Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1954, Qupperneq 8

Fálkinn - 07.05.1954, Qupperneq 8
8 FÁLKINN JUNE WOOLFE: tyinkonur í hdmsókn INKONURNAR ætluðu að koma í kvöldmat og það var komið óðagot á Evu. Börnin fundu þetta á sér og voru fremur óþæg yfir morgunmatn- um. Pétur slefaði ofan í mjólkur- glasið og Kara hvolfdi sykurker- inu og stráði hafrakornum um allt gólf. Eva tók í hana og hristi hana ómjúkt, en hún rak upp væl og flýði á náðir föður sins. — Þú ert svo uppstökk, sagði Jens, — og ekki sjálfri þér sam- kvæm. Þegar hún gerði þetta seinast hlóst þú að henni. — Það er ekkert gaman að sjá hana gera það oft, sagði Eva ön- ug. — Ég fór hálftima fyi’r en ég er vön á fætur til að bóna gólfið, því að ég ætlaði að hafa vin- stúlknaklúbbinn í kvöld, en nú veður maður í haframéli hvar sem maður stígur. — Það er óhyggilegt að bóna gólfið fyrir morgunverð, sagði Jens. — Ég komst ekki yfir að gera það á öðrum tíma! — Jæja, en úr þvi að þú átt svona annríkt hefðir þú vel getað sleppt gólfinu. Það leit svo vel út. — Nei, það gerði ég ekki. Eva var hávær og mikið niðri fyrir. — Ég ætla ekki að láta Mögdu og Unni halda að ég eigi heima í svínastíu þó að ég sé gift — Pési, í guðs bænum — hættu að leika þér að þessari brauðsneið, borð- aðu hana! Mamma hefir engan tíma til að biða eftir þér. — Æ, allt þetta umstang í hverjum einasta mánuði út af Mögdu og Unni, tautaði Jens og setti dóttur sína, hálfvegis hugg- aða, á stólinn aftur. — Þær hafa nú komið hér svo oft, að þær ættu að geta gert sér að góðu hvernig umhorfs er hjá okkur. Þú leggur ekki nærri eins mikið að þér þeg- ar Gerða og Hans eða Jörgensens- hjónin koma hingað. — Þau eru gift og eiga börn sjálf, sagði Eva óþolin. Þau vita hvað það er. En það er ekki hægt að búast við að Magda og Unni geti skilið hvernig heimilisstörfin safnast fyrir. Þær mundu halda, að ég hefði blátt áfram gefist upp við þau. Enda liggur við að svo sé! Guð má vita hvað þær halda um mig, sem alltaf er í sama, rauða ullarkjólnum — kannske ég gæti annars litað hann svartan undir veturinn. — Já, kannske, sagði Jens þol- inmóður. — En mér finnst rauði liturinn fara þér vel. Það væri betra að þú fengir nýjan .... — Og láta Köru vera án vetr- arkápu og troða Pétri í stígvél- in frá í fyrra? Nei, það er liðin tíð að ég geti keypt nokkuð handa sjálfri mér! — Ef þér er nokkur huggun í því, sagði Jens jafn rólegur, — \ hefi ég gengið í þessum fötum í þrjú ár og sumarbuxurnar hafa enst mér í sex — og úr þvi maður talar um föt þá vantar tvo hnappa á skyrtuna, sem ég ætlaði að fara í í morgun. Eva starði á hann. — Hvert í heitasta! Ertu farinn að éta af þér tölurnar? Jæja, ég skal festa þá einhvern tíma í dag. Þú ert eins og landshornamaður í þessari köflóttu skyrtu. Þegar þú kemur heim í kvöld skaltu hafa skyrtuskipti áður en þú kemur og heilsar gestunum. Jens gekk fram að dyrunum og það marraði undir fótum hans í hverju spori. — Ef mér leyfist að bera fram tillögu, sagði hann, — þá sting ég upp á að þú bjóðir þessum vinstúlkum þínum heim einu sinni á ári, í stað einu sinni í mánuði, því að þá er hugsanlegt að við bilum ekki á taugunum. — Og loka mig úti frá bestu vinstúlkum minum! hrópaði hún eftir honum fram í ganginn. — Loka mig úti frá einu manneskj- unum, sem ég hefi nokkurt gaman af........! Jens skellti hurðinni. En í hressandi svalanum á leið- inni að