Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1953, Page 12

Fálkinn - 16.10.1953, Page 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Þeie etskuöu Skáldsaga eftir Anne Duffield. — Eg kann Vel við hann. Ilann er viðfelld- in maður. — Þú ert væn stúlka. Hann brosti til henn- ar og Rósalinda roðnaði lítið eitt. Gráu aug- un sögðu meira en hversdagsleg orðin. Þeg- ar dansinum lauk sagði hann: — Eigum við að koma út og fá okkur svalt loft. ÞAU fóru út á stéttina. Rósalinda hafði með sér hvíta sjalið og hann vafði því gætilega utan um hana, eins og hann hafði gert einu sinni áður. Andlit hennar var fölt, glampi í dökkum augunum og ljósa hárið var eins og silfur er tunglsljósið féll á það. — Þú ert svo ungleg, sagði hann hljótt og handlék hár hennar. — Eg er nítján ára. — Svo gömul? En sá aldur, Rósalinda! — Það er alls ekki lítið — fyrir stúlku. Samanborið við þig er ég að minnsta kosti tuttugu og fimm ára. Hann hló. — Eg vildi óska að þú værir það. — Hvers vegna? Röddin var hi'kandi. — Því að þá væri minni aldursmunur á okkur. — I samanburði við mig ert þú. ekki nema tuttugu og fimm. — Mér er ómögulegt að fylgjast með í reikningsdæminu þínu, sagði hann og brosti. — Eg á við að konur eru alltaf eldri en menn, eftir áratölunni. Það vita allir. Hann hristi höfuðið. — Útlitið kemur upp um þig. Eg gæti ómögulega hugsað mér að þú værir tuttugu og fimm ára. — Það eru ekki árin sem máli skipta, sagði Rósalinda og nú var röddin aftur hikandi, — heldur hvað maður hefir orðið að reyna. Og ég hefi reynt talsvert, John. — Já. Og komist fram úr því án þess að bíða tjón, sagði hann alvarlegur. Og svo bætti hann við í léttari tón: — Eg vona að þú sért ánægð með að ég ét ofan í mig allt sem ég sagði áður en þú tókst að þér að koma Green- fjölskyldunni á framfæri hér í Cairo. Þú hefir sjálfsagt ekki gleymt því — er það? — Nei. Það er fallega gert af þér að segja mér þetta. — Eg hefði átt að vita það. — Vita hvað? — Að ekkert getur spiilt þér. Hitt fólkið — jafnvel Greensfjölskyldan — hefir orðið fyrir áhirfum frá þér, en þú ekki af því. Rósalinda roðnaði. John hafði aldrei áður sagt nokkuð þessu iíkt. Andlit hennar ljóm- aði af gleði er hún leit til hans og sagði lágt: — Er þér alvara, John? Hefi ég ekki spillst? Hann þagði. Svo sagði hann, fast að því vandræðalega: — Þegar þú ert með hvíta biúndusjalið hérna í tunglskininu ertu lík- ust anda — einhverju sem gæti horfið ef ég reyndi að snerta það. — Eg er enginn andi. Eg er lifandi mann- eskja, John. Röddin titraði. — Rósalinda! Hann laut fram og tók um herðar henni. Svo fast að hana kenndi til. — Rósalinda, byrjaði hann aftur, en nú trufl- 14. hftifft tveir. aði hópur af hlæjandi fólki sem kom til þeirra. John sleppti henni og gekk ti'l hliðar. Rósalinda skalf, en andlitið var eins og rós í blóma og augun ijómuðu. — Eg verð að tala við þig, sagði John inni- lega. — Geturðu hitt mig hjá Groppi klukkan fjögur á morgun? Það er ómögulegt að tala við þig eina hérna, og ég verð að flýta mér til Cairo. — Eg skal 'koma, John. Fleira gátu þau ekki sagt því að nú stóð fólkið ailt í kringum þau. Rósalinda vissi ekkert hvað gerðist það sem eftir var kvöldsins. Hún dansaði og hló og hjalaði, en vissi ekkert hvað hún talaði um. Hún var svo innilega glöð og fannst að allir hlytu að sjá það á henni. Hún vissi, eða hana grunaði, hvað John mundi segja við hana á morgun. Þau áttu að hittast hjá Groppi, hver veit nema hann mundi bjóða henni í bílferð, til Mena House eða eitthvað annað, og svo .... Rósalindu sundlaði þeg- ar hún hugsaði um hvað svo mundi ske. Hún áttaði sig aftur þegar fólkið bjóst til að fara. Kitty strunsaði fram hjá henni í fatageymslunni og leit til hennar svo nístings- lega að hrollur fór um hana. Hún hafði gert sér óvin úr Kitty í 'kvöld. En hvernig hefði hún getað komist hjá því? Green hafði auðsjáanlega ekki farið neinar krókaleiðir í málinu. Skyldi Agatha vera jafn reið henni og Kitty var? Nei, þó undarlegt mætti virðast var hún það ekki. Agatha sagði ekki stakt orð. Rósalinda þótt- ist skilja að hann hefði ekki sagt konunni sinni hvers vegna hann hafði skipt um skoðun. Það var Kitty ein, sem hafði séð gegnum hana, því