Fálkinn


Fálkinn - 07.05.1954, Qupperneq 9

Fálkinn - 07.05.1954, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 Abdul Tiamid hinn grimmi kvað sjaldan upp dauðadóm, en lét myrða og kvelja þúsundir manna $ — og' var sjálfur allra manna lífhræddastur. ;%4 Vr * Í m % % BÖÐLAR þeir, sem núverandi kynslóð hefir haft af að segja, eiga sér marga fyrirrenn- ara, svo fræga að nöfn þeirra liafa geymst i sögunni. Allir kannast við Nero, Caligula, Tim- ur-lenk og Djengiskhan. Og í byrjun þessarar aldar lifði einn þessara blóðhunda. Það var Abdul Hamid Tyrkja- soldán, sem oft var kallaður „rauði soldáninn". Sjálfur kall- aði hann sig „Gahzi“, þ. e. hinn sigursæla. En það nafn bar hann sist með rentu, því að mjög gekk á Tyrkland um hans daga. Hann missti Búigariu, hluta af Armeniu, Egyptaland, Austur-Rúmeniu og Krit. Midhat pasja hjálpaði honum til að komast til valda, en Abdul launaði honum greiðann með ]jví að drepa hann. Þóttist hann þó ekki alveg viss um að Midhat hefði verið drepinn og lét grafa upp líkið og hjó höfuðið af því sjálfur. Hann útrýmdi Aröbum í Jemen, drap Drúsana i Libanon og lét myrða Kúrda og Tjerkessa í Asiu. I Evrópu ofsótti hann Albana, lét myrða Grikki á Krít og þyrmdi hvorki Búlgörum né Serbum í Makedóníu. Og Tyrki lét hann kæfa í fangelsum, reka þá úr landi og mörgum drekkti hann í Bospórus. Hann náði völdum með refj- um og svikum og varð landplága. Hann hafði fjölda njósnara og launmorðingja í líjónustu sinni. Sjálfur var hann svo liræddur um líf sitt að hann svaf aldrei tvær nætur í röð í sama rúminu. Abdul Hamid II. var næstelsti sonur Abdul-Medjids. Hann var 34. soldáninn af ætt Osmans og 28. soldáninn frá þvi að Tyrkir tóku Konstantínópel. Fæddur var hann 22. sept. 1842. Móðir hans var ambátt af armensku kyni, og hafði tekið múhameðstrú og var dansmær hjá Esme-Sultana, syst- ur Abdul-Medjid. Sagt var að hann hefði ekki verið faðir Hamids, heldur armenskur mat- sveinn sem starfaði hjá hirðinni og hafði aðgang að kvennabúrun- um. En Abdul Hamid neitaði jafnan að armenskt blóð væri í æðum hans, lét hann drepa menn, sem gerðust svo djarfir að ympra á þvi. Móðir hans dó 26 ára úr brjóst- veiki árið 1849 og faðir hans varð ekki nema 39 ára. Abdul Hamid ólst upp í kvennabúrunum og varð snemma einrænn og dulur og lék sér aldrei við bræður sína. Árið 1832 hafði hann reist lítið sumarhús á liæð við Bosporus og ræktað stóran garð í kring. Kall- aði hann staðinn Yildis (Stjarna). En 1844 reif Medjid soldán þetta hús og reisti annað stærra. Þar tók hann á móti ástmeyjum sín- um, m. a. tjerkessaslúlku einni mjög fagurri, sem hét Yildis. Á þennan stað flutti Abdul Hamid og lét byggja hús af ýmis konar gerðum í garðinum. Þar ægði öllum stíltegundum saman. Lét hann hlaða háan múr kring- um garðinn, og varðturn á. Hing- að flutti liann svo hirðina og kvennabúrin. Kianethaneh-Imamy hét hirð- fífl soldánsins. Hann var mjög fundvís á ýmsar pyntingaraðferð- ir, sem soldáninn notaði óspart. En hann þurfti sjaldan að kveða upp dauðadóm þvi að gæðingar hans skildu hálfkveðna vísu. Ef hann t. d. sagði: „Ég vildi óska að N. N. væri ekki í ríki mínu,“ þá var maðurinn drepinn við fyrstu hentugleika. Ef soldáninn hafði illan bifur á einhverjum þá átti sá liinn sami ekki langt eftir ólifað. Konurnar í kvennabúrunum voru nær eingöngu tjerkessnesk- ar, en það eru fallegustu konur í Asiu. Þær voru um 300 að jafn aði, en samt eignaðist Abdul ekki nema 13 börn, enda voru fóstur- eyðingar mikið notaðar. Ein af uppáhaldsfrillum lians varð illa úti. Hann fékk upp úr þurru grun um að liún sæti á svikráðum og ætlaði að myrða sig. Svo að hann kyrkti hana í rúminu. En þessi grimmi liarð- stjóri, sem um leið var bleyða og mannleysa, var ekki myrtur. Hann dó á sóttarsæng og skildi landið eftir lítils virt og gjald- þrota. Sjálfur gekk hann í mörg ár undir nafninu „sjúki maður- inn í Evrópu“ og jiau orð voru líka látin tákna þjóð hans. * greiðuna gegnum hárið og fór inn í barnaherbergið. Kara sat á hnjánum á Evu, en Unnur hélt mjólkurbollanum upp að vörunum á henni. Pétur litli var kominn í bólið og Magda lék sér að hon- um eins og hann væri brúða. — Sæll, Jens, sagði hún. Mikið áttu fallegan dreng, það verð ég að segja. Jens