Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1954, Qupperneq 7

Fálkinn - 29.10.1954, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 hún festist þar. Það var'sama, hvernig hann reyndi að losa hana, hún festist aðeins ennþá betur. Loks þoldi ég ekki að horfa upp á þetta lengur og ákvað að binda endi á hörmungar hans. Eg sótti byssu og skaut nokkrum skotum, en mér tókst það ekki betur en svo, að Sammy virt- ist verða ennþá sprækari en áður. Að síðustu vildi ég ekki þrýsta á gikk- inn nema ég gæti verið nokkurn veg- in viss um að geta banað honum. Loks tók Sammy á rás og allt i einu þaut dósin fram af trýninu á honum. Hann hlýtur að hafa komið við hana með fætinum. Hann lagðist niður og ég sótti siðustu ávaxtakökuna mína, sem hann borðaði úr lófa mínum. Nú sé ég út um gluggann, að hann er staðinn upp og lagður af stað út í skóg. Á eftir ætla ég að fara út og tína saman allar niðursuðudósirnar. Eg ætla að grafa þær niður í snjóinn. ÉG bjó Donnas til lilýja hettú úr ullar- sokk, sem ég fóðraði með pilsaafgang. Síðan vafði ég loðkápunni utan um hana og við lögðum af stað út í skóg til þess að skera af runnum handa dá- dýrunum, sem hópuðust kringum okk- ur. Á heimleiðinni gengum við niður að bátnum. Hann sat fastur i ísbreiðu og virtist ekki hafa haggast, en hins vegar leit út fyrir, að mikill sjór væri kominn í hann, þvi að hann var svo lágur á vatninu. í MORGUN fórum við aftur út í skóg til þess að sjá dádýrunum fyrir fæðu. Á heimleiðinni var smáfuglahópur á vegi okkar. Þeir sungu og léku sér og mér fannst þar boða endi á erfiðleik- um okkar. Það er áreiðanlega ofsaveður í að- sigi. Eg man ekki til þess, að loftvog- in hafi nokkurn tíma staðið svona lágt áður. Þegar ég sest niður til að skrifa nokkrar línur til viðbótar, er óveðrið skollið á. í dögun rauk hann upp af norðvestri og ísinn er farinn að brotna. Flóinn gengur allur í bylgjum. Höfðinn, sem ég bölvaði sem mest, er ég lenti i sjóhrakningunum, skýlir nú kofanum, svo að ég verði ekki eins vör við ofsann í veðrinu og ég bjóst við. Sjö grágæsir kúra fyrir utan dyrnar ÞRIFABAÐ. — Lísa er að baða hann Lubba sinn og finnst gaman að því. Og hundinum þykir víst gott að fá baðið, því að annars mundi hann ekki sitja svo rólegur í baðkeri Lísu meðan á athöfninni stendur. hjá mér og borða það, sem ég fleygi til þeirra. NÚ ER skrifpappírinn á þrotum. Það gerir ekki svo mikið til, því að nú hefi ég ekki eins mikla þörf og áður fyrir að skrifa og gleyma þannig á- hyggjum minum. Brátt get ég átt von á einhverjum, sem eiga leið hér um og finna okkur. Ég vona, að Don komi fyrstur, en veit þó að það er óhugsandi. Ef til vih sé ég hann aldrei aftur. Ef til vih koma indiánarnir hingað á leið sinni i fiskiverið. Sam gæti einnig komið hvaða daga sem væri úr þessu — eða einhver námuleitarmað- ur, sem leitaði sér húsaskjóls. INDÍÁNARNIR eru komnir. Blessaðir indíánarnir. Feimnir, feitlagnir og vingjarnlegir. Snemma einn morguninn fórum við Donnas niður í fjöru til að dytta að kænunni, sem lá þar á hvoifi. Þegar ég leit upp frá verkinu sá ég indiána- báta úti fyrir. Ég hljóp heim að kofanum, sótti byssuna og skaut neyðarskotum. Síð- an veifaði ég og kallaði, og bátarnir sneru við. Ég kveikti upp í snatri og setti vatn yfir. Síðan tók ég fram bestu fötin, sem Donnas átti, og klæddi hana í þau, en að því búnu reyndi ég að snyrta sjálfa mig svolitið til. Ég sveipaði loðkápunni utan um Donnas og svo héldum við niður að ströndinni til móts við gesti okkar. Báðir bátarnir komu að landi sam- timis. Indiánarnir horfðu á mig góða stund og ég starði á þá hálfvandræða- lega. EFTIR dálitla stund tókst mér þó að lcoma upp nokkrum orðum. „Góðan daginn,“ sagði ég. „Halló,“ var svarað. „Halló.“ „Ég er svo fegin að sjá ykkur,“ kopi dálítið seinna. Indíánarnir stungu saman nefjum og töluðu nú á Siwash-máli. Þeir hreyfðu sig ekki úr bátunum, meðan ég sagði þeim sögu mina. Sennilega var það af því, að þeir vildu láta bjóða sér formlega á land, svo að ég lét ekki á þvi standa, er ég hafði lokið frásögninni. „Komið þið og lítið á barnið mitt.“ Þeir stigu á land — nítján alls. Þeir virtust varla taka eftir barninu eða mér. Þeir skeggræddu heilmikið á sinu eigin máli, en loks fór forsvars- maður þeirra liöndum um sæoturs- skinnið. „Móti lögum. 'Þú verður sett í fang- elsi.“ Þeir lilógu allir. „Hvar náðirðu í otur?