Fálkinn - 13.08.1954, Side 3
FÁLKINN
3
Um miðjan júlí urðu mikil flóð víða
um Mið-Evrópu og ollu þau geysilegu
tjóni. Mest urðu flóðin í Dóná, og
gerðu þau fyrst mikinn usla í Þýska-
landi og Austurríki, en síðar í Ung-
verjalandi, Júgóslavíu og víðar.
Hundruð þúsunda fólks missti
heimili sín og margir týndu lífi. Hóp-
ar manna fóru rænandi og ruplandi
um hinar yfirgefnu íbúðir og í kjöifar
þeirra komu rotturnar og bjuggu um
sig í þeim blutum húsanna, sem upp
úr vatninu stóðu.
I þýsku borginni Passau, sem er
rétt við landamæri Austurríkis, jjar
sem áin Inn fellur í Dóná, urðu gífur-
legar skemmdir. Borgarstjórinn sendi
út neyðarkall, þar sem hann sagði
borgina vera að sökkva. Svo er mál
með vexti, að undirstaða borgarinnar
er ótraust, því að jarðvegurinn er
laus, og þoldi þvi illa vatnselginn.
Um 80 kílómetra fyrir suðaustan
Passau er austurríska borgin Linz
með um 200 þúsund íbúa. Þar var á-
standið óskaplegt, og lögregluþjónar
höfðu fyrirmæli um að skjóta hiklaust
á þá, sem staðnir voru að ránum úr
hinum mannlausu húsum. Þá voru
horfurnar á tíma ískyggilega i Vínar-
borg og nágrenni og í Bratislava í
Tékkóslóvakiu. Vatnsborð Dónár
liækkaði þarna um 8 metra frá því,
sem venjulegt er.
Þegar flóðin bárust suður á ung-
versku sléttuna og til Júgóslavíu, fóru
blómlegustu akrar þessara landbún-
aðarþjóða undir vatn og mikið af upp-
skerunni eyðilagðist, þótt nokkru væri
reynt að bjarga með því að skera
liveitið hálfvaxið. Fólk var flutt burt
univörpum af þeim svæðum, sem búist
var við flóðum á og búpeningi bjargað
undan valnselgnum.
Flóðin í Dóná
Á landamærum Austurríkis og Þýskalands gerðu flóðin í Dóná mikinn usla, einkum í borginni Passau og í ná-
grenni hennar. í bænum Ncuhaus, sem er rétt við þýsk-austurrísku landamærin varð klaustur nokkurt hart
úti. Myndin hér að ofan er tekin af klaustrinu, er vatnsborð árinnar fer ört hækkandi.
f vor var nýfæddur íslenskur ríkisborgari skírður suður í Vín. Hann heitir
Sigurjón og er sonur Högna Sigurjónssonar frá Vestmannaeyjum og Hrannar
konu hans, en þau stunda nám í Vínarborg. Dr. Paul Szenkovits, aðalræðis-
maður fslands í Vín, gerðist guðfaðir drengsins, og amma hans, frú Þórunn
Stefánsdóttir, móðir frú Hrannar, ferðaðist alla leið til Vínar til þess að vera
viðstödd skírnina. Þar var einnig viðstödd Ásta barónsfrú Jaden, elsti fslend-
ingur í Vínarborg. Á myndinni sjást: frú Ásta Jaden, Högni Sigurjónsson, frú
Hrönn (með Sigurjón litla í fanginu), frú Þórunn móðir hennar og dr.
Szenkovitz aðalræðismaður.
Austurríska borgin Linz, sem hefir rúmlega þrisvar sinnum fleiri íbúa en
Reykjavík, varð mjög hart úti í flóðunum. Meiri hluti ibúanna var fluttur
burtu og lögregluþjónar urðu að beita skotvopnum til að hefta skálmöld í
borginni, því að uppivöðslulýður fór rænandi og ruplandi um hin mannlausu
hús. Mikil hætta er ennþá á, að drepsóttir gjósi upp, því að rottur hafa
óhreinkað allt drykkjarvatn og hreiðrað um sig í hýbýlunum.