að hún vissi að Green gat ekki fengið upplýsingar hjá öðrum en Rósalindu. En Agatha hugsaði ekki svo' langt. Annars hafði Agatha um annað að hugsa í kvöld. Ali prins hafði boðið allri fjölskyld- unni heim á óðal sitt, og Agatha hlakkaði til að sýna manni sínum að hún hefði ekki farið með ýkjur þegar hún var að segja hon- um frá „staðnum" prinsins. Hr. Green tók boðinu eins og öllu öðru sem konan dró hann með sér í þarna í Cairo, og bætti því við að hann hlakkaði til að sjá þessa frægu hesta, sem prinsinn hafði talað um. Fred var hins vegar um og ó. — Þið getið átt þessa egypsku „prinsa“ fyrir mér, sagði hann önugur. — Æ, alltaf ert þú með þína hleypidöma, sagði Iris og hló. — Sannaðu til að þú verður hrifinn af að koma þangað. — Eg get ofurvel komist af án þess, svar- aði Fred. Þegar Rósalinda kom upp í herbergið sitt stóð hún lengi við gluggann og horfði út í myrkrið. Ætti hún að fara í heimsóknina til prinsins í annað sinn? Hvers vegna hafði hann boðið þeim heim. Ekki getur það verið mín vegna, hugsaði hún með sér. Prinsinn var alltaf vanur að bjóða kunningjum sínum heim til sín, og Agatha hafði verið afar gest- risin við hann frá öndverðu. Hann var sjálf- sagt að endurgjalda það, núna þegar maður- inn hennar var kominn. Eg' get ekki farið þangað, hugsaði hún með sér .... ekki eftir þetta sem gerðist í eyðimörkinni .... En hvernig átti hún að afsaka sig? Agatha mundi setja allt á annan endann ef hún neitaði að fara. Og hvaða afsakanir gat hún borið fyrir sig? Þar að auki mundi hún móðga Ali prins, sem hafði verið henni svo góður. Nei, hún gat ekki gert það. I rauninni hafði hann ekki gert annað en horfa á hana þarna í eyðimörkinni. Hann hafði aldrei verið n'ærgöngull eða ást- leitinn við Jiana. Þvert á móti, hann hafði aðeins hjálpað henni öll þau skipti sem hún þurfti á hjálp að halda. Var það ekki honum að þakka að henni hafði tekist svona vel að að rækja starf sitt fyrir Greensmæðgurnar. Hann var sá fyrsti sem hafði hughreyst hana. Auk þess .... Rósalinda færði sig frá glugganum og fór að hátta. Hún varð að vera í ferðinni til að hafa gát á Iris .... Jafnvel núna, eftir að maðurinn hennar var kominn, hafði hún sætt lagi til að íhitta prinsinn. Eg fer, sagði hún ákveðin við sjálfa sig og slökkti ljósið. Þegar hún var lögst fyrir fór hún að hugsa um John. Hvað mundi hann segja? Eða rétt- ara sagt: hvernig mundi hann segja það? Eg er hamingjusöm, hvíslaði hún, — hamingju- samari en ég á skilið. John elskar mig, og ég elska hann svo óumræðilega .... KITTY' HEFNIR SlN. Engum fannst það athugavert þó að Rósa- linda vildi ekki ftoma í klúbbinn daginn eftir. En þegar allir voru farnir náði hún í leigu- bifreið og ók til Groppi. John stóð við dyrnar og beið hennar. Hún fékk hjartslátt er hún sá hann. Eins og hún hafði búist við hafði hann leigubíl við hönd- ina. John lifði í leigubílum, hann hafði engan tíma til að ála sig fram gegnum umferðina í Cairo í sínum eigin bíl. Rósalinda steig úr bílnum og sneri sér brosandi til John. En þetta var allt annar John en hún hafði búist við að hitta. Hún starði á hann og vissi hvorki upp eða niður. John var fölur og andlitið byrst og dult. Hann lauk upp dyrunum á bifreiðinni sem beið og sagði stutt: — Hoppaðu inn! Hún gerði það og John skellti hurðinni eftir sér og settist hjá henni. Það var óhugnanlega hljótt þangað til bíllinn rann af stað. Rósalindu var órótt, hún kreppti hnefana í kjöltu sér og spurði hikandi: — Er eitthvað að, John? — Eg þarf að spyrja þig að dálitlu, Rósa- linda, sagði hann. Hvað hafði gerst? Hvers vegna starði hann svona kuldalega á hana? — Hvað er að, John? — Er það satt, Rósalinda, sem ég hefi heyrt, að þú hafir verið með Ali prins dags daglega í margar vikur? I útreiðum og bíl- ferðum, í eyðimörkinni og í litlum, afskekkt- um tehúsum ? — Þú veist að ég hefi umgengist prinsinn,- John? — Eg vissi að þú hefir verið með honum oft, en ekki að þið hittust daglega. — Við höfum heldur ekki hitst daglega. — En svo gott sem, er það ekki? sagði hann óþolinn. — Oft í hverri viku? — Já, en ég hefi ekki verið ein. — Eg veit það. Þú hefir verið með Iris — i

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.