“ ÉG BENTI á staðinn, þar sem ég hafði drepið hann þarna á ströndinni. Að svo búnu héldum við heim í kofann. „Ég er Declcennaw,“ sagði sá, sem fyrir þeim var, og reyndi að kynna sig formlega. „Hún er Tukuee.“ Hann benti á elstu konuna i hópnum. Það var konan hans. Deckennaw og Tukuee komu fyrst inn með mér, en hinir gengu i röð inn. Ég hitaði kaffi handa öllum og gaf þeim allan þann mat, sem ég fann. Indíánarnir voru svangir og borðuðu mikið — en þeir borðuðu hægt og voru hinir liæverskustu í hvívetna. Veturinn Iiafði verið slæmur hjá þeim, sagði Deckmennaw. Mikill snjór og ísalög. Nú voru birgðirnar þrotnar og þeir voru komnir hingað til að afla matarforða úr sjónum. Ég þekkti fátækt þessa fólks og vissi, að þcim veitti ekkert af öhum þeini fiski, sem þeir gátu veitt. Mér þótti þvi leitt að þurfa að biðja þá bónar, sem gæti tafið þá frá störfum. Samt vogaði ég mér að biðja um, að ég yrði flutt til Big Sleeve. Ekkert var sjálfsagðara. En vestan- áttin kom í veg fyrir, að hægt væri að fara þennan sama dag. Hún mundi vaxa til sólseturs. Deckennaw ákvað, að lagt skyldi af stað í dögun næsta morgun, en vestanáttin var hagstæð til ferðar út i fiskiverið þeirra, svo að annar báturinn var sendur þangað samdægurs. Ég var fegin þvi að þurfa ekki að fara frá kofanum i óreiðu. Þetta hafði borið svo brátt að. Ég var niðursokkin í hugsanir mínar, þegar Tukuee kom til mín. Hún kraup við fætur mínar og strauk þá mjúklega, um leið og hún muldraði eitthvað, sem ég skyldi ekki. Deckennaw bar að, þegar hún var að taka utan af böggli. Það voru mokkasínur, sem hún dró upp. Deckennaw þýddi það, sem hún sagði. „Hún óskar þér gleðiiegra jóla. Hún segist ekki munu sjá þig um næstu jól.“ Hvers vegna liefði ég ekki getað faðmað liana að mér eða lijúfrað niig upp að lienni og grátið við brjóst henn- ar? Blessuð ltonan. ÉG GAF henni ýmis áhöld úr eldhús- inu og allt það, sem þarna var laus- legt. Eg mun liafa flýtt mér um of að þessu, því að það lá við, að ég fleygði dótinu í indíánana. En þeir fóru sér að engu óðslega, heldur tóku við gjöf- unum með þeirri ró og stillingu, sem þeim er svo lagin. Allt í einu datt mér hringurinn í hug, og Deckennaw sendi strax pilt til að sækja hann upp í efri kofann. Ég gaf indíánunum ýmislegt fleira. Deckennaw fékk áttavitann og loft- vogina. Öðrum gaf ég mat og klæðnað, sagir, lampa og fleira, sem áður hafði vcrið mér svo mikils virði. Ég sagði þeim að koma hingað, þeg- ar ég væri farin, og taka það, sem eftir væri. Meðan indíánarnir brugðu sér út i fiskiverið, tók ég til í kofanum og geklc frá öllu. Eftir stundarkorn koma þeir aftur og sækja mig. Meðan ég bíð, sýni ég Donnas demantshringinn, sem ég hefi nú endurlieimt. Ég kveð kofann með trega. Hann skýldi mér, þegar neyðin var niest — kofinn við hafið. EFTIRMÁLI. Don kom aftur. Hann náði í póstbátinn og kom hjartarskrokknum um borð, en á leið- inni heim bilaði vélin i bátnum. Ó- veðrið skall á, meðan hann var að leita hafnar. Hann varð slcipreka á eyju ásamt Cal Darnell vini sinum. Þar urðu þeir tepptir um veturinn. Cal brenndi stígvéi Dons til að koma í veg fyrir, að hann hætti sér út á ótraustan isinn til lands. Um vorið komust þeir til lands á seglum, sem þeir höfðu gert sér. Nú eru þau Don og Martha Martin sameinuð á ný. * ENDIR. „Talaðu sem minnst!“ er heilræðið sem Frank Winebrenner gefur þeim sem vilja lifa friðsamlega í hjónaband- inu. Hann á heima í Moundsville i USA og er orðinn 91 árs og verið gift- ur í 72 ár — sömu konunni. GRÆNMETIS-VÉL. — Grænmetissal- arnir í Hollandi hafa nú fengið vélar til að búa grænmetið í hendurnar á húsmæðrunum, og fagna þær því mik- ið. Vélarnar hýða kartöflur, hreinsa gulrætur og vinna allt það seinlegasta við grænmetið áður en það fer í pott- inn. — Hér sést kaupmaðurinn setja kartöflur í vél sem skilar þeim hýðis- Iausum og niðursneyddum til steik- ingar. Á FLOTHJÓLI. — Þetta vatnareiðhjól fer að vísu ekki hratt yfir, en unga stúlkan á því er á þýðu farartæki og er vel varin fyrir skvampi frá öld- unum. ÆTLI ÞAÐ SÉ ÓHÆTT? — Maggi litli hefir ákaflega gaman af að leika sér að bókunum hans föður síns, en hann veit mjög vel að hann má það ekki. Og ef pabbi á nýtísku bók um barnauppeldi þá veit hann gott ráð til að verja bækurnar fyrir Magga. Hann smellir bókinni á fingurna á honum og það er ráð sem dugir.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.