Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 19

Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 19
FÁLKINN 15 Kennarinn spyr Elsu, sem er í efsta bckk gagnfræðadeildarinnar: — Hver var mesti sigurvegari mannkynssög- unnar? Elsa: — Hann hét Don Juan. Vakningaprédikari er að halda ræðu yfir söfnuðinum og brýnir röddina og segir: — Hér á meðal vor er maður, sem hefir ósæmileg mök við konu ann- ars manns. Ef hann leggur ekki 25 krónur í samskotabaukinn verður nafn hans birt i blöðunum á morgun. Þegar samskotabaukurinn kom úr hringferðinni voru sex fimmtíu króna seðlar í honum og brír 10 króna seðl- ar, sem miði var festur við. Á hann var skrifað: „Ég hefi ekki meira núna en skal senda það sem á vantar á miðvikudaginn.“ Ungur eiginmaður sá fram á að hann yrði að fara að spara. Hann afréð að fara framvegis gangandi heim af skrif- stofunni til þess að spara sér 80 aura. Og svo liljóp hann á eftir strætisvagn- inum og kom heim lafmóður og más- andi. — Heyrðu, elskan, ég sparaði mér 80 aura með því að hlaupa á eftir strætisvagninum. — Þú er bjáni! Hvers vegna hljópstu ekki á eftir leigubíl? Þá hefð- ir þú sparað átta krónur. Húsmóðirin: — Annað hvort borg- ið þér mér húsaleiguna upp i topp eða þér verðið að flytja. Leigjandinn: — En hvað þér eruð sanngjörn. Konan sem ég bjó hjá sein- ast heimtaði hvort tveggja. Jón lóðs 'fór til prestsins til að tilkynna honum að það væri fjölgað hjá sér. En hann var að hugsa um fleira en það, því að um nóttina hafði skip strandað skammt fyrir utan sjáv- anþorpið, og vitanlega varð hann að segja prestinum frá því, bæði vel og lengi. En svo vék presturinn aftur að embættisskyldunni og spurði hvort þetta hefði verið sveinbarn eða mey- barn. — Hvort var það núna, Jón minn? segir hann. Jón liefir enn skipið í huga og svar- ar: — Já, ég sá nú ekki nema bakhlut- ann á lionum, en að því sem ég gat best séð er þetta Hoilendingur. s* * Tvíræður taktstokkur — hann get ur líka verið flugnabani. Fred Allen og Oscar Levante sem svindlararnir Sam og Bill í einni sögunni. Kvikmyiid a£ sögfnm O’Uenrys í \vja Bfó INýja Bíó sýnir á næstunni „Fimm sögur eftir O’Henry" með framúrskar- andi leikurum í flestum aðalhlutverk- um. Meðal þeirra eru Charles Laugh- ton, Anne Baxter, Jeanne Crane, Farley Granger, Jean Peters og Ric- liard Widmark — að Marilyn Monroe ógleymdri. Flestar þessar sögur hafa birst í íslenskri þýðingu i blöðum og tíma- ritum og vakið mikla athygli eins og raunar allt, sem O’Henry hefir skrif- að. Sögur herlœknisins Sögur herlæknisins eftir finnska skáldið Zacharias Topélius eru taldar til sígildra bókmennta Norðurlanda. Matthías Jochumsson íslenskaði sögurnar — og varð fyrsta útgáfa þeirra feikna vinsæl. Sögur herlæknisins eru spcnnandi ættar- og örlagasaga. mganne Þegar Árni Thorsteinsson tónskáld fædd- ist fyrir 85 árum, voru íbúar Reykjavíkur tvö þúsund. í ævisögu þessa heiðursmanns, segir frá æsku hans og uppvexti, mönnum og málefnum eins og hann sá þau um áttatíu ára skeið, og brautryðjendastarfi hans og annarra í söng- og tónlistarmálum hér á landi. Látleysi og góðlátleg kýmni einkenna frásögnina. Jólabœkur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.