Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1954, Qupperneq 10

Fálkinn - 08.10.1954, Qupperneq 10
10 FÁLKINN St rítlur Eðlilegt málverk. Heimsmeistarinn í svigi þarf að ná í járnbrautarlestina. — Þetta er eitthvað sem hann hefir séð í kvikmynd! — Viljið þér gera svo vel að slökkva á öllum hinum lömpunum svo að ég sjái hvernig birtan er af þessum! ÉG GAT EKKI FLÚIÐ. Frh. af bls. 9. hann tók þetta örþrifaráð, liefir hann líklega gert sér ljóst að honum væri engin bjargar von. — Og þú ert viss um að liann fékk ekki bréfiS mitt ......? — Já, það er hérna. Ég tók þaS með mér þegar ég fór þaðan. Þú Iiefir ekki gerl neitt rangt, Gertrud, þú þarft einskis að iðrast. Þvert á móti — þú snerir meira að segja aftur .... Þessi orð hughreysta mig núna. Ég er stödd hjá systur Magnúsar og verð hér fyrst um sinn. Mér liður svo vel og ég er svo róleg núna. Björt fram- tíð blasir við...... í Bruxelles er farið að framleiða varalit með áfengisbragði. Það eru curacao- og koniakslitirnir, sem ganga best út. Á drykkjustofu einni í New York er auglýsing um að mönnum sé bannað að tala um stjórnmál eftir að þeir hafa drukkið fjögur kokkteil-glös. Wayne Hutton í Kansas, sem vinn- ur næturvinnu, fékk skilnað frá kon- unni sinni vegna þess að hún heimt- aði að hafa 36 kanarífugla og tvo hunda í svefnherberginu. Það mundi taka 50 milljón ána- maðka fimmtíu ár að bylta jafn mik- illi mold og bóndi getur bylt með plóg á einum degi. Á siðustu tuttugu árum hefir sólar- hitinn aukist um einn fjögurhundrað- asta part. I Stóra-Bretla'ndi eru búnir til ná- lægt 300.000.000 blýantar á ári. I nýfæddu barni eru 1.000.000.000 frumur. Ástæðan til þess að þunga vatnið svo- nefnda er svo dýrt er sú, að þrjú tonn af venjulegu vatni þarf tit að fram- leiða 30 gr. af þungu vatni. Á tveimur stöðum i heiminum er til hjartartegurid, sem hefir vígtennur. Þessir tveir staðir eru í Kóreu og Kina. Merkúr er minnsta reikistjarnan í sólkerfinu. Hún er aðeins 15.000 km. ummáls, eða litlu stærri en tungliö. Frelsisstyttan fyrir utan New York er stærri en menn gera sér i hugar- lund. Til dæmis er þumalfingurinn á henni meiri en einn metri ummáls. í Mexico er bannað að hafa útvarps- tæki i Icigubifreiðum. Hagskýrslurnar sýna að slys eru algengari hjá karlmönnum en konum. Á aldrinum 20—38 deyja fleiri menn af slysförum en af sjúkdónmm. Orgelið er það hljóðfæri, sem getur framleitt flest afbrigði af yfirtónum. PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd: Nilli sækir Trillu, hvolpinn sinn. Þau ætla i sirkus. — 2. mynd: — Sjáðu hvað Trilla er dugleg. Hún getur staðið á afturfótunum. — 3. mynd: — Við förum til Marenar og Lóru. Kannske koma þær í sirkus líka. — 4. mynd: Maren segist vera of gömul, en Kisa vill koma. — 5. mynd: — Nú ætla ég að telja hve mörg við erurn: 1-2-3-4-5. Svona mörg! — 6. mynd: — Hérna er vatn, hrópar N'illi. — Langar þig til að baða þig, Trilla. — 7. mynd: — Sæktu þá þessa spýtu, ég hendi henni langt út í vatnið. — 8. mynd: En hvaða skepna er þetta? Trilla hefir aldrei séð hana fyrr. Vitið þér...? að hægt er að draga úr reykjar- svælunni frá stórum eimreiðum? Þetta skiptir mjög miklu máli í stór- borgunum, þar sem eimreiðafjöldinn veldur mikilli reykjarsvælu kringum járnbrautarstöðvarnar — i ofanálag á allan reykinn frá kolakyntum húsum. Aðferðin til að draga úr eimreiða- reyknum er tiltölulega ný. Er hún í því fólgin að eldstæðið í eimreiðunum er gert miklu lengra en áður var og með því fæst, að kolin brenna nær al- veg til ösku, því að með þessu móti kemst það, sem brennanlegt er, síðar út í reykháfinn en áður. En það er einmitt óbrunnið koladust sem mynd- ar mestan reykinn. að almanökin voru í fyrstu stjórnarspártöflur? Þessar dagatöflur voru i gamla daga skráðar af hirð-stjörnuspámönnum þjóðhöfðingjanna og færðar þeim um hver áramót. Af spám þeim sem ráðn- ar voru af innbyrðis sambandi stjarn- anna átti svo þjóðhöfðinginn að geta ráðið hvernig árið yrði, hvort heppi- legt væri að hefja stríð, leggja á skatta eða byrja einhverjar nýjuiigar. að meðalþungur karlmannsheili vegur 1350 gr. en kvenmannsheil- inn 1235 gr.? Munurinn er minni en á meðal- þyngd karls og lconu, svo að ef heila- stærðin ræður nokkru um gáfnafar, ætti kvenfólk að vera greindara en karlmenn — eftir líkamsþyngdinni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.