Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1954, Síða 11

Fálkinn - 08.10.1954, Síða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN: R (J Z I C K A : Líkindasönnur Það var svo að sjá sem ákærða leiddist. Hann góndi upp í loftið í rétt- arsalnum, þar sem sólin féll inn um háu gluggana og endurspeglaði skemmtilega liti. Nú hafði verjandi hans talað óslit- ið í meira en liálftíma. Dómarinn leit oftar og oftar á klukkuna. Hann var farinn að ókyrr- ast. Og allir viðstaddir kvöldust af hita. Loks virtist verjandinn ætla að fara að ljúka máli sínu. Hann brýndi raust- ina og rumdi úr sér ákærunni gegn dómara og sækjanda. „Líkindasönnunin ein nægir ekki til að byggja á henni sektardóm, herrar mínir. Það er engin sönnun, að skjól- stæðingur minn gekk þessa nótt göt- una, sem innbrotið var framið í. Herrar mínir, herra saksóknari — liafið jjér ekki oft gengið þessa sömu götu, án þess að nokkur maður hafi látið sér til hugar koma að þér séuð innbrotsþjófur? . Og hvaða sönnun er það, herrar mínir, að skjólstæðingur minn hefir fengið refsingu fjórtán sinnum áður. Nú hefir hann ekki gert ncitt fyrir sér síðan liann kom úr tugthúsinu fyrir sex mánuðum. Og sannar það ekki einmitt, að maðurinn hefir byrjað nýtt og betra iíf og er orðinn heiðarlegur borgari? Dæmið liann, hel'ra dómari, og þá eruð þér orðinn samsekur um að eyði- leggja mannslif, eða að minnsta kosti hrekja það til baka á leiðinni til betri vegar.“ Saksóknarinn þurrkaði svitann af enninu á sér. Verjandinn, sem tjaldaði öllu sem til var, hélt áfram: „Ég bið yður, herrar mínir, að iíta á skjólstæðing minn. Lítur hann út eins og sakborningur eða sem svo mik- ill einfeldningur að hann færi að drýgja glæp á ný fyrir einar skítnar buxur? Sú staðreynd út af fyrir sig, að ekkert hvarf nema einar buxur, við innbrotið sem liér er um að ræða, ætti að vera sönnun þess, að óhugsandi er að skjólstæðingur minn hafi fram- ið innbrotið." Ákærði liafði blundað um stund, dómarinn ræskti sig mjög spekings- lega og áheyrendur i salnum fóru að ókyrrast. En þetta truflaði engan veg- inn verjanda buxnaþjófsins. Hann hélt áfram með óskertum sannfæringar- krafti: „Enginn hefir séð ákærða í húsinu sem innbrotið var framið í þessa nótt. Meira að ségja hefir enginn getað staðhæfl að ákærði hafi sést nálægt húsinu. Hvaða dóm getið þið þá kveð- ið upp, herrar mínir? Ekki annan en réttlátan sýknunardóm! Eða þá sekt- ardóm, en þá gerið þið ykkur seka um réttarglæp, og þið hafið ekkert ykkur til afsökunar. Eg krefst sýknunar, ]>ar sem allar sannanir vantar.“ Eftir að dómurinn hafði dregið sig i hlé til að koma sér saman um úr- skurðinn, kom liann fram aftur og tilkynnti, að sakborningurinn hefði verið sýknaður. Og nú fóru viðstaddir að tínast út. Verjandinn var í sjöunda liimni og fór nú og vakti skjólstæðing sinn til þess að geta óskað honum til ham- ingju. En síðarnefndi sýndi ekki á sér neitt fararsnið. Verjandinn hristi höfuðið. Þetta liafði hann aldrei upplifað áður. „Skiljið þér þetta ekki?“ spurði Iiann. „Þér eruð frjáls rnaður! Þér get- ið farið hvert sent þér viljið!" „Ég vil helst ganga út síðastur!“ hvíslaði ákærði. „Og hvers vegna? spurði verjandinn forviða. Ákærði brosti vandræðalega. „Ég er nefnilega í þessum buxum, sem þér voruð að tala um.