Fálkinn


Fálkinn - 30.04.1954, Blaðsíða 9

Fálkinn - 30.04.1954, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Jrctg morð $rœgra manna góð, og þér sáuð sjálfur að hún tókst vel. Jafnvel duglegasti leynilögreglu- maður hefði látið tdekkjast. Ég veit að þér urðuð fyrir miklum óþœgind- um af þessu eftir á, lierra Drower, og mig tók sárl að geta ekki hjálpað yður. Ég fór lil Ameríku undir eins á eftir til þess að freista gæfunnar þar, en heppnin var ekki með mér. Ég tapaði öllum peningum sem ég hafði handa á milli og var orðinn illa stadd- ur, en ég gerði mig ekki sekan um fleiri glæpi. Ég kynntist ungri túlku, scm ég giftist, og síðan byrjaði ég nýtt lif. Ég vann eins og þræll dag og nótt. Loks hélt ég til Englands aftur og settist að liérna i þorpinu. En ég hefi alltaf lifað í sífelldum ótta um að gamla sagan mundi skjóta upp koll- inum aftur. Verið mér miskunnsam- ur, herra Drower! Hlífið fjölskyldu minni við smáninni. Látið mig af- plána refsinguna með einhverju öðru móti.“ „Þvi miður, Marshland,“ svaraði Drower og hristi höfuðið. „Þér sýnd- uð mér enga miskunn forðum. Þér létuð duga að vorkenna mér. Ég á ekkert annað til í lífinu en æruna, og ef ég vanræki að kæra yður, þá er ég ærulaus eftir. í tuttugu ár liefi ég talið yður versta óvin minn. Mér er ljóst að þér eruð orðinn heiðarlegur maður, en þér getið ekki krafist að ég fórni mér yðar vegna.“ „Þér viljið þá ekki gefa mér tæki- færi?“ „Jú, ef fingraför yðar koma ekki heim við það sem ég hefi. Þá er sönn- unin ekki fyrir liendi og þá ætla ég að tclja þetta samtal fullkomið einka- mál. Verið þér sælir — á meðan.“ Morguninn eftir drap litla telpan hans Marshlands á dyr hjá Drower og afhcnti honum böggul. „Hann er frá honum pahba,“ sagði hún. „Þér gleymduð þessu á verkstæð- inu i gær.“ Drower opnaði böggulinn forvit- inn, þegar telpan var farin, og i lion- um var hrúga af peningaseðlum. „Heldur hann að liann geti mútað mér?“ tautaði hann ergilegur og síðan taldi hann peningana. Það voru 2877 pund, nákvæmlega sama upphæðin sem hafði horfið fyrir tuttugu árum. Drower klóraði sér, honum líkaði ekki að málið hafði tekið þessa stefnu. Hann hafði dreymt um að hremma óvin sinn á allt annan liátt, liann hafði ekki dreymt um að maðurinn ofurseldi sig sjálfkrafa. Hann hjó um peningana aftur, skrifaði nafn Marsli- lands utaná og fór á pósthúsið og keypti ábyrgð á sendinguna. Um leið tók hann á pósthúsinu bréf frá Scot- land Yard, með mynd af fingrafari af vinstra þumalfingri. Hann fór til Marshlands um sex- leytið og hitti hann einan á verk- stæðinu. Marshland var fölur. „Er þetta komið svona fljótt?“ spnrði hann lágt. „Já, ég hefi fingrafarsmyndina með mér,“ svaraði Drower og kinkaði kolli. „Þrýstið vinstra þumalfingur- gómi á þennan svertulepp og síðan á pappírsblaðið þarna.“ „Viljið þér bíða augnablik?