Fálkinn - 13.08.1954, Qupperneq 10
10
FÁLKINN
Vitið þér...?
að af öllum æðri dýrum þola
gæsir og endur mestan kulda?
Við tilraunir á rannsóknastofum
hefir það komið á daginn að flest dýr
geta lifað i allt að 45 stiga kulda, —
isbirnir og rostungar meira að segja
i allt að 85 stiga kulda. En endur og
gæsir þola 115 stiga kulda án þess að
frjósa í hel.
að í gamla daga gátu læknar
stundum tryggt sig gegn afleið-
ingum læknisaðgerða sinna á
sjúklingum?
Þegar konungar eða aðrir höfðingj-
ar áttu hlut að máli fékk læknirinn
hátíðlega yfirlýsingu um að þeir
skyldu ekki sæta ábyrgð þó að sjúkl-
ingurinn yrði ekki albata, eða jafnvel
dæi.
að í Japan eru gerðar „ekta“
perlur með mannlegri tækni?
Eins og allir vita myndast perlurnar
innan i ostrum, á þann hátt að ef ör-
lítið sandkorn kemst inn í ostruna
hleðst glerkennt efni utan um það og
myndar p'4'luna. Japani einn, sem nú
er orðinn^gamall og heitir Kokichi
Mikimoto, lét sér þetta að kenningu
verða — bókstaflega. Hann efndi til
ostruræktar, og smokraði ofurlitlu
kalkkorni inn á milli skeljanna á ungu
ostrunum og lét þær síðan á þeirra
rétta samastað, á 8—15 metra dýpi.
Þar lifa svo ostrurnar áfram og
stækka, en um leið hleðst utan á korn-
ið og perlurnar stækka með ostrunni.
Þegar talið er að þær séu orðnar nægi-
lega stórar, eru ungar stelpur látnar
kafa eftir þeim og sækja þær. Mikimoto
hefir nú fjölda manns i vinnu og „bú-
garður" hans er orðinn stór, enda
framleiðir hann kringum tíu milljón
perlur á ári og er orðinn margfaldur
milljónamæringur.
KAFSKIPIÐ „TRIESTE".
Framhald af bls. 4.
fyrir Ijósin sáum við ekki neitt. Við
sáum nú að dráttarkaðlarnir eru ó-
missandi. Ef við hefðum haft þá
mundu þeir hafa botnað fyrst og létt
á skipinu, svo að það hefði ekki snert
botninn, og þá hefði sjórinn ekki
gruggast.
Við höfðum nóg að gera samt, að
líta eftir að öll samskeyti væru þétt.
Þau voru það. Bæði ventlarnir, raf-
leiðslurörin og samskeytin á kúlunni
sem við vorum í, en þau voru 6,28
metrar. Hvergi lak dropi.
Við afréðum að fara upp á yfir-
borðið og lileyptum út kjölfestu. Við
höfðum haft meira en nóg af henni og
klefinn sat fastur i leðjunni. Við lét-
um járnsallann renna út i margar
minútur! En klefaglugginn var á kafi
i leðjunni. Sátum við fastir?
f næsta blaði: Síðasta grein. Hug-
leiðingar Piccards um ævistarf
hans og — dýpri kafanir.
ALVEG HISSA.
Fullorðinn meðalmaður andar að
sér kringum 6000 lítrum af lofti á
sólarliring. Úr öllu þessu lofti fær
hann ekki nema 850 grömm af súrefni.
í Caciquiare-skurðinum í Suður-
Ameríku rennur vatnið ýmist austur
eða vestur. Það er undir veðráttunni
komið í hvora átlina það fer.
Á flestu fólki er liægri handleggur-
inn ofurlítið lengri en sá vinstri.
Eskimóarnir eignast aldrei tvíbura.
Lögreglan í Malmö kyrrsetti útlend-
ing, sem hvorki liafði vegabréf né
dvalarleyfi. „Vegabréfið“ sem hann
hafði komist um alla Evrópu á, reynd-
ist vera matseðill frá tyrknesku veit-
ingahúsi og liafði maðurinn límt
mynd af sér á hann og sett á hann
ýmsa stimpla.
Maður í Kaliforníu fékk leyfi yfir-
valdanna til þess að láta gera læknis-
aðgerð á syni sínum til þess að forða
lionum frá að verða lengri en hann
var orðinn. Drengurinn var ekki
nema fjórtán ára en var orðinn nærri
því tveir metrar.
Eftir að Ungverjar unnu glæsilegan
lcnattspyrnusigur á Englendingum i
fyrra gáfu þeir út sérstök frímerki,
yfirstimpluð með markatölunni — 6:3.
— Jæja, við skulum reyna að ljúka
við þetta. Eg þarf að senda nokkur
jólakort.
— Það var ekki ég, pabbi, það var
ekki ég.........
— Viljið þér lofa mér að líta í lækn-
ingabókina líka .......
•— En hvað þetta var skrítið. Ég
hélt endilega að einhver væri að berja
á dyrnar!
PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI
1. mynd: Allt í einu hrökk liringur Lóru fram af höfði Sigga svarta. — Það
var gott, að við náðuin lionum loksins af, segir Pusi. — 2. mynd: — Vcslings
Siggi svarti, segir Pína, — er þér illt i höfðinu? En Siggi svarti getur ekki
svarað. Hann er vankaður. -— 3. mynd: — Sjáið þið, kallar Pína. — Þarna
kemur Maren gamla. Hún liefir farið út að kaupa mat lianda Lóru. — 4. mynd:
Pína fær að setja korn i skál Lóru. — En hve maturinn liennar er skrýtinn,
segir Siggi svarti. — 5. mynd: — Má ég bragða á korninu? spyr hann. — Það
máttu gjarnan, segir Lóra, en það þarf að brjóta það fyrst. — 6. mynd: — En
ég hefi ckkert nef til að brjóta það með, segir Siggi svarti. — Ég sest bara
á það. Nei, það vill ekki i sundur. — 7. mynd: — Það er betra að reyna í
hurðarfalsinu, hugsar hann. Þegar liurðinni er lokað, brotnar kornið. —
8. mynd: — Æ, æ! lirópar Siggi svarti. — Ég varð á milli með höndina. Pína,
komdu og hjálpaðu mér.