Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1954, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.10.1954, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Fangi hjartans F r a m h a 1 d s s a g a . ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« semi gædd vera. Hún bar höndina upp að enninu og aftur strauk hún hárið frá. Og þetta hitti hann í hjartastað, eins og í fyrra skiptið. Hverri var hún lík? Og hvað var að gerast í huga hans þegar hann horfði á hana! Engin kona hafði haft slík áhrif á hann fyrr — og á jafn skömmum tíma. „Það skiptir engu máli,“ muldr- aði hann. „En yður mun hins veg- ar þykja tómlegt að flytjast burt þaðan, sem þér hafið átt heima alla yðar ævi.“ „Ég hefi ekki átt heima hérna alla mina ævi — aðeins eitt ár. Ég ólst upp á heimavistarskóla í Fíladelfíu." „Komuð þér ekki heim á sumr- in?“ spurði hann forviða, því að hann vissi að Riveroll hafði átt heima i Yoya Hermosa í mörg ár. „Nei-nei, ég var með skóla- systrum mínum i sumartjaldbúð- um — við lágum úti í Maine. Mamma er heilsutæp, og þér skilj- ið að það er ekki auðvelt fyrir veiklaða móður að hafa ærsla- full börn kringum sig.“ Honum hafði alls ekki sýnst frú Riveroll veikluleg, og hann átti bágt með að hugsa sér að þessi teprulega stúlka, sem stóð and- spænis honum hefði nokkurn tíma verið ærslafull. Líklega var það þessi yfirstéttarplága sem kölluð er „taugar“ sem amaði að frú Riveroll. En jafn rík kona og hún hefði haft efni á að halda nægilega margar vinnukonur til að sjá um ærslabörnin. Hann skildi þetta ekki. „Ég get ekki hugsað mér að þér hafið verið ærslafull," sagði hann allt í einu. Nú fyrst bros'ti hún. Tennur hennar voru mjallahvítar og ofur- lítið bil milli framtannanna. And- litið varð þróttmikið og lifandi, þessi fjarræna gyðja, sem hafði setið þarna í sólskininu og horft gegnum hann hvarf allt í einu. Nú var kominn í hana strákslegur gáski, hún var brennandi af fjöri og barmafull af glettni. Hið klass- iska andlit hennar var sólbakað núna ,en hann var sannfærðúr um að það hefði verið freknótt þegar hún var í sumartjöldunum í Maine. „Þér hefðuð átt að sjá tilkynn- inguna frá skólanum, sem send var heim um mig,“ sagði hún og nú hvarf af henni brosið. „Næturgölt?" spurði hann. „Og ókyrrð í kennslustundun- um?“ „Miklu verra — einu sinni klifraði ég upp á þak,“ sagði hún. En brosið kom ekki aftur og hún varð fjarlægari honum en nokk- urn tíma áður. Hann hafði eins konar sjötta skilningarvit, sem oft hafði komið honum að haldi í stríðinu, og án þess hefði hann varla staðið þarna núna, en legið í einhverjum hermannagrafreitn- um austur í Asíu. Þetta skilningar- vit hafði aðvarað hann og hjálpað honum, en eftir stríðið hafði hajin aldrei þurft á því að halda og þess vegna hafði það sofnað. Nú vakn- aði það aftur, óvænt og snögglega, en það var líkast og leiðslukerfið hefði ryðgað á friðarárunum og hugskeytin gætu ekki komist leið- ar sinnar. Hann hafði enga hug- mynd um hvað hugboð hans vildi vara hann við — eða hvað það var, sem hann átti að setja á sig og muna. Það var skuggi af ein- hverju óhugnanlegu og Ijótu, sem lá yfir þessu og huldi það. En hvað var það? Hann heyrði niðinn í litlum gosbrunni við húsið, en yfir hann gnæfði urgið í bílhreyfli, sem var að stritast upp brekkuna fyrir neðan múrgarðinn. Hún heyrði líka í bifreiðinni og hlustaði. „Nú eru þau að koma,“ sagði hún og stóð upp, hljóp fram hjá honum, sneri við og kom aftur. Hún beygði sig snöggt, tók upp bókina sem lá undir legubekkn- um, þrýsti henni að brjóstinu og hljóp eins og hind yfir grasflötina. Hann heyrði ilskóna hennar skell- ast við hellurnar í ganginum, hurð var skellt og á næsta augnabliki nam bifreiðin staðar við hliðið og Riveroll og frú hans komu inn. Clyde hafði ætlað sér að fara