Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 5
FÁLKINN 3 Lúðrasveitin Svanur 25 ára ★ Tuttugu og fimm ár eru nú iið- inin frá því að Lúðrasveitin Svanur var stofnuð, en stofndag- ur hennar var 16. nóvember 1930. Aðalhvatamaður að stofnun hennar var Hallgrímur Þor- steinsson söngkennari, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Var Hallgrímur ráðinn fyrsti kennari og stjórnandi sveitar- innar og gegndi liann því starfi fyrstu árin. Á þessum 25 árum hefir lúðra- sveitin oft leikið fyrir bæjarbúa stjórnandi hennar, Karl O. Run- ólfsson tónskáld, og á hún hon- um mikið upp að unna fyrir starf hans. Aðrir stjórnendur hennar hafa verið: Gunnar Sigurgeirsson, Jóhann Tryggvason, Árni Björns- son, Lanzky-Otto og Jan Mor- avek. Lúðrasveitin er nú skipuð 20 mönnum og eru það allt áhuga- menn, sem vinna þetta starf í hjáverkum. Æfingar eru haldn- ar tvisvar í viku. Núverandi stjórn skipa: Ey- steinn Guðmundsson formaður, Alfreð Bjarnason gjaldkeri, Hreiðar Ólafsson ritari og Sveinn Sigurðsson meðstjórnandi. við ýms tækifæri og einnig hefir hún ferðast víða um land og leik- ið þar á ýmsum skemmtunum aulc þess sem hún hefir haldið þar hljómleika. StjórnencLur. Sá sem lengst hefir stjórnað lúðrasveitinni, er núverandi Gosdrykkjaverksmiðjan leiðslunni. 1943 tékk verksmiðjan um- Árið 1927 keypti Sig. Waage gos- boð fyrir Pepsi-Cola. drykkjaverksmiðjuna Heklu og fimm Þá liafa og miklar breytingar ver- ið gerðar á vélum verksmiðjunnar. Framhald á bls. 14 50 IJm þessar mundir er verksmiðjan Sanitas 50 ára, en hún var stofnuð 1905 af Gísla Guðmundssyni gerla- fræðingi, Guðmundi Ólafssyni, bónda, og Jóni Jónssyni, skipstjóra. Gísli var framkvæmdastjóri frá byrjun og síðar einkaeigandi hennar. Fyrstu ár- in var verksmiðjan rekin á Seltjarn- arnesi, og framleiddi þá gosdrykki, saftir og óáfengt öl, en 1913 var öl- framleiðslu hætt. Árið 1916 var verksmiðjan flutt tii Reykjavíkur að Smiðjustíg, og sama ár seldi Gisli liana Lofti bróður sin- um, en liann rak hana til 1923, sið- ast að Lindargötu 9, þar sem hún hefir verið síðan. Árið 1924 keypti Sig. Waage Sanitas og rak hana sem ara cinkaeign til 1939, en þá var hluta- félagið Sanitas stofnað, og voru stofn- endur Hákon, Matthías og Sigurður Waage, Friðþjófur Þorsteinsson og Jónas Ólafsson. Núverandi stjórn skipa: Sigurður Waage Matthías Waage, Baldur Sveinsson, en i vara- stjórn eru Sig. S. Waage og Eufemía Waage. Margvíslegar breytingar hafa orðið á starfsemi verksmiðjunnar frá stofn- un hennar og ýms fleiri störf hafa bætst við, svo sem sultu- og marmel- aðigerð og ávaxtasaftsgerð. Einnig er framleitt sykurvatn með kjörnum, sósulitur og margs konar aðrar efna- gerðarvörur. Einnig liafa miklar breytingar orðið á gosdrykkjafram- Verksmiðjuhúsið. Sultugerðin, Gosdrykkjaframleiðsla,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.