Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1954, Síða 9

Fálkinn - 08.10.1954, Síða 9
FÁLKINN 9 hann grunaði ekki undir niðri, að eitthvað sé milli mín og þín. — Hefir hánn minnst nokkuð á það? — Nei, það hefir liann ekki, — Hann liefir ekki einu sinni hug- mynd um hve yndislegri konu liann er kvæntur, Gertrud. Þér er óhætt að trúa því. Allt i einu hafði hann faðmað mig að sér, og ég liafði ekki þrek til að spyrna á móti. Eg svaraði kossum hans, glcymdi öllu kringum mig — ég var i sæluvímu. — Hlustaðu nú á hverju ég sting upp á, sagði Magnús. — Ég á systur, sem á heima í höfuðstaðnum. Eg skal meðganga að ég hefi skrifað henni og sagt henni hvernig ástatt er um okk- ur. Hún tekur á móti þér opnum örm- um. Hún lætur fara vel um þig, og hjá henni færðu þá hvíld og ró sem þú þarfnast. 'Þú getur verið hjá henni þangað til búið er að ráða fram úr öllum vanda. Ég ætla að tala við manninn þinn. Já, þú getur skrifað honum bréf, en ég vil ekki að þú standir augliti til auglits við hann þegar þetta verður útkljáð, jafn van- stiltur og hann er á geðsmununum núna. Hann væri vís til að — að leggja hendur á þig. Eg skal ekki hætta fyrr en þið hafið fengið skiln- að, ég á kunningja hér í bænum, sem er málaflutningsmaður. Hann sér um þetta allt. Rétturinn er tvímælalaust þín megin. Hve þetta var freistandi! Ég var í sterkum faðmi Magnúsar, heyrði joessi fallegu orð við eyrað á mér — orðin sem loksins bentu mér á leiðina til mannsæmandi tilveru á ný. Eg stóð með lokuð augun og hlustaði — sæl af hamingju. — Þú skalt fá frest til morguns til að hugsa um þetta, Gertrud, sagði Magnús. — Þetta er mikilsvarðandi ákvörðun, hún gildir alla ólifaða ævi ])ína, og ég vil að málið sé vel liugsað. Erum við sammála um það? Hann kýssti mig kveðjukoss og ég fór upp í herbergið mitt. Hugur minn var á fleygiferð. Hafði ég rétt til að gera þetta? Hvernig mundi fara fyrir Rolf ef ég færi frá hönum fyrir fullt og allt? Ég vissi nefnilega, að þó undarlegt mætti virð- ast þá þótti honum vænt um mig, undir niðri — að minnsta kosti þótti honum ekki vænt um neina aðra manneskju — nema þá sjálfan sig. Tímarnir liðu óg mér var ómögulegt að sofa. Eg átti eftir að þola mikið illt og leiðinlegt. Ég vissi að Roif mundi ekki láta undan með góðu, þvi að upp á síðkastið hafði ég verið iion- um talsvert góð tekjulind, þegar hann stóð uppi ráðalaus og vantaði pen- inga. Loksins kom Rolf, löngu eftir mið- nætti. Það kann að vera að ég hafi sofið um stund, að minnsta kosti hrökk ég upp með andfælum, því að hann rak sig á stólana og rápaði um og masaði. Ég kveikti ljós og sá þegar að hann var mikið drukkinn. Hann var hlóð- ugur á annarri kinninni, og blóðið hafði runnið niður ó flibbann. Það var hræðilegt að sjá hann, með blóð- hlaupin augu og blágráan í andliti. Ég fór á fætur og fór i morgunkjól. — Rolf! sagði ég hvasst. — Hvar hefirðu verið? Hvað hefirðu gert? — Segðu ekkert! Ég verð að fara hurt. Fljótt! Hvar er litla handtaskan? En ég lét ekki undan, tók í hand- legginn ó honum og hristi liann. — Þú verður að segja mér hvað er að. Hvers Þegar Aga Khon vir rœndor vegna verður þú að fara eins og þjófur? Hefirðu verið i áflogum — liefirðu — drepið einlivern? í sömu svifum var barið hart á hurðina, sem var ólæst, og tveir lög- reglumenn komu inn í lierbergið. — Rolf Berg? spurði annar. Rolf kinkaði kolli þegjandi. — Þér verðið að koma með okkur, sagði annar lögreglumaðurinn. Rolf var auðsveipur eins og barn. Hann fór, andmælalaust. Annar lögregluþjónninn' sneri sér afsakandi að mér: — Þér verðið að reyna að taka þetta ekki nærri yður, sagði liann. — Það er ekki vitað enn- þá hvor átti sökina. ORGUNINN eftir fór Magnús á lögreglustöðina til að spyrjast fyrir um málið. Og hann kom ekki með góðar fréttir aftur. — Ég hugsa að Rolf hafi gleymt að segja þér, að hann hætti vinnunni í fyrri viku, sagði hann. — Siðan hefir hann verið að flækjast á kaffi- húsum og með alræmdum hilljard- bófum. í