Fálkinn - 13.08.1954, Side 4
4
FÁLKINN
MILLI HAFSBOTNS OG HIMINS. 5. GREIN.
Kalskipið „Trieste“
Þó að fyrsta köfunartilraun Aug. Piccard tækist illa, reyndi hann aftur
og nú var undirbúningurinn miklu vandaðri en í fyrra skiptið.
Þeir eru furðanlega líks eðlis sumir
mestu örðugleikarnir sem við er að
stríða þegar farið er upp í háloftin
og niður í hafdjúpin. Maðurinn er
skapaður til að halda sig næst yfir-
borði jarðar, þar sem nægt súrefni
er í loftinu og lítil kolsýra. Og ioft-
þrýstingurinn liæfilega mikill.
Það er auðvelt að fara svo sem
5000 metra upp í loftið í opnum
„gondol" eða loftbelgskörfu. En sé
farið hærra verður nauðsynlegt að
hafa með sér súrefni. Og þegar kemur
upp í „stratosferuna“ eða yfir 12.000
metra verður líka að sjá fyrir aukn-
um loftþrýstingi til þess að manni sé
líft. Þess vegna varð Piccard að vera
í loftþéttri kúlu í háloftsferðinni og
þess vegna eru notaðir loftþéttir far-
klefar í hinum nýju Háloftsflugvélum.
Loftþrýstingurinn ofansjávar er
mestur næst jörðu og minnkar eftir
því sem ofar dregur. Ef kafað er í
sjó vex vatnsþrýstingur fljótt með
dýpinu. Maðurinn getur þolað sæmi-
lega fimmfaldan þann þrýsting sem
loftið gefur, en ekki meira, án þess
að vera i stinnum búningi, sem veitir
þrýstingnum viðnám. Á 40 metra dýpi
er þrýstingur vatnsins álíka og fimm-
faldur loftþrýstingur, og svo djúpt
geta viðvaningar kafað. Vanir menn
kafa niður á 00 metra dýpi, en á 80
metra er lifshætta að kafa. Það er
undantekning að maður hafi kafað
yfir 100 metra. Þess vegna verður að
nota hylki sem þola vatnsþrýstinginn
ef kafa skal djúpt. Þessi hylki verða
að vera afarsterk, margfalt þykkari
en kúlan sem Piccard notaði í há-
loftsfluginu.
Ameríkumaðurinn Beebe hafði kaf-
að 900 metra og Barton félagi hans
komst seinna niður á 1800 metra dýpi.
Þeir voru í stálkúlu, sem dregin var
upp og niður með stálvír.
„TRIESTE" SMÍÐAÐ!
Árið 1951 liöfðu ítalir afráðið að
smíða köfunarskip, eða „bathys-
caphe“. August Piccard gekk inn í
fyrirtækið og hafði sjáifur eftirlit með
smíðinni, ásamt Jacques syni sínum.
Skipið er eins og vindill í laginu, með
vatnsþéttum skilrúmum og hefir rúm
fyrir 100.000 litra af léttu bensini, sem
á að tempra þyngd skipsins þannig
að það sigi og hækki á vixl, á sama
hátt sem gas og sandpokar eru not-
aðir til að ráða uppsvifi og lækkun
loftbelgja. Köfunarskipið ei1 með öðr-
um orðum ekki hækkað og lækkað
með áföstum streng eins og loftkúla
Beebes. Farþegaklefinn er neðan á
skipinu, tveir metrar i þvermál, og
úr 9 sentimetra þyldcu stáli, og glugg-
arnir úr 15 sm. þykku gleri. Kjöl-
festan er járnsvarf, sem tollir á sín-
um stað fyrir áhrif rafsegulmagns. En
ef rafstraumurinn er rofinn rennur
hún út sjálfkrafa, t. d. ef skipið þykir
sökkva hratt, eða þegar það á að
stiga aftur, að lokinni köfunarferð.
Hitt köfunarskipið sem smíðað var
handa Piccard var kallað FNRS 2 —
skammstöfun á nafni vísindasjóðsins
belgiska, sem kostaði það: „Fond
National de Recherclie Scientifique".
Tilraunir með þetta köfunarskip fóru
fram í Dakar og tókust vel og slcipið
kafaði á 1380 metra dýpi. Það var tal-
ið svo sterkt að það ætti að geta þolað
þrýsting á 4000 metra dýpi. En þó
var „Trieste" talið sterkara. Franski
sjóherinn fékk síðan þetta köfunar-
skip og hefir gert það út í margar
köfunarferðir í námunda við Toulon.
Ný köfunarskip eru jafnan reynd á
Feðgarnir Auguste og Jacques Piccard í klefanum í „Trieste".
Köfunarskipið „Trieste“.
litlu dýpi fyrst, til að ganga úr skugga
um að allur útbúnaður sé í lagi.
„Trieste“ byrjaði með 8 metrum, 18—
25 og 40 metrum. En aðferðin er sú
sama hvort sem kafað er grunnt eða
djúpt.
FYRSTA KÖFUNJN.
Fyrst köfuðum við skannnt frá hafn-
arbænum Castellamare við Napoli,
segir Piccard. Átta metra dýpi. „Tri-
este“ var enn bundið við flekana. Sjór-
inn var ókyrr og ekki hægt að gera
neinar athuganir. En tilgangurinn var
að reyna útbúnaðinn, og hann reynd-
ist vel. Það var mest spennandi þegar
við ákváðum að lyfta okkur aftur.