“ sagði Marsliland, „ég ætla rétt að Ijúka við að slípa þetta. Viljið þér ekki fá yður sæti á rneðan?" Marsliland setti rafknúinn hverfi- steininn af stað. Drower svaraði engu, hann starði aðeins á hann og dáðist að hve svipur hans var einbeittur. Hverfisteinninn hringsnerist og í Buenos Aires sprungu tvær sprengj- ur á Plaza del Mayo 15. apríl í fyrra, meðan Peron var að hahla ræðu og á sama tima voru gerðar morðtilraunir í mörg þúsund kílómetra fjarlægð. Varaborgarstjórinn í Tunis, Sciadli Kastalli, friðsamur maður, beið bana fyrir tveimur kúlum ofstækisfullra þjóðernissinna, og kvöldið áður liafði Ben Bais verslunarráðherra og lög- reglufulltrúi einn orðið fyrir morð- tilraun. Pólitísk morð virðast ágerast, en hin „klassisku tilræði" anarkistanna gömlu virðast úr sögunni. Fyrir nokkr- um árum var Truman forseta sýnt banatilræði og mörg banatilræði við þjóðhöfðingja eru skráð í sögu U.S.A. og þrír forsetar hafa verið myrtir — Lincoln 1865, Garfield 1881 og Mc- Kinley 1901. Truman var sýnt bana- tilræði við dyrnar á Blair House, heimili forsetans meðan Hvíta húsið var í viðgerð, og ársásarmennirnir, báðir frá Puertorico, voru handteknir samstundis. Stjórnmálaeinræði er jafnan skilj- anleg ástæða til samsæra. Það er ekki alltaf ríkisvaklið, sem samsærinu er beint gegn, heldur manninum sem hefir gerst fulltrúi ríkisvaldsins. Sam- særin gegn Mussolini voru þess eðlis og sama má segja um tilræðið gegn Peron. Vítisvélin sem sprakk í aðal- stöðvum Hitlers 1944 var til þess ætl- uð að binda enda á stríðið með því að koma einræðisherranum fyrir kattarnef. Samsæri eru ekki ný bóla. í sögu Rómverja eru þau algeng, og margir keisarar voru myrtir. Hið frægasta af þeim morðum er morð Cæsars. Til- gangurinn með þeim er að jafnaði sá að gera út af við harðstjóra, og gömul rómversk réttarregla styður að nokkru leyti þetta: vim vi repellere licet — það er leyfilegt að berjast gegn valdi með valdi. Bakunin, „postuli gereyðingarinn- ar“ og uppliafsmaður rússneska anar- kismans skrifaði:i„Á fána vorn skal félagsmálabyltingin skráð með eldi og blóði: gjöreyðing ríkisvaldsins, torlíming borgarastéttarinnar, frjáls skipulagning hinna lægt settu i þeim tilgangi að stofna frjálst þjóðfélag, skipulagning vinnandi stétla, frelsi allra manna og stofnun nýs mann- kyns.“ Og Zaiknevski, rússneskur stúdent sem var uppi á síðustu öld orðaði stefnuskrá sína svona: „Unga Rússland! Drep þá sem fylla flokk zarsins, drep þá á heræfingavellinum, drep þá á heimilum þeirra, drep þá á vegum og aðalstrætum .... Þeim verð- ur að útrýma.“ Netsjiayev, sem þá var 22 ára heim- sótti Bakunin í Genéve 1869 og fór aftur til Rússlands „með leyfisbréf byltingamanna" og stofnaði Narod- aya Raspravda. í þessu leynifélagi voru einkum stúdentar, i fimm manna flokkum, og þetta varð síðar fyrir- rnyndin að kommúnista-sellunum. Þarna var harður agi og mikið ofstæki. Stúdentinn Ivanov vildi komast úr félaginu vegna þess að hann var ekki sammála um allt, en þá lét Netsjiayev myrða hann og sökkva líkinu í tjörn. Málið vakti milda athygli er það vitn- aðist og Dostojevski notaði atburðinn sem söguefni. Kringum 1870 kom níhilisminn fram í Rússlandi. Hann varð tiskumál og hafði áhangendur úr öllum stéttum, sem voru andstæðar stjórninni. Árið 1878 var hreyfingin „Jarðnæði og frelsi" stofnað i St. Pétursborg, en lifði skammt, og félagið „Frelsi þjóð- arinnar" kom í staðinn, en aðaltil- gangur þess var að myrða zarinn. 