“ SLYSALEGT. Leikkonan Leonora Corbett var gestur í stóru samkvæmi og sat neðst við borðið, en húsfreyjan efst. Undir borðum kom þjónninn til Leonoru með samanbrotið blað frá húsfreyjunni. Leonora gat ekki lesið gleraugnalaust og bað því manninn sem sat á hægri hönd að lesa það. Og hann las: „Kæra Leonora. Gerðu það fyrir mig að vera ekki afundin við manninn, sem situr á hægri hönd þér. Hann er að vísu skelfing leiðinlegur, en þú mátt til að tala við hann samt.“ í Ástralíu tókst dáleiðanda einum að dáleiða heila jazzhljómsveit þar sem hún var á pallinum og spilaði. Sveitin lék lagið á enda i dásvefni, og þegar hljómsveitarmennirnir vökn- uðu á eftir, sögðust þeir alls ekki vera þreyttir, eins og þeir verða venjulega þegar þeir leika í vöku. Seytján ára, blindur piltur i Pal- ermo sparkaði svo i móður sína að liún beið bana af. Síðan skar hann likið i stykki og henti því ofan í brunn. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi. Á tveimur minútum og sjö sekúndum tókst vélvirkja í Kanadahernum að taka sundur jeppabíl og setja hann saman aftur. Og liann gekk á eftir! Maður nokkur í Massachusetts fékk yfirlið vegna hita. Hann gekk í fimm yfirfrokkum. Tvær konur slösuðust i troðningum í húsi einu í Napoli, er það fylltist af reyk, svo að fólkið hélt að kviknað væri í því. Reykurinn stafaði frá olíu- vættum tuskum, sem húseigandinn liafði kveikt í. Hann gaf lögreglunni þá skýringu eftir á, að hann Iiefði ekki vitað annað ráð til að losna við leigjendurna. Fjörutíu járnbrautarvagnar, sér- staklega ætlaðir fólki, sem fer í brúð- kaupsferð, hafa nýlega verið teknir í notkun í Suður-Afríku. Frú Cochota frá Sacramento fékk skilnað við manninn sinn út af því að liann hafði þvingað hana til að taka af sér skóna úti á götu og gefa þá fátækri konu. Orðið „charme“ er upprunalega komið úr arabisku og þýðir þar „nöðruslóð i sandi“. Katharina af Medici mun hafa verið fyrsta konan, sem notaði handskjól (,.múffu“). Hún var uppi á 1G. öld. Börn sem indiánakonur eignast með svertingjum, lita oftast nær út eins og Kínverjar. Ritstjóri: RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR. SNOTRIR NÁTTKJÓLAR. AMERÍSKUR IIEIMABÚNINGUR. Viö fyrstu sýn gœtu menn haldiö aö stúlkan á efri myndinni vceri ekki í náttkjól lieldur samkvæmisklædd. Engu aö síöur er þessi rósótti nælonkjóll yrýddur svörtum flauelsböndum ætlaö- ur til aö sofa í honum. NeÖri náttkjóll- inn kemur engu síöur á óvart. Hann er óvenju stuttur, fleginn í hálsinn meö litlum rykktum ermum og rykktum bryddingum. Honum fylgja samstæöar litlar buxur. VETRARFRAKKI. Gróf ullarefni (tweedJ eru mjög í tísku erlendis. Hinir djörfustu frönsku tískuhöfundanna nota þaö meira að segja í aöskorna kjóla. Þessi óvenju- legi frakki er úr grófu tweed efni og ennfremur er liann sérkennilegur vegna þess aö hann er ekki hnepptur aö framan, heldur koma stórir krókar i staö hnappa. Amerískar stúlkur klœöast mjög síö- buxum lieima viö, fjölbreyttum í,sniÖi og efnisvali. Þó leynir sér ékki aö frum- hugmyndin aö þessum búning er ekki œttuö frá Ameríku. Höfundur búnings- ins hefir tekiö sér til fyrirmyndar lclœönaö spánskra nautabana. Buxurn- ar eru hálfsíöar aöskornar og svartar og viö þœr er notuö liárauö prjónuö peysa meö blússusniöi, prýdd mörgum rööum kúlna.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.