Fálkinn - 13.08.1954, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
FRAMHALDSGREIN.
KVENHETJAN
FRA AIASKA
Á HÆTTUNNAR STUND.
fs
tsssss.
Þetta er sönn saga um frábært hug-
rekki ungrar konu. Óvægin náttúru-
öfl urðu þess valdandi, að hún varð
að horfast í augu við langa einveru
norður á hjara veraldar, fjarri öllum
mannahyggðum. Hún var barnshaf-
andi, en varð að berjast ein síns liðs
fyrir lífi sínu og barnsins í miðju
vetrarríki Alaska. Kjarkur þessarar
konu og trúarstyrkur hafa borið hróð-
ur hennar víða og meitlað afrckssögu
hennar í huga allra, sem lesið hafa
um atburðina. Bókin, sem Martha
Martin — en svo heitir þessi hugrakka
kona — hefir skrifað um baráttu sína,
slasaðrar og barnshafandi, við vetrar-
hörkur, myrkur, einveru og ásókn ótta
og hrellings, hefir orðið metsölubók.
Lesendur Fálkans munu fá að kynn-
ast sögu Mörthu í greinarflokki, sem
hefst í þessu blaði. Ýmis erlend blöð
hafa birt úrdrátt úr bókinni, svo að
margir munu kannast við efnið að
einhverju leyti, en vonandi munu
flestir fagna því að fá frásögnina í
íslenskri þýðingu.
ÉG HELT áfram við störf mín, tók til
í skálanum eftir því sem mér fannst
þörf á, kom ýmsum matvælum fyrir
í geymslunni undir gólfinu, svo að
þau frysu ekki, en lét þurrmetið upp
á hillurnar. Föt og rúmfatnað hengdi
ég upp á snúru, svo að mýsnar gerðu
sér ekki hreiður í þeim.
Seinni hiuta dags hætti að rigna og
vindinn lægði. Ég fór út á hlað og
andaði að mér loftinu. Það var lireint
og ferskt. Ég ákvað að fara upp í
námugöngin og sækja sýnishornið
mitt.
ÞAÐ ER engin greiðfær leið frá nátt-
úrunnar liendi niður í gljúfrið, þar
sem námugöngin eru. Fjögur luindruð
feta hár foss lokar því að neðanverðu,
en klettaveggir allbrattir eru að ofan.
Don og Sam klifruðu fyrst niður i
böndum og íétu verkfærin síga niður.
Þeir gerðu ekki götuslóðina niður í
gljúfrið, fyrr en þeir höfðu gengið
úr skugga um, að það svaraði kostn-
aði.
Mestan hluta leiðarinnar er þessi
sióð svo mjó, mcð Iiamraveggi að of-
an og skriður, kletta eða gróðurlitlar,
brattar brekkur að neðan, að mig
sundlar, þegar ég þarf að leggja leið
mína þar um. Sérstaklega finnst mér
óhugnanlegt, þar sem enginn gróður
er i brattanum fyrir neðan. Það er
annars undarlegt, hve mikla þýðingu
þessi máttlitli gróður hefir fyrir hug-
arró mina, þar sem ég veit fullvel, að
hann þolir ekki hið minnsta tak.
Gljúfrið náði langt upp í fjöllin. Ég
lieyrði niðinn í ánni og urgið í grjót-
inu, sem straumurinn hreif með sér.
Ég kveikti á luktinni og fór inn i
göngin. Brátt fann ég sýnishornið, sem
ég hafði gleymt, og kom fljótt út aftur.
Það fór að rigna aftur um það leyti,
sem ég lagði af stað upp úr gljúfrinu.
Við smiðjuna tók ég íftir jiví, að
kagginn, sem við notuðum undir vatn
til þess að herða stál í, liafði ekki
verið tæmdur. Hann mundi frjósa í
vetrarfrostunum og sprengja af sér
gjarðirnar, ef hann yrði ekki tæmdur.
Ég tæmdi vatnið úr kagganum og
lét hann standa á hvolfi. Þctta tafði
mig um eina mínútu — aðeins eina
örlagaríka mínútu. Síðan hélt ég
áfram.
Allt i cinu heyrði ég hrak og bresti
og í sömu andrá heyrði ég skelfda
rödd eiginmanns míns kalla aðvör-
unarorð til mín.
Rödd Dons, sem mér finnst ég heyra
svo oft, skelfir mig meira en allt ann-
að. Ég vissi, að hann var ekki þarna.
