Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1954, Side 13

Fálkinn - 29.10.1954, Side 13
FÁLKINN 13 hafði verið á réttum aldri — átján ára — hann hafði gengið í herinn, og svo höfðu yfirboðarar hans fundið eiginleika í fari hans, sem hann hafði átt erfitt með að gera sér grein fyrir sjálfur, og hann hafði verið sendur á flugskóla. Hann hafði lært það sem hægt var að kenna honum og haldið áfram á braut frægðar og frama, sem styrjöldin hafði að bjóða. Nafn hans var orðið frægt og þjóðsögur höfðu skapast um hann, blaðamennirnir tóku af honum myndir og skrifuðu um hann; strákarnir nefndu nafn hans með lotningu og dásömuðu stríðs- frægðina, en höfðu ekki vit til að skilja ógnir stríðsins. Stríðið hafði gefið honum mat og þak yfir höfuðið og meira en nóg af vasapeningum. 1 fyrstu hafði hann verið eyðslusamur, eins og hann hafði vanist áður, en síðar vitkaðist hann og fór að hugsa til þess að kannske mundi hann lifa eftir stríðið. Hann hafði alltaf langað til að verða læknir, það hafði verið svo ráð fyrir gert að foreldrar hans kostuðu hann til námsins. í fyrstu fannst honum heimskulegt að gera sér von um að lifa stríðið af, en árin liðu og heppni hans var færð í frásögur og sjálfur óx hann að vitsmunum, svo að hann fór að hugsa um framtíðina og reyna að spara. Eftir að stríðinu lauk hafði hann byrjað á læknisnáminu, en svo þrutu peningarnir og hann varð að fá sér atvinnu til að eign- ast fé, svo að hann gæti haldið áfram. Hann hafði hitt kunningja, sem átti viðskipti við fasteigna- sala. Þannig hefði hann fengið nú- verandi atvinnu hjá Charles Mor- an, og er hann hefði starfað hjá honum í nokkur ár mundi hann hafa efni á að ljúka náminu. Kona með hlaða af grænmeti í aftursætinu ók bifreið aftur á bak úr stæði án þess að líta kringum sig og það var aðeins fyrir viðbragðsflýti Clydes að ekki varð árekstur. Hann bölvaði ökuklaufsku kvenna eins og oft áður og hélt svo fram strætið. Það var ólíkt honum að reiðast eða ergjast — hefði hann verið þannig skapi farinn mundi hann aldrei hafa komist heill á húfi úr flugorrustunum sínum. En nú hafði eitthvað óróað hann og kippt honum úr jafnvægi. Það var unga stúlkan Sylvia, og þetta hvernig hún strauk hárið frá enninu, stúlkan með skásettu aug- un og fallega, freistandi munninn — listaverk myndhöggvara, hvort heldur hún var föl og ómáluð eða með þykku lagi af blóðrauðum varalit. „Nei, þarna er Stradley!" hróp- aði einhver. „Stradley, gamli hrappurinn! Tveir menn komu hlaupandi út á akbrautina, opnuðu dyrnar á bifreiðinni og hlupu inn, hlæjandi og skvaldrandi og ærslafengnir. „Hvað eruð þið eiginlega að flækjast hérna megin á hnettin- um?“ spurði hann. „Við erum í hringferð,“ æpti Jimmy White. „Sjá Ameríku og deyja,“ æpti Eric Hamilton. Foreldrar þeirra voru ekki dauð og gjaldþrota — þeir höfðu einu sinni flogið með Clyde og síðan horfið aftur að borgaralegu starú og haldið áfram þar sem þeir hættu þegar árásin var gerð á Pearl Harbor. Þeir voru það sem hann hafði einu sinni verið, at- vinnulausir, ungir og ríkir menn, sem ekki þurftu að vinna tuttugu og átta tíma á sólarhring til að ná prófi og möguleika til að vinna fyrir sér. Þeir fóru sér hægt og hringsóluðu um Ameríku í Cadill- ac-bifreið Erics. Hún stóð fyrir handan næsta horn einmitt núna, þeir höfðu farið út til að leita sér að stað sem þeir gætu fengið sér hádegisverð á, áður en þeir héldu áfram suður yfir landamærin til Mexico. „Við höfðum enga hugmynd um að þú værir hérna,“ orgaði Jimmy. „Við verðum að halda þetta hátíðlegt.“ „Með dansi og drykkju þrjá daga í röð!“ orgaði Eric og gaf honum olnbogaskot í bakið. „Manstu þegar þú varst svo þreyttur eftir flugferðina, að þú nenntir ekki í loftvarnarbyrgið þegar merkið var gefið, en sagðist ætla að liggja í tjaldinu þangað til þú heyrðir í japönsku sprengju- flugvélunum?" orgaði Jimmy. „Manstu .......