Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1954, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.04.1954, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN KALPH UltBAN: Tuttugu drum sídor Drower lögreglufulltrúi hafði hugsað sér amfundinn við erkióvininn öðru- vísi. Honum líkaði ekki hvernig fór. Ég þekkti yður strax. í tuttugu ár hcfir mig óað við að hitta yður aftur ................................ T'VROWER fulltrúi i Scotland Yard L' iiafði fengið þriggja mánaða leyfi efiir gallsteinauppskurð, sem tókst vel. Stallbræður lians pískruðu um að sjúk- dómurinn hefði kvaiið liann lengi, ástæðunnar væri að leita svo langt til baka sem til Merkur-banka-málsins, sem fór svo illa. Þá hafði Drower verið ungur og efnilegur grennslari i innbrotsþjófnaðadeildinni. „Farið niður í Merkur-banka,“ hafði húsbóndinn sagt við hann einn morg- uninn. „Það er víst eitthvað kynlegt að gerast þar. Reynið að finna hvað það er. Við höfum fengið tilkynningu frá hanlcanum um að lyklarnir að bankahólfunum gangi ekki að, svo að það er hugsanlegt að einhver hafi skemmt læsingarnir með fölskum lyklum. Rannsakið þetta og gefið mér skýrslu.“ í þá daga tók Drower sjálfan sig mjög alvarlega og hélt af stað með yfirlætissvip. Hann sneri sér að dyra- verðinum og bað um að fá að tala við einhvern hankastjórann. Hann hafði tæplega snúið sér frá dyraverð- inum er ungur maður kom til hans. „Ég heiti Smith,“ sagði hann. „Og ég er njósnari hér í bankanum. Hlut- verk mitt er að fylgjast með einkalífi starfsmannanna, og þess vegna held ég að ég viti liver hefir verið að fikta við lásana á bankaliólfunum. Mér er ánægja að veita yður allar upplýsing- ar sem ég get, en held að yður væri liyggilegast að líta kringum yður hérna áður en nokkur fær að vita hver þér eruð. Ég skal fylgja yður um og hjálpa yður eins og ég get. Það er aðeins umsjónarmaður starfsfólksins og bankastjórarnir, sem vita hver ég er.“ Drower átti stutt samtal við einn bankastjórann og fékk með sér einn starfsmanninn, sem hafði samstæður að lyklunum. Smith kom til þeirra fram í ganginum og fór með þeim nið- ur í hólfin. Drower fór að athuga læsingarnar og Srnith og starfsmaðurinn töluðu saman á meðan. Loks kom starfsmað- urinn cinn til Drowers, sem liafði upp- götvað hvað var að iæsingunum. Hann hafði fundið hárnálarbrot i einni þeirra. Starfsmaðurinn horfði á hann en spurði svo: „Hvað varð af lionum fé- laga yðar? Hann fékk lyklasamstæð- urnar hjá mér.“ „Hvað gerði hann?“ spurði Drower og nú rann upp Ijós fyrir honum, en um seinan. Smith liafði liaft á burt með sér 2877 sterlingspund úr einu geymsluhólfinu. Blöðin gerðu sér mat úr skyssunni sem Drower liafði orðið á, og öll Lon- don hló. Drower missti þó ekki stöð- una því að skuldinni var skellt á hús- bónda hans — hann var skammaður fyrir að hafa sen(. ungan og óreyndan mann i svo mikilsvert erindi. Engin spor voru eftir hinn bíræfna þjóf nem eitt fingrafar, en það kom að litlu gagni því að það fannst ekki i glæpamannaskránni. Og grennslanir Drowers báru engan árangur. Loks féll þetta í gleymsku og Drower fékk viðurkenningu fyrir dugnað í sinni grein. Eftir gallsteina-aðgerðina afréð Drower að fara út í sveit til að hress- ast, og hann valdi sér afskekkt þorp í Norfolk. Hann tók saman dótið sitt og veiðitækin og hélt af stað, og fékk þægilegt herbergi með svölum i veit- ingahúsinu „Gullna ljónið“. Þar átti hann rólega daga, því að þetta var ekki á sumarleyfistíma og gestirnir því fáir. Eitt kvöldið sat hann niðri í veit- ingastofunni og var að lesa blað. Tveir mcnn sátu við næsta borð og drukku öl, og Drower varð ónotalegt innan- brjósts þó að ekki vissi hann hvers vegna, fyrr en hann leit upp. Annar maðurinn starði á hann í sífellu, en þegar Drower leit á hann á nióti þá leit hinn strax undan. Drower tók blaðið aftur og hélt áfram að lesa, en loks lagði liann það frá sér og sat liugsi, og nú gerði hann sér Ijóst livers vegna honum hafði orðið svona við. Maðurinn hafði ekki aðeins horft á liann með venjulegri forvitni heldur hafði jafnframt verið ótti í augnaráði hans. Hver gat ástæðan verið? Drower liallaði sér aftur i stólnum og gaf manninum gætur í laumi. Hann virtist vera á líkum aldri og hann sjálfur. Hárið var gisið og farið að grána i kollvikunum, og andlitið var með djúpum rákum, sem gáfu því karl- mannlegan svip. Hann var í meira en meðallagi hár, grannur en herðabreið- ur og virtist meira stórborgarsnið á lionum en venjulegum þorpsbúum. Hann sneri hálfvegis bakinu við Drower og steilingarnar voru óeðti- legar. Var þetta maður sem hann þekkti? Drower hugsaði sig um en gat ekki munað til þess að liafa séð hann áður. Skömmu siðar stóð maðurinn upp og fór, og það var að sjá sem hann forðaðist að láta sjá framan i sig. Drower kallaði á stúlkuna til að fá að borga, og fór að tala við hann. Itann spurði meðal annars hvaða mað- ur hefði verið að fara út. „Það var Marshland,“ svaraði hún og lotningarhreimur var í röddinni. „Hann rekur vélaverkstæði hérni niðri í götunni.