Fálkinn


Fálkinn - 13.08.1954, Page 13

Fálkinn - 13.08.1954, Page 13
F ÁLKINN 13 augun. „Þið Talmadge þreytist ekki á að fara með dylgjur, en þorið ekki að taka skýrt til orða og tala afdráttarlaust." „Svona, svona, Carmel,“ sagði Woodrin læknir. „Farið þið nú ekki að skattyrðast." „Við skulum fara heim,“ sagði Peter March. „Ég kæri mig ekkert um að heyra þessa söng- konu oftar.“ „En það geri ég,“ sagði Alice, sem virtist jafn róleg og áður eftir það sem Carmel hafði sagt. Sýningin var byrjuð, og meðan hitt fólkið var að horfa á dansstelpurnar á pallinum, sat Ann og var að brjóta heilann um hvað vekti fyrir Carmel. Og hvað hugsuðu Alice og Talmadge March? Hvað var það sem þau voru að dylgja um? Það hlaut að vera eitt- hvað gruggugt undir yfirborðinu innan þess- arar fjölskyldu. Hún komst að þeirri niður- stöðu að hún treysti hvorki Alice né Talmadge. Það var eitthvað leyndardómsfullt við þau. Woodrin læknir hvarf frá borðinu um stund, og þegar hann kom aftur settist hann hjá Ann. „Leyfist mér að tala við frú Crane dálitla stund?“ sagði hann við Peter Crane. „Ekki nema sjálfsagt.” Woodrin hallaði sér að henni og hvíslaði: „Ja, þetta er ef til vill ekki nema spaug, en mér finnst ég verða að segja yður að ég hitti eina af dansstelpunum, sem heitir Dolly, hérna fyrir utan, og hún sagði að ég skyldi ráðleggja yður að fara. Þér eruð í hættu, sagði hún.“ Ann hrökk við. „f hættu? Eruð þér viss um að hún hafi átt við mig? „Já.“ „Það er best að ég fari og tali við hana.“ Sýningin var búin, og hún sá Dolly Wilson hverfa út um dyrnar bak við pallinn. Ann stóð upp en um leið sagði Alice: „Hvað verður af Deliu Young?“ Enginn vissi það. Ann sagði: „Afsakið mig rétt í svip,“ og svo flýtti hún sér á eftir Dolly. Ann hitti hana í fataklefanum — hún var að hafa skipti. „Þér hefðuð ekki átt að koma hingað,“ sagði hún og starði óróleg á Ann. „Hvers vegna ekki?“ spurði Ann, og svo sagði Dolly að hún hefði heyrt byrlarann síma til Crane og segja að ef þið færuð ekki hið bráðasta til New York mundi það verða verst fyrir Ann. Hún sagði að Donovan mundi vera gramur Crane út af Deliu. „Hvar er Delia í kvöld?“ spurði Ann. „Hún er farin úr bænum. En það er ekkert að henni. Ég fékk bréf frá henni,“ sagði Dolly og svo bætti hún hreykin við: „Hún er besta vinstúlka mín.“ „Fór hún eitthvað með Donovan?" JJe iu miýnd Þér hafið víst ekki mætt manninum mínum? „Það veit ég ekki. Hún minntist ekkert á það. En Delia er einfær, hvar sem hún fer.“ „Donovan þykir sjálfsagt mjög vænt um hana?“ „Já, ég held að þau séu gift,“ sagði Dolly. „Hvers vegna bað hún Bill — manninn minn — þá að koma upp með sér?“ „Ætli það hafi ekki verið til þess að gera Donovan afbrýðisaman?“ sagði Dolly. Það var ekki meira á henni að græða, og Ann fór aftur inn í veitingasalinn. Þegar hún kom að borðinu var Crane fyrsti maðurinn sem hún sá. Hann virtist vera nýkominn, og Woodrin læknir var að bjóða honum glas. Hann brosti til hennar og afþakkaði glasið. „Ég er hættur að drekka," sagði hann, „að minnsta kosti í einn eða tvo klukkutíma.