“ orgaði Eric. Hann gleymdi Sylviu, hann mundi aðeins frumskógana og hit- ann og flugurnar og skröltið í vél- unum og smellina í hríðskota- byssunum og hræðsluna við dauð- ann og þetta einkennilega, ölv- andi kæruleysi um forlögin. Him- ininn, stjörnurnar og skýin. Eyj- arnar og hafið þarna fyrir neðan. Dauðann, sem beið bak við næsta ský og aldrei kom. En undir eins og hann var skil- inn við félaga sína o ghafði mælt sér mót við þá á ákveðinni stundu á Valencia, var hann farinn að hugsa um stúlkuna aftur. — Sylvíu....... „Hvar í skrattanum hefir þú haldið þig í allan dag?“ urraði Moran þegar hann kom í skrif- stofuna. Moran hafði ekki verið kominn um morguninn, þegar Clyde sím- aði til bankans til að spyrja um matsverðið, sem seljendurnir sjálfir þóttust aldrei muna. Þess vegna vissi hann ekki neitt enn- þá um þessa Sylviu McKelvey, og þegar Clyde opnaði munninn til að spyrja gamlan og reyndan mann ráða, fór hugboðstæki hans að starfa aftur, og nú virtist það ekki vera ryðgað lengur. Kannske var það samveran með gömlu fé- lögunum, sem hafði komið þessu í lag aftur. En það var eins og smábjöllur væru farnar að klingja og rauð aðvörunarljós að depla augunum, alveg eins og forðum þegar hann hafði verið á lahda- mærum lífs og dauða, og þetta hugboð hafði sagt honum að þarna væri hættan og dauðinn, þarna öryggið og lífsvonin. Þeir höfðu allir haft þetta hugboð, flugmennirnir, meira og minna þroskað, en enginn þó eins og Clyde. Hann hafði oft reynt að hlæja að því, en eftir á hafði hann orðið skelkaður af undrun yfir því. „Ég fór að skoða höllina hans Riverolls aftur — hann er vitlaus karlinn, ef hann heldur að hann geti fengið níutíu þúsund fyrir þetta,“ sagði hann við Moran. „Hann hefir efni á að bíða, og hann fær það vafalaust með tím- anum,“ sagði Moran og stakk nýrri gúmmitölu upp í sig. Hann drakk hvorki né reykti en var sí- tyggjandi gúmmí. „Ég hitti ungfrú Riveroll í dag,“ sagði Clyde. „Hún kvað vera mikið listaverk skaparans," svaraði Moran. „Lif- ir og hrærist fyrir hesta. Frænka mín narraði mig á reiðlistarsýn- ingu í fyrra — fyrir eitthvert líkn- arfyrirtæki — og ég sá ungfrú Riveroll leika listirnar þar — blátt áfram dásamlegt. Ef það var þá hún — ég er orðin svo minnis- •laus. Joe vinur okkar frá Okla- homa kom hingað aftur og var að tala um þessa skelfingahöll í Miraman — ég held hann kaupi hana. Þú skalt fara með hann og sýna honum hana aftur í dag. Láttu hann muna hve frægur þú ert og sansaðu hann. Þú veist að það hleypur á snærið fyrir þér ef þú getur selt hana.“ „Skelfingahöllin" og húseign Riverolls voru dýrustu húsin, sem Clyde hafði verið trúað fyrir að selja. Það var ekki að sjá að hann kæmist í sjöunda himin, er hann 'hafði sýnt Joe skelfingahöllina aftur, og horfði á hann undir- skrifa samninginn. Hefi ég ekki unnið heiðarlega fyrir þessum peningum, hugsaði hann með sér og var reiður. Er það mér að kenna að húseignin er ekki þess virði sem ég hefi selt hana? En bak við kaupsamninginn sá hann köld, grá, spyrjandi augu, og hann vissi að hún mundi aldrei hafa samþykkt þessa verslun. — HÚN — hann hugsaði sér hana aldrei með nafni — aðeins HÚN, með stórum stöfum. Hvað kom honum við hvað hún áleit og hvað hún hélt? Hann mundi liklega aldrei sjá hana framar, hversu oft sem hann flæktist þarna upp eftir. Hann hafði ekki séð hana fyrsta skiptið sem hann kom þangað. Líklega var hún alltaf á hestbaki — lifði aðeins vegna hesta. Auk þess var hún svo utan við sig, að Framhald í næsta blaSi. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYND- UM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greið- ist fyriríram. - Ritstjóri: Skúli Skúla- son. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. Copyright P. I. B. Box 6 Copenhogsn Adamson uppgötvar leynivopn. n - ,

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.