strætisvagninum iðraðist hann eftir að hafa látið geðvonsk- una ná valdi á sér. Hann hefði ekki átt að segja þetta, um að nægilegt væri að vinstúlkurnar kæmu einu sinni á ári. Þær sættu Evu og voru henni tengsl við gamla áhyggjulausa líf- ið, sem hún hafði lifað einu sinni. Hann óskaði aðeins þess að þær væru ekki of berorðar um hvað þeim fyndist Evu vanta, svo að hann þyrfti ekki að hafa það á tilfinningunni í hvert skipti sem þær komu, að hún þráði gömlu dagana áður en hún giftist. Magda og Unnur voru elstu og bestu vinstúlkur Evu. Þær höfðu búið saman nokkur ár áður en hún giftist Jens. Þær voru lagleg- ar og duglegar og höfðu metnað í að komast áfram, hvor í sinni grein. Samtals höfðu þær tvöfalt meiri tekjur en þær, sem Jens varð að framfleyta fjölskyldu sinni á. Og allt sem þær öfluðu var auðvitað notað í fatnað og skemmtanir. Þær höfðu skemmtilega, litla íbúð i vesturbænum og voru alltaf að bjóða gestum. Þær buðu Evu stundum, en hún vildi ekki fara án Jens, og þau gátu ekki skilið börnin ein eftir heima. I sumar- leyfunum fóru Magda og Unnur til útlanda og áttu ánægjulega daga, og þó svo þær ekki segðu það þótt- ist Jens viss um að þær hugsuðu sem svo, að þetta hefði Eva getað veitt sér lika ef hún hefði ekki gifst. En þó að þau ættu mörg áhuga- mál héldu þær samt tryggð við Evu, og höfðu gert það öll þessi fimm ár, sem hún hafði verið gift. Þær höfðu aldrei brugðist henni nokkurn mánuð, og þó að þær sæju að íbúðin þeirra varð úr sér gengnari með hverjum mánuðin- um þá létu þær það ekki á sér sjá. Þegar Unnur hafði tekið upp nýtt hárgreiðslulag eða þegar Magda farðaði sig með nýju móti, sýndu þær alltaf Evu árangurinn og hún dáðist að, og sat fram á nótt við að vefja hrykkjur á hárið á sér, með öllu hugsanlegu móti, og málaði augnabrúnir með alls konar lögun. — Það er bara til að sjá hvort ég get náð nokkru lagi á mig enn- þá, andvarpaði hún og skreið skjálfandi upp í rúmið til að fá sér blund áður en hún yrði að gefa Pétri að drekka um klukkan fjög- ur. En svo varð aldrei tími til að endurtaka tilraunina, og þegar Magda og Unnur komu næst, var komið eitthvað nýtt, sem þær þurftu að sýna henni. Þær voru einstaklega háttvísar. Þær létu sem þær sæu ekki leik- fangaruslið og barnafötin, sem hengu til þerris í stofunni. Þær buðust til að hjálpa henni, tíndu saman bleyjur með rauðmáluðum nöglunum og báðu um að lofa sér að strjúka þvottinn. — Kemur ekki til mála! sagði Eva. — Ég verð ekki nema fimm mínútur að því á morgun. Þið sem alltaf eruð sívinnandi. Sitjið þið nú og hvílið ykkur. Þær voru komnar þegar Jens kom heim um kvöldið. Hann kann- aðist við ilmvatnslykt Mögdu í ganginum og heyrði skvaldrið í henni inni í barnaherberginu. Hann var í þann veginn að fara inn en mundi þá skipun Evu um að hafa skyrtuskipti fyrst, og læddist inn í svefnherbergið. Káp- ur gestanna lágu á rúminu. Unnur átti þá grænu, en dreyrrauða káp- an með breiða kraganum hlaut að vera nýja vetrarkápan hennar Mögdu. Svona föt hafði Eva átt áður en hún giftist. Nú hafði hún hugsað sér að dubba upp þriggja ára gömlu kápuna með því að setja á hana flauelskraga. Þegar hún væri orðin miðaldra og búin að missa rennilega vöxtinn, hefði hún kannske kringumstæður til að kaupa sér eitthvað nýtt og fall- egt. Hann skildi að henni var gramt í geði. Hann hafði skyrtuskipti, dró

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.