Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1954, Page 5

Fálkinn - 29.10.1954, Page 5
FÁLKINN 5 um sig, að þau séu hin sanna trú, sýna ))au hvert öðru umburöarlyndi, virSa Lin helgu vé hverra annarra og eru einhuga um, að engu sé spillt. Nálaraugað í Mandelbaum street. ÞaS var hljótt á götunni, sólin skein og friSur yfir öllu. HúsmæSurnar höfðu hengt þvottinn sinn til þerris á ryðgaSar gaddavírsgirðingarnar. Ég hafði ekki fyrr tekið myndina en ég varð þess var að ég var ekki einn. Ur báðum áttum komu varSmenn hlaupandi. ísraelsmenn urðu fyrri til og fjórir fóru með mig á varðstööina. Eg hafði tekið mynd á forboðnum stað, í sjálfu Mandelbaum Street, einu götunni sem er fær yfir línuna milli Gyðinga og Araba. En til þess að fara þéssa leið þarf sæg af vottorðum og skilríkjum. Það tók mig meira en klukkutima að sannfæra lögregluna um, að ég væri meinlaus. En annars eru það aðeins starfsmenn UNO og stjórnarerindrekar sem sleppa gegn- um nálaraugað, og svo pilagrímarnir sem koma til Jerúsalem i páskavik- unni. Ekki var ég fyrr orðin frjáls aftur er ég rakst á líkan atburð. Nú var það enskur túristahópur, sem hafði álpast inn á hlutlausa svæðið. UNO- menn urðu að koma til að bjarga þeim. Maður þarf alls ekki að vera for- vitinn til að lenda á hlutlausa svæð- inu. Mörkin eru svo óglögg að ókunn- ugir taka ekki eftir þeim. Það er ekki hægt að hafa gagn af gaddavírnum því að hann er alls staðar. Miðbærinn í Jerúsalem virðist að öðru leyti bera vott um almenna vel- megun. Kirkjurnar og samkundu- húsin eru byggð fyrir fé trúbræðra erlendis. En verslanir og íbúðarluisin bera það með sér að fólk hefir fé handa á milli. Húsagerðin er í vest- rænum stíl. Enda er þessi hluti borgar- innar byggður af Gyðingum, sem fluttust til landsins helga eftir að ákveðið var að þar skyldi risa Gyð- ingaríki. Kannske er það fyrir áhrif styrjaldarinnar að ekki sést nema fátt fólk á götunum. Auðvitað sækir fólk kvikmyndahúsin og fyrir utan gildaskálana sést jafnan fólk sem dreypir á tebollanum sinum, en hér er ekki sú iðandi umferð, sem búast mætti við í jafnstórri borg. Hér er miklu rólegra en í Tel Aviv og Hafia. Á laugardögum er Jerúsalem dauð borg. Gyðingar telja hana heilaga borg og gæta þess vel að halda hvild- ardaginn lieilagan. Á liverjum sunnu- degi má lesa í blöðunum frásagnir um að kveikt hafi verið í bifreiðum. Það er refsingin, sem hinir „vantrúuðu“ fá, sem ekki hlýða boðorðinu um að nota ekki ökutælci á hvíldardegi. Jerúsalem iðnaðarborg. Gyðingar sem hafa horfiö héim til Gyðingalands vilja flestir setjast að í Jerúsalem, borginni helgu. En sem verslunar- og iðnaðarborg stóð Tel Aviv framar, þessi bær sem var þorp á söndunum við Jaffa fyrir nokkrum árum. Þar hefir erlent fjármagn og nýtækni verið að verki. En á síöustu árum hefir nýræktin rutt sér til rúms í Jerúsalem. Fimm ára vopnahlé liefir ekki verið fimm ára kyrrstaða. Nú á borgin að hafa hamskipti. Hinar miklu byggingar rikisstjórnarinnar eru nær fullgerðar. Þar er lika aðalsamkunduhús ísraels, og það er alls ekki i fornlegum stíl. Allt hefir verið skipulagt, takmörk borgarinnar ákveðin langt fyrir utan alla byggð og mælt fyrir iðnaðarhverf- Veömálið um og þar rís nú hver verksmiðjan eftir aðra, og sumar teknar til starfa. Þessu verður að hraða sem mest til þess að útvega innflytjendunum at- vinnu. Og ennfremur til þess að Gyð- ingar verði fjölmennari í borginni en Arabar, svo að þeir standi betur að vígi til að eignast alla borgina síðar. Og nýi tíminn hefir líka sigrað í nágrenni borgarinnar. Á stööum með alkunnum nöfnum úr Bibhunni ham- ast nú dráttarvélar óg jarðýtur og búa landið undir