Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1954, Page 6

Fálkinn - 08.10.1954, Page 6
6 FÁLKINN FRAMHALDSGREIN. KVENHETJAN FRÁ ALASKA ERFIÐ SJÓFERÐ. : 10 HROLLKALT! — Hún er harðger þessi unga stúlka, sem býður vetrar- Uuldanum byrginn og fer niður í fjöru til að þvo sér. Vonandi hefir hún gaman af því. BURT MEÐ FINGURNA! — í Wor- cester í Englandi hefir bærinn byggt upp heilt hverfi íbúðarhúsa, fallegar húsaraðir með litlum garði fyrir fram- an. En nú hefir bæjarstjórnin ákveðið að þessir garðar skuli hverfa en ofur- lítill grasblettur vera fyrir framan húsin í staðinn, því að þá sýnist gatan breiðari og húsin njóta sín betur. Fá húseigendur smávegis skaðabætur fyr- ir að missa garðana. En þeir hafa ekki allir tekið þessu þegjandi, t. d. verk- fræðingurinn, sem hefir sett upp svo- látandi tilkynningu við húsið sitt: „Burt með fingurna frá garðinum mínum, skriffinnsku-sléttirekurnar!“ KYRR! — NÚNA! — Vitanlega vill skemmtiferðafólk láta taka mynd af sér þegar það kemur í fyrsta — og kannske eina skiptið í nýja borg. Hér er einn af „hraðljósmyndurunum“, sem verður við þessum óskum á Ráð- hústorgi í Kaupmannahöfn. ÞETTA ER sjötti dagurinn, síðan ég lagði upp í ferðina til Grand Fall víkur. Nú er ég komin aftur heim í skálann, dauðþreytt og uppgefin — en heil á húfi. Guði sé lof fyrir það. Það var fagur vetrarmorgunn, er ég fór frá skálanum. Aðeins tveggja þumlunga snjór hafði fallið um nótt- ina. Loftið var kyrrt, ferskt og yndis- legt. Mér fannst unaðslegt að vera komin út undir bert loft og ég tengdi miklar vonir við ferðina. Það var ekki nærri því hálffallið að, þegar ég lagði af stað, svo að ég varð að berjast gegn straumþunga aðfalls- ins fyrir höfðann. Eftir það sóttist róðurinn létt um hrið. Kænan tók að leka smátt og smátt. Hún var ekki eins þétt og ég hafði búist við. Auk þess ágerðist verkurinn i síðunni og kuldinn sótti á fótinn að venju. Samt var ég ákveðin i að gefast ekki upp. Þess vegna reyndi ég að skeyta ekki um kuldagn og sársauk- ann. En það leið ekki á löngu, uns ég sannfærðist um vanmátt minn. Ég varð að hvíla mig og það þurfti að ausa bátinn. Við hverja hvíld varð mér kaldara, ég var næstum því stirð af kulda, og kænan hélt áfram að leka o.g hana rak nú í áttina til skálans á strönd- inni. Ég reyndi að taka spretti öðru liverju og röa mér til liita, cn loks kom að því, að ég gat ekki róið lengur. Það var ekki annað fyrir mig að gera en róa til strandar — stytztu leið — og gera eld. En hve ég óskaði þess heitt, að ég hefði haft viðarkubba meðferðis. Og hækjunnar saknaði ég mjög. Með loppnum höndum tíndi ég dauðar elriviðargreinar, ruddi snjón- um af litlum bletti og gerði eld. MEÐAN ÉG bvíldist og hitaði mér, velti ég því fyrir mér, hvernig ég gæti dregið úr sársaukanum í fætinum. Ef ég hefði meiri hlýju á honum, mundi þetta vandamál leysast sjálfkrafa. Ég ákvað að fara úr sokknum á betri fæt- inum og klæða þann lakari í hann. Ég var komin úr skónum og öðrum sokknum, sem ég liélt yfir eldinum, þegar ég heyrði í vélarskelli. Ég varð uppvæg. Báturinn gæti farið og skilið mig eftir. Eg lagði af stað niður að kænunni skólaus, en sneri síðan við til þess að fara í þá. Það var erfitt að komast i þá í einu vetfangi. Ég reimaði þá ekki að mér, heldur lét þá lappast við mig. Hanskarnir mínir! Við eldinn. ÉG RERI af öllum lifs og sálarkröft- um, en kænan var ]ning, því að mikill sjór komst brátt í liana. í fyrstu skeytti ég ekkert um það, en brátt varð ég neydd til að ausa bátinn, því að hann var farinn að taka hættulegar dýfur, ef hreyfing komst á hann. Ég var gröm yfir þéssari töf, en gat þó ckkert við því gert. Vélaskellirnir bárust alltaf til eyrna mér. Ég heyrði meira að segja hróp i manni. Samt var ég ekki komin á móts við höfðann. Ég reri og reri og bað guð að misk- unna sig yfir mig. Mínúturnar liðu i miklum kviða