Við snerum rafleiðslusnerli og sáum
kjölfestuna, járnsvarfið, renna út. Og
svo heyrðist í símanum: „Þið eruð
komnir upp í sjávarborðið.“
Næst köfuðum við á 18 metra dýpi,
heldur Piccard áfram. Og alit reyndist
í lagi. Síðar létum við draga oklcur
út á 40 metra dýpi. Ég á skemmtilega
endurminningu úr þeirri ferð.
Við höfum aðeins litla kjölfestu um-
fram það nauðsynlegasta. Skipið
sekkur, birtan að utan verður daufari
og skipið nemur staðar. Þá komum
við auga á lcafarann de „Sanctis" niðri
í sjónum. Hann sagði okkur að við
hefðum stansað á 25 metra dýpi, en
ekki 40. Hvað hafði skeð? Líklega
var vatnið þarna kaldara og saltara
en við yfirborðið og þess vegna
þyngra, svo að köfunarskipið gat
ekki sokkið dýpra. Nú var um tvennt
að velja: annað hvort að bíða þangað
til bensinið kólnaði og drægist saman,
eða láta bensín renna út. Eða þá að
létta kjölfestuna og stíga upp á yfir-
borðið aftur. Við tókum þann kostinn.
í simanum heyrðum við: „Þið hækk-
ið!“ Við komum upp og fengum 300
kíló af járnsvarfi í kjölfestu og köf-
uðum svo aftur og fórum nú á 40 m.
dýpi. Þar var sæmileg dagsbirta og
vatnið tært. En þarna var sjávarbotn-
inn fremur fáskrúðugur. Þá sáum við
stóran krossfisk með útglennta angana
vera að bíða eftir bráð. En þegar
klefinn okkar snerti botn varð sjór-
inn þykkur af leðju, svo að ekkert
sást.
Fyrsta djúpa köfunin — við Capri.
Piccard heldur áfram frásögninni:
„Eftir þessar byrjunartiiraunir töld-
um við okkur fært að leggja í „lang-
ferðir" niður í djúpið. Við urðum að
fara til Capri til að finna nægilegt
dýpi. Þar sýna sjókortin 100—1000 m.
dýpi. En við Ponza er meira dýpi.
ítalski flotinn var okkur hjálplegur
við þetta. Dráttarbáturinn „Tanace“
dró okkur og korvettan „Fenice" hélt
vörð um okkur og bandaði forvitnum
gestum frá.
Morguninn 26. ágúst 1935 komum
við á staðinn, fyrir sunnan Capri. Þar
beið „Fenice". Við byrjuðum undir-
búninginn í dögun. „Fenice“ lóðaði
og fann 1050 metra dýpi.
Nú var allt tilbúið í fyrstu djúpköf-
unina. Eitt óhapp verð ég að minnast
á. Ekki alvarlegt, en það breytti skil-
yrðunum fyrir lendingunni á hafs-
botni. Við misstum dráttarkaðlana,
sem eiga að vera eins konar akkeri
skipsins þegar það er á hafsbotni, og
urðum þvi að kafa án þeirra.
Svo fer skipið að sökkva og við les-
um af mælunum góða ferð niður, hálf-
an annan metra á sekúndu. Við liöf-
um haft mikla kjölfestu til að eiga
ekk: á hættu að stansa þegar við
kæmum í lcaldari sjó. Við léttum á
kjölfestunni til að draga úr hraðanum.
Aðeins fjórir menn hafa komið lif-
andi úr því dýpi sem við erum á
núna. Prófessor Beebe og Barton
verkfræðingur í kafarakúlu sinni, og
Houot flotaforingi og Willm verk-
fræðingur í köfunarskipinu FNRS 3.
Við þykjumst vissir um að allt sé í
lagi og við séum ekki i neinni hættu.
Enginn er hræddur við að fara i
lyftu og við treystum náttúrulögmál-
inu.
Við sökkvum áfram. Loftþyngdar-
línuritið sýnir reglulega skálínu. Við
hellum út meiri kjölfestu, alveg eins
og maður gerir í loftbelg er maður
nálgast jörðina. Við verðum að fara
varlegar en ella því að dráttarkaðlana
vantar.
Nú kveikjum við á kastljósunum.
Vatnið er svo tært að ljósgeislinn sést
varla. En allar smáagnirnar glitra eins
og þær væru lýstar í ultra-smásjá.
Skilyrðin fyrir hafrannsóknarmann
eða Ijósmyndara geta ekki verið betri.
Á HAFSBOTNI.
Mælirinn sýnir okkur að þrýsting-
ur vatnsins á skipið sé kringum 100-
faldur á við venjulegan loftþrýsting,
þ. e. a. s. 100 kíló á hvern fersenti-
metra. Yfirborð klefans okkar er um
150.000 fersentimetrar. Við erum að
nálgast botninn og kastljósin loga.
Jacques sonur minn gerir athuganir.
Allt í einu sér hann botninn! Ef mér
skjátlast ekki þá er það í fyrsta skipti
sem mannlegt auga sér botn á svona
miklu dýpi. „Við snertum botninn,-
haltu þér!“ og við snertum hann en
enginn árekstur varð. Þarna var
leðja, meira en metri á þykkt. Þrátt
Framhald á bls. 10.