“ Drower svaf vel um nóttina. En undir morgun vaknaði hann af óvær- um draumum. Hann sá allt í einu manninn fyrir framan sig og heyrði hann segja: „Ég heiti Marshland, og ég er starfsmaður hérna i bankanum.“ Drower vaknaði í svitabaði. „Nú rann upp ljós fyrir mér,“ sagði liann við sjálfan sig og var horfinn tuttugu ár aftur i timann. „Ég heiti Smith og ég er njósnari hérna í bank- anum.“ Jú, nú þekkti hann manninn aftur. Þetta var erki-fjandmaðurinn, sem hann hafði verið að leita að í luttugu ár. Drower fékk sér gildan morgunverð og át með bestu tyst, og á eftir fór hann og talaði við eina lögreglumann- inn í þorpinu. Hann sagði deili á sér og fór að spyrja um ýmislegt þarna á staðnum. Meðal annars nefndi liann Marsliland. „Já, hann er heiðursmaður,“ svar- aði lögreglumaðurinn. „Ilann var í Ameríku í æsku og kom hingað fyrir tíu árum og settist hér að sem vélfræð- ingur. Hann var einn fyrst í stað, svo fékk hann tvo sveina og nú hefir hann fimmtán í vinnu. Hann smíðar læsingar af sérstakri gerð.“ „Er þetta gamall sakamaður?“ spurði Drower. „Nei, nei, það er öðru nær,“ svaraði lögreglumaðurinn. „Ég sagði að liann væri lieiðursmaður. Ég veit það vegna þess að við öfluðum okkur upptýsinga um liann þegar hann sótti um hand- verkleyfið. Ilann á fyrirmyndarheim- ili og börnin hans fjögur eru mesta efnisfólk. Hann er einstaklega við- felldinn maður og tætur engan synj- andi frá sér fara.“ Drower var liálf vonsvikinn yfir þessum upplýsingum og hélt nú til baka á veitingaluisið. Eftir hádegið símaði hann til Scotland Yard og bað um mynd af fingrafarinu, sem Smith hafði skilið eftir forðum. Svo fór liann niður að á lil að veiða. Hann liætti þvi kringum klukkan hálfsex og hélt heim á leið, en þegar hann var að taka veiðistöngina í sundur var hann svo óheppinn að skemma einn hólkinn. Honum þótti þetta gott, því að nú hugkvæmdist honum að fara með stöngina á verkstæðið til að fá gert við hana. I/'RINGUM verkstæðið var snyrti- legur garður og skömmu ofar var íbúðarhúsið. Þegar hann kom inn úr hliðinu liitti hann litla, laglega telpu og strauk henni um liárið. „Geturðu sagt mér hvar ég get hitt liann Marshland?“ spurði hann. „Já, liann er þarna inni,“ sagði hún og benti. „Verktæðið er lokað, en hann er þar víst samt.“ Drower fór inn í vinnustofuna. Þetta var stór salur með alls konar nýtísku vélum. Marslitand stóð við rennibekk og sneri bakinu að lionum. En svo stöðvaði liann hreyfilinn og teit við. „Góðan daginn,“ sagði Drower full- trúi. Maðurinn leit á hann og varð ótta- sleginn. „Gerði ég yður liverft við?“ hélt Drower áfram. „Ég heiti Drower og er fulltrúi í Scotland Yard og ætlaði að biðja yður að lagfæra veiðistöngina mina. Ég skemmdi á henni hólkinn.“ Marshland náði í verkfæri og var enga stund að gera við hólkinn, sem var aðeins lítils liáttar beyglaður. „Gerið þér svo vel,“ sagði hann. „Hvað kostar þetta?“ „Ekki neitt.“ „Þakka yður kærlega fyrir, Smith.“ „Smith? Hvað meinið þér með þvi að kalla mig Smith?“ „Æ, afsakið þérl Kallaði ég yður Smith?“ Marshland var niðurlútur. „Ég skildi þetta undir eins,“ sagði hann lágt. „Hvað skylduð þér?“ Marshland yppti öxlum. „Það er eins gott að leggja spilin á borðið,“ sagði Drower. Marshland kinkaði kolli. „Já, það er sjálfsagt ekki um annað að ræða. Ég þekkti yður strax, og þér þekktuð mig. í tuttugu ár- hefir mig óað við því að eiga að hitta yður.“ „Og ég hefi þráð það augnablik i tuttugu ár. Eruð þér fús á að með- ganga?“ „Nei ,og þér hafið heldur ekki nein- ar sannanir.“ „Jú, ég hefi fingrafarið.“ „Bull. Þér segið það til að gahba mig.“ „Nei, ég segi eins og satt er. Sofið þér nú vel, Marshland, ég kem bráð- um aftur til að bera fingraförin sam- an. Og grípið nú ekki til neinna flónskubragða. Það væri glapræði af yður að reyna að flýja.“ „Hlustið þér fyrst á livað ég hefi mér til málsbóta, Drower,“ sagði mað- urinn í hænarróm. „Ég var ungur og framgjarn og liafði þegar þetta skeði gert uppgötvunina, sem ég lifi á núna. En mér tókst ekki að fá nokkurn mann til að leggja peninga í fyrirtækið. Ég átti kunningja, sem var öllum hnútum kunnugur í Merkur-bankanum og hjá honum fékk ég svo margvíslegar upp- lýsingar að mér komu ráð í hug til að ná í peningana. Ráðagerðin var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.