti hann fyrir sér. Hún lét sem hún sæi ekki Kitty, henni stóð alveg á sama um kven- fólkið. En Suzette ljómaði af ánægju er 'hún sá John: — Eg frétti að þér hefðuð drukkið te hjá mömmu, þegar ég var ekki heima. John kinkaði kolli. — Já, ég var óheppinn. — En þér komið vonandi í samkvæmið okkar? — Þökk fyrir, mér er það sönn ánægja, sagði hann alúðlega, en Rósalinda sá að hann hafði augun á Iris og að hann átti bást með að leyna í sér ólundinni. Iris duflaði frekju- lega við prinsinn svo að allir sáu. — Enginn skal geta sett neitt út á það sam- kvæmi! hélt Suzette áfram og í rödd hennar var sami sigurhreimurinn og i móður hennar þegar hún var ánægð með eitthvað. Rósalinda yppti öxlum en sagði eigi að síð- ur til að sýna hollustu sína: — Já, það get ég vottað- Þeir sem eru boðnir geta ’hrósað happi. — Bravó, þú ert hraust stúlka, Rósalinda, hugsaði prinsinn með sér og renndi augunum til hennar. En upphátt sagði hann: — Það verður ánægjulegt. Það er ekki svo mikið af veitulum gestgjöfum í Cairo og við fögnum ekki hverjum nýjum, sem við bætast. Rósalinda brosti þakklát til hans. Hestur Suzette fór að verða órór og John stakk upp á að haldið væri áfram. Hann beindi þessum orðum til Suzette, sem færði sig undir eins samsíða honum. Og svo hélt hópurinn af stað. Rósalinda var síðust og með henni Bill Maitland. Bill var gamall og góður vinur, sem hafði meira gaman af að vera á hestbaki

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.