Eg gæti liafa heyrt rödd hans í raun
og veru. En samt var ég sannfærð um,
að það var ómurinn af rödd hans,
sem barst til mín, þótt hann væri
sprottinn af ímyndun einni.
Við aðvörunarorð Dons tók ég
Stökk áfram.
Brakið, brestirnir, niðurinn og
skriðuliljóðið rann nú saman i ógur-
legan, samstilltan hávaða, sem yfir-
gnæfði allt. Það var sem skotið væri
úr fallbyssu og klettaveggirnir berg-
máluðu og mögnuðu hljóðið.
Loftið var þrungið liávaða og mettað
óhreinindum. Það var eins og hávað-
inn væri efnislegur og byggi yfir óg-
urlegum styrkleika og stormurinn, sem
skall á, var feykilegur að afli.
Það var likast því, sem krampa-
drættir færu um jarðskorpuna og ó-
hugnanleg ófreskja léki lausum liala
um loftin. Sviptivindur kippti fótun-
um undan mér, ég kastaðist til og frá
og lenti að lokum í hrúgu af grjóti
og braki af trjástofnum, sem vind-
urinn hafði fært úr stað.
Ég minnist þess ekki, að steinn eða
neitt annað hafi lent í mér, en þó veit
ég, að ég hlýt að hafa fengið marga
steina í mig og orðið fyrir ýmsu laus-
legu, sem feyktist til og frá. Ég kenndi
kenndi fyrst í stað einskis sársauka,
en ég vissi, að ég hlaut að vera mikið
meidd. Ef til vill var ég of skefld til
þess að gefa gaum að sársaukanum.
Síðan mun ég hafa misst meðvitund-
ina.
ÉG KOM til meðvitundar i kyrrlát-
um heimi. Stjörnubjartur himinn
hvelfdist yfir mig, en sjálf var ég
beinbrotin, aum og hlóðug, þar sem
ég lá föst í elrirunna innan um grjót
og greinabrak. Byssan, sem ég hafði
um öxl, hafði festst í greinaflækjuna
og stöðvað fallið, áður en ég dytti
fram af hengiftuginu niður i gljúfur-
botninn.
Það tók mig nolckurn tíma að átta
mig á þvi, hve hættulega ég var
stödd. Ef byssuólin, sem lá utan um
mig miðja losnaði, mundi ég steypast
niður.
Ég reyndi að hreyfa mig svolitið
og forða mér úr mestu hættunni. Ég
kallaði á hjálp, uns ópin dóu út af
þróttleysi. Það blæddi úr nefinu og
það var blóðbragð í munninum. Mér
var hræðilega illt í liöfðinu.
Annað hvort hefi ég blundað nokkra
stund, eða ég hefi misst meðvitund-
ina. Þegar ég vaknaði aftur, var enn-
þá alstirndur hiipinn. Ég vissi ekki,
hvort þetta var sama nóttin eða sú
næsta. Allt var kyrrlátt og hljótt. Það
heyrðist hvorki gnauð i vindi né urg
frá ánni i gljúfrinu.
Hávaðinn og fallið fyllti liuga minn
þó fljótlega, er ég reyndi að hugsa á
ný. En hugsunin var í molum og ég
átti erfitt með að átta mig á atburða-
rásinni. Byssuólin hélt mér ennþá
fastri og forðaði mér frá tortímingu á
gljúfurbotninum. Ég hafði ekki mátt
til að hreyfa mig, heldur horfði ég
upp í stjörnurnar þar sem ég var
komin. Sársaukinn í likamanum fór
stöðugt vaxandi.
Hægri handleggurinn var mér
gagnslaus og sérhver tilraun til þess
að hreyfa liann var mér sárasta kvöl.
Ég reyndi að setja höndina inn undir
skyrtuna og hita mér þannig, en ár-
angurslaust. Hægri fóturinn var dof-
inn upp að hné. Fötin voru blaut og
skítug.
Óttinn við að detta niður í gljúfrið
ágerðist, það blæddi úr höfðinu, og
ég fann hvernig hlóðið klesstist að
andlitinu — það fyllti jafnvel eyrun.
Ég var hjálparvana og skelfd af ótta.
ÉG KALLAÐI á Don og bað hann að
hjálpa mér. Og loks heyrði ég rödd
lians. Hún var hvislandi og mild, en
þó skýr og greinileg, er hún barst
til mín úr fjarska.