að tala um erindið undir eins og hjónin kæmu, en það var líkast og ryðguðu leiðslurnar í skilning- arvitinu, sem hafði verið svo næmt forðum, væru enn að gefa honum aðvörunarmerki. Hann kom sér ekki til að segja neitt, en fór með Riveroll inn í húsið og tautaði eitthvað um að hann þyrfti að athuga ýmislegt smáveg- is betur — ýmislegt sem væntan- legur kaupandi hafði verið að spyrja hann um. Hjónin stóðu enn við glerhurðirnar og töluðu saman og horfðu út á Kyrrahafið er unga stúlkan kom inn. Hún var í erma- stuttum, grænum kjól og viðu pilsi, og nú voru varirnar rauðar eins og blóð. „Sylvía, góða mín — hefir þér ekki leiðst?“ sagði frú Riveroll og kyssti hana — hún var auðsjáan- lega að vinna upp það sem hún hafði farið á mis við öll uppvaxtar- ár stúlkunnar, hugsaði Clyde með sér. „Sylvia, þetta er herra Strad- ley,“ sagði Riveroll. „Maðurinn frá Charles Moran, sem ætlar að selja húsið fyrir okkur.“ Hún kinkaði kolli og bauð hon- um ókunnuglega góðan daginn, — það var ómögulegt að sjá á augna- ráði hennar að þau hefðu sést áð- ur og Clyde tókst með naumind- um að kæfa orðin, sem voru kom- in fram á varirnar á honum: „Við höfum sést og talast við.“ „Ég vissi ekki að þú ætlaðir að selja húsið,“ sagði hún. „Þú ert alltaf að verða meira og meira viðutan,“ sagði hann góð- látlega. „Við höfum varla talað um annað síðasta mánuðinn.“ Clyde hefði átt að verða for- viða á þessari athugasemd — hann átti bágt með að hugsa sér manneskju, sem væri svo viðutan að hún tæki ekki eftir slíku. En hann hafði fengið annað umhugs- unarefni, sem hann furðaði sig meira á. Hún hét Sylvia! Var þetta aðeins einkennileg tilviljun. Eða var það annað? Því að ástæðan til þess að hann hafði komið hingað í dag var upp- lýsingin sem hann hafði fengið í bankanum, og þar kom nafnið Sylvia McKelvey við sögu. Hann hafði gert sér ferð hingað til að fá að vita hver Sylvia McKelvey var. Og hann fór aftur án þess að verða þess vísari — hann spurði sem sé ekki að því. Hann skildi ekki sjálfur þá, hvers vegna hann hafði ekki spurt, það var ekki fyrr en löngu síðar að hann sá að hug- boð hans hafði vísað - honum á réttu leiðina — eins og oftar. Clyde ók hægt heim, hann ók upp á Girard Avenue, umferða- strætið mikla, og nú hafði hann nóg að hugsa. Þarna var bifreið við bifreið og hvergi staður til að leggja bifreið undir pipartrjánum — þetta var um það leyti dags, sem allar húsmæður eru að versla, að afstöðnu venjulega morgun- rifrildinu: „Hvort okkar á að hafa bifreiðina í dag?“ Riveroll-fjölskyldan þurfti ekki að rífast um það. Hún átti að minnsta kosti fjórar bifreiðar. Eina handa Riveroll, aðra handa Sylviu, þriðju fyrir þessa Annie sem hann hafði ekki séð, en sem Sylvia hafði talað um. Og fjórðu handa frú Riveroll þegar hún fór í teboðin og kvennaklúbbana. Clyde þurfti ekki að leggja hart að sér til að skilja þetta — hann þekkti það frá barnæsku. Hann hafði sjálfur átt bifreið þegar hann var sextán ára. Það komu grettur og glott í andlitið þegar hann leit á ryðgaða kælinn á bílnum sem hann var i núna. Fyrir tíu árum hefði hann jafnvel ekki viljað láta finna sig dauðan í svona bifreið, og svo var skrjóðuripn ó- borgaður ennþá í þokkabót. Faðir hans, sem verið hafði kunnur húsameistari, hafði dáið sama daginn sem ráðist var á Pearl Harbor, og móðir hans hafði andast skömmu síðar. Fað- ir Clydes hafði verið talinn mjög ríkur maður, en hann hafði alltaf lifað um efni fram, og lét ekki urmul eftir sig þegar hann dó. Síðustu árin hafði Clyde stundum verið að velta því fyrir sér í kald- hæðni, hvað mundi hafa orðið úr honum ef stríðið hefði ekki skoll- ið á. En það var tilgangslaust að vera brjóta heilann um það, því að stríðið hafði komið, hann Clyde ók hægt heim

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.