Fálkinn


Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.12.1955, Blaðsíða 8
6 FÁLKINN HATTUR BÐA TASKA? Ja, hvort er það? En sú sem keypti það. keypti það sem hatt. Hver veit nema hún noti það sem tösku, þegar hún verður leið á hinu? K.F.U.K. — Það voru margir kynþætt- ir og þjóðerni, sem áttu fulltrúa á ráðsltefnunni, sem Kristilegt félag ungra kvenna (K.F.U.K.) hélt í Eng- landi í september í tilefni af því að þá voru 100 ár liðin síðan fyrsta K.F.U.K.-félagið var stofnað í heim- inum. Það var stofnað í Englandi. — Þessir tveir þátttakendur eru frá Si- erra Leone í Afríku og frá Burma í Austur-Indlandi. Á RÆKJUYEIÐUM. — Irene Genna, sem er grísk-ítölsk leikkona. og tók þátt í kvikmyndahátíðinni í Feneyj- um, gerði sér það til dundurs í hjá- verkunum þar, að veiða rækjur. Það verður ekki af myndinni séð hvern- ig veiðin gengur, en maður vcrður að ímynda sér að hún gangi vel. 18 Lukkan varpar akkerum Framhaldssaga eftir ALEX STUART. Hann hvarf út í myrkið áður dn hún gat svarað nokkru. Hún hallaði sér aftur í stólnum og lagði augun aftur. Hún var svo þreytt að hún treysti sér ekki einu sinni til að komast niður í klefann sinn. Og svo var líka svo heitt og kæfandi þar niðri. En liérna lék svöl gola um liana, og hún var glöð og hróðug yfir því siðasta, sem Ben liafði sagt. Það var gott að vita af þvi, að mað- ur hafði staðið vel í stöðu sinni, og að aðrir kunnu að meta það. En það var aðeins Tim Lanc einn, sem átti heið- urinn af því, að drengurinn var nú á batavegi. Anne andvarpaði er hún minntist þess, sem Tim hafði sagt henni um morguninn. Veslings Tim, það var erfitt að skilja hvers vegna einmitt hann — skyldi verða ástfanginn af Lilly Sheridan. En var honuin það láandi? Lilly var fríð sýnum — hún var fræg. Hún hafði ánetjað Nicholas, þrátt fyrir að lnin hafði leikið hann grátt forðum daga. Varla var sá karl- maður til um borð, sem ekki hefði viljað vera í hans sporum, ef tæki- færið hefði boðist. Tim liafði sagt að hann gerði sér engar tyllivonir. Og samt elskaði hann hana. „... hún hugsar ekki um neinn nema Nick, hefir aldrei gert annað og mun aldrei gera annað ...“ Og loks hafði hann tæpt á viðkvæmu leyndarmáli Anne sjálfrar: „En þú elskar enga nema Nick, alveg eins og hún, er það ekki?“ Var það svo? spurði Anne sjálfa sig. Var það svo — ennþá? NICHOLAS TALAR UM HJÓNABAND. Einhver kom að stólnum hennar og rödd í myrkrinu sagði: — Anne? Anne opnaði augun og sá skuggasvip- inn á andliti Nicholas. Hún fékk ákaf- an hjartslátt. — Jæja, Anne. Hún sá að hann brosti — Má ég setjast hérna? — Já, vitanlega, herra Frazer. Anne sýndi á sér snið að standa upp, en hann tók hendinni um öxlina á henni. — Góða barn, vertu ekki svona form- leg. Það liggur við að ég roðni. Hann horfði á iiana. Augun voru alvarleg, r.ærri því bljúg. — Sérstaklega af þvi að ég kom hingað til að biðja þig fyrir- gefningar. — Fyrirgefningar? Anne starði á hann eins og hún tryði honum ekki. — Þú að biðja mig fyrirgefningar, Nicholas. Á hverju? — Á svo mörgu, Anne. Og svo fór hann að telja: — Fyrst og fremst á því, að ég efaðist um dugnað þinn í hjúkrunarkonustarfinu. Þar næst fyrir livað ég var reiður við þig i Aden, þegar þú seinkaðir skipinu, án þess að þú gætir nokkuð við það ráðið — ég frétti nánar um það á eftir. Og í þriðja lagi af þvi að ég hélt þig vera aðra manneskju en þú ert. Og í fjórða lagi ... nei, það er best að við látum þetta duga í bili. Mér þykir þetta allt mjög leitt. Viltu fyrirgefa mér? Anne var svo hissa að hún gat engu svarað um stund. Hún hélt áfram að stara á hann, þögul og rugluð. Loks kinkaði hún kolli til hans, kafrjóð. — Þú hélst mig vera aðra mann- eskju en ég er? Hann brosti. — Ég dæmi þig sam- kvæmt mínum eigin kröfum, því mið- ur. Það er mjög strangur mælikvarði, sem ég legg í hlutina, ef þér er nokk- ur huggun að vita það. Ég get sagt þér að ég stenst hann ekki sjálfur. Ég hefi þekkt þig lengi, Anne, og — eins og frú Sheridan sagði — hefi ég talið mig sjálfskipaðan verndara þinn' alla tíð síðan faðir þinn dó. Hann bað mig um það — þú vissir það lcannske ekki? — Nei! Anne var forviða. — Nei, ég vissi það ekki. Ég — ég vildi óska að hann hefði ekki beðið þig um það. Ég á við, ég .... Hún þagnaði og vissi ekki hvað hún átti að segja. — Hvers vegna? Er ég svo bölvað- ur? Það var alls ekki meining mín að vera það, Anne. Það var biðjandi und- irtónn í röddinni. — Nei, auðvitað ekki. Þessi auð- mýkt var svo ólík Nicholas Frazer, að Anne varð enn ruglaðri. — Ég átti ekki við það. En það er erfitt að gera grein fyrir þessu. Þú skilur.... Nú strandaði hún aftur. Loks sagði hún rólega: — Ég er uppkomin stúlka. — Góða, ég veit vel að þú ert það! Þú ert frábær hjúkrunarkona. Hann brosti aftur og Anne fann roðann koma fram í kinnarnar. — En .... Brosið livarf og hann hnyklaði brún- irnar hugsandi, — ég lield að þú ætt- ir ekki að halda áfram að starfa sem hjúkrunarkona á skipi. Ekki sem hjúkruarkona yfirleitt...... — En ég hefi mikið yndi af þessu starfi, tók Anne fram í. — Sérstak- lega af starfinu hérna um borð. Mig hefir alltaf dreymt um það. Þú hefir vonandi ekki hugsað þér að ráðleggja mér að hætta við það? Ætlarðu að segja, að ég sé ekki hæf til að vera hjúkrunarkona um borð i skipunum þínum? — Nei, fjarri fer því. Það dytti mér aldrei í hug. Þú ættir að vita hvernig Tim Lane hefir hafið þig til skýjanna í allan dag. Nicholas tók langan teyg úr vindl- inum, og Anne greip fram í hálfhrædd: — Það er alveg óverðskuldað, ég full- vissa- þig um það. Sannast að segja gerði ég ekkert nema það, sem Lano læknir sagði mér að gera. En í ein- ÚTILEGUGRAMMÓFÓNN. — „Little- phon“ — eða Litlafón — kallar firm- að, sem sent hefir þennan hljóðrita á markaðinn — þennan rafmagns- grammófón sinn. Það er fyrsti raf- magnsgrammófónninn, sem þarfnast ekki ýmssa dýrra tiltækja. Notar fjög- ur smá þurr-element, á 1/2 volt, og hægt er að nota hann í tíu tíma fyrir 2V2 Þýskt mark. lægni talað — viltu gera svo vel að segja mér hvað þú hefir í huga. Ég get ekki áttað mig á þessu. Ef ég á ekki að vera hjúkrunarkona — hvað viltu þá — sem sjálfskipaður vernd- ari minn — ráðleggja mér að taka fyrir? — Það er ofur einfalt mál, svaraði Nicholas hiklaust. — Þú átt að gift- ast. — Giftast? Nú roðnaði hún í kinn- um aftur. — Hvers vegna? Ég meina .... Nú varð henni orðfall enn einu sinni. — Er það svo hræðilegt úrræði? spurði Nicholas. — Ég hélt að allar stúlkur langaði til að giftast — og eignast sitt eigið heimili — og eign- ast börn. Langar þig ekkert til þess? Hann horfði spyrjandi á hana, og Anne varð guðsfeginþví að dimmt var, svo að roðinn í kinnum hennar sást ekki. En henni var ómögulegt að leyna tilfinningunum, sem orð hans höfðu vakið hjá henni. Hann færði sig nær lienni og hún sá vangamynd hans við flauelsdimman himininn yfir þeim. — Jæja, Anne, hélt liann áfram. — Lang- ar þig ekkert til þess? — Ég .... jú, auðvitað langar mig til þess. En .... Ef aðeins .... hugsaði hún með sér og barðist við þrá sína. Hana langaði svo til að rétta fram höndina og snerla kinn hans — ef aðeins Nicholas hefði verið að hugsa um sjálfan sig, þegar hann spurði hana að þessu — þá hefði hún svarað honum öðruvísi. Heimili — með Nicholas. — Börn — hans börn! Hún fann tárin þrýstast f'ram í aug- un, og röddin var bitur er hún sagði: — Mig langar til að sjá dálítið af ver- öldinni fyrst. Ég hefi ekki fengið tæki- færi til að ferðast fyrr en nú. Og nóg- ur er tíminn, ætli það ekki? — Jú, vafalaust. Rödd hans var allt í einu orðin hörð. — Nógur tími — fyrir þig. Ég hugsaði ekki út í það, en þú heldur dauðahaldi í frelsið, með- an þú hefir það. Ég er talsvert eldri en þú ert, og ég hefi verið í sjóferðum síðan ég var strákur. Ég gleymi alltaf að þetta er fyrsta ferðin þín — að hrópið frá hafinu er nýtt í þínum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.