Hið síðasta, sem ég heyrði, áður en
óveðrið hreif mig og hörmungarnar
dundu yfir, var rödd hans, og hið
fyrsta, sem veitti mér nokkra fróun,
er ég vaknaði til lifsins á ný, var einn-
ig rödd hans. Hún kallaði til mín að
ofan og leiddi mig upp úr gljúfrinu.
Ég veit, að ég heyrði ekki til hans
í raun og veru. En ég trúði jiví, að
hann kallaði til mín, og í þeirri trú
livarf bitrasti sársaukinn og mér
fannst ég ekki eins hjálparvana og
áður. Mér fannst ég vera nógu sterk
til að komast upp til hans. Það var
fremur viljinn til ýtrustu átaka, sem
trúin skapaði, en hugrekki og kjarkur,
sem var að verki.
Ég fór að brjótast um eftir mætti,
fikra mig áfram með heilu hendinni
og spyrna við með betri fætinum. Það
gekk hægt, en mjakaðist þó. Ég leit
aldrei aftur, því að þar blasti tortím-
ingin við, heldur aðeins upp á við, þar
sem lífið og traustari fótfesta beið.
í hvert skipti sem ég hvíldi mig
milli átaka barst mér rödd Dons til
eyrna, og hún hvatti mig næsta áfanga.
Sumar hvíldirnar voru svo langar, að
ég blundaði, og í svefni sem vöku
fannst mér rödd Dons veita mér styrk.
Með öðrum fætinum, annarri hendinni
og með því að bíta í hríslur, sem voru
á stangli tókst mér að komast upp úr
gljúfrinu. Þar steinsofnaði ég.
Þegar ég vaknaði var ég sárþyrst.
Ég varð að fá vatn. Svo aðframkoinin
var ég, að ég drakk úr fyrsta forar-
pollinum, sem var á leið minni til
skálans.
Ég reyndi ekki að ganga. Eg skreið
— ekki eins og börn skriða, heldur
eins og ormar. Og í hvert skipti, sem
pollur var á leið minni, drakk ég úr
honum til að slökkva þorstann, sem
sótti að mér. Og loksins var ég kom-
in að skáladyrunum.
ÞAÐ VAR dagur á lofti og sólin
skein. Ég leit á handlegginn. Hann leit
hræðilega út. Mér sýndist hann fyrst
vera tvíbrotinn, en nú hehl ég, að
hann hafi aðeins verið hrotinn á ein-
um stað, en hafi liins vegar snúist
nokkuð um úlnliðinn. Ég vissi, að ég
varð að gera eitthvað til þess, að
liandleggurinn yrði bcinn, þegar bein-i
ið færi að gróa saman. Fyrst í stað
snerist hugsunin því um það eitt, að
koma handleggnum í samt lag. Önn-
ur meisðli gat ég ekki athugað að svo
komnu máli.
Þar sem ég lá á gólfinu með liand-
legginn á brjóstinu og horfði til lofts
í skálanum, sá ég hönk af sprengi-
þræði á neðri hillunni, og svo mundi
ég, að nóg var að höggnmn eldvið
inni.
Með erfiðismunum tókst mér að ná i
sprengiþráð og spýtur úr eldiviðar-
staflanum. Ég lagði spýturnar sem
spelkur við liandlegginn og reyrði
sprengiþráðinn utan um, eftir að ég
hafði gengið úr skugga um, að beinin
höfðu mætst nokkurn veginn rétt. Það
tók langan tíma.
Um nóttina vaknaði ég með miklar
kvalir í handleggnum, sem var all-
bólginn. En mér til nolckurrar liug-
fróunar, þá virtist umbúnaðurinn all-
góður.
MÉR ER farið að batna. Handleggui’-
inn er beinn, en ég verð að fara var-
lega með liann. Blæðingar úr nefinu
eru nú minni en áður, en höfuðið er
mjög viðkvæmt, þó að mér líði miklu
betur en áður. Hugsun mín er líka
orðin skýrari en liún var. Á hverjum
degi bið ég til guðs um að hann þyrmi
lífi minu. Ég trúi því, að hann láti
mig lifa vegna barnsins míns.
Mér verður oft hugsað til barnsins,
sem hefir nú hreiðrað um sig undir
hjarta mínu í næstum sex mánuði. Ég
veit, að það getur þvi aðeins lifað,
að ég lifi. Ég verð því að gæta mín
vel og gera allt, sem í mínu valdi
stendur til þess, að það megi sjá
dagsins ljós.
Tíminn skiptist milli bæna og liugs-