ræktun sameignar- bændanna. * Víða í Evrópu og Kína var það sið- ur að nota hauskúpur fjandmanna sinna til að drekka úr þeim. Ef ein- hver komst yfir hauskúpu fallins ó- vinar hreinsaði hann hana vandlega og notaði hana síðan sm bolla. Stund- um voru kúpurnar notaðar í muster- um og kirkjum. Gharles II. Englakonungur hafði svo mikinn áhuga fyrir efnafræði, að hann kom sér upp rannsóknastofu í Whitehall. Hann gerði rannsóknir á mannabeinum og bjó til dropa, sem kallaðir voru „King Charles-dropar“. Þegar hann lá banaleguna kom þrett- án læknum sanian um að reyna drop- ana á honum — en þeir dugðu ekki. Forsagan er stutt. Eorentsen stór- kaupmaður var að gorta af að hann hefði aldrci látið snúa á sig þessi 30 ár, sem hann hefði fengist við kaup- skap, og Krefting bóksali veðjaði við liann um að hann skyldi ekki getað gortað af þessu þegar árið væri úti. Einn morguninn heimsækir Krefting frú Lorentsen. Hann veit að maður- inn hennar er á skrifstofunni. Fyrir skömmu hafði Krefting gefið út mat- reiðslubók, skrautlegt rit, sannkaltað Lúkúllusarbiblíu, og nú dregur hann eintak upp úr töskunni, gyllt í snið- um. Kannske vissi hann að frú Lorentsen hafði óskað sér þessarar bókar fyrir afmælið sitt og kannske vissi hann að Lorentsen hafði ekki viljað kaupa hana — þótti hún of dýr. Frúin horfir hrifin á bókina, blaðar í henni og segir: Ég vildi óska að ég ætti þessa bók! „Ég skal láta yður fá hana fyrir innkaupsverð, 80 krónur, upp á gaml- an kunningsskap. Eg set þær 40 krón- ur, sem ég hefði átt að fó í sölulaun, á auglýsingareikninginn, þvi að ég geri ráð fyrir að þér mælið með bók- inni.“ Frú Lorentsen hugsar sig um, svo segir hún: „Ég hefi lengi verið að minnast á þessa bók við manninn minn, ég hefi beðið hann og liaft í hótunum, en hann timir ekki að kaupa liana. Ég held ég verði að kaupa hana leyfislaust, úr því að ég fæ hana fyrir innkaupsverð. Eg hugsa hann verði feginn að ég fæ hana með afslætti." Svo voru kaupin gerð, og nú labb- aði Krefting beint til Lorentsens. Hann hefir alltaf tíma til að tala við vini sína og nú beinir Krefting samtalinu að afmæli frú Lorentsen og stingur upp á að Lorentsen skuli gefa henni nýju matreiðslubókina í afmælisgjöf. „En þetta er geypiverð — 120 krón- ur fyrir eina bók!“ „Sem kunningi þinn skal ég gefa þér afslátt, en þú verður að þegja yfir því. Segjum hundrað krónur. Og þá geturðu fengið bókina strax, — það vill svo til að ég er með eintak hérna." Lorentsen liugsar sig um, svo segir hann: „Jæja. Konan mín verður alltaf að nauða ó mér ef hún fær ekki bók- ina. Það er best að ég fái hana.“ Og svo tekur hann upp veskið og borgar 100 krónur. Yfir miðdegiskaffinu segir frú Lorenlsen: „Hugsaðu þér, ég fékk matreiðslubókina fyrir 80 krónur, gyllta í sniðum. Lorentsen spratt upp. „Hvað hef- irðu gert?“ öskrar hann, fölur af æs- ingu. Og nú verður honum ljóst hvernig snúið hefir verið ó hann. Og það er Krefting vinur lians, sem stend- ur fyrir þessu. Hann þrífur símann en fær að vita að Krefting er nýfarinn út í sumar- húsið sitt og verður þar nokkra daga. Ög Lorentsen hringir i ritara sinn, segir honum að fara á brautarstöðina og reyna að ná í Krefting. Hann þarf endilega að tala við hann. „Ég get því miður ekki frestað ferð- inni,“ segir Krefting, „en ég veit livað Lorentsen vill mér. Hann þarf að ná í eintak af nýju malreiðslubókinni handa konunni sinni, en lnin er út- seld i flestum bókabúðum. Hún kostar 120 krónur, og ef þér hafið peningana á yður get ég afgreitt þetta áður en lestin fer.