Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1954, Blaðsíða 7

Fálkinn - 30.04.1954, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 ALDREI AÐ GEFAST UPP. — Eti- enne Marhesi, sem fyrr var frægur fimleikamaður, er gott dæmi upp á hve sterkur vilji má sín mikiis. I æf- ingu í trapez hrapaði hann og brotn- aði á báðum mjöðmum og skekktist á hryggnum, svo að hann varð vitan- lega að hætta gömlu fimleikasýning- unum. — En í staðinn fór hann að æfa handleggi og hendur og hefir nú sett heimsmet með því að ganga 200 kílómetra á höndununi. Hér sést hann ganga niður þrepin við Sacre Coeur- kirkjuna í París. grunaði hana, ])ólt liann hefði engar sannanir fyrir sekt hennar, aðeins vegna þess, að hann þekkti hana og hafði alltaf verið litl um hana gefið. Pierre og Josephine höfðu hana einn- ig grunaða." „Ég minnist þess, að ég sá þau einu sinni tala við liana. Það var daginn eftir morðið. Mér virtist samtal þeirra einhvern veginn mjög dularfullt. Þeim heppnaðist lika einu sinni að skjóta mér ærlegan skelk í hringu.“ Ég sagði lionum frá atvikinu, er ég fór með þvottinn upp í herbergi Denis. „Hafið þér verið hræddar, madame, þá voru þau þó tvímælalaust mun hræddari. Þér voruð rétt hjá herberg- isdyrum þeirra. Hvers vegna? Valdi- ers lijónunum var fullvel ljóst að for- tíð þeirra var ekki þessleg að hún þyldi nokkra rannsókn. Skelfing þeirra jókst stöðugt með liverju nýju undarlegu atviki. Þau gátu sér ])ess til, að Suzy hefði verið í nunnugerv- inu — þau vissu að frænka hennar liafði átt mjög hæláháa skó — já við fundum þá meira að segja á bak við í klæðaskáp Suzy. Það var mjög heimskulegt af henni að geyma þá þar, en hún gerði margar slikar skyssur — þegar öll kurl koma til grafar var hún raunar viðvaningur á þessu sviði. Við skulum snúa okkur aftur að Valdiers hjónunum. Þau fylgdust vel með öllum gerðum yðar, því að þau óttuðust að þér vissuð eitthvað. Þegar þér fóruð með manni yðar á vélhjól- inu. hringdi hún tii frænkunnar í Brillon-Sur-Fronchy og þá komst hún á snoðir um að þér hefðuð sést á tali við eina af þeim fáu, sem gátu sagt allan sannleikann um ætterni Suzy. Skelfingin náði þá slikum tökum á þeim, að þau flýðu samstundis. Sii ráðstöfun var heimskuleg — enda stíga þau hvorugt í vitið. Þau hé!du eflaust að auðveldara væri að fara liuldu liöfði en raun ber vitni. — Já, við höfum þegar haft upp á þeim. Þau koma heim á mórgun. Ilins vegar vissu þau ekki með neinni vissu að Suzy var morðingi — örugga vitneskju um það hafði einungis ein óhamingjusöm mannvera!“ „Helen!“ sagði Martin. „Já, Helene,“ sagði 'Boudet.“ Það lét nærri að fyrirætlanir Suzy mis- heppnuðust algerlega, vegna ])ess að Helen kom heim af heilsuhælinu, degi fyrr en við var búist. Suzy óraði ckki fyrir að Helene væri heima er hún festi bátinn að bryggju. Iiún gekk upp á svalirnar, kallaði til frænku sinnar og bað hana að opna fyrir sér — og þær gengu saman upp stigann. Rúð- una á baklilið hússins hafði hún áður brotið, til þess eins að villa sýn. Þetta mun hafa verið um fjögurleytið um nóttina, og það liefir verið farið að birta af degi. Ég þarf ekki að lýsa fyrir ykkur livað skeði, þegar frænka liennar sneri bakinu að henni — Suzy hefir auðvitað fundist að þetta væri ofur auðvelt. Henni mun þó hafa orðið meira en lítið hverft við, er hún sá, að peninga- skápurinn var opinn og rúbinháls- menið horfið. Henni datt það snjall- ræði i hug að taka það, sem eftir var af skartgripunum, til þess að láta líta svo út að um ránmorð væri að ræða. Mest mun henni þó liafa brugðið, er Helene birtist í herbergisdyrum sínum með hundinn undir hendinni. Enginn getur sagt með nokkurri vissu, hvað þeim hefir farið á milli, en ég imynda mér að Suzy hafi farist orð eitthvað á þessa leið: „Ef þú segir nokkurn tímann nokkrum manni frá þvi, að ég liafi verið hér í nótt, skal luindurinn þinn deyja.“ Sennilega hefir hún bætt við: „Og þú skalt deyja.