Fálkinn


Fálkinn - 03.09.1954, Page 8

Fálkinn - 03.09.1954, Page 8
8 FÁLKINN MARY JAMES: Piparsveinn í hættn LÓRA var að taka til eftir hana systur sína — eins og vant var þegar Caroline kom í heimsókn. Hún tíndi saman allt smádótið sem hún hafði gleymt, og stakk því ofan í skúffu. George skyldi ekki þurfa að verða ergilegur út af því, og kalla Caroline „subbu“. Flóra skildi vel hvernig Caroline leið. Ýmist var hún á fremsta hlunn með að verða hamslaus af ást — eða þá í miðju trúlofunarstandi — eða að jafna sig eftir alvarlegt skipbrot i ástum. Caroline öfundaði Flóru óskaplcga, því að eldri systirin hafði fengið allt það, sem hún óskaði sér sjálfri: mann, heimili og — barn i vonum. Fengi Caroline tœkifærið skyldi lu'in verða góð og duglcg eiginkona. Hún var ekki aðeins lagleg heldur var hún líka mjög kunnandi í matargerð. Þetta sagði Flóra við George, en hann gerði ekki annað en urra eitt- hvað. Hún er alltof lagleg, hélt Flóra áfram. — Það er það, sem að er. Karl- mennirnir skilja ekki að bak við fal- legt andlit leynast oft aðrir kostir. Þeir geta ekki hugsað sér Caroline sem hamingjusama og ánægða hús- móður i eldhúsinu að steikja og sjóða. Systurnar voru oft saman þennan tíma sem Flóra gekk með barnið. Þegar þær töluðu um barnið kölluðu þær það „Gúlinn“, og George varð mál- laus af skelfingu þegar hann lieyrði það. Flóra hafði viðað að sór fjölda bóka um barnameðferð og uppeldi. En það voru svo margar mismunandi ráðlegg- ingar um sama hlutinn, að henni fannst hvað rekast á annað og allt vera áhættusamt. — Það er best að bíða og sjá hvers konar barn þú eignast, sagði Caroline, — og svo tekur þú þann leiðarvísir- inn sem best á við. Eitt kvöldið eftir að Caroline hafði verið í tennis kom liún inn til Flóru með skilaboð frá George um að hann hefði tafist og kæmi ekki heim á venjulegum tíma. Þelta var heitur sumardagur, og Flóra var þreytt og fannst liún vera lasin. — Æ, Caroline, þú ert svo yndislega mjó og þú ert ekki að kvasast úr hita, sagði hún. — Ég held varla að ég verði nokkurn tíma grönn aftur. Eg kemst sjálfsagt ekki lijá að fá mér nýjan kjól undir skírnina. — Skírnina, já, sagði Caroline. — Ég hefði gaman af að halda undir skirnina. Flóra varð himinlifandi yfir þvi. — Já, ekki skal ég amast við því. En þá er að finna viðeigandi skírnarvott. — Jeff Stanton, kannske, muldraði Caroline. — Hver er það? Caroline brosti. — George getur sagt þér það. Hann er nýkominn í nágrennið. George kynntist honum í stríðinu og er stórhrifinn af lionum. Ég get aldrei fyrirgefið George að hann kynnti mig honum sem „yndis- lega, en dálítið brenglaða mágkonu sína“. Sannast að segja, Flóra, er Jeff Stanton myndarlegasti maðurinn, sem ég hefi nokkurn tíma kynnst. — Maður sem þú gætir orðið ást- fangin af, kannske? Það kom dreymandi blær á andlitið á Caroline. — Ég er ástfangin af hon- um. Hver einasta ung stúlka með full- um sönsum lilýtur að verða ástfangin af honum. LÓRA spurði George um Jeff Stanton nokkru siðar, eftir að Caroline var farin. — Hver er hann? Hann er engill í augum Caroline. George sogaði djúpt að sér úr sígar- ettunni. — Mesti myndarmaður. Ég hefi ekki boðið honum hingað af þvi að ég hélt að þú vildir ekki sjá nýtt fólk eins og sakir standa. En undir eins og barnið er fætt bjóðum við honum í miðdegisverð. Hann hnyklaði brúnirnar og sagði hugsandi: — Flest- ar ungar stúlkur verða ástfangnar af Jeff. Hann er ánægður með að vera piparsveinn. Segir alltaf að liann sé orðinn vonlaus um að finna unga stúlku, sem hann langi til að binda trúss við það sem eftir er ævinnar. — Mér finnst af þessu að hann hljóti að vera sjálfbirgingur, sagði Flóra. — Hægan, hægan, góða min, þú mátt fckki komast i æsing eins og ástatt er fyrir þér. Bíddu þangað til þú kynn- ist honum. — Við Caroline vorum að tala um skírnina, sagði Flóra. — Mig langar til að hún haldi undir skírn. Kannske þessi dásamelgi vinur þinn vilji verða skirnarvottur? Um leið og hún sagði þetta datt henni i hug, að kannske mundi Jeff Stanton skipta um skoðun í hjóna- bandinu ef liann sæi Caroline standa við skirnarfontinn með barn í hönd- unum. Tíminn leið og sú kom tiðin að „Gúllinn“ varð ekki dulnefni heldur spriklandi