“ Ritarinn er í vafa. Hann hefir ekk- ert umboð til að kaupa bókina, en vill hins vegar sýna húsbóndanum að hann kunni að hugsa. Hann telur frahi pen- ingaana, fær bókina og labbar heini til Lorentsens með liana — og á sér einskis ills von. Árið er ekki á enda enn, og það er óvíst hvernig Lorentsen tekur því að hafa tapað veðmálinu við Krefting. Kannske hefir hann gleymt því. Því að þeir hafa ekki sést eða talast við síðan Krefting seldi honum þrjár matreiðslubækur. * Þrettán ára gömul telpa i Madison Heigbts, Virgina, U.S.A. gleypti litla flautu. Mánuði síðar hafði hún náð i kefli með nylontvinna og hafði rakið ofan í sig helminginn af keflinu þegar henni varð illt. Þegar tvinninn var rakinn upp úr henni aftur kom flaut- 'an með! í Chicago hefir verið stofnaður klúbbur til að vinna ó móti sjálfsmorð- úm. Tilgangurinn er að hjólpa fólki, sem ætlar að fyrirfara sér út af fjár- hágskröggum. ^#4 % "i Hrottaleg konangs-aftaka Líkunum var fleygt út um glugga og síðan ekið burt á kerrum. % r 3 /4 LEXANDER Serbakonungur •'Y’ var sonur Milans Obrenjo- vitsj konungs og rússnesku of- urstadótturinnar Nathalie Kesjho. Hann fæddist 1876. Milan faðir hann lagði niður völd 1889 og var Alexander þá telcin til konungs. en nefnd manna fór með kon- ungsvaldið. En þegar Alexander varð 17 ára hrifsaði hann völdin, lýsti sjálfan sig fullveðja og stakk nefndinni í tugthúsið. Þvi næst gerði hann föður sín- um orð um að koma heim, en hann var þá í útlegð. Fékk hann lionum völdin. Milan var mikill svallari og gengu ljótar sögur af hirðlífinu sem Alexander hafði alist upp við. Hann var úrkynj- aður og samdi sig að háttum föð- ur síns og svallaði, en hafði eng- an áhuga á stjórn landsins. Faðir hans reyndi að sjá honum fyrir konu af þjóðhöfðingjaætt, en Alexander vildi ráða sér sjálf- ur og í ágúst árið 1900 kvæntist hann konu einni, sem mikið laus- lætisorð fór af. Hún hét Draga Lunevitsja, var 13 árum eldri en hann og hafði verið hirðdama hjá móður hans, en var nú ekkja. Sagt var að hún hefði verið frilla Milans áður en hún giftist Alex- ander. Undir eins og hún var orðin drottning þótti hún öllu spilla. Árið eftir giftinguna þóttist hún vera orðin ólétt, en það reyndist lygi. Nú gerði hún tilraun til að fá bróður sinn, sem var liðsfor- ingi í hernum, viðurkenndan sem ríkiserfingja. En þá flaut yfir. Sex hundruð liðsforingjar gerðu samsæri um að stúta þeim báðum, konungi og drottningu. Fremstur i þessum flokki var bróðir fyrri manns Drögu drottningar, Masc- hin ofursti sem Draga liafði látið reka úr embætti. Aðfaranótt 11. júní ruddust 40 liðsforingjar inn i konungshöll- ina, um það leyti sem konungs- hjónin voru að hátta. Þau urðu vör heimsóknarinnar og földu sig. Liðsforingjarnir leituðu lengi að þeim árangurslaust og voru farnir að halda að tilræðið mundi mistakast. Loks fundust þau þó í fatageymslu inn af klæðaher- bergi drottningarinnar. Þau höfðu læst að sér og neituðu að koma út af frjáslum vilja, Sprengdu til- ræðismennirnir þá upp dyrnar með dynamíti. Við sprenginguna slokknaði á öllum ljósum i höll- inni. Konungshjónin komu nú fram, blá og blóðug, en þá skall á þeim kúlnahriðin og sverðs- oddar liðsforingjanna. Svo var líkunum fleygt út um glugga. Þau lentu i blómareit og þar lógu þau um nóttina. Bræður drottningarinnar tveir, og nokkr- ir ráðherrar voru líka drepnir. Nóttina eftir var teppt fyrir umferð um göturnar að höllinni og líkunum ekið burt ó kerr- um. Með Alexander konungi varð Obrenovitsj-konungsættin aldauða i Serbíu, en Pétur Kara- georg tók við völdum. — Um 30 árum siðar var annar Alexander Serba- eða Júgóslavakonungur myrtur i Marseille, er hann var að koma i opinbera lieimsókn til Frakklands. * Y 3 3, 3, Y' 3

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.