Fálkinn


Fálkinn - 08.10.1954, Qupperneq 12

Fálkinn - 08.10.1954, Qupperneq 12
12 FÁLKINN J ON AT H AN LATIMER: GARDENiU dálítið hugaðri mundi hann hafa lagt meira kapp í eltingaleikinn, og séð hvernig konan hvarf út um voðadyrnar og klifraði upp elds- voðastigann og upp á þakið. Því að nú var orðið ljóst hvað gerst hafði. Eftir að konunni hafði tekist að hrekja hann inn til æpandi sjúklingsins á 417 hafði hún hlaupið að lyftunni, sem þá var að aka af stað vegna þess að Alice March hafði hringt á hana niðri. Og þá haf ði konan opnað eldsvoðadyrnar og klifrað upp á þak. Crane sagði að hann hefði orðið svo for- viða þegar hann sá Alice March koma út úr lyftunni, að sér hefðu alveg fallist hendur og hann hefði gleymt að athuga, hvort þarna væru nokkrar aðrar útgöngudyr. Hann hafði orðið eins og steini lostinn og horft á undr- andi ásjónuna á Alice, og ekki botnað í neinu. Eftir stutta stund kom einn af varðmönn- unum hlaupandi upp stigann og sagði að Alice hefði verið að fara af stað upp þegar þeir komu að lyftunni. „Og það var Alice March sem loks hafði sagt: „Hefði hún ekki getað komist út um litlu dyrnar þarna?“ Þeir fundu blóðdrefjar á járnböndunum í stiganum og rauða bletti hér og hvar á hand- riðinu. „Þér hljótið að hafa hitt hana einhvers- staðar,“ sagði einn varðmaðurinn. „Það var betra en ekkert,“ sagði annar. Einn varðmaðurinn hafði staðið fyrir neð- an brunastigann og um stund vonaði Crane, að hann hefði gómað flóttakonuna. En svo höfðu þeir rakið blóðsporin niður að annarri hæð og þar hafði flóttakonan hoppað yfir í opinn glugga á hjúkrunarkvennabústaðnum, sem lá upp að sjúkrahúsinu. Úr herberginu hefir hún komist að bakdyrunum og út á göt- una. Crane fékk sér sopa af viskíkaffinu. Þetta var eingöngu honum að kenna. En það var of mikils krafist að hann setti varðmenn kring- um allt húsahverfið, og auk þess...... Rutledge læknir hafði lokið frásögninni, og nú sneri Peter sér að Crane og spurði: „Hvar er Ann?“ „Heima — hugsa ég,“ svaraði Crane og fann um leið hve „tómur hann var innvortis" „Hvað heldurðu að hún mundi segja ef hún vissi að þú hefðir verið í svona mikilli lífs- hættu?" spurði Carmel. Crane tók eftir að bæði henni og öðrum úr fjölskyldunni var léttara eftir að það var orðið ljóst að þetta sem Simeon March hafði orðið fyrir, var ekki slys. Það var eins og þeim hefði fundist frá öndverðu að eitthvað væri dularfullt við þessi „slys“ og að þau væru frjálsari eftir að það var sannað, að hér væri ekki um slys að ræða. En þau vildu ekki ennþá tala um málið. Crane þóttist skilja hvers vegna þau vildu það ekki. Það var ekki sem heppilegast að FRAMHALDSSAGA. 19. ILMURINN vera að ræða um morð við einhvern, sem kannske var morðinginn. Nú fyrst svaraði Crane Carmel: „Hún mundi sjálfsagt verða mikið hissa,“ sagði hann. „Veit hún ekki að þér hafið starfað sem áhugamaður í njósnum?“ spurði Alice. Crane hristi höfuðið. Hann óskaði að þau hættu að tala um Ann. „Afsakið þið mig augnablik,“ sagði hann og stóð upp og fór í símann. Hann hafði hjartslátt meðan hann beið og hlustaði á símaklukkuna hringja í sí- fellu án þess að nokkur svaraði. Hvar gat Williams verið? Þegar hann kom að borðinu áftur voru þau að tala um. hjúkrunarkonuna, sem Crane þótt- ist vita að hefði orðið fyrir fleiru en einu skoti. „Allt þetta blóð var eingöngu úr nefinu á henni,“ sagði Rutledge læknir. „Hún er orðin alveg jafngóð." „Það var leiðinlegt að hún skyldi ekki sjá hana almennilega, konuna sem sló hana,“ sagði Woodrin. „Hún virðist vera lagin á að koma aftan að fólki,“ sagði Rutledge. „Simeon March sá haná ekki heldur.