og æsingi. Mér fannst það taka eilífðartima að komast fyrir höfðann. Hijóðið var nær og nær. Vél- in stundi. Ég beit á jaxlinn og lagðist á árar. Eg var senn komin fyrir nesið — að- eins örfá áratog mundu nægja. Loks komst ég fyrir hinn langþráða liöfða. Bátur kom innan úr víkinni og fór í stóran boga. í eftirdragi var timburfleki í stuttu togbandi. Tveir menn voru um borð, og ann- ar þeirra var Sam. Sam blessunin. Hve innilega mér þótti vænt um Sam á þessu augnabliki. Eg sá hann fara aft- ur á bátinn og huga að tóginu. Ég kallaði, en rödd mín var ekki máttugri en músavæl. Eg stóð upn og veifaði höndunum, dró djúpt að mér andann og æpti eins hátt og ég gat. Það var talsverður sjór í kænunni og hann valt hættulega. Ég riðaði á fótunum og gerði mér nokkra grein fyrir þeirri hættu, að báturinn gæti sokkið, en ég skeytti ekki um hana vegna þeirrar hættu, sem mér stóð meiri ógn af —: að Sam færi án þess að sjá mig. Eg varð að liætta lífinu til að bjarga því. Eg veif- aði og kallaði, þangað til röddin brást mér og þrótturinn bilaði. Þá gat ég ekki lengur horft á bátinn fyllast af sjó. Eg varð að ausa hann — og ausa fljótt. Sam var kyrr aftur á og leit aldrei af flekanúm. Annar maður kom upp á þiifar. Sam sneri sér við og gekk til hans. Þeir voru alls þrír þarna um borð. Stutta stund virtust þeir rabba saman um eitthvað, en síðan fór einn inn í stýrisliúsið aftur. Þeir liöfðu ekki orðið mín varir. Þarna var ég, ekki hálfa mílu í burtu, æpandi og kallandi á þá í von um, að þær tækju mig með sér. ÉG VEIFARI austurstroginu í örvænt- ingu, stóð upp á þóftunni og æpti. Ekkert skeði frekar nema ]>að að þriðji maðurinn kom á ný út úr stýris- húsinu, og þeir fóru allir í sameiningu að bisa við eitthvað um borð, senni- lega akkeri. Ég hrópaði og kallaði, en allt kom fyrir ekki. Þeir sáu mig ekki. Það var litill skriður á bátnum, svo að ég hélt, að ég gæti ef til vill náð honum með því að setjast undir árar á ný. Ég reri lífróður um stund — til þess að bjarga mér og barninu, en það erfiði var unnið fyrir gýg. Eg stóð upp á þóftuna enn einu sinni og öskraði eins hátt og ég gat, en ópin dóu út skammt fyrir utan borðstokkinn. BÁTURINN hélt áfram, sveigði fyrir eyjuna og var brátt úr augsýn. Sam stóð aftur á eins og negldur við þil- farið. Ég varð ævareið. Ef ég liefði liaft byssu, hefði ég skotið þá allá. Þessir heimskingjar — að fara burt án þess að líta kringum sig! Þeir litu aldrei í áttina til mín, sem yar svo mjög hjálpar þurfi. Eg var svo reið, að ég blótaði þeim í sand og ösku. Ég hætti ekki fyrr en ég var orðin hás. Þá hafði ég ausið úr mér öllum þeim ókvæðisorðum, sem ég hafði heyrt um ævina — og bætti auk þess við nokkrum af eigin framleiðslu. Ég óskaði þess jafnvel, að dráttartaugin úr flekanum slitnaði og þeir misstu allt timbrið. Eg steytti hnefann í átt- ina til bátsins, er hann livarf úr aug- sýn. Þegar hann var horfinn, settist ég niður og fór að gráta. Það voru tár örvæntingarfullrar reiði og ráðþrota. Ég lá samt ekki lengi í gráti. Lek- inn á kænunni minnti mig allt í einu á það, að ég var lifandi og óskaði ekki eftir neinni breytingu á því. Þegar báturinn með mönnunum var horfinn, varð mér Ijóst, að leiðin til lífsins var önnur. Skálinn á ströndinni var mitt athvarf enn sem fyrr. Þangað varð ég að komast hið fyrsta. Ég reri hægt til strandar, og bátur- inrf færðist hægt og hægt nær landi. Eg komst aftur til staðarins, þar sem ég hafði gert eldinn. Hann var ekki alveg útkulnaður. Reyk lagði ennþá upp af eldstæðinu. Hvers vegna höfðu ekki mennirnir tekið eftir reyknum? Bjánarnir! MEÐ UPPÁHALDSKÚNA. — Kristín fór í fallegustu blússuna sína þegar átti að ljósmynda hana með bestu kúnni á bænum. Og vitanlega varð kýrin að vera fín líka, og þess vegna fékk hún að vera með mislit ennis- bönd.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.