Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1953, Blaðsíða 3

Fálkinn - 16.10.1953, Blaðsíða 3
FÁLKINN Kvöldskemmtun 3 Páll Isólísson sextugur Dr. Páll ísólfsson. Dr. Páll ísólfsson steig yfir sex áratuga þrösk- uldinn á mánudaginn var og að verðleikum var dagsins minnst margvíslega, eigi aðeins af þeim, sem áhuga hafa á tónlistarlífi heldur og fjötda annarra. Því að víst er um það, að ef skoðanakönnun færi fram á þvi hver vin- sælastur væri allra núlifandi íslendinga, mundi Páll ísólfsson verða settur ofarlega, ef ekki efstur. Þegar litið er yfir tónlistarlíf íslendinga síðustu 30 árin gnæfir nafn Páls þar yfir önn- ur. Þegar hann kom heim frá námi i Leipzig fyrir rúmum 30 árum var fiest með öðrum svin en nú er orðið. Þá gat ekki heitið að hljómsveit væri til í Reykjavik, en söngfélögin og Lúðra- sveitin voru ein um „músiklífið". Nú hefir svo um skipast að hér mun áhugi á tónlist vera engu minni en í miklu eldri menningarborgum nágranna- þjóðanna. Við eigum tónlistarskóla, sem nýtur lilutfallslega miklu meiri aðsóknar en tilsvarandi skólar á Norð- urlöndum, við eigum góða hljómsveit og söngfélög. Og við eigum orgelsnill- ing, sem er hlutgengur hvar sem er í veröldinni. Og alls staðar hefir Páll ísólfsson verið að verki, beinlínis eða óbeinlínis. Hér eru engin tök á að lýsa ævi- starfi dr. Páls, enda hafa dagblöðin þegar gert það. En það er gleðilegt að liafa séð þess vott að flestir kunna að meta hið mikla starf hans og iiafa viljað sýna honum sóma á þessu af- mæli hans. Fjöldi gjafa bárust hon- um og heillaóskaskeytum rigndi yfir hann. Og Þjóðleikhúsið minntist hans með veglegri samkomu á mánudags- lcvöldið, þar sem farið var með ýms verk eftir tónskáldið, en Davið Stef- ánsson og Vilhjálmur Þ. Gislason fiuttu ræður. Var öllu þessu útvarpað. Fálkinn flytur dr. Páli innilegar þakkir fyrir l)að sem liðið er og árn- ar honum allra heilla í starfi ókom- inna ára. * Rússneskir listamenn í Reykjavík Vera Firsova. Um þessar mundir eru hér á landi rússneskir listamenn á vegum MÍR. Síðastliðinn sunnudag liöfðu þeir fyrstu tónleikana og sýndu listdans í Þjóðleikhúsinu. Mesta athygli vakti söngkonan Vera Firsova, einsöngvari frá Stóra leikhúsinu í Moskvu. Hún er mjög þekkt söngkona og hefir sungið fjöl- mörg óperuhlutverk. Þá var hinum kornunga fiðluleilcara Rafael Sobol- evski mjög vel fagnað, og listdönsur- unum Inna Israeléva og Svjatoslav Kutnetzov ásamt píanóleikaranum Aleksander Jerokin. Rafael Sobolevski fæddist 1930. 5 ára gamall fór hann að leggja stund á fiðluleik hjá prófessor Tseitlin, stofnanda fyrstu sinfóniuhljómsveit- arinnar án stjórnanda. 1953 lók hann þátt í alþjóðakeppni í fiðlu- leik í París og fékk önnur verðlaun. Sem stendur vinnur Rafael Sobolevski að doktorsritgerð við konservatoriið i Moskvu undir handleiðslu prófessors Tsiganovs, fyrsta fiðluleikara Beet- hovenskvartettsins í Moskvu. Vera M. Firsova hóf tónlistarnám við músíkskólann í Ivanovo árið 1939, og við konservatoríið í sömu borg ár- ið 1943. 1947 lauk hún námi við konservatoríið og gerðist sama ár söngkona við Stóra leikhúsið i Moskvu. Inna Israeléva fæddist 1923. 9 ára gömul tók hún að leggja stund á ballelt við ballettskólann í Moskvu. Hún lauk námi þar árið 1941 og hefir síðan starfað við Leningrad-ballett- inn og óperuna. 1951 var hún sæmd Stalínverðlaunum fyrir dans sinn í ballettinum „Sjurale“. Svjatoslav Kutnetzov fæddist 1930, og lióf ballettnám 9 ára gamall. 1950 lauk hann námi við Balléttskólann í Leníngrad. Sama ár var hann ráðinn sem sólódansari við Leningrad-ball- ettinn þar sem hann fer með aðallilut- verkin. * * * * Hallbjörg Bjarnadóttir. Fegrunaríélagsins Fegrunarfélag Reykjavíkur hefir nú tekið upp nýjan lið i starfsemi sinni. Það eru kvöldskemmtanir með kabarett-sniði, og liyggst félagið með þvi afla sér fjár til þess að geta fært út kvíarnar í þeirri viðleitni sinni að prýða bæinn. Fyrsta kvöldsýningin var i Sjálf- stæðishúsinu á sunnudaginn. Hús- l'yllir var og skemmti fólk sér liið besta. Ilallbjörg Bjarnadóttir skemmti m. a. með því að herma eftir fræg- um söngvurum eins og Paul Robes- son, A1 Jolson, Gigli, Stefáni íslandi og fleirum. Enska fegurðardisin Ilorothy Neal og félagi hennar af- hjúpuðu líkamsfegurð sína svo sem sæma j)ótti og skemmtu á ýmsan hátt annan. Hraðteiknarinn Fini teiknaði og sýndi einnig ágætar skop- myndir við mikla hrifningu allra við- staddra. Dorothy Neal og félagi hennar. Kabarettsýning Sjómannadagsráðs Undanfarin ár hefir Sjómannadagsráð efnt til fjölbreyttra kabarett- sýninga með erlendum skemmtikröftum. Hafa sýningar þessar hlotið feiknamiklar vinsældir, enda jafnan vel til þeirra vandað. Allur á- góði hefir runnið til byggingar dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna. Nú í vikunni hefjast sýningar á nýjum kab- aretti, og er talið, að hann muni vera einn sá besti, sem hér hefir gefist kostur á að sjá. Undirbúning sýning- anna, þ. á. m. ráðn- ingu skemmtikraftanna, hefir Einar Jónsson annast nú sem endra- nær. Skemmtikraftarnir, sem nú koma fram á kabar- etti Sjómannadagsráðs, eru þessir: Sjö ára göm- ul telpa, sem Gitte heit- ir og leikur á xylophon. Hún hefir náð feykileg- GUte leikur á xylophon. um vinsældum viða um Norður- á hjólaskautum, og þýska dans- Evrópu. Þrjár Dubowy’s (tvær þýsk- parið Collings sýnir skopstælingar á ar og ein portúgölsk) sýna listir Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.