“ Svo sneri hann sér að Ann: „Höfum við ekki sést áður?“ „Á ekki svo að heita að við séum gift?“ sagði hún kuldalega. „Það var skrítin tilviljun. Þá er víst best að ég fari strax.“ Hann virtist vera í essinu sínu. „Nei, fyrir alla muni farðu ekki,“ sagði Carmel. Hún virtist glöð yfir að Crane skyldi vera kominn. Ann tók eftir að Peter March virtist vera daufur í dálkinn. „Mér finnst vera kominn tími til að fara,“ sagði hann og leit til Crane og svo niður í gólfið. „Þér fylgið konunni yð- ar heim, er ekki svo?“ „Vilt þú aka heim með mér, elskan?“ spurði Crane. „Ég neyðist sjálfsagt til þess,“ svaraði Ann. „Eg ætlaði mér að liggja í rúminu,“ sagði Crane við Peter, „en allt í einu hresstist ég og þá datt mér í hug að skreppa hingaði" Ann sá greinilega að þau hin trúðu ÞéssuHJaitested. ekki meira en svo. Þau héldu sjálfsagt að hann*^,„,.— ----------------—, hefði látið hana fara og síðan laumast út til að hitta Deliu Young, án þess að detta í hug að hann mundi rekast á Ann í Rauða kett- inum. „Það var gott að yður líður betur,“ sagði Peter. 1 | ilf,\ Bill sagði: „Lítið þið inn hjá okkur í leið- inni og fáið ykkur glas.“ Ann mundi að Jameson fasteignasali átti að koma til þeirra til að sjá Peter, svo að hún vonaði að hann segði já. Hann gerði það. Hann vildi auðsjáanlega reyna að koma sér vel við þau bæði. „Það þigg ég,“ sagði hann og leit á hin. „Það er að segja, ef ........“ „Farðu bara líka,“ sagði Woodrin læknir við Carmel. „Ég verð að fara heim og sofa dálítið, aldrei þessu vant.“ „Við getum það ekki,“ sagði Alice, fyrir sína hönd og Talmadges. „Það var leitt að þér gátuð ekki hitt Delíu Young í kvöld, herra Crane.“ i 1 - „Ég hitti hana þá seinna," sagði Crane. Þau hittu Williams fyrir utan. Hann brá Crane á eintal og hvíslaði: „Þú hefðir átt að sjá hve fljótur Donovan var að hypja sig burt eftir að þú komst.“ Hann fékk sér stóran sopa úr viskíglasinu, sem hann hafði haft með sér. „Það var Talmadge March sem sagði honum það.“ „Hvert í heitasta,“ sagði Crane hissa. „Þeir eru þá vinir ennþá. Ann spurði: „Fórstu hingað til að hitta Deliu?“ „Já. Ég hugsa að hún sé dáin.“ Hann sagði henni frá Lefty og símtalinu. „Og svo leit ég inn í herbergi Deliu. Það var tómt. „Aumingja Lefty,“ sagði Ann og bætti svo við: „En Delia er áreiðanlega lifandi ennþá.“ Og hún sagði honum frá Dolly, sem hafði fengið bréf frá henni. „Skratti ertu útsmogin," sagði Bill. „Annaðhvort okkar verður að vera það.“ „Alveg rétt. En þetta tekur enda með skelf- ingu ef þú heldur áfram að snuðra upp á eigin spýtur eins og hingað til. Gleymdu ekki þessu dularfulla símtali." „Það var ekkert dularfullt." Og skjárinn á Bill smátognaði meðan hún var að segja honum að hún vissi hver hefði símað, því að það hafði Dolly sagt henni. „Svo að þér er best að snúa þér til mín, ef þú þarft á upp- lýsingum að halda,“ sagði hún að lokum. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- HERBERTSprent. ADAMSON Adamson vinnur „knallandi“ sigur í skotkeppni. N

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.