gærkvöldi gekk illa fyrir honum. Hann tapaði þvi litla sem hann átti, og setti vindlingaliylkið sitt að veði. Hann tapaði því líka og þá sleppti liann sér alveg. — Ó-já, sagði ég. — Þetta var verndargripurinn hans. Svo urðu slagsmál og Rolf sló manninn niður. Hann iiggur á spítal- anum og enginn veit ennþá hvort hann hefir það af. Þess vegna verða þeir að hafa Rolf í gæsluvarðhaldi næstu daga. Og á lögreglustöðinni töldu þeir sjálfsagt, að hann yrði að fara á drykkjumannahæli, því að annað dygði ekki. En — nú, Gertrud? Nú efast þú varla lengur um livað ])ú átt að gera? — Þú átt við .......? — Ég hefi keypt járnbrautarfar- miðann, lestin fer klukkan hálf sex. Skrifaðu Rolf nokkrar línur, hann fær þær í fangelsið í fyrramálið, og láttu mig svo um liitt. — Ég var lömuð eftir þetta sem ég hafði heyrt. En ég skrifaði Rolf bréfið — það var ekki langt. Þegar ég var sest i járnbrautarlest- inni kom loksins ofurlítil ró yfir mig, og mér fannst ég geta liugsað aftur. Það er þá allt húið milli okkar Rolfs, hugsaði ég með mér. Eða — er það? Get ég slitið mig frá manni og fortið, sem ég elskaði einu sinni? Hvað hafði ég eiginlega gert? í huga minum var þetta alltaf á sveimi: „Rotturnar flýja sökkvandi skip ....“ Væri það ekki mannúðlegra — sam- úðarfyllra — ef ég biði, þó ekki væri nema nokkrar vikur? Þangað til Rolf væri kominn úr sárustu kvölunum? — Æ, nei, hugsaði ég svo. Öll þessi hræðilegu ár. Hérna, alein í klefan- um gat ég loksins viðurkennt fyrir sjálfri mér hve hræðilegt hjónaband mitt hefði verið. Og sama sagan mundi endurtaka sig aftur — alveg eins og áður. Nei, ég þoldi það ekki. Þessu varð að ljúka. Lestin brunaði áfram. Alll í einu varð þráin eftir Magnúsi svo sterk, að mér fannst ég ekki geta afborið hana. Ég reyndi að hagræða mér betuv í sætinu, lesa í blaði .... En ég gat ekki lesið, og ekkert að sjá þó maður horfði út um gluggann, þvi að dimmt var úti og regndroparnir blinduðu rúðuna. En allt í einu fannst mér ég sjá annað á rúðunni — merkilega spegilmynd, lifandi mynd, og það var eins og hún vildi tala við mig. Það Enn mun það mörgum i fersku minni að hin franska kona eða „Begum“ Aga Khans var rænd gimsteinum sínum, um 9 milljón króna virði, skanunt frá Cannes i ógúst 1949. Um -tveir ])riðju af gimsteinunum komu í leitarnar aft- ur, en þriðjungurinn er ófundinn cnn. Þegar Begum var á ferðalagi hafði hún jafnan gimsteina sína með sér í lítilli tösku, sem hún hafði ýmist í hendinni eða í fanginu. Svo var og þann 4. ágúst 1949, er einkaritari henn- ar var með þeim hjónunum í bíl ó leiðinni frá bústað Aga Khans fyrir ofan Cannes og niður í borgina. Þau ætluðu að fljúga þaðan til Deauville til þess að vera á veðreiðum og sjá gæðinga furstans. Um leið og þau lögðu af stað frá bústaðnum sáu þau mann ó hjóli skjót- ast beina ieið niður brekkuna, en bíl- vegurinn lá i stórum boga. Þegar bíll- inn kom niður fyrir beygjuna stóð svartur Citroenbíll þar á miðjum veg- inum, svo að bíll Aga Khans komst ekki framhjá, og út úr bílnum komu þrír menn allir eins klæddir og með alpahúfur og sólgleraugu. Sá fremsti var með vélbyssu, sem hann miðaði á Aga Khan og sagði: „Engan mót- þróa!“ Annar maðurinn skar sundur barðana ó bíl furstans en sá þriðji opnaði bifreiðina. Aga Khan rétti fram vasabókina sina og Begum handtösk- una, en bófinn skeytir þvi ekki. Hann var ekki andlilið á mér — heldur á Rolf. Það var hjálparvana, örvænt- ingarfullt andlit, i ýtrustu neyð. Hvað mundi verða — þegar hann læsi hréf- ið mitt í fyrramálið? í fangelsinu. Ilvernig gat ég gert nokkurri mann- eskju svona illt? Hafði ég leyfi til þess. Lestin nam staðar ó smóstöð, og áður en ég vissi af var ég komin út á stéttina i ausandi rigningu. Mér var sagt að lestin til baka kæmi eftir hálf- tima. Og svo stóð ég á ný i anddyrinu á gistihúsinu og hitti Magnús. Ég var svo þreytt að mér fannst ég ætla að hniga niður. Hann fór með mig inn á skrifstofuna. — Ég gat þetta ekki, Magnús, stundi ég. — Mér var það ómögulegt. Við verðum að senda í fangelsið og ná i bréfið aftur. Ég get ekki yfirgefið liann einmitt núna, skilurðu. Mér var svo mikið í hug að ég tók ekki eftir andlitinu á Magnúsi. Hann tók um báðar hendur mér. — Sittu kyrr, Gertrud, sagði hann. — Þetta fer allt vel. Ég lofa þér því. Nú þarftu aldrei að kvíða framar. — Hvað áttu við? — Hann ........ Allt er úti. Hann fyrirfór sér i fangelsinu i dag. Ég var að frétta það áðan. Jó, svona er það. Það hefir riðið honum að fullu að vakna aftur með allt þetta hræðilega sem gerðist í gær, i endurminning- unni. Þér hefir aldrei skilist hve forfallinn drykkjumaður hann var. Þú veist ekki hvernig slíkir ólánsmenn hugsa þegar þeir eru í öngum sínum, sérstaklega þegar þeir fá ekki nokk- urn dropa til að sefja taugarnar með. Hvílíkar kvalir þeir hafa, af iðrun og kvíða ...... Kannslce fór best sem fór, ekki aðeins fyrir okkur, lieldur líka fyrir hann sjálfan. Úr því að Framhald á bls. 10. hefir aðeins hug á leðurtöskunni, sem hún er með í fanginu og hana þrífur hann og síðan flýta bófarnir þrír sér inn í bílinn sinn og innan skannns er hann kominn í hvarf í áttina til Cannes. Þetta gerðist allt á einni mínútu. Aga Khan er dálitla stund að átta sig en svo halda þau þrjú ófram gangandi heim til sín og innan stundarfjórð- ungs hefir lögreglan i Cannes fengið að vita um ránið. Lögreglan lokar öll- um þremur vegunum frá Cannes og vörður er settur á flugvöllinn. En lög- reglan ó ekki hægan leik, því að 3. hver bíll í Frakklandi er svartur Citroen. Og Aga Khan gat ekki gefið greinilega lýsingu á ræningj- unum. Hins vegar ótti hann ijós- myndir af steinunum, sem hægt var að þekkja þá af, nema þeir væru hlutaðir í sundur og seldir i nýrri mynd. Eftir nónbil sama dag fann lögregl- an Citroenbíl með númeri, sem átti heima á Peugeotbíl, sem stolið hafði verið nokkru áður. Þar náðust fingra- för og smíðanúmer lireyfilsins og vagnsins. Var simað til vagnaskrár lögreglunnar og reyndist bíllinn vera eign flugmanns sem hét Pierre Del- orme og var frá Marseille. Hafði vagn- inum verið stolið frá lionum fyrir hálfu ári. Delorme komu til Cannes og skoðaði bílinn og þekkti hann, og gat upplýst að skipt hafði verið um kerti í honum og nýr rafgeymir settur i hann. 10. ágúst fannst maðurinn, sem selt hafði rafgeyminn. Hann gat upp- lýst að kaupandinn væri bílstjóri, sem kallaður væri „Bepc“. Lögreglan hafði uppi í honum og liann kvaðst hafa selt rafgeyminn manni sem liann þekkti og kallaður væri „Stóri Roger“. En hann var horfinn ásamt vinstúlku sinni, Renée Remy, þegar lögreglan kom heim til hans. Var nú birt mynd af Stóra Roger i helstu blöðum Ev- rópu. Jafnframt var fjöldi- manna tekinn og yfirheyrður, ef líkindi þóttu til að þeir þekktu Stóra Roger. Og bílstjóri Aga Khans var látinn skoða þá, ef ske kynni að liann þekkti þá aftur, sem einhvern hinna þriggja ráns- manna. Loks náðist maður 5 mánuðum síðar, sem bílstjórinn þekkti sem þann hinn sama, sem lirifsað hafði töskuna af Begum. Hann hét Francois Sanna og játaði allt. Stóri Roger hafði setið við stýrið í bilnum, Jacques Bendetti hét sá sem hafði skorið ó barðana Paul Mondolini só sem hafði ógnað með vélbyssunni, en sjálfur hafði hann hirt gimsteinatöskuna. Þeir náðust allir á næstu þremur tímum og meðgengu, en kváðust hafa unnið verkið fyrir aðra. Aðalmaðurinn hét Paul Lecca og liann hefði fengið gimsteinana. Ilann var alræmdur smyglari. En þegar lögreglan spurði liver hefði njósnað um hús Aga Khans sprakk ný blaðra. Maðurinn hét Lindsay 'Wilson, einn lielsti sam- kvæmisherrann í Cannes og góðvinur flestra höfðingjanna þar. Skoskur að faðerni en átti franska móður. Nokkru síðar var hringt til lögregl- unnar um að vitja bögguls, sem lægi við dyr lögreglustöðvarinnar. Þar voru gimsteinar fyrir rúmar 5 milljón- ir króna. En afgangurinn af gimstein- unum hefir ekki fundist ennþá. Og Lecca ekki helduy. *

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.