Fálkinn - 13.08.1954, Qupperneq 8
8
FÁLKINN
Svo leið vika .... Og þá kom hann. Það var rétt fyrir lokunartíma . .. .
I D A V A L O :
REFSINORNIN
KKI var hægt að kalla hana
unga lengur. Litlu hrukk-
urnar kringum augun
sýndu það þótt þær væru fíngerð-
ar, og líka gráu_hárin, sem voru
farin að láta til sín taka í jarpa
hárinu. En þó sögðu raunalegu
drættirnir kringum munninn
meira. Þeir töluðu máli sorgar og
uppgjafar fyrri vona.
Hún sat við gluggann, í felum
við gluggatjaldið. Hún sat þarna
kvöld eftir kvöld. Hún vissi svona
hér um bil hvenær hann kom, en
samt sat hún þarna, í skjóli
gluggatjaldsins, löngu áður en hún
átti von á honum. Hún varð að
vita vissu sína. Hvert einasta
kvöld. Kannske hefði það verið
henni hollara að hún hefði hrist
þetta af sér og kosið að lifa í
óvissunni. Það hefði kannske ver-
ið betra. En hún gat það ekki.
Hún var þannig gerð. Hún varð
alltaf og rannsaka allt til hlítar,
berjast til úrslita, hversu sárt sem
það var. Hún varð að rekja hvert
hugsanasamband á enda. Það
friðaði hana betur en að vísa þvi
á bug þrátt fyrir allt.
Hún var aðeins tuttugu ára
þegar það gerðist. Sveinn hafði
boðið henni með sér í leikhús.
Þau höfðu ekki efni á að skemmta
sér nema sjaldan, því að Sveinn
varð að sjá veikum föður sínum
farborða, og sjálf var hún í byrj-
endastöðu í verslun. Þess vegna
var leikhúskvöld hátíð hjá þeim
báðum. 1 þetta sinn hafði hún
verið í grænum flauelskjól, sem
hún erfði eftir frænku sína. Hann
fór henni Ijómandi vel, mjórri og
grannri, og liturinn var í góðu
samræmi við eir-jarpt hárið á
henni. Það var notalegt að taka
eftir augnaráði ýmissa karlmann-
anna, er þeir litu til hennar, og
njóta þess að vera ung og dáð.
Við fatageymsluna í leikhúsinu
hitti hún hann. Það var Sveinn
sem þekkti hann, og Sveinn var
hreykinn af að kynna hana vinum
sínum. Það vildi svo til að hann
sat á sömu bekkjaröð sem hún
og Sveinn voru í, og þegar sæti
varð laust við hliðina á henni,
eftir annan þátt, var hann ekki
lengi að flytja sig þangað. Það
var líkast og þetta hefði allt verið
ráðið fyrirfram. Sveinn varð að
flýta sér í vinnu, beint úr leik-
húsinu, því að hann átti að gegna
næturvörslu, og ókunni maður-
inn, sem hét Steinn, bauðst til að
fylgja henni heim.
Veðrið var fagurt. Þetta var
snemma vors .... Þau fóru heim.
Það var drjúgur spölur, en þeirra
vegna hefði hann mátt vera helm-
ingi lengri. Þegar þau komu að
dyrunum hennar, stóðu þau kyrr
og fóru að tala um hitt og þetta.
Þau áttu bágt með að skilja. Þau
fundu að gagnkvæmt aðdráttar-
afl var milli þeirra, og að þau
urðu að sjást aftur. Loksins skar
hún úr og rétti honum höndina:
„Þökk fyrir samveruna!" sagði
hún. Steinn sleppti ekki hendinni,
en stóð kyrr og hélt fast um hana.
„Við sjáumst aftur!“ Það var
líkari fullyrðingu en spurningu,
en hún brosti aðeins og sagði:
„Hver veit?“
Svo liðu tveir dagar þangað til
hún heyrði Svein eða sá. Hann
kom inn í búðina eftir nónið. Hann
var ekki einn. „Ég hitti hann Stein
á leiðinni. Ja, þú hlýtur að muna
eftir honum?“ sagði Sveinn við
hana brosandi, um leið og hann
tók ofan hattinn og henti honum
á búðarborðið. „Hann Stein lang-
ar til að sjá hvað þú hefir á boð-
stólum. Nú verðurðu að láta hend-
ur standa fram úr ermum og nota
tækifærið til að gera verslun.“
Hún mundi vel hvað hún hafði
farið hjá sér þarna, sem hún stóð
með leikföng allt í kringum sig. Og
Steinn keypti bolta og brúðu,
hest og bíl....Hann fór á und-
an Sveini, en sendi henni sérstakt
augngot um leið og hann fór út
úr dyrunum. Nú vissi hún að hún
mundi sjá hann aftur. Það var
komið að lokunartíma, og Sveinn
settist og beið meðan hún var að
ganga frá öllu í búðinni. Hann var
alltaf að tala um Stein. „Þeim er
vorkunn, bæði honum og kon-
unni,“ sagði hann. — „Konunni?"