1. mars 1881 kastaði maður úr félaginu, Rysakov, sprengju að Alexander II. Hún sprakk en zarinn sakaði ekki. Zarinn ætlaði að yfirheyra manninn strax, cn sú óvarkárni kostaði hann lífið, því að nú kastaði annar sam- særismaðurinn, Grievitski, nýrri sprengju. Fimm leiðtogar félagsins, þ. á m. ein kona, Sofia Perovskaya, voru liengdir og félagið leyst upp. Sex árum síðar gerðu sex stúdentar samsæri gegn Alexander III. En það komst upp og fimm samsærismennirnir voru hengdir. Einn þeirra, Alexander Ulianov hélt ágæta varnarræðu og liélt því fram að „ofbeldi gegn ofbeldi“ væri liið eina vopn þeirra kúguðu. Þrjátíu árum siðar tókst yngri bróður hans, Vladimir, öðru nafni Lenin að útrýma Romanov-ættinni. Árin 1872—1896 liéldu anarkistar fundi í ýmsum borgum, án þess að lögreglan yrði vör við. Og fjöldi bana- lilræða var gerður. Vaillant gegn franska þinginu árið 1893, Pauwels í La Madeleinkirkjunni 1894, Moncasi gegn Alfons XII. Spánarkonungi 1878, Caseria gegn Carnot Frakklandsfor- seta 1894, Luccheni gegn Elisabetu Austurrikisdrottningu 1898, Bresci gegn Umberto ítalakonungi 1900 og Czolgosz gegn McKinley Bandaríkja- forseta árið 1901. Það var anarkistahugur, sem réð öllum þessum morðum og sömuleiðis þegar Felice Orsini sýndi Napoleon III. banatilræðið 1858. Ýmsir hermdarverkamenn eru geð- veikir eða glæpamenn. En aðrir eru liugsjónamenn, djarfir og reiðubúnir til að fórna lífinu fyrir málefni sein þeir telja sér heilagt. Orsini beið ró- legur þegar átti að hálshöggva hann og sagði við böðulinn: „Gerið svo vel að fleygja ekki liausnum af mér i sönni körfuna og haus mannsins þarna, sem nötrar af liræðslu!“ Gavrilo Principe hét unglingurinn sem myrti Franz Ferdinand erkiher- toga Austurríkis í Sarajevo, en það morð varð til þess að fyrri heims- styrjöldin hófst. Það morð var franiið af þjóðernisástæðum eins og morð Alexanders Júgóslavakonungs árið 1934. En sprengingin i Diana-leikhús- inu í Milano og tilræði Gibsons við Mussolini geta skrifast á reikning anarkista. * Franskur þjófur sór og sárt við lagði að liann væri ekki þjófur, en það stoðaði ekki. Þvi að það vildi svo ó- heppilega til, að dómarinn þekkti bux- urnar, sem þjófurinn var i. Þeim hafði verið stolið úr fataskáp dómarans. Árið 1949 komst undir læknishend- ur fjórtán ára gömul telpa. Hún var ckki þroskaðri, líkamlega, en tíu ára börn gerast. Læknarnir fóru að sprauta í hana somatoropin, sem inni- heldur liormóna. Áhrifin urðu merki- leg. Stúlkan, sem nú er 18% árs, er nú 164 sentimetrar, og hækkaði um 55 sentimetra á þremur árum. Þeir hafa reiknað það út vestur i Amcríku að sjötugur maður liafi varið þremur árum til framhaldsmenntunar, átta árum til skemmtana, sex árum við matborðið, fimm árum i ferðalög, fjögur ár i samtöl, fjórtán árum í vinnu, þremur árum í lestur, tuttugu og fjórum í svefn og þremur árum í sjúkralegu. Þegar maður liorfir á himinhvolfið í kíki er það livorki blátt, grátt eða svart lieldur dökkrautt. Framhald á bls. 10. Páskaliljur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.