tók hann og lyfti honum upp á öxlina á sér. Hann var afar hreykinn af syninum. Þetta höfðu þau Eva eignast, og það varð ekki metið til peninga. -— Vertu ekki að þessu, Jens, sagði Eva. — Hann fer að gráta. — Langt frá því, sagði Jens, — hvernig dettur þér það í hug? Hann tók Pétur af öxlinni og lagði hann varlega í rúmið. Pétur org- aði. — Nú er hann ekki eins falleg- vUr, sagði Magda og fór að spegl- inum til að slétta á sér hárið. — Sæl, Unnur, sagði Jens. — Sæll, sagði Unnur og brosti. Hún var að láta Köru drekka mjólk og fór mjög gætilega að því. Jens kunni betur við hana en Mögdu. Hún var gæflyndari og ekki eins hvassyrt og Magda hafði til að vera. — Ætlar þú að fá þér nýja kápu í ár hka? spurði Eva. — Nei, ég er að spara, sagði Unnur. — Spara? Eva rak upp stór augu. Unnur hió íbyggin. Þegar Jens hafði litið á kartöfl- urnar, sem allt vatnið var gufað af, skorið ketið og opnað dós með niðursoðnum ávöxtum, voru börn- in loksins komin í rúmið og Eva gat farið að leggja á borðið. — Uss, bara soðnar kartöflur, andvarapði hún frammi í eldhús- inu. — I gamla daga kunni ég ellefu mismunandi aðferðir til að matreiða kartöflur. Við höfðum aldrei kartöflur í sömu mynd tvo daga í röð. — Þær verða með nýju móti í dag, sagði Jens. — Þær eru brenndar. Það var ömurlegt, hugsaði hann með sér, hve óblítt gift og gæfu- söm hjón gátu litið hvort til ann- ars. Eva tók fatið, brosti yndislega og gekk á undan honum inn í stof- una. — Hérna komum við, sagði hún. — Ég vona að þið getið gert ykkur að góðu það sem við höf- um að bjóða. — Mér finnst aðdáunarvert hvernig þú kemur þessu öllu af, og hve vel þú hirðir börnin, sagði Unnur. — Aldrei mundum við geta gert það eins vel, sagði Magda. — Uss, það hlýtur að vera meiri snilldarbragur á því sem þú gerir, sagði Jens. — Hann kunni ekki við tóninn í Mögdu. — Úrvalsréttir til að gera vini sína forviða er ekki það sama, góði Jens, sem að sjóða mat sem kröfuharður eiginmaður vill gera sér að góðu. Unnur brosti. — Það er ekki að sjá að kröfuharði eiginmaðurinn þinn liði skort, Ev^. Og ekki þú heldur. Segðu mér nú hreinskiln- islega — hjónabandið er öfunds- vert ástand, er það ekki? — Þú verður að segja Unni sannleikann, sagði Magda og dró seiminn og lagði áherslu á orðin. — Henni stendur það á miklu. Unnur roðnaði allt í einu. Jens varð óglatt. Það var eitthvað ó- vænt í upspiglingu, það hlaut að vera einhver ástæða til að Unnur roðnaði og að Magda var svona tannhvöss. Eva skildi allt á svipstundu. — Þið leynið mig einhverju! Hvað er að þér, Unnur. Þú munt ekki vera ástfangin? — Það er miklu verra, sagði Magda. — Ég ætla að fara að gifta mig, sagði Unnur. Jens bjóst við að Eva mundi taka til öflugra andmæla, en hún varð auðsjáanlega stórhrifin. — Unnur, góða Unnur! Hvað þetta er dásamlegt. Hvers vegna hefir þú ekki sagt mér þetta fyrr? Hver er það? — Sigurður, svaraði Unnur. — Sigurður Hartmann. Þú þekkir hann ekki. Ég hefi ekki þekkt hann nema í sex vikur. Er það ekki skrítið hve þetta er fljótt að gerast, Eva? En það er rétt að það skuli gerast, finnst þér ekki, Eva? Flýttu þér að aðvara hana, hugsaði Jens með sér. Segðu henni hvaða böggull fylgir skammrifi, og hve miklu betri ævi hún á núna. En Eva sagði: — Ó, mér þykir svo vænt um þetta, Unnur! Hvenær ætlið þið að giftast? — Eftir tvo mánuði, sagði Unnur. — Við viljum ekki bíða of lengi. Nú hefði Eva víst átt að ráða henni til að fresta giftingunni eins lengi og hægt væri, husga sig vel um, gera samanburð á núverandi frjálsræði og þrældómi hjúskap- arins. En það var eitthvað annað. Eva Ijómaði af fögnuði. Einu sinni rauf Magda þögnina: — Ég get líka sagt ykkur góða frétt. Ég er orðin innkaupastjóri í versluninni. Eva leit til hennar og brosti, en það minnti Jens á hvernig hún leit til barnanna þegar þau tóku fram í tal fullorðna fólksins. — En hvað það var skemmtilegt fyr- ir þig, Magda. Finnst þér það ekki, Unnur? — Jú, sagði Unnur. — Það er verulega skemmtilegt. En áhugi þeirrar var innantóm- ur. Unnur sagði: — Ég hefi beðið hana að hafa augun hjá sér, ef hún kynni að rekast á eitthvað verulega fallegt, sem ég gæti haft í brúðkaupsferðina. Það er svo Framhald á bls, 10.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.