Fálkinn - 29.10.1954, Qupperneq 10
10
FÁLKINN
— Nei, maður œtti aldrei að kaupa
upp á krít!
GAMALL ARFUR.
Árið 1675 dó auðkýfingurinn Jean
Tliierry og lét eftir sig feiknmikið fé.
En erfingjarnir iiafa aldrei fengiS
ncilt, þeir eru nú orSnir kringum
2000 og alltaf eru nýir og nýir aS gefa
sig fram. Nýlega gaf sig fram vátrygg-
ingamaður einn í Genua, Reiny de
Thierry de Faletans og þrjár systur
hans. Segjast þau vera beinir afkom-
endur auðkýfingsins. -— En það er
ekki laust sem skrattinn heldur. Nap-
oleon mikli gerði arfinn upptækan
1796 og flutti liann til Parisar á 22
vögnum, sem allir voru fullir af gulli
og gimsteinum. Erfingjarnir hafa livað
eftir annað höfðað mál gegn franska
ríkinu, en aldrei fengið leiðréttingu
mála sinna.
í Siberíu fer frost aldrei úr jörðu
mjög víða. Á sumrin þiðnar ekki meira
en 60—90 cm. lag efst. En klakinn
heldur áfram að aukast niður á við
og er klakalagið sums staðar 250 metra
þykkt.
Talsvert af kvenfólki tók þátt í gull-
leitinni íYukondal í Alaska er gullið
fannst þar. Meðal þeirra var kona
ein, sem var svo lieppin að hún auðg-
aöist um milljón dollara í ferðinni. En
hún þurfti jafnan að hafa karlmann
til að bera sig yfir allar ár og læki
því að hún þorði ekki að stiga fæti
i vatn.
3.L
umyn
Hvar er hestasveinninn?
— Ég er að bíða eftir manninum
mínum, frú Hansen. Ekki vænti ég
að þér gætuð lánað mér kökukefli?
PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI
— Góðan daginn, góðan daginn, —
hugsið þér yður hvað kom fyrir mig
á götunni í gær þegar ég kom út frá
yður og hafði keypt slysatrygginguna!
— Þér hafið rétt fyrir yður, — mat-
sveinninn biður yður að afsaka. —
Þetta var uppþvottaskólp.
1. mynd: Loksins kemur laugardagurinn. Ég verð að iiengja upp róluna, ann-
ars verður þetta enginn sirkus. — 2. mynd: Nú fer fólkið að koma. Þarna kemur
Maren gamla með Lóru sína. — 3. mynd: Allt er tilbúið. Þarna eru pabbi og
mamma Pínu og Pusa og foreldrar Nilla. — 4. mynd: Svo byrjum við. Þetta er
sirkus, og nú skuluð þið sjá hvað við getum. — 5. mynd: Fyrst kemur góður
hljóðfærasláttur, Bom bom bommelom, bang-bang. Nilli er útlærður hljóm-
sveitarstjóri. — 6. mynd: Tratt-tratteratt, klapp-klapp, bim-bimmelim bomm-
bonim. Erum við ekki dugleg? — 7. mynd. Svo skuluð þið sjá alla hestana okkar.
Þeir eru bráöhleypnir. — 8. mynd: Sýnið þið nú livað þið getið. Hipp-hipp-
hopp-hopp-liipp-hopp!
Vitið þér...?
að á hverju ári drepa eiturnöðrur
kringum 40.000 manns?
Flest eru nöðrubitin í Asíu og þar
verða þau kringum 30.000 manns að
bana, en í Evrópu aðeins 50 manns
og tíu á Kyrrahafseyjum. En um hálf
milljón manna verður fyrir slöngubiti,
svo að ekki deyr nema 12.—13. hver
maöur af bitinu.
að fólk skrifar miklu fleiri bréf
nú en fyrir 20 árum?
Aukningin er mest í eftirlegulönd-
unum, því að þar fer þeim mjög fjölg-
andi, sem kunna að lesa og skrifa. T.
d. voru send 17 sinnum fleiri bréf í
Nigeriu 1952 en 1932, og í Angola í
Suðvestur-Afríku 7 sinnum fleiri. —
Belgar skrifa allra þjóða flest innan-
landsbréf, nfl. 210 á ári að meðaltali
á íbúa, en Bretar 165. í Angola kemur
eitt bréf á íbúa árlega — þrátt fyrir
framfarirnar.
að í uppnámi sem varð á Brook-
lynbrúnni fórst margt manna?
Brooklynbrúin yfir East River,
milli Manliattan og Brooklyn var
byggð fyrir 70 árum og vitanlega
þurftu margir að skoða hana meðan
hún var ný. Flugufregn barst um að
smíðagalli væri á brúnni og liún ekki
traust. Viku eftir vigsluna var fjöldi
fólks á brúnni og þá heyrðist allt í
einu hrópað: „Brúin er að hrynja!“
Komst þá allt i uppnám. Tólf manns
tróðust undir til bana, en um 40 særðra
og brotinna varð að flytja á sjúkrahús.