hún hrökk við. „En hann var ekki
með hring?“ — Ætli það skipti
nokkru máli,“ sagði Sveinn og leit
upp. „Hringurinn er tákn og ekk-
ert annað. Þegar tvær manneskj-
ur hafa heitið hvort öðru ein-
hverju, kemur það engum öðrum
við. Þær eiga að vera trúar. Þó að
þær beri ekki utan á sér nein
sýnileg merki um að þau séu
hvort öðru bundin.“ Sveini fannst
allt þetta svo sjálfsagt. Frá hans
sjónarmiði var lífið og mannkyn-
ið svo ofur einfalt mál, því að
sjálfur var hann svo refjalaus og
saklaus.
„Hann á líka tvö ljómandi fal-
leg börn,“ bætti hann við. „Pilt
og stúlku. Hann er fjögurra ára
og telpan tveggja. En það er kon-
„Hvað er um konuna?“ Hún
lagði frá sér leikföngin og starði
á Svein, sem var ofurlítið íboginn.
„Hún er máttlaus í báðum fót-
um.“ Þegar Sveinn hafði sagt
þetta var líkast og drægi úr henni
allan mátt og hún gat ekkert sagt
í nokkrar mínútur. En svo kom
það: „En hvað þetta er hræðilegt!
Hvernig atvikaðist það?“
„Það gerðist vist þegar hún
gekk með yngra barnið. Ef ég
man rétt þá varð hún fyrir bíl.
Það var guðs mildi að það skyldi
ekki fara verr. Barnið var jafn-
gott. En þú skilur að þetta var
hræðilegt áfall, bæði fyrir Stein
og konuna hans. Þau höfðu bæði
haft svo gaman af að dansa og
iðka íþróttir, svo að það hlýtur
að vera tómleg ævi hjá þeim
núna. Ef hann langar til að fara
eitthvað út þá verður hún að
sitja ein heima, en það er ekki
skemmtilegt eða hollt fyrir ung-
an mann heldur, að þurfa að sitja
heima sí og æ. Hann hefir mikinn
áhuga á listum og vill helst fylgj-
ast með öllu milli himins og jarð-
ar. Og svo þarfnast hann hreyf-
ingar og útilofts, eins og aðrir
ungir menn, og þess vegna fer
hann á skíði á hverjum sunnu-
degi þegar snjór er, held ég. Að
minnsta kosti hefi ég hitt hann
hvað eftir annað. En sem betur
fer er hann svo vel settur, að
hann getur leigt sér húshjálp. En
samt verður því ekki neitað að
þau eiga ekkert ánægjulíf, hjón-
in. Steinn er orðinn breyttur frá
því sem hann var, og frúin er dauf
og ekki beiskjulaus. En nú skul-
um við fara,“ sagði Sveinn og
spratt upp af stólnum. „Ég er
hérna með tvo bíómiða ........“
Og svo fóru þau og sáu kvik-
mynd og töluðu ekki meira um
Stein. En hún hugsaði, Allt kvöld-
ið var hún að hugsa um Stein og
sá í anda andlitið á honum og
raunalegu augun, sem þó höfðu
brosað til hennar......og lofað
henni einhverju um framtíðina,
fannst henni.
Svo leið vika .... Og þá kom
hann. Það var rétt fyrir lokunar-
tíma. Hún var ein í búðinni, og
hann settist á stólinn, sem stóð
við búðarborðið, og spurði hvort
hann mætti bíða þangað til hún
færi. Hann hafði hugsað sér að
fara í kvikmyndahús. Hann vissi
um ágæta mynd, sem hann vildi
endilega sjá, og ef hún sleppti
engu við það, þá fengist hún
kannske til að koma líka? Það
var ekkert gaman að vera alltaf
einn. Hún svaraði honum engu,
fyrst í stað. Fyrir hugarsjónum
hennar birtist mynd af konu, sem
var hlekkjuð við stól. En þegar
hún leit í augu hans, sem voru
biðjandi og döpur um leið, vísaði
hún öllum vafa á bug. Hvað var
við þetta að athuga? Þau þekkt-
ust, og væri honum ánægja af að
hafa hana með sér, og hún gat
sjálf haft gaman af kvikmyndinni
— hvers vegna skyldi hún þá
segja nei?
Þetta hefði allt verið í fullum
sóma, ef ekki hefði komið mqjra
á eftir. Hún hefði vel getað talað
við hann og komið með honum í
kvikmyndahús eða leikhús öðru