hvítvoðungur, sem kallaður var mesti fjörkálfur. Jeff Stanton var boðið i miðdegis- verð mánuði síðar. Caroline var boð- in líka. Hún var glæsileg ásýndum, og Flóra tók eftir að Stanton hafði varla áugun af lienni. — Drengurinn á að liaita Sebastian, sagði Flóra hreykin. Caroline saup liveljur. Jeff brosti. — Hvað er að? muldraði George. — Fellur ykkur ekki nafnið? — Mér finnst það dálítið — þungt í vöfunum, sagði Jeff. . — Mér finnst það hræðilegt nafn, sagði Caroline. — Ég held áfram að kalla hann „Gúlinn“. — Kalla liann hvað? spurði George ógnandi. Flóra flýtti sér að miðla málum. — Hann heitir Sebastian. Mér þykir það fallegt og það þykir George líka. Sebastian liagaði sér aðdáanlega í kirkjunni. Hann sofnaði og svaf áfram í samkvæminu á eftir. Jeff vék aldrei hársbreidd frá Caroline, og allt virtist ganga eftir áætlun. Nokkrum dögum siðar hringdi Jeff og bauð Caroline út með sér. En þessir samfundir lieppnuðust ekki vel. Jeff lét í Ijós skoðanir á hjónaband- inu, sem auðsjáanlega voru til þess ætlaðar að Caroline gerði sér Ijóst, að liann ætlaði aldrei að giftast. — Ég held að fyrirmyndarhjóna- bandið sé spunnið úr mörgu óliku, sem blanda verður saman í réttum hlutföllum — alveg eins og góð kaka. Þú tekur ást, gleði, jag og vonbrigði og lirærir þessu saman og setur það i ofninn í hæfilegan hita, og þá verð- ur kakan góð. — En jjetta er afar- mikill vandi. Caroline dæsti. Ég get bakað bestu kökur. Það er auðvelt þegar maður hefir leiðarvísirinn. Hann hristi höfuðið. •—• Ég mundi reynast illa. Sem eiginmaður mundi ég verða óþolandi — ]jað yrði engum kvenmanni líft með mér í hjónaband- inu. Ég þekki sjálfan mig. Caroline varð ergileg. — Enginn þekkir sjálfan sig til fulls. Hann hló og tók i höndina á henni. — Hvernig er ástatt með þig? Hvern- ig kona mundir þú verða? spurði hann ertandi. Hún horfði fast á hann. — Ég nnindi verða ágæt kona, sagði hún rólega. Hún óskaði að hún væri ekki ást- fangin af honum. Hann var svo slciþ- ur — svo sjálfsviss og mikill sjálf- birningur. SEBASTIAN var níu mánaða. George sagði að nú væri mál til komið að Flóra létti sér eitthvað upp. — Við för- um út að dansa á laugardagskvöldið, og þú verður að ná í einhverja til að vera hjá Sebastian, sagði hann. Flóra hringdi til Caroline. Caroline hugsaði sig ekki um nema augnablik, svo sagði hún glöð: — Eins og ég vilji ekki vera hjá Sebastian! Ég kem um sexleytið og svo þarftu ekki að liafa áhyggjur af snáðanum það sein eftir er kvöldsins. Hún vildi fyrir engan mun segja Flóru að Jeff hafði boðið henni heim til sín þetta sama kvöld. Hann ætlaði að bjóða henni að borða og sýna henni hve fær hann væri í matargerð. Caro- line hafði í tvo daga verið að borða sig sundur og saman um livort hún ætti að fara. Ilenni hafði sýnst á Jeff sem hann teldi það sjálfsagt að liún væri laus og liðug og langaði til að koma. Það væri gott að láta hann sjá að hún væri ekki alltaf tagltæk .þó að honum þóknaðist að bjóða henni heim. Það var blátt áfram skylda hennar að vera lijá Sebastian, og hún ætlaði ekki að síma til Jeff og biðja hann um að liafa sig afsakaða fyrr en hann hefði búið til matinn. Þá yrði hann að borða allan sinn mat einn. Og hvcr veit nema liann vaknaði þá til umhugsunar. Þegar Flóra lauk upp fyrir systur sinni ljómaði hún af gleði og eftir- væntingu. Ég liéfi gengið frá mat handa drengnum ef ske kynni að liann yrði óvær. Við komum aftur kl. tiu. Það eru þurrar bleyjur yfir ofnin- um í eldhúsinu, og talkúm í baðklef- anum .......... Fyrsti klukkutíminn leið friðsam- lega. Caroline sat í sófahorninu og lagaði á sér neglurnar og lilustaði á útvarpsleikrit. Hún hafði ekki símað til Jeffs ennþá. Það var komið að liáspennunni í leiknum þegar Sebasti- an rak upp öskur. Caroline afréð að láta sem hún heyrði það ekki. En öskr- ið varð að samfelldu orgi. Hún fór upp á loft. — Svona, svona! sagði hún. Hann var blár af vonsku og kreppti litlu linefana. Yfirsænginni hafði hann sparkað af sér. — Svona, nú skulum við vera ró- leg, sagði hún og tók hann upp. Hann starði hissa á hana sem snöggvast, svo þagnaði hann. Hún sá sjálfa sig í speglinum. Það var falleg og fræðandi

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.