Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1953, Page 10

Fálkinn - 05.12.1953, Page 10
10 F Á L K I N N Með hatt og í kápu úr reyrrauðu flaueli talar Margaret Itose við tískukóng- inn mikla, Christian Dior. MARGARET ROSE VI. GREIN. í PARÍS. EN París beið eftir henni og um kvöldið fór Margaret Rose með næt- uriestinni til Paris. Þegar hún kom þangað hyilti fjöldi Parísarbúa hana, er þeir mættu vagni hennar á leiðinni frá járnbrautar- stöðinni til enska sendi’herrabústa'ð- arins í Rue de Fauborg Sl. Honoré. Og þar biðu hennar ýms opinber störf. Klukkutima eftir að hún kom þang- að var hún tilbúin lil að taka á móti blaðaljósmyndurum í garði sendi- herrabústaðarins — og síðan að byrja á dagsverkinu. Eftir hádegisver^inn hjá Auriol forseta og frú hans, í Elysée-höllinni, varð hún að drekka te í hallargarð- inum og láta Ijósmynda sig á meðan. Og síðan hafði hún fataskipti undir dansleik, sem átti að halda fyrir 150 gesti um kvöldið -— flest ungt fólk. Klukkan var yfir 3 er hún komst í bólið fyrstu nóttina, og eftir fárra tíma svefn varð hún að byrja nýjan, langan dag, sem hófst með guðsþjón- ustu í ensku kirkjunni. Síðan fór hún i skemmtiferð út i Fontainebleauskóg- inn, til Barbizon, en ])angað hafa margir frægir málarar sótt sér fyrir- myndir. Er hún sat og horðaði hádcgisverð i litlu veitingahúsi i Charmett — komú nokkrir skógarvinnumenn inn og þekktu þeir hana og heilsuðu henni með hrifningu. — Frá Fontaineblenu fór hún beina leið til París aftur — inn i siálft hjarta borgarinnar og skoð- aði Notre Dame-kirkjuna og Ile de la Cité, sem verið hefir miðdepill borgarinnar öldum saman. Hún ók iafhægt um elstu þröngu göturnar i sögulegustu hverfunum í París og fékk að sjá hina dásamlegu Sainte Chapelle með hinum fíngerðu oddmynduðu turnum og Conciergérie-fangelsið með öllum hryggðarendurminningun- um frá stjórnmálabyltingunni miklu. Daginn eftir fór hún til Versailles og skoðaði allar frægu hallirnar og garð- ana fögru. Og hún fékk líka að sjá gosbrunnana gjósa vatni, en það fær skemmtiferðafólk venjulega ekki nema á helgum og tyllidögum. Það sem henni þótti mest til koma i Versailles var Petit Trianon, húsið sem Lúðvík 15. byggði handa madame du Barry. Henni þótti hins vegar skítur tjl koma að sjá stóru hallirnar og hina furðulegu gosbrunna. Hún hefir alltaf verið hrifnust af litlum húsum. Þegar hún var barn hafði hún ekki meira gaman af neinu en brúðu- húsum og hún var ákaflega natin við að prýða leikstofuna sína. Margaret var hrifin af svefnher- bergi dróttningarinnar, vinnustofu hennar og öllum smástofunum. Aug- un tindruðu er hún kom út í garðinn og sá alla litlu skálana, sem Marie Antoinctte og hirðmcyjar hennar höfðu notað ])egar þær voru að leika hjarðmeyjar og fjósakonur. Um kvöldið snæddi húri miðdegis- verð í París, á hinum gamla veitinga- stað Lapérouse, sem er frægur fyrir alla frönsku þjóðréttina sina, en minni og ekki eins liávaðasamur og flestir hinir yngri gildaskálar í heimsborginni. Á eftir gekk hún brekkuna upp að Sacré Coeur-kirkj- unni, sem blasir við uppi á hæð, mjallhvít. Þaðan sér yfir alla Parísar- borg. Um sama leyti og hún kom þangað fóru Ijósa-auglýsingarnar að birtast frá öllum litlu kaffihúsunum og „kabarettunum" á Moritmartre. En það var komið að miðnætti þegar prinsessunni gafst tóm til að komast á „kabarett“ í stórborginni. Þegar hún kom inn í salinn lék ’liljómsveitin „Mean to Me“, og prins- essan þekkti undir eins lagið. Hún sneri sér hlæjandi að samferðafólk- inu og sagði: — Þetta lag langar mig til að tileinka öllum blaðaljósmynd- urum!