“ Crane varð að játa að það sem Simeon March hafði sagt meðan hann var með ráði, studdi tilgátu Williams. Hann hafði verið að setjast inn í bílinn þegar einhver fleygði klæði yfir höfuðið á honum. Hann hafði reynt að verjast en það dugði ekki. Honum hafði verið brugðið svo að hann datt, og svo hafði hann verið bundinn og síðan heyrði hann að hreyf- illinn var settur í gang. Og svo fór hann að anda að sér gasinu og vissi ekki af sér fyrr en hann raknaði úr rotinu á sjúkrahúsinu. Crane var farinn að hugsa til Ann aftur. Hvers vegna var hún horfin? Hafði hún verið tekin föst? Var hún lifandi ennþá? Hafði hún fengið eiturgas? Carmel spurði Rutledge lækni hve lengi Simeon March mundi þurfa að verða á siúkra- húsinu, og læknirinn svaraði að hann mundi þurfa að verða þar nokkuð marga daga. „Við verðum að hafa vörð kringum húsið,“ sagði Peter. Alice March sagði: ,,Þessi kona þorir varla að koma aftur.“ ,,Því getum við ekki treyst,“ sagði Peter. „Heyrið þér, Woodrin læknir,“ sagði Crane, „hvernig mundi hafa farið ef konunni hefði tekist að kæfa Simeon March með svæflinum og flýja svo án þess að nokkur hefði orðið hennar var? Hefðuð þér þá getað séð hvað gerst hafði?“ „Nei, það hefði verið fullkominn glæpur,“ svaraði læknirinn. „Við mundum hafa haldið að bílagasið hefði drepið hann.“ Það var óhugnanleg tilhugsun. Morðinginn var slyngur. Og setti ekkert fyrir sig! Crane þóttist sannfærður um að Ann hefði séð sam- hengið í þessu og þess vegna hefði hún verið myrt. En ef svo væri þá skyldi hann verja því sem eftir væri ævinnar til að...... ,,Viltu ekki svolítið meira kaffi og viskí?“ sagði Carmel. „Að minnsta kosti viski.“ Hún bað Rutledge lækni um að ljá sér flösk- una og hellti hjálfan bolla handa honum. ,,Þú ert svo gugginn,“ sagði hún. „Ég er líka ekki heilbrigður.“ „Það var ekki þér að kenna að pilsvargur- inn slapp.“ „Ég mundi hafa gómað hana ef ég hefði verið svolítið hugaðri.“ „Mér finnst þú hafa verið afar hugaður." „Bull!“ Sjúkraberi í hvítum frakka kom og hnippti í öxlina á Crane. „Sími til yðar, herra Crane.“ Það var Williams og það var svo að heyra sem honum væri mikið niðri fyrir. „Ég heyri ekki hvað þú ert að segja,“ sagði Crane. Röddin í Williams var likust því að hann væri að reyna að kalla gegnum langan járn- hólk. ,,Hver skrattinn gengur að þér! Ég er að reyna að segja þér að ég hefi fundið hana!“ „Fundið hverja?“ „Kvensuna sem gerði uppistandið á sjúkra- húsinu, vitanlega." Crane svaraði ekki og Williams hélt áfram: „Heyrirðu ekki til mín? Þessa sem......“ „Ég heyri hvað þú segir, en ég trúi þvi ekki,“ sagði Crane. ,,Ég sá hana koma út um bakdyrnar á hjúkr- unarkvennabústaðnum. Og ég sá að hún hélt á skammbyssu, og svo elti ég hana, og.....“ „Hvar ertu?“ spurði Crane. „Það segi ég þér ekki úr því að þú vilt ekki trúa mér.“ „Vertu ekki að þessu!“ sagði Crane. „Þú ert gull af manni. Þú ert besti njósnari í heimi. Þú ert miklu slyngnari en ég. Ég elska þig. Viltu giftast mér? Segðu mér, skrattinn þinn, hvar þú ert!“ „Autostrada nr. 20 — fyrsta húsið til hægri þegar komið er yfir vegamótin við Charles- ville Pike.“ „Eru einhverjar aðrir þarna líka?“ „Hún fór ein inn í húsið, en ég veit ekki nema það sé fullt af fólki þar inni.“ „Ég kem eftir tíu mínútur.“ „Það eru 35 kílómetrar hingað.“ „Þá segjum við kortér." Williams sat á aurbrettinu á leigubíl. Hann glennti upp augun þegar hann sá alla lestina. „Hefirðu kallað saman skátaherinn?“ sagði hann. Crane kom út úr bíl Woodrins læknis. „Þau heimtuðu að fá að koma með mér, öll í hóp.“ Carmel March hafði komið í bifreið með Peter og rak hausinn út úr bílnum. „Hvert eigum við nú að fara?“ „Og kvenfólk líka!“ sagði Williams með viðbjóði. ,,Þær neituðu að verða eftir í tialdbúðun- um,“ sagði Crane. „Þá verða þær að vara sig og halda sig í fjarlægð." „Þá það. Við skulum þá aka áfram,“ sagði Crane. Leigubillinn ók á undan, nokkur hundruð metra fram aðalveginn, og svo benti Williams og gaf merki um að nema staðar. Dálítið fram- ar sást hliðarvegur eins og grátt strik yfir völlinn. Ennþá var alveg dimmt.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.