“ „Ég man ])að núna,“ hrópaði ég, „Toby var næstum drukknaður einu sinni. Ég botnaði aldrei i bvernig á því stóð, að harin lenti fyrir borð í bátnum." „Suzy hefir eflaust fleygt honum út- byrðis. Hún hefir viljað færa Helen heim sanninn um, að hún mundi standa við orð sín. Síðar, þegar Suzy greip til nunnubúningsins, gerði liún það í tvennum tilgangi. Það kom sér vel fyrir liana að geta gengið um héisið, án þess að nokkur þekkti hana, en veigamesta ástæðan var sú, að hún vildi láta álíta, að Helene sæi ofsjónir og væri ekki með öllum mjalla. Hún hefir viljað fyrirbyggja að vitnisburð- ur hennar yrði tekinn trúanlegur, ef hún tæki upp á því að segja sannieik- ann. Hún fullyrti eitt sinn í mín eyru. að i hvert skipti, sem Helene hefði ])ótst sjá nunnuna, liefði það vitað á, að hún ætti taugaáfall í vændum. „Hún notaði þó einu sinni dular- gervið til að gera tilraun tit að kyrkja konuna mina,“ sagði Martin. „Og nærri lá að henni tækist það.“ „Já, afbrýðissemin,“ tautaði Boudet. „Hún er ekki lambið að leika sér við. Þá nótt hlupu tilfinningarnar með hana í gönur. Ef til vill hefir hún einn- ig ætlað að beina grun að Helene með þessu. Síðar hugkvæmdist henni að feta nunnubúninginn í herbergi Valdiers lijónanna og láta títa svo út að þau hefðu skilið hann eftir, en þar skjátlaðist henni, því að ótíklegt var að þau væru nógu heimsk til að skilja jafn mikilvægt sönnunargagn eftir, þar sem þau gáfu sér tima til að taka annan farangur með sér. Valdiers hjónunum liefir verið sagt frá þessu kænskubragði Suzy, og þau hafa tekið það mjög nærri sér.“ „Þeim hefir sjálfsagt þótt mjög vænt um hana, þrátt fyrir ailt,“ sagði ég. „Já, þau elskuðu hana,“ sagði Bou- det. „Þau höfðu ekki i hyggju að ætl- ast til neins af henni. Fyrir þeim vakti einungis, að lnin fengi að njóta allra þeirra gæða lifsins, sem foreldrar vilja veita börnum sínum, og þau fóru sjálf á mis við. Þau glöddust á óeigin- gjarnan hátt yfir því, að lnin klæddist fallegum fötum, gat dvalist á ríkmann- legum gistihúsum, ók bifreið og hlaut á allan hátt uppeldi heldri stúlku. Vegna þessarar dóttur sinnar dvöldust þau 'öll æviár sín hjá frú Frenier. Með tilliti til alls þessa munu þau fá vægan dóm. Enda hafa þau ekki sjálf borið neitt úr býtum vegna blekking- arinnar.“ „Þau hljóta að hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum af henni,“ sagði Martin. „í aðra röndina gátu þau búist við þessu,“ sagði Boudet. „Þau eru sjálf svikarar, og liún var hold af þeirra holdi og blóð af þeirra blóði. Jæja, við skulum lialda áfram að rekja gang málsins. Suzy hefir eflaust langað til að drepa systur sina, þegar hún kom með skratgripina út úr lierbergi frænkunnar, en þó var mannvonska hennar enn ekki komin á það stig, að hún gæti fengið það af sér. Iiún vissi ekki annað en þær væru systur. Hún yfirgaf þvi Helene og þaut niður að bátnum aftur. Hún hafði þegar eytt of löngum tínia, og þess vegna lét luin skartgripina á fyrsta staðinn, sem henni datt í liug. Helene sá, ]>eg- ar lnin fór í sumarhúsið og minntist þess síðar. Helene fór síðan inn í herbergi frænku sinnar og það stappaði nærri því að sjónin sem blasti við henni svipti hana vitinu. Hún hélst ekki við i húsinu og þaut því af stað með hundinn. Hún reri sem vitskert þar til liún kom til Dinan. Hún settist inn á kaffihúsið og hugsaði málið. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að liún gæti ekki sagt frá verknaði systur sinnar — luin gat ekki hugsað til þess að vitnisburður hennar yrði til þess að systir hennar lyki lífinu á aftökustað. Samviska hennar krafðist þó þess, að hún skrifaði frásögn af því, sem skeð hafði — og sú frásögn var i vindlingaöskjunni, sem þér vor- uð svo hugulsamur að sækja fyrir okkur. Ilún reri heimleiðis á þeim tíma sem fjara var, og þá datt henni í hug að geyma skýrslu sína í hell- inum, sem hún þekkti frá bersnku. Ilún lét öskjuna upp á stallinn, en þar með var ekki allt búið — hún fann dálítið ....“ ,,Hvað?‘' sögðum við Martin einum rómi. „Suzy hafði einnig notað liellinn sem felustað á barnsaldri, og minntist þess, þegar luin þurfti að fela bréf, sem hún hafði falsað í þeirri von, að þau gætu gert Denis enn grunsamlegri. Fölsunin hafði ekki heppnast nægilega vel til þess, að hún þyrði að nota þau, og hún faldi þau þarna til bráðabirgða. Ég býst við að Helene hafi ekki Framhald í næsta blaði. BLÓMASTÚLKUR í HOLLANDI. — Holland er land laukblómanna. Þessi mynd er frá Haarlem, miðstöð blóma- ræktarinnar. I tilefni páskanna hafa ungu stúlkurnar þar skreytt sig fagurlega með páskaliljum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.