“ Þannig lauk öðrum degi hennar í Paris. Sá þriðji var jafn annríkur. Við hádegisverð sem sir Oliver Harvey sendiherra hélt henni til beiðurs, veitti hún móttöku Jjessum stórmennum: Ernest Bevin utanríkis- ráðherra Breta, Schuman utanríkis- ráðherra Frakka, borgarstjóra París- ar, Pierre de Gaulle og frúm þeirra. þJm kvöldið sat hún miðdegisverð sem Hood lávarður hélt fyrir hana, en hann er samverkamaður breska sendi- ráðsins. En á „milli mála“ gafst henni þó timi til að sjá dálítið, sem hana langaði mikið til að sjá. En það var tískusýning hjá Christian Dior. Síðasta, fjórða daginn, sem hún v.ar í Paris, fór hún í verslanir. Hún kom í margar tískuverslanir, en líka kom hún í leikfanga verslanir, og þar keypti hún meðal annars „teddy-bangsa“ handa Charles systursyni sínum. Og svo flaug hún til London. ÞEGAR prinsessan var í fyrsta skipti í París heyrðjst hún segja, hvað eftir annað: — Eg verð að koma hingað aftur. Og svo kom hún aftur, aðeins hálfu þriðja ári seinna. Og þá var hertogafrúin af Kent, liin fagra gríska prinsessa Marína, með henni. Þegar Margaret sleig út úr flug- vélinni var hún ldædd nærskorinni „dragt“ nteð ’bryddingum úr gráum feldi. Og Margaret sagði, að nú ætl- aði hún að sjá alla þá hluti Parísar, sem hún hafði farið á mis við í fyrra skiptið. Morguninn eftir sagði hún: — Nú langar mig að sjá Paris efst ofan itr Eiffelturninum! Þetta var seint í nóvember og alls ekki hentugur tími til að njóta útsýnis úr Eiffelturninum. En sem betur fór var heiðskírt veður þann daginn. Meðan þau voru á uppleiðinni í lyft- unni, breiddist heiðríkjan og fegurð- in yfir Parísarborg í allri sinni dýrð. Útsýnið úr turninum var guðdómlegt. Daginn eftir fór Margaret í tísku- sali Jean Desse’s. Varð hertogafrúin af Kent henni samferða og svstir hennar, Olga erkihertogafrú af Grikk- landi. Þeim voru sýndar meira en sextiu og finun nýjustu gerðir kjóla frá þessari tískuverslun. Margaret horfði mest á brúðarkjól úr ljósbláu silki. Eitt af því hátíðlegásta, sem skeði í þessari Parísarferð var dansleikur cinn mikill, sem var haldinn til ágóða fyrir Hertfordspitalann enska. Þetta FÆR EKKI AÐ FARA í SKÓLANN. — Eva Spiers, 13 ára telpa, var í vetur rekin úr enskum skóla fyrir að mæta þar í skíðabuxum. Faðir hennar vildi ekki una þessu og skaut inálinu til dómstólanna. Dómurinn gckk honum í vil, en skólastjórinn, sem er kvenmaður neitaði að hlýða úrskurðinum. Og svo skeður það skrítna, að faðirinn er dæmdur 10 shillinga dagsektir fyrir að telpan kemur ekki skólann, en faðirinn vill ekki gefa skólastýrunni eftir að láta telpuna fara í skólann í kjól. — Hér sést Eva horfa á eftir skólasystkinuin sínum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.